Morgunblaðið - 25.03.2020, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.03.2020, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 Við störf Þótt starfsemi sé víða í hægagangi eða hálflömuð eru byggingarframkvæmdir í gangi eins og sjá mátti í gær við Marriott-hótelið á Austurbakka. Eggert Kærleikurinn er ekki einhver þreyttur lagabókstafur eða steinrunnir stafir held- ur síungt og ferskt hjartalag, hugarþel, athöfn og verk sem spyrja ekki um endur- gjald eða hvernig standi á. Kærleikurinn er ekki þrasgjarn. Hann veit ekki allt best og hann veður ekki yfir. Hann hlustar og sýnir skilning. Hann virðir, um- vefur, uppörvar og hvetur. Kærleikurinn spyr ekki um eigin hag og er ekki á eigin forsendum. Hann segir ekki þegar mér hentar, þegar ég vil eða nenni og þá þegar ég fæ sem mest út úr honum á móti. Nei, kærleikurinn hlustar og sér. Hann opnar hjarta sitt fyrir neyð náungans, án þess að spyrja um rök eða ástæður. Um leið og kærleikurinn er brott- för frá sjálfhverfu leiðir hann til sjálfsmeðvitundar. Kærleikurinn nær út yfir öll hagsmunasamtök og alla pólitík. Kærleikurinn er miskunnsamur. Ekki sjálfhverfur. Hann er um- hyggja frá innstu hjartans rótum. Hann uppörvar og hvetur. Því hann á uppsprettu í hinni tæru lind lífs- ins. Kærleikurinn kemur í veg fyrir ósætti. Hann flytur frið, leitar sátta, stuðlar að gleði og veitir fögnuð. Gleði og fögnuð sem byggður er á djúpri alvöru sem leiðir til varanlegrar hamingju. Hamingju sem breytir hjörtum fólks svo það snýr sér frá ranglæti, fálæti og óréttvísi og leiðist inn í eilíft ljós sannleikans. Kærleikurinn er gjafmildur og þakk- látur. Hann veitir hjörtunum frið. Eilífan frið sem er æðri mannlegum skiln- ingi. Kærleikurinn fer ekki í mann- greinarálit og tekur sér ekki frí. Hann er ekki aðeins falleg orð held- ur lætur hann verkin tala. Í kær- leikanum er fólgin lausn, sigur og ólýsanlegur lækningamáttur. Með kærleikans faðmlagi, sam- stöðu- og friðarkveðjur. Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Kærleikurinn er ekki aðeins falleg orð heldur lætur hann verk- in tala. Í honum er fólg- in lausn, sigur og ólýsanlegur lækninga- máttur. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Máttur kærleikans Stjórnvöld á Íslandi hafa nú látið boð út ganga um aðgerðir vegna útbreiðslu á Co- vid-19-veirunni, m.a. vegna skaðlegra efna- hagslegra áhrifa af henni. Verði meðal annars gripið til þess ráðs að bjóða fyrir- tækjum, sem orðið hafi fyrir a.m.k. 40% tekju- missi, ríkisábyrgð á 50% nýrra lána sem fyrirtækin fái hjá viðskiptabönkunum. Sýnist þá gert ráð fyrir að bankarnir muni sjálfir bera 50% áhættu af þessum lánum, ef þeim sem lánin taka tekst ekki að endurgreiða þau. Nú ættu menn að muna að Hæsti- réttur Íslands hefur á síðustu árum breytt ákvæði almennra hegningar- laga um umboðssvik. Eftir lagatext- anum er ekki unnt að refsa fyrir þau nema sannaður sé auðgunarásetn- ingur á brotamann. Þessu breytti rétturinn í dómum sínum og kom á þeirri skipan að refsa skyldi starfs- mönnum bankanna ef talið yrði að þeir hefðu með gerðum sínum stofn- að bankanum í verulega hættu á að verða fyrir fjártjóni með lánveit- ingum sínum. Þau lán voru þá yfir- leitt veitt í því skyni að lántaki nýtti lánsféð til að kaupa hlutabréf í við- komandi banka, sem bankinn átti sjálfur, og taka síðan veð í bréfunum til tryggingar kröfunni um endur- greiðslu lánsins. Raun- ar var vandséð hvernig í þessu átti að felast tjónsáhætta fyrir bankann. Hæstiréttur taldi samt að svo hefði verið og var þá ljóst að rétturinn gekk mjög langt í viðleitni til sak- fellingar yfir hinum sökuðu mönnum; eigin- lega svo langt að engu tali tók. Þessir dómar rétt- arins fólu einfaldlega í sér óheimila valdbeit- ingu sem virðist hafa réttlæst af við- leitni við að sefa reiði landsmanna vegna bankahrunsins. Nú koma síð- an í ljós afleiðingarnar af svona dómaframkvæmd, þegar við virðum fyrir okkur úrræði stjórnvalda gegn skaðlegum fjárhagslegum afleið- ingum af veirufárinu. Þetta gerist með þeim hætti að ríkisstjórn Íslands beinir því nú til bankanna að veita fyrirtækjum í vanda lán, sem að minnsta kosti kunni að hálfu leyti að verða án tryggingar. Þannig verði lánin að því marki á áhættu bankans sjálfs, nema þá lántaki geti sjálfur sett tryggingu, sem í flestum tilvikum hlýtur í stöðunni að teljast ólíklegt. Í slíkum lánveitingum verður, m.a. vegna ríkjandi ástands, miklu frem- ur talin hætta á fjártjóni, heldur en í nefndum dómum Hæstaréttar. Má telja víst að hluti af þessum lánum muni ekki fást endurgreiddur og við- komandi banki því sitja uppi með fjártjónið sem af því leiðir. Í yfirliti stjórnvalda kemur fram að sá helm- ingur sem ríkið ábyrgist ekki geti numið allt að 35 milljörðum króna. Ef í þessu felst ráðagerð stjórn- valda um að hluti þessara bankalána verði án trygginga og á áhættu bankanna er um greinilegt hættuspil að ræða. Með hliðsjón af nefndum dómum Hæstaréttar Íslands verður ekki betur séð en bankamenn myndu brjóta gegn ákvæði al- mennra hegningarlaga um umboðss- vik ef þessar lánveitingar ættu sér stað án fullnægjandi trygginga. Við verðum að ætla að þetta sé gert fyrir vangá. Það er samt ástæða til að vara bankamenn við. Þeir einir ættu að taka þátt í þessu sem eru tilbúnir til að verja nokkrum árum bak við lás og slá í þágu þessa málstaðar. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Með hliðsjón af nefndum dómum Hæstaréttar Íslands verður ekki betur séð en bankamenn myndu brjóta gegn ákvæði al- mennra hegningarlaga um umboðssvik ef þess- ar lánveitingar ættu sér stað án fullnægjandi trygginga. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Hvatt til refsi- verðrar háttsemi?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.