Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 Traust almennings á hefðbundnum fjölmiðlum hefur aukist í Danmörku í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem fjallað er um í Politiken. Danskir fjölmiðlar fá einkunnina 8,27 á kvarðanum einn til tíu yfir trúverðugleika á sama tíma og svar- endur könnunarinnar gáfu sam- félagsmiðlum einkunnina 5,48. Þegar þátttakendur könnunarinnar voru spurðir hvar þeir hefðu leitað upplýsinga síðustu daga sögðust 54% svarenda hafa leitað í danska fjölmiðla, 45% í vefi hins opinbera og 22% í samfélagsmiðla. Spurðir hvað- an mikilvægast væri að fá upplýs- ingar nefndu 59% svarenda danska fjölmiðla, 54% upplýsingavefi hins opinbera og aðeins 5% samfélags- miðla á borð við Facebook og Twitter. „Könnunin leiðir í ljós að á krísu- tímum reiðir fólk sig aðallega á upp- lýsingar frá klassískum fjölmiðlum,“ segir Søren Schultz Jørgensen, pró- fessor við Álaborgarháskóla. Bendir hann á að það komi óneitanlega á óvart að samfélagsmiðlar njóti jafn- lítils traust og raun ber vitni í ljósi þess hversu mikið við notum þá. „Al- menningur er óttasleginn og áhyggjufullur vegna faraldursins sem hefur áhrif á okkur öll. Á slík- um tímum viljum við fá réttar upp- lýsingar. Ástæða þess að fólk sækir í hefðbundna fjölmiðla er að þar er fljótt hægt að fá trúverðugar upp- lýsingar sem sífellt eru uppfærðar. Auk þess sem þar er rýnt í allar upp- lýsingar með gagnrýnum augum,“ segir Jørgensen. Ljósmynd/Politiken Blöð Á tímum kórónuveirunnar leitar al- menningur frekar í hefðbundna fjölmiðla. Traust á dönskum fjölmiðlum eykst Margar bjöllur klingjaeftir að 18 ára stúlkafinnst látin í sundlaugheima hjá sér í New Jersey í Bandaríkjunum. Mary Higgins Clark leysir gátuna í spennusögunni Það er fylgst með þér og heldur athygli lesanda þar til yfir lýkur. Almennt má segja að enginn kemst upp með morð. Lögreglan í Bergen-sýslu vinnur sam- kvæmt þeirri kenningu og þó böndin beinist frekar að einum en öðrum í fyrstu er öllum mögu- leikum haldið opnum. Þar til kær- astinn er handtekinn. Rann- sóknarlögreglufulltrúinn er samt ekki sannfærður og er ekki einn um það. Enginn veit fyrr en reynt hefur hvernig það er að missa fótanna og sjá bjarta framtíð verða að engu á svipstundu. Mary Higgins Clark lýsir þessu vel og ekki síður viðbrögðum þeirra sem hlut eiga að máli. Sú lýsing hlýtur að fá les- endur til að líta í eigin barm og halda áfram lestrinum. Annað mikilvægt atriði, sem höfundur veltir upp, eru samskipti fullorðinna og ungmenna, foreldra og barna þeirra. Í sumum til- fellum eru gerðar miklar kröfur til unglinganna, í öðrum er haldið verndarhendi yfir börnunum og svo eru dæmi um nær algjört af- skiptaleysi. Samskiptaleysi á báða bóga. Burtséð frá réttu eða röngu. Áhrifin leyna sér ekki, þó ekki sé allt sem sýnist, og vissulega má ýmislegt af þessu læra. Rétt eins og af dómstóli götunnar, sem oftar en ekki svífst einskis, gjarnan með skelfilegum afleiðingum. Sparkar án umhugsunar í þann sem enga vörn sér getur veitt. Uppbygging sögunnar sýnist vera einföld en er flóknari en hún virðist vera við fyrstu sín. Rétt eins og lífið sjálft. Þræðirnir liggja víða og þó ungt fólk eigi erfitt með að sanna sakleysi sitt er enginn sekur fyrr en sekt er sönnuð. Söguþráðurinn er sérlega vel spunninn og þó að lausir endar séu hér og þar er það endahnút- urinn sem skiptir öllu máli. Rétt- lætið sigrar að lokum. Það er fylgst með þér er sann- færandi og spennandi saga um morð og afleiðingar þess en líka innileg saga um samskipti heið- arlegs fólks, ástarsaga af bestu gerð. Saga um illsku og sorg en um leið hugljúf frásögn, sem eyk- ur trúna á hið góða í fólki. Bókin kom fyrst út í Bandaríkj- unum 2017 og er því eitt síðasta verk Mary Higgins Clark, sem lést í janúar sem leið. AFP Höfundurinn „…sannfærandi og spennandi saga um morð og afleiðingar þess en líka innileg saga um samskipti heiðarlegs fólks, ástarsaga af bestu gerð,“ segir rýnir um eina af síðustu bókum Mary Higgins Clark. Spennusaga Það er fylgst með þér bbbbn Eftir Mary Higgins Clark. Snjólaug Bragadóttir þýddi. Ugla 2019, 269 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Spenna í ljósaskiptum góðs og ills Fyrr í mánuðinum hætti banda- ríska forlagið Hachette við að gefa út fyrirhugaðar endurminningar bandaríska leikstjórans Woody Al- len, eftir mótmæli frá syni þeirra Miu Farrow, Ronan Farrow, og út- göngu starfsmanna forlagsins sem vildu sýna Farrow samstöðu, en hann kveðst trúa þeim orðum syst- ur sinnar að Allen hafi brotið á henni kynferðislega. Allen hefur ætíð sagt það vera ósatt. Allen var ekki lengi að finna nýj- an útgefanda því án nokkurrar kynningar sendi forlagið Arcade Publishing bók Allens, Apropos of Nothing, á markað á mánudag. Bókin er um 400 bls. og fjallar á opinskáan hátt um líf leikstjórans, með hans eigin orðum, bæði einka- líf og sýn hans á eigin list í kvik- myndagerðinni. Til að mynda vek- ur athygli að Allen segist skilja vel reiði Miu Farrow, fyrrverandi sam- býliskonu sinnar, þegar hún komst að því að dóttir hennar, Soon-Yi Previn, var tekin saman við Allen, sem er 35 árum eldri. Ævisaga Woodys Allen óvænt á markað AFP Leikstjórinn Allen segir sögu sína í bókinni og kveðst ekkert draga undan. Í heimi djassunnenda var hann þekktur sem Bill Smith, klarínettu- leikarinn slyngi sem var lengi ná- inn samstarfsmaður Dave Brubeck. En hann var líka þekktur sem Willi- am O. Smith, tónskáld sem inn- leiddi óhefðbundin skrif og nálgun við klarínettið í samtímatónlist. Og nú er bandaríski blásarinn snjalli allur, 93 ára að aldri. Strax á unglingsaldri leiddi Smith bæði djasshljómsveit og lék með Sinfóníuhljómsveitinni í Oak- land. Hann nam síðan tónsmíðar og höfðu skrif hans og aðferðir áhrif á önnur tónskáld og meðal þeirra sem fluttu tónverk hans má nefna Andre Previn og Marni Nixon. Sem Bill Smith naut hann mik- illar hylli fyrir snilli sína á klarín- ettið. Hann lék með Brubeck lengi á 6. áratugnum og samdi öll lögin á þremur plötum sveitar hans: Bru- beck à la Mode, Near Myth og The Riddle. Smith lék aftur með sveit- inni lengi vel á 8. og 9. áratugnum og þá meðal annars á Listahátíð á Íslandi árið 1986. Klarínettuleikarinn Bill Smith allur Snjall Smith lék listavel á klarínett. ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ★★★★ San Francisco Chronicle ★★★★ Indiewire ★★★★ Hollywood reporter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.