Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 15
AFP Mótmæli Greta Thunberg á mót- mælum í Brussel í byrjun mars. Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg tilkynnti í gær að hún og faðir hennar hefðu mjög lík- lega sýkst af kórónuveirunni eftir ferðalög þeirra um Mið-Evrópu í febrúar. Varð Thunberg fyrst einkenna vör fyrir um tíu dögum, en hún sagðist hafa farið í sóttkví ásamt föður sín- um í varúðarskyni. Sagði Thunberg að veikin hefði ekki lagst þungt á sig, en þeim mun verr á föður sinn. Ekki er prófað fyrir veirunni í Sví- þjóð nema hjá þeim sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Sagði Thunberg að hún hefði ekki talið sig vera með veiruna nema vegna þess hvernig hún lagðist á föður hennar. Bera gríðarmikla ábyrgð Hvatti hún um leið fólk af sinni kynslóð til þess að taka faraldurinn alvarlega, sér í lagi þar sem veiran gæti leynst hjá því án þess að það vissu að það væri að smita út frá sér til fólks í meiri áhættuhópum. „Við sem tilheyrum ekki áhættu- hópum berum gríðarmikla ábyrgð. Gjörðir okkar geta skilið á milli lífs eða dauða fyrir marga aðra,“ sagði Thunberg í yfirlýsingu sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Thunberg lætur sig faraldurinn varða, en hún hvatti til þess í byrjun mars að látið yrði af mótmælaað- gerðum skólafólks gegn hlýnun jarð- ar og þær færðar á netið til að draga úr þeirri smithættu sem fylgdi mannamótum. Thunberg líklega smituð  „Skylt að taka far- aldurinn alvarlega“ FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is brynja.is Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar Frír sendingarkostnaður út apríl PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórnvöld á Indlandi, næstfjölmenn- asta ríki heims, bættust í gær í hóp þeirra ríkja sem fyrirskipa fólki að halda kyrru fyrir heima við vegna kórónuveirufaraldursins. 1,3 millj- arðar manna búa þar í landi og er nú áætlað að um þriðjungur mannkyns búi við útgöngubann eða aðrar áþekkar aðgerðir. Aðgerðir Indverja komu degi eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu og tilkynnti útgöngu- bann, sem einungis mætti rjúfa til að sækja sér mat eða læknisaðstoð, eða til að stunda hreyfingu einu sinni á dag. Sagði Johnson hertar aðgerðir nauðsyn í ljósi þeirrar grafalvarlegu stöðu sem komin var upp í Bretlandi, en brögð voru að því um helgina að fólk væri að koma saman utandyra á almannafæri þrátt fyrir tilmæli um að halda fjarlægð. Þrátt fyrir að útgöngubann væri í gildi voru neðanjarðarlestirnar í Lundúnum troðfullar af fólki í gær- morgun, og var skorað á stjórnvöld að framfylgja banninu af meiri hörku. Stjórnvöld á Írlandi skipuðu öllum verslunum og fyrirtækjum sem ekki þykja lífsnauðsynleg að loka dyrum sínum í gær fram til 19. apríl næst- komandi. Veitingahús eiga einnig að loka, en þeim verður heimilt að starf- rækja heimsendingu á matvælum. Á Leo Varadkar, forsætisráðherra Ír- lands, mátti skilja að mögulega yrðu aðgerðirnar hertar og framlengdar um vikur ef ekki mánuði. Tilfellum fjölgar enn Meira en 414.000 manns hafa nú smitast af kórónuveirunni um veröld alla samkvæmt tölum Johns Hopk- ins-háskólans. Þá voru ríflega 18.500 manns sagðir látnir af völdum veir- unnar, en rúmlega 107.000 manns hafa náð sér að fullu samkvæmt gögnum háskólans. Þar af voru um 60.000 manns í Hubei-héraði í Kína, sem varð einna verst úti í upphafi ársins. Stjórnvöld í Kína tilkynntu í gær að íbúar héraðsins, sem eru um 50 milljón talsins, mættu frá og með deginum í dag ferðast á ný. Hins veg- ar var tekið fram að tilslökunin myndi ekki ná til Wuhan-borgar, þar sem kórónuveiran blossaði fyrst upp, fyrr en 8. apríl. Í Evrópu þykir ástandið hins vegar grafalvarlegt, en rúmlega helmingur allra tilfella sem vitað er um er í álf- unni. Á Ítalíu jókst mannfall á ný eftir tvo daga þar sem dauðsföllum fækk- aði eftir erfiða helgi. Létust 743 í gær í landinu, en ekki mun líða á löngu áð- ur en fleiri verða sagðir hafa smitast þar en í Kína. Spánverjar óskuðu í gær eftir að- stoð Atlantshafsbandalagsins við að tryggja landinu nauðsynleg gögn til að verjast veirunni, en tilfellum þar fjölgaði ört í gær. Nú hafa meira en 2.800 dauðsföll orðið af völdum veir- unnar á Spáni. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti hins vegar yfir efasemdum sín- um á samfélagsmiðlinum Twitter í gær um að harðar aðgerðir, eins og að halda starfsfólki heima, væru þess virði að ráðist yrði í þær, vegna mögulegs skaða á efnahagslífinu. Um þriðjungur mannkyns í sóttkví eða útgöngubanni  Sífellt fleiri ríki setja á útgöngubann  Kínverjar létta á aðgerðum í Hubei AFP Mannmergð Heilbrigðisstarfsfólk frá Chongqing fagnar því að geta snúið aftur heim til sín frá Hubei-héraði. Kórónuveiran » Johns Hopkins-háskólinn segir 414.277 tilfelli veirunnar hafa verið staðfest í gær. » 18.557 höfðu látist af völd- um kórónuveirunnar, þar af 6.820 á Ítalíu og 3.160 í Hubei- héraði. » 107.806 hafa náð sér af lungabólgunni sem veiran veldur, þar af 60.324 í Hubei- héraði. Háls-, nef- og eyrnalæknar í Bret- landi, Bandaríkjunum og Frakk- landi hafa tekið eftir auknum fjölda sjúklinga á síðustu vikum sem hafa tapað lyktarskyni sínu, og er það nú talið vera vísbending um að fólk sem annars sé heilbrigt að öðru leyti sé á fyrstu stigum smits. Hefur fólki í Bretlandi sem verð- ur vart við skert lyktar- eða bragð- skyn nú verið ráðlagt að einangra sig þegar í stað, jafnvel þótt engin önnur einkenni séu til staðar. Er ráðið einkum sagt geta nýst smituðu heilbrigðisstarfsfólki áður en það sýkir aðra. NÝ EINKENNI KÓRÓNUVEIRUNNAR KOMA FRAM Tap á lyktar- og bragðskyni vísbending

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.