Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 Gæðavörur í umhverfisvænum umbúðum Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Hollt, bragðgott og þægilegt Vegan - Keto - Pascaterian - Glutenlaust Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsin, Fjarðarkaup, Melabúðin, Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi Ljósið, endurhæfingarmiðstöð fyr- ir krabbameinsgreinda, hefur tek- ið nýja stafræna heilsulausn í gagnið sem þróuð var af íslenska sprotafyrirtækinu Proency. Ákveð- ið var að flýta innleiðingu kerf- isins, sem metur andlega heilsu þjónustuþega með viðurkenndum aðferðum, til að gefa þeim tæki- færi á að fylgjast betur með eigin líðan á meðan Ljósið er lokað vegna kórónuveirufaraldursins. „Þjónustuþegar Ljóssins hafa nú fengið póst þar sem þeir geta skráð sig inn í kerfið með ákveðnum kóða. Því næst svara þeir spurningalistum sem leggur grunninn að þeirra vegferð ásamt því að móta sjónrænt mælaborð að eigin líðan. Nánustu aðstandendum Ljósbera stendur einnig til boða aðgangur að kerfinu en frekari upplýsingar um það er einnig að finna í pósti til notenda,“ segir m.a. í tilkynningu frá Ljósinu. Erna Magnúsdóttir, forstöðu- kona Ljóssins, segir að byrjað hafi verið á að innleiða kerfið fyrir starfsmannahópinn, til að fá til- finningu fyrir því hvernig það virkaði, hversu mikil vinna þetta væri fyrir notendur og hvort upp- lýsingarnar nýttust þeim. „Það er óhætt að segja að allir hafi verið ánægðir,“ segir Erna enn fremur. Á meðan núverandi ástand gengur yfir í samfélaginu stendur fyrirtækjum og stofnunum til boða að þiggja þjónustu Proency ókeyp- is. Hægt er að hafa samband við Sigrúnu Þóru Sveinsdóttur í gegn- um netfangið sigrun@proency- .com. Geta fylgst með andlegri heilsu  Ljósið í samstarf við sprotafyrirtæki  Innleiðingu flýtt vegna veirunnar Samstarf Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, ásamt Sigrúnu Þóru Sveinsdóttur og Stefni Kristjánsyni frá sprotafyrirtækinu Proency. Hjúkrunarheimilið Uppsalir á Fá- skrúðsfirði hefur fengið 600 þús- und króna styrk til tækjakaupa frá félagsskap í spinning og stöðva- þjálfun á Fáskrúðsfirði. Styrkurinn er afrakstur söfnunar sem félags- skapurinn hrinti af stað. Styrkveit- ingin nýtist til nauðsynlegra tækja- kaupa á heimilið en á dögunum sendi hjúkrunarheimilið ákall til samfélagsins vegna nauðsynlegra tækjakaupa í kjölfar kórónuveiru- faraldursins. „Ástandið í þjóðfélaginu er óvenjulegt í ljósi þeirra aðstæðna sem hafa skapast. Við finnum hins vegar fyrir mikilli samstöðu um allt land og þegar okkur bárust þær fregnir að skortur væri á súrefnis- vélum á Dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Uppsölum tókum við strax ákvörðun um að fara í söfnun fyrir einni,“ segir Arnfríður Eide, ein forsvarskvenna Spinning. Morgunblaðið/Albert Kemp Fáskrúðsfjörður Hjúkrunarheimilið Upp- salir fékk góða gjöf frá Spinning. Uppsalir fengu styrk til tækjakaupa Veitingastaður- inn Ölverk í Hveragerði hef- ur með nýstár- legum hætti brugðist við kór- ónuveirufaraldr- inum, þar sem öllum tilmælum almannavarna er fylgt um hámark 20 manns á staðnum í einu og tveggja metra bil haft á milli fólks. Á borðum er nú búið að koma fyrir kaktusum, sem lítil hætta er á að nokkur vilji snerta, og þannig helst fjarlægð á milli viðskiptavina. Ölverk sérhæfir sig í eldbökuð- um pizzum og handverksbjór sem bruggaður er á staðnum. Ölverk með kaktusa á borðum hjá sér Ölverk Kaktusar settir á borðin. BaseParking, sem hefur boðið flug- farþegum upp á bílastæði hjá Kefla- víkurflugvelli, hefur vegna minnk- andi eftirspurnar hjá sér ákveðið að nýta starfskrafta sína til að styðja við samfélagið á Suður- nesjum. Hafa starfsmenn Base- Parking þannig aðstoðað ýmis sam- tök, eins og við matarúthlutanir. „Einnig verðum við til taks fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda og getum sótt matvörur eða aðrar nauðsynjar fyrir öryrkja og eldri borgara,“ segir m.a. í tilkynningu. BaseParking býður fram krafta sína Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég hef fengið svakalega mikil og góð viðbrögð við tónleikunum og mér skilst að það hafi verið rosa- lega mikið áhorf. Sérfræðingar í samfélagsmiðlafræðum sögðu að það hefði nánast allt farið á hliðina þar. Ég hef þeirra orð fyrir því, ég er ekki sérfræðingur í þeim efnum,“ segir Helgi Björnsson tónlistarmaður um kvöldvökuna Heima með Helga Björns, sem sýnd var í Sjónvarpi Símans, á út- varpsstöðinni K100 og streymt á Mbl.is síðastliðið laugardagskvöld. Söngkonan Salka Sól Eyfeld var sérstakur gestur á kvöldvökunni, sem Helgi og Reiðmenn vindanna buðu upp á, ásamt Vilborgu Hall- dórsdóttur sem las upp ljóð. Helgi segir það heldur betur vera gefandi að hafa getað glatt þjóðina á þess- um erfiðu tímum, þegar fólk þyrsti í eitthvað jákvætt og uppbyggj- andi. „Það er ánægjulegt að geta gefið tónlistina sem sameinar okkur öll, að hitta á þennan streng. Alveg yndislegt að hafa getað framkvæmt þetta.“ Þegar Helgi er spurður að því hvernig upplifun það hafi verið fyrir hann að streyma tónleikum úr stof- unni heima segir hann það hafa ver- ið notalegt. „Að vinna með þennan hljóðheim með kassagítara og órafmagnað að mestu var mjög skemmtilegt en vissulega er skrýtið að hafa enga áhorfendur og heyrendur fyrir framan sig og fá ekkert klapp þegar lagið er búið, sem er venjulega partur af þessu öllu. Það er sérstakt að fá enga endurgjöf á staðnum, en maður er fljótur að venjast því og ég er með reynslu af því að tala við upptökuvélina.“ Helgi segist ekki geta neitað því að borist hafi óskir um að endur- taka leikinn. „Þetta hefur verið rætt heilmikið og verið að pressa aðeins á það. Við ætlum að endurtaka leikinn næsta laugardag, í ljósi þess hversu ánægt fólk var með þetta. Allir vilja meira. Mér finnst gaman að geta brugðist við því. Fyrst það fór svona vel ofan í fólk hvernig við gerðum þetta ætl- um við að halda þessu á sömu nót- um, alveg óþarfi að skipta um form- úlu. Við höfum þetta einfalt og bjóðum heim í stofu og sýnum í Sjónvarpi Símans, á útvarpsstöðinni K100 og streymum á Mbl.is.“ Skjámynd/Síminn Notalegt Helgi Björns og Salka Sól ásamt Reiðmönnum vindanna heima í stofu síðastliðið laugardagskvöld. Heldur betur gefandi að geta glatt þjóðina  Helgi Björns endurtekur leikinn næsta laugardag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.