Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is Ljósaskilti fyrir þitt fyrirtæki LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „OG ERU ÞESSIR GRÆNU SMARAGÐAR?” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... stundum tjáð í smáskömmtum. ÁHÆTTU- STJÓRNUN Ó, NEI! ÞAÐ ER BILUN HJÁ ORKUVEITUNNI! ORKUVEITU? FEIGÐARÓS – GISTIHÚS ÉG HELD AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ FINNA EITTHVAÐ ANNAÐ! MÉR LÍST EKKERT Á ÞETTA! „ÁÐUR EN LENGRA ER HALDIÐ SKULUM VIÐ VELJA ÖRYGGISORÐ.” son, f. 27.9. 1974, píanóleikari og organisti við Seljakirkju. Foreldrar hans voru Eggert Jónsson hag- fræðingur, f. 25.8. 1941, d. 11.10. 2016, og Sigurlaug Aðalsteinsdóttir meinatæknir, f. 28.12. 1944, d. 21.10. 2000. Systkini Sifjar eru Már Tulinius, f. 29.7. 1953, prófessor í barna- lækningum í Svíþjóð; Torfi Tul- inius, f. 11.4. 1958, prófessor í ís- lenskum miðaldafræðum í Reykja- vík; Þór Tulinius, f. 22.6. 1959, leikari og leikstjóri í Reykjavík, og Guðný Helga Tulinius, f. 1.1. 1967, d. 17.6. 1986. Foreldrar Sifjar eru Hrafn Tul- inius, f. 20.4. 1931, d. 31.7. 2015, yfirlæknir og prófessor í heilbrigðisfræði við Háskóla Ís- lands, og Helga Brynjólfsdóttir Tulinius, f. 1.10. 1931, píanókennari í Reykjavík. Sif Margrét Tulinus Kristjana Jónsdóttir húsfr. á Ísafirði, dóttir Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum bónda og alþingismanns Helgi Sveinsson bankastjóri á Ísafirði Guðný Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík Brynjólfur Jóhannesson leikari í Reykjavík Helga Brynjólfsdóttir Tulinius píanókennari í Reykjavík Pálína Brynjólfsdóttir húsfreyja í Rvík og á Ísafirði Jóhannes Jensson skósmíðameistari í Rvk og á Ísafirði Guðrún Torfadóttir símstjóri á Flateyri í Önundarfirði Jóhann Lúther Sveinbjarnarson prófastur á Hólmum í Reyðarfirði Margrét Jóhannsdóttir Tulinius húsfreyja í Reykjavík Hallgrímur Axel Tulinius stórkaupmaður í Rvík Guðrún Hallgrímsdóttir Tulinius húsfreyja á Eskifirði og í Rvík, dóttir Hallgríms Sveinssonar biskups Axel V. Tulinius sýslumaður í Múlasýslu og forstjóri Sjóvátryggingafélagsins Úr frændgarði Sifjar Margrétar Tulinius Hrafn Tulinius yfirlæknir og prófessor í heilbrigðisfræði í Rvík Ung og efnileg Sif Margrét 11 ára á tónleikum í Austurbæjarbíói. Ámánudag skrifaði Anton HelgiJónsson á Boðnarmjöð og kall- aði „Oddhendu dagsins“: Alveg bit og laus við lit lítt með þyt ég kyssi hræðist smit og heima sit hyl þar vit og missi. Skúli Pálsson orti á „Degi ljóð- listar 21. mars 2020“: Ljóð var eins og lífið þegar löngum stundum við á glöðum vinafundum vísnasöng og rímum undum. Kviðlingar og kvæði skálda kættu lengi, einnig þó að illa gengi, ævinlega fljóð og drengi. Kviða forn og limra létt mun lengi óma, tjá í orðum ilminn blóma, alla hjartans leyndardóma. Ljóð er eins og líf. Í dag er ljóðsins dagur. Á Boðnarmiði margur fagur megi verða ortur bragur. Höskuldur Búi Jónsson yrkir „Vor 2020“: Vorið kemur vítt og bjart í vonar klæðum. Voðalega veit ég margt í veirufræðum. Pétur Stefánsson hefur tekið upp nýja siði: Meðan geisar veiruvá versla ég mat á netinu. Hættur er að kyssa og kjá konu í hjónafletinu. Ingólfur Ómar Ármannsson kveður með sínu lagi: Vísa slungin vermir sál víkur drungi óðar, töfrum þrungið mærðarmál mælt á tungu þjóðar. Rétt er að rifja upp „Grafljóð“ eftir Hrólf Sveinsson: Hér hvílir Hannes á Kleppi hjúpaður vaðmáls-teppi, rakaður, kembdur og klipptur; hann var fæddur, fermdur, giftur og hengdur í sama hreppi. Þær eru skemmtilegar fuglalimr- urnar hans Páls Jónassonar í Hlíð. Þessi heitir „Matarást“: „Æ, komdu nú hérna og kysstu mig,“ sagði krummi gamli og hneigði sig. „Ó, kolluungi kær, já, komdu mér nær, því ég ætla sko gæskur að gleypa þig.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Oddhenda dagsins og fleira gott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.