Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020
✝ Anna HeleneChristensen
fæddist í Reykja-
vík 29. apríl 1935.
Hún lést á lungna-
deild Landspít-
alans í Fossvogi
föstudaginn 13.
mars 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Hans Pet-
er Christensen
módelsmiður, f. í
Vamdrup í Danmörku 7. mars
1903, d. 21. mars 1963, og
Sesselja Halldóra Christensen
húsmóðir, f. í Reykjavík 1. maí
1901, d. 26. september 1992.
Eldri eftirlifandi bróðir Önnu
er Jóhannes Guðbrandur, f.
20. júlí 1931.
Anna giftist 5. desember
1953 Guðmundi Guðmunds-
lögmann, sem á börnin Karen
Rós, Berg Inga, Sigurð Brynj-
ar og Arnór Darra; Guðmund
Þorstein verkfræðing, sem á
börnin Jónínu Jöru og Rúnar
Berg; og Berglindi Rós hjúkr-
unarnema, sem á dótturina
Nínu Björgu. 3) Hanna Petra,
kennari og sérkennari, f.
1964, hún á þrjú börn, Jó-
hönnu Herdísi kennara, Guð-
mund (Mugg) efnafræðing og
Hrafnhildi Ósk, nema í gervi-
greind.
Þau hjónin Anna og Muggur
ráku um langt árabil mat-
vöruverslunina Mánabúð við
Suðurgötu í Hafnarfirði. Eftir
lát Muggs starfaði Anna um
tíma í heimaþjónustu í Hafn-
arfirði en síðar í þvottahúsinu
á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
og lauk þar starfsævi sinni
þegar hún varð sjötug.
Í ljósi aðstæðna í samfélag-
inu um þessar mundir fer út-
för Önnu fram í kyrrþey frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði en
minningarathöfn verður hald-
in þegar aðstæður breytast.
syni, f. 5. júní
1930, en hann var
ætíð kallaður
Muggur. Muggur
lést 21. mars
1984. Þau eign-
uðust þrjár dæt-
ur, þær eru: 1)
Helga, fræðslu-
stjóri á Fljóts-
dalshéraði, f.
1953, hennar
maður er Sig-
urbjörn Snæþórsson. Helga á
tvær dætur, Helenu félags-
ráðgjafa og Hönnu Dóru að-
stoðarhótelstjóra, og eitt
barnabarn, Söru Máneyju,
dóttur Helenu. 2) Jónína Rós
aðstoðarskólastjóri, f. 1958,
sambýlismaður hennar er
Valgeir Gestsson. Jónína Rós
á þrjú börn, Guðbjörgu Önnu
Mamma fæddist í Reykjavík
árið 1935 og ólst upp á Seltjarn-
arnesi fram á fullorðinsár. Hún
ólst upp við ástríki foreldra og
eldri bróður og kynntist ung
mannsefni sínu, Guðmundi Guð-
mundssyni, sem aldrei var kallað-
ur annað en Muggur. Þau völdu
sér búsetu í heimabæ hans, Hafn-
arfirði, og þar bjó mamma til
dauðadags.
Foreldrar mínir ráku um langt
árabil kaupmannsverslunina
Mánabúð í suðurbæ Hafnarfjarð-
ar. Mánabúð var eins og flestar
álíka verslanir á þeim tíma fyrst
og fremst hverfisverslun, þar sem
viðskiptavinir og starfsfólk voru
góðir kunningjar og starfsfólkið
þekkti aðstæður og þarfir við-
skiptavinanna. Ég segi stundum
og stend við að viðskiptavinir for-
eldra minna hafi átt drjúgan þátt í
uppeldi mínu, enda var ég ekki
gömul þegar ég fór að aðstoða í
versluninni við ýmis störf.
Mamma hafði fallega söngrödd
og söng gjarnan íslensk dægurlög
við heimilisverkin. Ógleymanlegir
eru þvottadagarnir á
Hamarsbrautinni, þar sem þvott-
urinn var soðinn í stórum kola-
kyntum þvottapotti og gufuna
lagði um allt. Það fór þó aldrei
milli mála þegar mamma var í
þvottahúsinu því söngurinn ómaði
út um gufufylltar dyrnar daginn
langan. Hún hafði gaman af hús-
verkum og kenndi okkur systrum
að þau skyldi vinna vel, þvottinn
hengja upp, brjóta saman og raða
inn í skáp eftir ákveðnum reglum.
Allt fram til dauðadags nostraði
hún við smáatriðin í uppröðun
húsgagna og skrautmuna í íbúð-
inni sinni.
Það var mömmu mikið áfall
þegar pabbi dó eftir skammvinn
en erfið veikindi, aðeins 53 ára
gamall. Hún sýndi þá svo sann-
arlega hvers hún var megnug.
Foreldrar mínir sýndu alltaf hvort
öðru og okkur systrum mikið ást-
ríki, pabbi var ástin í lífi mömmu
og því var tómleikinn mikill eftir
fráfall hans, en hún lét ekki bug-
ast, og hélt áfram sterkari eftir
áfallið. Hún varð ekkja tæplega
fimmtug og sæti pabba við hlið
hennar var ósetið eftir það.
Mamma gerði grín að því í síð-
asta mánuði á afmælinu mínu að
nú ætti hún dóttur sem væri orðin
löggilt gamalmenni! Það rammar
svolítið inn þá staðreynd hversu
ung hún var þegar hún varð móð-
ir, en hún var tæplega 18 ára þeg-
ar ég fæddist og oft naut ég þess
að eiga unga móður.
Mamma var mikil fjölskyldu-
kona. Börn, barnabörn og lang-
ömmubörn voru aufúsugestir hjá
henni og hún hafði gaman af að
gleðja þau. Mörg þeirra eiga mik-
inn minningasjóð sem tengist
henni og sakna þess að geta ekki
litið inn hjá henni í Hafnarfirði, og
langömmustelpan Sara Máney
skilur ekki af hverju þau fara ekki
í heimsókn til löngu um helgar
núna eins og þau hafa gert flestar
helgar sem hún man á sínum tæpu
þremur árum. Langa var alltaf til í
að leika kaffiboð, spjalla eða
syngja með Söru Máneyju, en
báðar höfðu þær yndi af því að
syngja saman, og helst vildi Sara
að langa syngi með henni Dansi,
dansi dúkkan mín.
Við mamma töluðumst við í
síma flesta daga og alltaf var loka-
kveðjan eins: Farðu varlega, ljósið
mitt. Mikið á ég eftir að sakna
þessarar kveðju, því þótt ég sé
réttilega orðin löggilt gamalmenni
þá hefur verið gott að finna að ég
sé alltaf stelpan hennar mömmu.
Helga.
Sæl mamma mín, hvað segir þú
nú gott í dag?
Svona byrjuðu dagleg símtöl
mín og mömmu nær undantekn-
ingarlaust. Og þótt símtölin væru
lík frá degi til dags voru þau samt
svo mikilvæg, tengslin við okkur
sem bjuggum langt í burtu héld-
ust sterk. Og nú er það svo óraun-
verulegt að þau verði ekki fleiri.
Ég hugsa enn á hverju kvöldi að
nú þurfi ég að fara að hringja í þig,
en svo man ég að ég fengi ekkert
svar.
Mamma og pabbi voru ung er
þau hófu sambúð en kærleikurinn
á milli þeirra var alltaf sterkur og
augljós. Þau byggðu sér saman
heimili og fjölskyldan stækkaði
eins og gengur og gerist. Þau
sinntu okkur og heimilinu alltaf af
alúð og bjuggu okkur aðstæður
sem var öruggt og gott að alast
upp við.
Mamma var alltaf svolítil skvísa
og fannst skipta máli að vera vel
til fara og helst svolítið smart.
Hún átti mikið af fötum og spáði
mikið í hvað passaði saman. Ég
minnist setninga eins og „mikið
agalega er þetta smart“ eða „gvöð
hvað þetta er fix“ ef henni fannst
einhverjum takast sérlega vel til.
Þetta með að vanda sig við útlitið
fylgdi henni allt fram á síðustu
stundu.
Það var ekki bara um fataval og
eigið útlit sem mömmu var um-
hugað. Hún var sérlega upptekin
af heimili sínu og hún elskaði að
setja hluti saman á nýjan máta.
Allt þurfti að passa saman og það
voru alltaf litaþemu í herbergjun-
um hjá henni; í eldhúsinu var
rauði liturinn ráðandi, í baðher-
berginu sá blái og í svefnherberg-
inu var græni tónninn gegnum-
gangandi. Ég held að það sé ekki
spurning að ef mamma hefði haft
möguleikann þegar hún var ung
hefði hún numið einhvers konar
innanhússhönnun og notið þess að
hafa það að atvinnu.
Mamma hafði einnig gaman af
því að fá gesti og eftir að ég flutti
utan hef ég, oftar en ég hef tölu á,
komið með vini og kunningja til
Íslands. Þá stóð heimili mömmu
ávallt opið. Þó svo hún gæti lítið
talað beint við gestina hafði hún
gaman af að hitta fólkið. Það fór
aldrei á milli mála að gestirnir
voru velkomnir og hafa margir
haft samband við mig nú eftir að
mamma lést og talað um hversu
eftirminnileg heimsóknin til henn-
ar hafi verið og hversu velkomin
þeim fannst þau vera hjá henni.
Mamma var mikil
fjölskyldumanneskja og velferð
afkomenda hennar var henni mik-
ilvæg. Hún fylgdist vel með öllum;
börnum, barnabörnum og lang-
ömmubörnum. Hún spurði alltaf
hvort ég hefði heyrt í krökkunum
mínum og fékk fréttir af þeim ef
ég hafði einhverjar. Hún var stolt
yfir velgengni, var til staðar þegar
lífið varð erfitt og samgladdist yfir
góðum hlutum. Að eiga slíka fyr-
irmynd hefur verið gott veganesti
inn í eigið fjölskyldulíf.
Það er skrýtið að nú sé komið
að endastöð, en þegar litið er yfir
farinn veg er þakklæti það fyrsta
sem kemur upp í hugann. Þakk-
læti fyrir að hafa átt þessa góðu
fyrirmynd sem mamma var sem
uppalandi, þennan trygga bak-
hjarl sem var svo annt um velferð
annarra og þann einlæga áhuga
sem hún sýndi öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur.
Ég lýk þessum orðum eins og
ég lauk daglegum símtölum okkar
og segi: „Góða nótt mamma mín
og sofðu nú vel.“
Hanna Petra.
Þótt móðir mín
sé nú aðeins minningin ein
mun ég ávallt minnast hennar
með glöðu geði
og dýpstu virðingu,
hugheilu þakklæti
og hjartans hlýju,
fyrir allt og allt.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Hæ elskan ertu komin? Mikið
sem ég á eftir að sakna þessa
ávarps þíns mamma mín.
Frá því að ég flutti aftur í bæ-
inn haustið 2013 höfum við gert
svo margt saman. Ferðirnar í
Fjarðarkaup, Ikea og Rúmfatala-
gerinn eru orðnar talsvert marg-
ar.
Fram á síðasta dag varstu að
spá í hvernig þú gætir fegrað
heimili þitt, keypt smáhluti og
raðað þeim saman í litasamsetn-
ingum og huggulegheitum sem
mér hefði aldrei dottið í hug, inn-
anhússarkitektinn í þér var mjög
sterkur og framkvæmdaglaður.
Það leita margar minningar um
hana mömmu, frá ýmsum tímum,
á hugann.
Mamman sem gat gert með
fimm boltum, mamman sem var
útivinnandi þegar flestar mömm-
ur voru heimavinnandi, og það var
svo gott að koma heim á miðjum
degi, þá sjaldan hún var heima, þá
voru oft bökunardagar með til-
heyrandi heitri marmaraköku og
kaldri mjólk, það fannst unglings-
stúlkunni dásamlegar stundir.
Mamman sem söng eins og engill
og bjó okkur einstaklega fallegt
heimili. Mamman og pabbinn sem
umvöfðu hvort annað og stelpurn-
ar sínar ást og hlýju og mamman
og pabbinn sem voru ekki lang-
skólagengin en þótti einstaklega
vænt um að dæturnar lærðu ým-
islegt og amman sem hélt áfram
að vera svo stolt af barnabörnun-
um sem líka lærðu ýmislegt.
Mamman sem varð ung ekkja
og stóð sig eins og hetja og varð
okkur öllum svo góð fyrirmynd.
Mamman sem varð amma og
langamma og fylgdist vel með af-
komendum sínum sem margir búa
langt í burtu, en klikkaði ekki á af-
mælisdögunum og afmælisgjöfun-
um sem hún vildi að hentuðu
hverjum og einum.
Takk fyrir allt mamma mín,
takk fyrir að vera svona jákvæð,
dugleg og skemmtileg. Það var í
takt við húmorinn þinn og kald-
hæðnina og kannski líka þrjósk-
una að þú skyldir vera búin að
skipuleggja brottför þína í þínum
anda. Ekkert hjúkrunarheimili,
bara 10 dagar á sjúkrahúsi, auð-
vitað í mars, í mánuðinum sem þú
sagðir ekki hliðhollan okkar fjöl-
skyldu, og til að kóróna kaldhæðn-
ina ákvaðstu að kveðja föstudag-
inn 13. mars. Það var gott að fá að
vera með þér síðustu andartökin í
þessari jarðvist þinni og geta ósk-
að þér góðrar ferðar og sent þig
með kossa og knús til pabba.
Takk fyrir allt mamma mín,
enn og aftur, nú hljótið þið pabbi
að vera farin að gera eitthvað
skemmtilegt, en svona í þínum
anda: farið nú varlega.
Þín dóttir,
Jónína Rós Guðmunds-
dóttir (Nína Rós).
Ég er skírð í höfuðið á tveimur
merkilegum konum, ömmum mín-
um, sem báðar hafa fallið frá núna
á innan við ári. Önnur átti mikinn
þátt í uppeldi mínu, hún var
sveitakona, uppalin í sveit, var
bóndakona, vefnaðarkennari í
húsmæðraskóla, hún var hin týp-
íska amma níunda áratugarins,
eldaði, bakaði, prjónaði, saumaði,
sagði sögur, bjó í sveit. Svo átti ég
ömmu sem mér fannst vera meira
eins og bíómyndaamma, hún var
svo framandi og smart, hún átti
heima í Hafnarfirði, vann í þvotta-
húsi, málaði sig og reykti rauðan
More. Hún keypti hamborgara
eða pizzu þegar ég kom í heim-
sókn, og keypti bakarískökur, hún
átti danskan pabba sem hafði
keyrt um á mótorhjóli og var með
tattú, og hún átti vídeótæki og hjá
henni var hægt að horfa á margar
sjónvarpsstöðvar. Þegar maður er
lítil stelpa utan af landi þá eru
svona ömmur alveg svakalega
töff! Og það varst þú svo sannar-
lega. Það var alltaf svo framandi
og notalegt að koma til þín, maður
fékk útbreiddan hlýjan faðm og
almenn notalegheit, og alltaf gott
spjall því þú hafðir einlægan
áhuga á að fylgjast með lífi mínu
og hvað ég væri að bralla hverju
sinni. Ég man við fórum oft og
fengum lánaðar Tomma og Jenna-
spólur og sátum svo og hlógum og
hlógum saman yfir vitleysunni í
þeim félögum. Þegar við Karen
Rós bjuggum bara tvær í Reykja-
vík var yndislegt að koma til þín
nánast vikulega, langömmustelp-
an fékk yndislega athygli og
ömmustelpan fékk gott spjall.
Hlátursköstin okkar saman eru
óteljandi og dásamlegt að muna
það að hafa spjallað og hlegið með
þér svona oft. Þessar stundir
geymum við mæðgur alltaf og
munum ylja okkur við þær um
ókomna tíð. Þegar ég var yngri
fannst mér ótrúlega merkilegt að
segja frá því að amma mín og afi
hefðu tekið saman sem unglingar
og verið saman allt þar til afi dó,
allt of snemma. Ég hafði gaman af
því að heyra þig tala um ykkur
afa, hvernig hann söng fyrir þig og
hafði gaman af lífinu. Núna ertu
loksins komin aftur til afa, og mik-
ið held ég þú njótir þess nú að
heyra hann syngja fyrir þig
„Ljúfa Anna“.
Góða ferð í sumarlandið, elsku
amma mín, við hittumst þar.
Guðbjörg Anna.
Anna Helene
Christensen
Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu
hafa leitt til þess að útfarir eru nú með breyttu sniði.
Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur
um birtingu á minningargreinum.
Minningagreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim
sem vilja minnast ástvina eða sýna aðstandendum samúð
og samhug.
Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum
hvað varðar útfarir í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að
birta minningargreinar sama dag og útför einstaklings er
gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða gerð í
kyrrþey.
Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið
að aðstoða þá sem hafa spurningar um ritun minningar-
greina eða hvernig skuli senda þær til blaðsins.
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Birting minningagreina
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ELÍNBORG SVEINBJARNARDÓTTIR,
lést þriðjudaginn 17. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey en
minningarathöfn verður auglýst síðar, þegar
aðstæður leyfa.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins
Skjóls fyrir alúð og umönnun síðastliðin ár.
Sæmundur Guðmundsson Silja Marteinsdóttir
Þórhildur Guðmundsdóttir Ásberg K. Ingólfsson
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og
fallegar kveðjur vegna andláts og útfarar
ástkærs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
ÁSVALDAR ANDRÉSSONAR,
sem lést fimmtudaginn 13. febrúar.
Erna María Jóhannsdóttir
Hanna S. Ásvaldsdóttir Gunnlaugur Helgason
Regína Ásvaldsdóttir Birgir Pálsson
Ragnhildur Ásvaldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
STURLA SNÆBJÖRNSSON
kennari,
frá Grund í Eyjafirði,
lést á hjartadeild Landspítala við Hringbraut
22. mars.
Eftir kistulagningu verður bálför en vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu fer jarðarför fram síðar.
Þórður Sturluson
Svandís Sturludóttir Hannes Frímann Sigurðsson
Snorri Sturluson
Guðríður Sturludóttir Sævar Örn Sævarsson
Yngveldur Myrra Sturludóttir
afa- og langafabörn