Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020  Ægir Hrafn Jónsson hefur fram- lengt samning sinn við handknatt- leiksdeild Fram samkvæmt heima- síðu félagsins. Samningurinn er til næstu tveggja ára og gildir því til ársins 2022. Ægir er lykilmaður í vörn Framliðsins og á meðal reynd- ustu leikmanna í úrvalsdeildinni. „Við í Fram erum gríðarlega ánægð með að fá að njóta krafta hans áfram enda er hann mikill liðsmaður og frábær félagi,“ segir í tilkynning- unni. Framarar eru sem stendur í níunda sæti úrvalsdeildarinnar, Olís- deildarinnar, með 16 stig, einu stigi minna en Stjarnan sem er í áttunda sætinu. Fram á því enn góða mögu- leika á sæti í úrslitakeppninni þegar tvær umferðir eru eftir af deild- arkeppninni sem hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna kór- ónuveirunnar.  Fatih Terim, knattspyrnustjóri Galatasaray og fyrrverandi lands- liðsþjálfara Tyrkja, skýrði frá því á samfélagsmiðlum að hann væri með kórónuveiruna og lægi á sjúkrahúsi. Hinn 66 ára gamli Terim stýrði Tyrkjum í nokkrum leikjum gegn Ís- lendingum í undankeppni stórmót- anna á síðasta áratug. „Samkvæmt prófum sem gerð voru í dag er ég með kórónuveiruna. Ég er í góðum höndum á sjúkrahúsinu, hafið engar áhyggjur,“ skrifaði Ter- im á Twitter á mánudagskvöld.  Mikael Nikulásson, þjálfari karla- liðs Njarðvíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að afþakka helming þeirra launa sem hann á rétt á samkvæmt ráðningarsamningi hjá félaginu í mars og væntanlega apríl. Njarðvík leikur í 2. deild Íslandsmótsins, eða þriðju efstu deild, en liðið féll úr þeirri næstefstu síðasta haust og tók Mikael þá við þjálfun liðsins. Mikael afþakkar helming launa sinna vegna kórónuveirunnar sem setur svip sinn á íþróttalífið enda samkomubann í landinu og alls óvíst hvenær Íslandsmótið í knatt- spyrnu hefst. Kom þetta fram hjá Mikael í þættinum Sportið á Vísi í gær.  Sænska gönguskíðakonan Stina Nilsson, sem er ríkjandi Ólympíu- meistari í sprettgöngu, hefur ákveð- ið að skipta um íþrótt, en þetta til- kynnti hún á Instagram-síðu sinni. Nilsson hefur fimm sinnum unnið til verðlauna á Ólympíuleikum og sjö sinnum á heimsmeistaramóti. Hún er jafnframt heimsmeistari í 4x5 km göngu kvenna og í liðspretti en hún ætlar að snúa sér að skíðaskotfimi. Fréttirnar hafa vakið mikla athygli enda er Nilsson ein fremsta göngu- skíðakona Svía og eru margir fjöl- miðlamenn þar í landi undrandi á ákvörðun hennar. Eitt ogannað FRJÁLSAR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Hver heilvita maður vissi að það væru engir Ólympíuleikar að fara að hefjast í lok júlí,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, Íslands- meistari í spjótkasti, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ólympíuleikunum 2020, sem áttu að hefjast 24. júlí í Tókýó í Japan, var í gær frestað vegna kórónu- veirufaraldursins sem nú herjar á heimsbyggðina og fara þeir væntan- lega fram sumarið 2021. Ásdís setur stórt spurningarmerki við það að Al- þjóðaólympíusambandið og móts- haldarar hafi ekki verið fyrr á ferð- inni með ákvörðun um frestun leikanna. Ásdís, sem verður 35 ára gömul á árinu, ætlaði sér að enda glæstan tuttugu ára frjálsíþróttaferil sinn með góðri frammistöðu á Ólympíu- leikunum í Tókýó og svo setja frjáls- íþróttaskóna á hilluna eftir Evrópu- mótið í París í lok ágúst. Nú hefur Ólympíuleikunum verið frestað og óvissa ríkir um Evrópumótið. „Það er allt í smá upplausn akk- úrat núna. Ég er samt í mun betri málum hérna úti en heima á Íslandi þar sem ég væri í raun bara í djúp- um skít. Það er náttúrulega búið að loka öllu heima og ég gæti í raun ekki æft spjótkast á Íslandi eins og staðan er í dag. Ég get hins vegar æft helling í Svíþjóð, bæði heima, úti og svo í frjálsíþróttahöllinni í Gauta- borg. Ég hef því getað haldið plani, hvað æfingar varðar, en ég hef líka þurft að nota ímyndunaraflið. Núna er mikil óvissa um það hvort það verði í raun eitthvert tímabil hjá manni, engir Ólympíuleikar og spurning um Evrópumótið, og það er sérstakt að æfa í svona aðstæðum án þess að vita hvað muni gerast.“ Svíar á eftir kúrfunni Evrópumótinu 2020 sem á að fara fram í París í Frakklandi hefur ekki enn verið frestað og því reyna sænskir íþróttamenn sitt besta til að halda sér í sem bestu formi. „Svíarnir eru aðeins á eftir kúrf- unni hjá löndunum í kringum sig þegar kemur að kórónuveirunni. Það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur gerist oftast einni til tveimur vikum síðar í Svíþjóð. Það er samkomubann í Svíþjóð sem gild- ir um 500 manns eða fleiri og fólki er ráðlagt að vera ekki að fara út úr húsi að óþörfu. Svíarnir eru mjög meðvitaðir um hættuna sem stafar af veirunni og það er komið spritt út um allt núna. Ég fór á æfingu á föstudaginn í frjálsíþróttahöllinni og það var spritt við alla innganga og í lyft- ingaklefanum sem dæmi. Fólk reyn- ir að passa sig en á móti kemur að frjálsíþróttafólkið er á fullu að búa sig undir sitt keppnistímabil. Við vit- um ekki hvað þetta ástand mun taka langan tíma að ganga yfir en tíma- bilið stendur yfir frá maí fram í miðjan september. Ef það léttir eitt- hvað yfir ástandinu þurfum við að vera tilbúin í slaginn ef eitthvað breytist. Þá er ekki enn búið að fresta Evrópumótinu og því þurfum við að leggja allt í sölurnar til að halda okkur í formi.“ Ófagmannlega að verki staðið Ásdís setur stórt spurning- armerki við að dregið hafi verið svona lengi að fresta Ólympíu- leikunum og segir að með því hafi heilsu íþróttamanna verið stofnað í hættu. „Ég skil alveg að það sé búið að fresta íþróttaviðburðum sem eiga að fara fram á næstu vikum og mán- uðum. Þetta fer aðeins eftir því hvernig maður horfir á hlutina en að það skyldi taka þennan tíma að fresta Ólympíuleikunum er mjög sérstakt. Ef þeir ákveða að fresta þessu fram á haustið væri mögulega hægt að halda einhverjar af þessum undankeppnum á næstu mánuðum. Þá gætu þeir líka ákveðið að fresta fram á næsta sumar og það er gríð- arlega stór munur á því að fresta þessu um nokkra mánuði eða heilt ár. Í mörgum íþróttum sem keppt er í á leikunum er tímabilið í raun búið að þeim loknum og það hefðu því bara verið Ólympíuleikarnir eftir. Þessir íþróttamenn eru að stofna heilsu sinni í hættu með því að vera að æfa fyrir mögulega ekki neitt í heilan mánuð, ef það átti svo bara að fresta þessu. Það er ófagmannalega gert að hafa dregið svona lappirnar með þetta. EM er svo í lok ágúst og það er eiginlega of snemmt að segja til um það hvað sé best að gera þar. Það er hins vegar klárt að ástæðan fyrir því að draga lappirnar með að gefa út einhverja sérstakar tilkynningar er sú að það er dýrt að færa við- burðina, hvað þá hætta við þá, og það er það sem frjálsíþrótta- samböndin eru að reyna að komast hjá því að gera.“ Erfið ákvörðun að taka Ásdís segir að það hafi þurft að taka margt með í reikninginn varð- andi frestun á leikunum. „Þetta hefur verið mjög erfið ákvörðun að taka og ég er mjög feg- in að það var ekki ég sem þurfti að ákveða þetta. Það þarf að taka tillit til þess að það er fullt af íþrótta- mönnum sem ætluðu að klára leik- ana núna og hætta svo. Það er hrika- lega stór munur á því að fresta þessu fram á haustið eða um næstu tvö árin. Þú ert að leggja rosalega mikið á þig, bæði andlega og líkam- lega, þegar þú æfir fyrir Ólympíu- leika og það eru ekkert allir tilbúnir að leggja það á sig í langan tíma. Ef Ólympíuleikarnir verða á næsta ári mun það eyðileggja HM í Bandaríkjunum sem á að fara fram 2021. Það er svakalegt persónulegt áfall fyrir mig ef Ólympíuleikarnir fara ekki fram í ár því þá er í raun bara verið að taka mína fjórðu leika af mér. Það er kannski auðveldara að hafa leikana næsta sumar, frekar en í lok árs, en svo gæti allt eins blossað upp einhver önnur veira á næsta ári og sett allt í uppnám þá, maður veit aldrei.“ Aldrei verið í betra formi Ásdís gaf það út fyrir áramót að árið 2020 yrði síðasta keppnistímbil hennar í frjálsum íþróttum. Kór- ónuveiran hefur sett allt keppnisfyr- irkomulag á árinu úr skorðum og telur Ásdís ólíklegt að hún muni halda keppni áfram á næsta ári, þótt bæði Ólympíuleikarnir og Evr- ópumótið myndu færast þangað. „Ég er að sjálfsögðu búin að hugsa lengi um þetta og þetta er flókin ákvörðun fyrir mig, sér- staklega ef keppnistímabilið 2020 fer alveg út um þúfur. Ég sé samt ekki fram á að taka eitt ár í viðbót í allri hreinskilni sagt. Ég er búin að leggja allt í sölurnar í ár og ég finn það, orðin 35 ára gömul, að líkaminn er farinn að finna fyrir smá þreytu. Eftir því sem maður eldist finnur maður að líkurnar á meiðslum aukast með hverjum deginum sem líður. Þegar ég fór að leiða hugann að því að kalla þetta gott ákvað ég strax að ég vildi hætta á mínum eig- in forsendum. Ég vil ekki hætta af því að ég er þreytt eða meidd, og ég tel mig vera á þeim stað núna að ég geti hætt á eigin forsendum í sumar. Ef ég tek hins vegar eitt ár í viðbót eru miklar líkur á því að ég muni ekki geta hætt eins og ég vil hætta. Eins yrði gríðarlega mikið svekkelsi að taka eitt ár í viðbót, leggja allt í sölurnar, og komast svo ekki á Ól- ympíuleikana sem dæmi. Ég er í mínu besta formi akkúrat núna og það yrði því gríðarlegt áfall fyrir mig ef ekkert yrði úr tímabilinu,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Morgunblaðið. Gríðarlegt áfall ef ekk- ert verður úr tímabilinu  Ásdís ekki á fleiri Ólympíuleika?  Reiknar ekki með að keppa á næsta ári Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Laugardalshöll Ásdís Hjálmsdóttir Annerud mætti á Reykjavíkurleikana í byrjun febrúar og hefur síðan búið sig undir tímabilið heima í Gautaborg. Þegar Haukur Þrastarson og Sig- valdi Björn Guðjónsson, landsliðs- menn í handknattleik, hefja feril sinn með Kielce í Póllandi næsta vetur munu þeir leika fyrir meistaralið sem á titil að verja. Pólska handknattleikssambandið tók þá ákvörðun í gær að keppnis- tímabilinu þar í landi væri lokið og krýndi efstu liðin í úrvalsdeildum karla og kvenna pólska meistara árið 2020. Kielce er meistari í karlaflokki níunda árið í röð, en lið- ið var með þriggja stiga forskot á Wisla Plock. Pólskir meistarar níunda árið í röð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á útleið Atvinnumannaferill Hauks Þrastarsonar hefst næsta vetur. Gareth Bale, leikmaður spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid, er á förum í sumar samkvæmt fullyrð- ingum spænskra fjölmiðla í gær. Bale var nálægt því að ganga til liðs við Jiangsu Suning í kínversku úr- valsdeildinni síðasta sumar en Real Madrid stöðvaði félagaskiptin á síð- ustu stundu. Bale er þrítugur að aldri en hann er samningsbundinn Real Madrid til sumarsins 2022. Hann er í dag met- inn á 40 milljónir evra en hann þén- ar í kringum 600.000 pund á viku hjá Real Madrid. bjarnih@mbl.is Styttist í að Bale yfirgefi loks Real AFP Á förum Gareth Bale hefur íhugað stöðu sína í langan tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.