Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 90 ára Sverrir ólst upp á Þórshöfn en býr í Kópavogi. Hann er járnsmíðameistari og rak járnsmíðaverk- stæðið Keili, sem var í eigu ESSO. Hann var formaður bygginga- nefndar Kiwanis í Kópavogi. Maki: Sigríður G. Þorsteinsdóttir, f. 1935, hárgreiðslumeistari en vann lengst af á Kópavogshæli sem meðferðar- fulltrúi. Börn: Þorsteinn, f. 1957, Sóley, f. 1962, og Stefán, f. 1964. Barnabörnin eru sjö. Foreldrar: Tryggvi Sigfússon, f. 1892, d. 1984, útvegsbóndi á Þórshöfn og verka- maður í Reykjavík og Kópavogi, og Stef- anía Kristjánsdóttir, 1893, d. 1981, verka- kona á Þórshöfn, Reykjavík og í Kópavogi. Sverrir Tryggvason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú átt auðveldara með að sjá málin frá fleiri en einni hlið en áður. Þú hefur svo mikla orku að þú verður að eyða hluta hennar í líkamsæfingar. 20. apríl - 20. maí  Naut Velgengni veltur á því að rétt mann- eskja sé skipuð í sérhvert hlutverk í lífi þínu. Sýnið þolinmæði og sanngirni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sýndu börnum sérstaka aðgát því þau læra ekki aðeins af því sem þú seg- ir heldur líka af því hvernig þú kemur fram við þau. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vertu viðbúinn því að eitt og annað komi upp á í dag og trufli áætlanir þínar. Óvænt uppákoma verður þess valdandi að gamlar minningar koma upp á yfirborðið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Mundu að taka allar áskoranir alvar- lega. Láttu þig ekki dreyma um að ganga að skilmálum annara athugasemdalaust. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hlustaðu á ráð þér eldri og reyndari manneskju. Aðeins þannig átt þú þér við- reisnar von og getur haldið áfram. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er sjálfsagt að þú notfærir þér það að vera miðpunktur athyglinnar í dag. Vertu sjálfstæður og hlauptu ekki upp til handa og fóta eftir duttlungum annarra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er erfitt að gera svo öllum líki og reyndar er það sjaldan besti kost- urinn. Flanaðu ekki að neinu, því rétta lausnin getur stundum látið bíða eftir sér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn í dag er kjörinn til við- ræðna við þá sem valdið hafa á einhvern hátt. Taktu til í þínum eigin ranni. Ef þú byrjar strax getur þú komið mörgu í verk. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver sem virðist ekki hafa áhuga á því sem þú segir mun brátt skipta um skoðun. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til málanna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú býrð yfir skyggnigáfu og nú getur þú nýtt hana til að breyta lífi þínu og spara tíma. Nú er nauðsyn að þú takir af skarið og nýtir forystuhæfileika þína. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fylgstu náið með heilsufarinu svo þú sért undir það búin/n að mæta áskor- unum vikunnar. Láttu einkamálin hafa for- gang. Brook og Juilliard-tónlistar- háskólans þar sem leiðbeinendur hennar voru Joyce Robbins og Joel Smirnoff. „Það var stórkostlegt að vera tónlistarnemi í þessum frábæru tónlistarháskólum í Bandaríkjunum undir leiðsögn Guðnýjar Guð- mundsdóttur og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð hélt Sif til frekara náms í Banda- ríkjunum og lauk meistaragráðu frá New York í samstarfsverkefni milli Tónlistarháskólans í Stony S if Margrét Tulinius er fædd 25. mars árið 1970 í Lyon í Frakklandi. Þar bjó hún fyrstu fimm ár ævi sinnar eða þar til hún fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur árið 1975. Tónlistin hefur alltaf verið stór hluti af lífi Sifjar. Hún er yngst í stórum systkinahópi og einlægur áhugi for- eldra hennar á menningu og listum skapaði líflegt og fallegt æskuheim- ili hennar. „Við sóttum tónleika og leikhús með foreldrum okkar, ljóðlistin var í hávegum höfð og iðulega voru settar grammófónplötur á fóninn með klassískri tónlist.“ Sif Margrét hóf sitt formlega tónlistarnám ung að árum hjá tón- skáldinu og píanóleikaranum Jórunni Viðar og sótti tíma til hennar í píanóleik á heimili hennar við Laufásveg. Þaðan lá leiðin í Tónmenntaskóla Reykjavíkur ári síðar og hófst fiðlunám Sifjar þar hjá Gígju Jóhannsdóttur. „Þessi mynd af mér 11 ára gam- alli er einmitt tekin á tónleikum Tónmenntaskólans í Reykjavík í Austurbæjarbíó. Það var alltaf svo hátíðlegt að spila á þessum tón- leikum. Ég er þeim öfluga hópi kennara og stjórnenda sem sköp- uðu metnaðarfulla umgjörð um tón- listarnámið þar einstaklega þakk- lát. Gígja var alltaf glaðleg og hvetjandi sem kennari enda leið- beindi hún stórum hópi þeirra fiðluleikara sem síðar lögðu tónlist- ina fyrir sig. Sigríður Pálmadóttir stóð einnig framarlega í tón- menntakennslufræði sinni með skemmtilegri og lifandi nálgun. Þarna var hlúð að öllum þáttum tónlistarkennslu á metnaðarfullan hátt.“ Vegna starfa föður Sifjar fékk hún tækifæri á æskuárunum til að búa tímabundið erlendis ásamt fjöl- skyldu sinni, m.a. í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi. „Þetta var svo sannarlega dýrmæt reynsla og mér þykir vænt um að hafa haft möguleikann á að gefa syni mínum það sama með dvöl okkar í Berlín.“ Að loknu einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og mótandi fyrir mig á svo margan hátt sem fiðluleikara og tónlistar- konu.“ Að námi loknu fluttist Sif til Evrópu og hófst tímabil ferðalaga þar sem hún lék með hinum ýmsu tónlistarhópum um allan heim. Haustið 2000 keppti Sif um stöðu 2. konsertmeistara við Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Hún var í kjöl- farið ráðin til starfa í nóvember 2000 og starfaði þar allt til ársins 2016. Sif hefur margoft komið fram sem einleikari og starfað sem kons- ertmeistari bæði hérlendis og er- lendis. Hún hefur verið reglulegur gestur á öllum helstu kamm- ertónlistarhátíðum landsins. Hún hefur bæði sjálfstætt og ásamt öðr- um tekið virkan þátt í flutningi nú- tímatónlistar. Sif hefur hlotið starfslaun listamanna m.a. til sam- starfs við íslensk tónskáld að frum- flutningi á einleiksverkum fyrir fiðlu. Á undanförnum árum hefur Sif búið ýmist í Berlín eða Reykjavík og hefur á þessum árum leikið með fjölmörgum hljómsveitum og tón- listarhópum m.a. með Fílharm- óníusveit Berlínar. „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið stuðninginn og hvatninguna til að helga líf mitt tónlistinni. Þetta er dýrmætt og maður safnar sífellt í reynslubrunn- inn. Þótt ég hafi varið stórum hluta ævi minnar erlendis þá er Ísland alltaf í hjartanu, hér liggja mínar rætur. Fyrir utan tónlistina liggur áhugasvið mitt víða en tónlistin og fiðlan kalla sífellt aftur og aftur á fulla helgun og áskoranirnar svo sannarlega ótæmandi og verðugar.“ Til stóð að Sif frumflytti á tón- leikum í kvöld glænýtt einleiksverk fyrir fiðlu eftir Hjálmar H. Ragnarsson sem hefur hlotið nafnið Partíta. „Eins og aðrir þá þarf ég að bíða með tónleikahald en eftir- væntingin bara eykst og stefnum við að frumflutningi í haust.“ Fjölskylda Sonur Sifjar Margrétar er Hrafn Tómasson, f. 15.7. 2003. Faðir hans og fyrrverandi maki Sifjar Mar- grétar er Tómas Guðni Eggerts- Sif Margrét Tulinius fiðluleikari – 50 ára Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fiðluleikarinn Sif Margrét hefur margoft komið fram sem einleikari og starfað sem konsertmeistari bæði hérlendis sem erlendis. Eftirvænting fyrir frumflutningi Mæðginin Sif Margrét ásamt syni sínum í Suður-Frakklandi sumarið 2018. 80 ára Guðrún er fædd á Bjargi við Borgarnes og býr þar. Hún er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1961 og lauk námi frá endur- menntun HÍ 1993. Guðrún starfaði lengst sem forstöðu- maður bókhaldsdeildar Kaupfélags Borg- firðinga og var formaður Verslunar- mannafélags Borgarness 1976-80 og 1982-83. Dóttir: Heiður Hörn Hjartardóttir, f. 1970, og barnabörnin eru fjögur Foreldrar: Eggert Guðmundsson, f. 1897, d. 1979, bóndi í Vatnshorni og Bakkakoti í Skorradal og bóndi og verka- maður á Bjargi, og Aðalheiður Jónsdóttir, f. 1910, d. 2001, húsfreyja í Vatnshorni, Bakkakoti og á Bjargi. Guðrún Eggertsdóttir Til hamingju með daginn Hella Bergrún Sara fæddist 10. mars 2019 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún vó 3.726 g og var 50 cm löng. For- eldrar hennar eru Sunna Björg Bjarnadóttir og Guðlaugur Karl Skúlason. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.