Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Fyrsta frestunin á friðartímum  Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 formlega frestað  Abe heitir því að Ólympíu- leikar næsta árs verði „vitnisburður um sigur mannkynsins yfir kórónuveirunni“ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Japönsk stjórnvöld ákváðu í gær í samráði við alþjóðaólympíunefndina IOC að fresta Ólympíuleikunum sem áttu að fara fram í Tókýó í sumar. Verða þeir nú haldnir í síð- asta lagi sumarið 2021. Þetta er í fyrsta sinn sem fresta þarf leikunum á friðartímum. Ákvörðunin var tekin eftir að Thomas Bach, forseti IOC, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ræddust við í síma, en fyrr um daginn höfðu bæði bresku og bandarísku ólympíunefndirnar var- að við því að þær myndu sniðganga leikana ef þeir yrðu haldnir í sumar. Áður höfðu Ástralar og Kanada- menn lofað sniðgöngu. Í sameiginlegri tilkynningu Abes og Bachs sagði að ákvörðunin væri tekin til að vernda heilsu íþrótta- manna, sem og allra sem kæmu að Ólympíuleikunum og alþjóðasam- félagsins. Þá sagði að Ólympíuleik- arnir í Tókýó gætu orðið að vonar- neista á þessum erfiðu tímum og ólympíueldurinn ljósið við enda ganganna. Því hefði verið ákveðið að eldurinn yrði áfram í Japan og að bæði leikarnir og Ólympíuleikar fatlaðra yrðu áfram kenndir við Tókýó 2020, þótt þeir færu fram á næsta ári. Lofaði Abe því að leikarnir yrðu með sama sniði á næsta ári og þeir sem átti að halda í sumar, og að þeir yrðu „vitnisburður um sigur mann- kynsins á hinni nýju veiru“. Mikill kostnaður Yfirvöld í Tókýó höfðu áður sett sig á móti frestun leikanna, en borg- in hefur eytt um 12,6 milljörðum bandaríkjadala í undirbúning þeirra. Talið er að frestunin muni bæta um sex milljörðum ofan á þá tölu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem borgin verður af Ólympíuleikum. Til stóð að halda leikana 1940 í Tókýó en þeim var frestað vegna síðari heimsstyrjaldar og stríðsreksturs Japana í Kína. AFP Vonarneisti Ólympíueldurinn var til sýnis við lestarstöðina í Fukushima í gær, en hann verður áfram í Japan þar til Ólympíuleikarnir fara fram. Flokkarnir á Bandaríkjaþingi færð- ust nær samkomulagi í gær eftir að þingmenn demókrata komu í veg fyrir það á mánudag að hægt yrði að greiða atkvæði um neyðarpakka stjórnvalda handa bandarískum al- menningi og fyrirtækjum. Var unnið hörðum höndum að því að ná samkomulagi og sagði Mitch McConnell, leiðtogi repúblíkana í öldungadeildinni, sagði í gær að hann teldi flokkana loks vera búna að tala sig niður á þær málamiðlanir sem öllum gætu fallið í geð. Markaðir á Wall Street tóku mik- inn kipp í gær við upphaf viðskipta, þar sem fjárfestar áttu von á því að greint yrði frá samþykktu samkomu- lagi um kvöldið. Þegar lokað var fyr- ir viðskipti hafði Dow Jones-vísitalan hækkað um 11,37%, sem er mesta hækkun hennar frá árinu 1933. Demókratar komu í veg fyrir upp- haflegar tillögur stjórnvalda, sem fela í sér aðgerðir upp á um 2.000 milljarða bandaríkjadali, þar sem þær væru um of miðaðar að aðstoð við fyrirtæki en ekki launafólk og heilbrigðisstarfsfólk. Repúblíkanar sökuðu demókrata á móti um að reyna að tengja aðstoð- ina við hluti sem tengdust faraldr- inum lítt sem ekkert, svo sem fóstur- eyðingar. Tímabundin borgaralaun Báðir flokkar eru þó sammála um að senda aðstoð í formi ávísunar til allra Bandaríkjamanna sem ekki teljast til hátekjufólks. Gæti fjög- urra manna fjölskylda átt von á upp- hæð sem nemur um 3.000 banda- ríkjadölum, eða um 420.000 kr. Hefur sú aðgerð verið kölluð tíma- bundin borgaralaun. Færast nær neyðarpakka  Mesta hækkun Dow Jones frá árinu 1933  Unnið hörðum höndum að samkomulagi flokkanna á Bandaríkjaþingi AFP Þinghúsið Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á störf Bandaríkjaþings. Saksóknarar í borginni Innsbruck í Vestur-Týrólahéraði tilkynntu í gær að þeir væru að rannsaka hvort eigendur veitingahúss í Ischgl hefðu gerst sekir um mögu- lega vanrækslu við að tilkynna smit í upphafi kórónuveirufaraldursins í Austurríki. Ákvörðun saksóknara um rann- sókn var tekin eftir að þýska sjón- varpsstöðin ZDF flutti fréttir af því að veitingahúsið hefði ekki sagt yfirvöldum frá því að einn starfs- maður hans hefði greinst jákvæður með veiruna síðla febrúarmánaðar. Austurrísk stjórnvöld hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga, og þá sérstaklega héraðs- stjórnin í Týrólahéraði, fyrir að hafa brugðist seint og illa við ábendingum, meðal annars frá ís- lenskum yfirvöldum, um að líta bæri á Ischgl sem áhættusvæði. Hefur héraðsstjórnin lýst því yfir að til greina komi að setja á lagg- irnar óháða rannsóknarnefnd sem fari yfir hvað var gert í aðdraganda faraldursins. Meira en 4.800 manns hafa smitast í Austurríki og 28 hafa látist þar af völdum veirunnar. Rannsaka mögulega vanrækslu  Ischgl undir smásjá saksóknara Teiknarinn Albert Uderzo, sem þekktastur er sem annar höfunda teiknimynda- sagnanna um Ást- rík gallvaska, lést í fyrrinótt, 92 ára að aldri. Dánar- orsökin var hjartaáfall, alls ótengt kórónu- veirunni. Myndasögurnar um Ástrík og vin hans Steinrík komu fyrst út árið 1959 í skopmyndablaðinu Pilote. Uderzo teiknaði sögurnar en Rene Goscinny, sem einnig átti þátt í að skapa Lukku- Láka, samdi textann allt þar til hann lést árið 1977. Uderzo hélt áfram út- gáfu bókanna fram til ársins 2011 er hann lagði pennann á hilluna, en aðr- ir hafa tekið við keflinu. Nú hafa komið út 38 bækur um ævintýri Ástríks, en þær gerast á tím- um Júlíusar Sesars og yfirráða Róm- verja í Gallíu, sem í dag heitir Frakk- land. Þær hafa verið þýddar á meira en hundrað tungumál, þar á meðal ís- lensku, latínu og forn-grísku. Teiknari Ástríks gallvaska látinn Albert Uderzo FRAKKLAND Brúðguminn Mohamed abu Daga og brúðurin Israa stilla sér upp með grímur fyrir brúðar- myndatöku í borginni Khan Yunis á suðurhluta Gaza-svæðisins. Yfirvöld þar staðfestu um helgina að faraldurinn hefði borist þangað með tveimur Palestínumönnum sem voru nýkomnir heim frá Pakistan. Þeir eru nú í einangrun, en Sameinuðu þjóðirnar óttast áhrif faraldursins á veikburða heilbrigðiskerfi svæðisins. Ástin á tímum kórónuveirunnar AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.