Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 ✝ Ágústa Guð-mundsdóttir fæddist á æsku- heimili sínu Strandgötu 27 í Hafnarfirði 15. ágúst 1948. Hún lést á líknardeild LSH 11. mars 2020. Foreldrar Ágústu voru hjón- in Guðmundur Ágúst Aðalsteinsson f. 31.5. 1910, d. 8.1. 1988, og Kristin Stefánsdóttir, f. 25.7. 1913, d. 12.1. 2001. Systkini Ágústu voru: Stefán 1900, d. 9.2. 1948, og Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 7.10. 1909, d. 3.1. 2000. Börn Ágústu og Þorsteins eru: 1) Arnar Þorsteinsson, börn hans eru: Edvard Aron, Kaj Anton, Viktor Alexander og Benjamín Andre. 2) Hann- es Þorsteinsson, börn hans eru: Stefán og Þorsteinn Óli. 3) Sigríður, maki hennar er Stefán Gunnlaugsson og börn þeirra eru: Valborg María, Ágústa og Friðrik. 4) Einar Óli, maki hans er Stella Vatt- nes og börn þeirra eru: Aron, Anton og Andri. Ágústa vann lengi sem matráður hjá síldarútvegs- nefnd en hóf svo störf í sund- laugum Árbæjar og endaði sem vaktformaður hjá Sund- höll Reykjavíkur. Útför Ágústu fór fram frá Seljakirkju 23. mars 2020. (látinn), Hafdís (látin), Aðal- steinn, Vilborg (látin), Rafn, Kristín, Hall- grímur, María (látin) og Hrefna. Auk þeirra átti Ágústa tvö hálf- systkin samfeðra, þau Arnald og Ingigerði (látin). 4.okt. 1969 gift- ist Ágústa eiginmanni sínum, Þorsteini Óla Hannessyni húsasmíðameistara, f. 20.5. 1946. Foreldrar hans voru Hannes Erlingsson, f. 17.5. Þeir segja mig látna, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja (Höf. ók.) Bless mamma. Farðu varlega. Hannes Þorsteinsson. Elsku mamma, tengda- mamma og amma. Þú kvaddir okkur alltof fljótt úr þessum heimi og við söknum þín óend- anlega mikið. Þú varst einstök, umhyggjusöm og glaðvær per- sóna, tókst alltaf á móti okkur brosandi með opnum faðmi í hvert sinn sem við hittumst. Þú sýndir umhyggjusemi og fylgdist með lífi okkar allra í fjölskyld- unni. Varst alltaf til staðar og alltaf var hægt að leita til þín til að fá góð ráð. Við munum sakna heimsóknanna um helgar þar sem alltaf voru kaffi og kræs- ingar í boði eins og þér var einni lagið. Elsku besta okkar, takk fyrir allar skemmtilegu og góðu stundirnar. Við munum ævinlega varðveita minningarnar um þig í hjarta okkar og minnast þín með bros á vör. Kveðja til ömmu Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Elsku mamma, tengda- mamma og amma, blessuð sé minning þín og hvíldu í friði. Einar Óli, Stella, Aron, Anton og Andri. Í dag er ég þreytt, döpur, vonsvikin, þakklát og uppfull af æðruleysi yfir nokkru sem ég fæ ekki breytt. Mín yndislega móðir hefur kvatt þetta líf. Tilfinningar mín- ar fara upp og niður en ég er af- ar þakklát fyrir að akkúrat Ágústa var mamma mín. Við vorum góðir vinir, við hittumst eða hringdumst á á hverjum degi. Síðastliðin ár var hefðin að ég hringdi í hana þegar ég var á leiðinni í vinnuna og ef það klikkaði var hringt: „Hvað á ekkert að hringja í mann? Ég beið tilbúin með báða símana!“ Mamma fór yfirleitt ekki lengra en 10 km radíus frá heim- ili þeirra pabba. Ég reyndi oft að fá mömmu með í ferðalög og það tókst nokkrum sinnum en yfir- leitt var tilsvar hennar: „Ég þarf ekkert að fara með ykkur, ég er búin að fara þetta allt með Óm- ari Ragnarssyni (Stiklum).“ En við mamma gerðum ým- islegt í borginni, t.d. bingó, leik- hús, verslunarleiðangra og fleira og það eru dýrmætar minningar í dag. Allir vinir mínir þekkja mömmu og allir minnast hennar sem ljúfrar og brosmildrar konu og það þykir mér mjög vænt um. Mamma var heimavinnandi húsmóðir fram að fermingu minni, ég man vel eftir því hvað mér fannst leiðinlegt þegar hún fór að vinna því það var svo gott að koma heim þegar hún var heima. Mamma var sú eina í heim- inum sem dekraði mig í döðlur. Alltaf þegar ég kom til hennar vildi hún gera eitthvað fyrir mig og ef ég bað hana um eitthvað þá gerði hún það ... hún sagði alveg stundum ohhh en það endaði alltaf á já. 2013 var skelfilegt ár í mínu lífi en þá greindist dóttir mín Ágústa, nafna mömmu, með krabbamein. Mamma var mikill stuðningur í því ferli og eftir að nafnan komst yfir veikindin sá mamma um alla snúninga með nöfnuna bæði tengt spítala og tómstundum. 2018 fótbrotnaði Ágústa yngri og var í hjólastól en amma Gústa sá um skvísuna og dekraði við hana. Eldri dóttir mín sagði mér eftir andlát mömmu að hún og amma hefðu verið í leynifélagi sem snerist helst um að kvarta yfir okkur foreldrunum en þó einnig í mörgum öðrum trúnaði, alltaf gott að eiga súperömmu sem leysir málin. Sonur minn 10 ára kemur iðu- lega til mín og knúsar mig og minnir mig á að mamma búi í hjarta mínu og hún muni alltaf vera hjá okkur. Ég veit að það er rétt, en mikið rosalega vildi ég óska að ég gæti hringt í mömmu eða farið til hennar til að fá knús. Það kemur nefnilega enginn í staðinn fyrir mömmu bestu. Mér finnst mamma stöðugt tala til mín og segja við mig huggunarorð, mér finnst því við- eigandi á láta eftirfarandi ljóð fylgja, því þegar ég les það heyri ég rödd mömmu í huga mínum: Vertu ekki grátinn við gröfina mína góða, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér — Gáðu - ég dó ei - ég lifi í þér. (Höf. ókunnur) Elsku mamma besta, sofðu rótt, ég mun alltaf elska þig. Þín vinkona og dóttir, Sigríður Þorsteinsdóttir (Sirrý). Elsku Ágústa systir er dáin, já það er staðreynd. Mjög erum við systur sorgmæddar. Nú er- um við Kristín orðnar tvær eftir af fimm góðum systrum. Elsku Gústa, eins og hún var ætíð köll- uð, fór í „smá“ aðgerð sem reyndist henni mjög erfið, því fór sem fór. Alltaf var gaman þegar við systur hittumst og reyndum við að hafa það reglulegt, hvort sem það var heima eða á kaffihúsi, alltaf kom gott út úr þessum hittingum og við glaðar og hlökkuðum til að hittast næst. Hún Gústa var mikil barna- gæla og öllum börnum þótti gaman að koma til hennar enda átti hún fullt af dóti og var óþreytandi að sýna þeim allt mögulegt sem þau kunnu að meta. Gústa var sannarlega með græna fingur, var sífellt að koma til græðlingum og var hún búin að koma til myndarlegri papr- ikujurt með fullt af paprikum. Svo voru það náttúrlega blómin, sem maður naut góðs af. Þær systur Kristín og Ágústa voru ekki bara systur heldur bestu vinkonur, þær bjuggu báð- ar í Seljahverfinu og stutt á milli heimila svo þær hittust nánast daglega. Hrefna talaði við Gústu í síma daglega og stundum tvisv- ar á dag, alltaf nóg umræðuefni. Gústa hafði mikinn áhuga á fótbolta, hennar lið var Man- chester United en hún fylgdist líka með Liverpool þar sem börn og barnabörn héldu með því. Við sátum hjá henni laugardaginn 7. mars og var hún mjög veik en hún vissi að leikur væri í gangi. Svo kom spurning: Hvernig er staðan? Við sögðum að Liverpool væri að vinna og setti hún þá þumlana upp. Með miklum trega kveðjum við þig elskan okkar. Ljúfar voru stundir er áttum við saman þakka ber drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú við hittast munum aftur það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir) Elsku Steini, Arnar, Hannes, Sirrý, Einar Óli og fjölskyldur, missir ykkar er mikill, við systur vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Kristín og Hrefna. Í dag þegar við kveðjum Ágústu vinkonu mína er margs að minnast og góðar minningar hafa farið um hugskot mitt undanfarna daga. Ég kynntist Ágústu fyrir rúmlega tuttugu og fimm árum, við kynntumst á golfvellinum og urðum fljótt mestu mátar. Ágústa var glað- lynd og létt í lund og hafði sér- staklega hlýja og góða nærveru. Hún var húmoristi, orðheppin og skemmtileg í góðum hópi, hún söng vel og kunni flesta texta. Við áttum margar skemmtilegar samverustundir bæði á golfvell- inum og utan hans, það voru góðar stundir og góð ár. Ágústa og Steini áttu fallegt heimili og fjölskyldan var stór og ég fékk þá tilfinningu að heimili hennar væri skjól og samkomustaður fyrir fjölskylduna sem og Man- chester United-aðdáendur. Þegar Ágústa greindist með krabbamein hætti hún að mestu í golfinu og helgaði sig fjölskyld- unni sem henni var mjög annt um. Hún stundaði líka vinnu og tómstundirnar urðu færri. Hún hélt utan um hópinn sinn, hann Steina, börn þeirra og barna- börn af mikilli alúð og Ágústa litla var henni afar hjartfólgin. Við hittumst sjaldan en vin- áttan hélst óbreytt. Ágústa var ein af þeim sem hlustaði og sýndi fólki áhuga og umhyggju bæði þegar vel gekk og líka þeg- ar eitthvað bjátaði á. Hún veikt- ist aftur í febrúar og fljótt varð ljóst hvert stefndi. Ég er mjög þakklát að hafa fengið að kveðja vinkonu mína á Landspítalanum og meira að segja þá gerði hún að gamni sínu og stríddi mér aðeins. Með ást og þakklæti í huga kveð ég góða vinkonu og golf- félaga og þakka henni góð kynni og vináttu í gegnum árin. Ég votta Steina og fjölskyldunni allri samúð og bið guð að blessa þau á erfiðum tímum. Sorgin hún svíður og tærir söknuður er í hjarta en ljósið í myrkrinu færir ástkæra minningu bjarta. (SÓl) Steinunn Kristinsdóttir. Ágústa Guðmundsdóttir ✝ Birgitta fædd-ist í Lübeck í Þýskalandi 28. mars 1952. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 15. mars 2020. Móðir hennar var Karla Klasen. Hún er látin. Faðir hennar er Jón Halldór Jóns- son, f. 5.6. 1929. Stjúpmóðir Soffía Kristín Karls- dóttir, f. 26.8. 1928. Systkini hennar eru Björg Karítas Bergmann, f. 10.10. 1951, Kristín Guð- munda Bergmann, f. 25.2. 1955, Jón Halldór, f. 18.6. 1956, Helga Sif, f. 21.6. 1957, d. 3.4. 2009, Sólveig, f. 23.9. 1958, d. 12.12. 2019, Karen Heba, f. 12.12. 1960, Dagný Þórunn, f. 1.1. 1964, Halldóra Vala, f. 21.3. 1968, og Ragnheiður Elfa, f. 10.8. 1969. Útför hennar fer fram í kyrr- þey. Birgitta systir mín hefur fengið hvíldina eftir langa og stranga baráttu við hinn illvíga sjúkdóm krabbamein. Eftir sitj- um við hljóð og döpur. Margt kemur upp í hugann og einnig margt sem við vissum ekki um hagi systur okkar. Um miðja síðustu öld komu margar ungar konur frá Þýska- landi í leit að atvinnu og lífsvið- urværi á Íslandi. Þær voru að flýja atvinnuleysi eftirstríðsár- anna . Meðal þeirra var Karla Klasen sem átti sér þann draum að hefja nýtt líf í nýju landi. Draumar Körlu urðu ekki að veruleika hér á landi og hún snýr aftur til heimaborgar sinn- ar Lübeck , þá þunguð af systur minni sem fæðist 23.mars 1952. Hún fær nafnið Brigitte Renate Klasen Jónsdóttir Klasen. Þarna hefst fyrsti hluti end- urminninga um systur mína. Fyrstu fimm árin dvelur hún á heimili fyrir börn einstæðra mæðra. Það er varla hægt að ímynda sér hvernig blessuðum börnunum hefur liðið með sinn aðskilnaðarkvíða og rof við móður. Fimm ára gömul flytur hún til móðurömmu og afa og þá hefst hin almenna skólaganga. Myndin af henni á fyrsta skóla- deginum, með litlu skóla- töskuna á bakinu og stórt kram- arhús í fanginu var til á heimili foreldra minna. Þá fékk ég að vita að ég ætti systur í Þýska- landi. Mér fannst hún falleg og framandi. Fjórtán ára gömul flytur hún til Íslands. Hér hefst kaflinn um unglingsárin, hann er spenn- andi. Skólagangan í samræmi við getu og ströggl við að læra nýtt tungumál. Þar eignast hún góða bekkjarfélaga og vini. Sundlaugin var hennar annað heimili. Þar æfði hún sund af kappi og þar fékk hún hrós og uppörvun. Hún var hippi, blómabarn, uppreisnargjörn, það var nýja normið. Keflavík orðin Bítlabærinn, Hljómar, Shady, Stapinn, allur pakkinn, hún var með. Átján ára flytur hún aftur til Þýskalands. Tilbúin í fleiri ævintýri. Þar dvelur hún næstu árin við ýmis störf og nám. Hún menntar sig í heilsufræðum og útskrifast sem þerapisti og nuddari. Þegar hér er komið flytur hún heim til Íslands, stofnar nuddstofu og sér um þann rekstur í fjölda ára. Hér lokast hringurinn. Upp- haf og endir á Íslandi. Það er sagt að gott fólk laði að sér dýr. Birgitta átti alltaf gæludýr sem hún hugsaði um af mikilli hlýju og væntumþykju. Hundurinn hennar, Serom, var með henni allt fram á síðasta dag. Hann var hennar vinur og sálufélagi. Ég sé þau fyrir mér, saman í göngu um skóga og tún í sumar- yl. Birgitta með golu í ljósa hárinu, fuglasöngur og þytur í skógi. Þau eru komin heim. Vertu Guði falin elsku systir. Þú berð lífsins kórónu. Björg Karítas. Birgitta Jónsdóttir Klasen Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR S. HERMANNSSON, Digranesheiði 41, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 21. mars. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer útförin fram í kyrrþey. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Bláan apríl, styrktarfélag barna með einhverfu. Elva Ólafsdóttir Steingrímur Birgisson Svanhildur Vilhelmsdóttir Anna Björk Birgisdóttir Stefán Hilmarsson Ólafur Ingi Birgisson Þórhildur Birgisdóttir Guðmundur Sveinsson og barnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minningar- grein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.