Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ljóst er að íslenskt tónlistarfólk og þeir sem vinna við tónleikahald verða fyrir gríðarmiklu tjóni vegna samkomubanns hér heima og er- lendis. Til þess hefur verið gripið víða til að stemma stigu við útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem veldur CO- VID-19 sjúkdóm- inum. ÚTÓN (Út- flutnings- skrifstofa ís- lenskrar tónlistar) er að kanna áhrif CO- VID-19 á tónlistargeirann. Könn- unin er á síðunni uton.is og eru síð- ustu forvöð að svara nú um hádegið. Tónleikaferðum aflýst „Tónlistarfólk er að verða mjög illa úti í þessu ástandi,“ sagði Sig- tryggur Baldursson, framkvæmda- stjóri ÚTÓN. „Það er ekki bara verið að aflýsa öllum árshátíðum og viðburðum hér heima heldur er einnig búið að aflýsa tónleika- ferðalögum erlendis. Þetta veldur gríðarmiklu tapi.“ ÚTÓN er m.a. með umsýslu fyrir Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar, sem veitir bæði ferðastyrki og markaðsstyrki. Þar er því góð yfirsýn yfir þennan geira. Sigtryggur sagði ómögulegt að segja fyrir um það hvað þetta ástand myndi vara lengi. Sumum viðburðum hér hefði verið frestað fram á sumar eða haust. Hvenær úr rættist færi eftir því hvenær far- aldrinum linnti. Tónleikaferðir erlendis hafa verið slegnar af. Á vefnum icelandmusic- .is má sjá lista yfir viðburði erlendis þar sem íslenskir listamenn koma fram. Allt árið í fyrra voru skráðir 1.139 viðburðir eða nærri 100 á mánuði að meðaltali. Á þessu ári var búið að halda 326 tónleika er- lendis áður en allt fraus fast. Búið er að aflýsa flestum tónleikum í mars og apríl. Fleiri en tónlistar- menn hafa atvinnu af tónleikahaldi, m.a. hljóðmenn, ljósamenn, aðstoðarmenn, bílstjórar, umboðs- menn og fleiri. Á meðal þeirra sem hafa þurft að aflýsa tónleikum er Ásgeir, sem var búinn að halda 7 tónleika af 17 vestanhafs. Svo ætlaði hann til Jap- ans, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Málmsveitin Une Misère var á tón- leikaferðalagi vestanhafs og ætlaði svo að halda áfram í Evrópu. CYBER var með bókaða tónleika á meginlandi Evrópu og Englandi. Þá var hætt við tónleika múm vestan- hafs. „Þetta er hörð lending og mikið af sokknum kostnaði sem fylgir þessu. Þetta eru í rauninni lítil út- gerðarfyrirtæki sem lenda í miklu tapi,“ sagði Sigtryggur. Hann sagði að menn fengju ekki útlagðan kostnað endurgreiddan eins og vegna rútuleigu og fleira. Sig- tryggur áætlar að tjón greinarinnar vegna samkomubannsins nemi hundruðum milljóna. Verða fyrir miklu tapi „Við höfum ekki náð alveg utan um þetta. Þess vegna erum við að gera þessa könnun, til að fá ein- hverja mynd af því sem er að ger- ast,“ sagði Sigtryggur. Hann sagði þennan skell vera mikið áhyggju- efni fyrir tónlistargeirann, sem væri áhættusamur í eðli sínu. „Það detta margir út þegar svona áfall dynur yfir. Margt mjög fram- bærilegt tónlistarfólk mun ekki geta haldið áfram. Fólk sem verður fyrir miklu tapi og ræður hreinlega ekki við það og verður gjaldþrota. Það er mjög sorglegt,“ sagði Sig- tryggur. Tónlistargeirinn tapar gríðarmiklu  Árshátíðum og öðrum viðburðum frestað  Tónleikaferðir erlendis slegnar af  Útlagður kostn- aður fæst ekki endurgreiddur í mörgum tilvikum  Óttast að þessi skellur reynist mörgum erfiður Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ásgeir Varð að hætta á stóru tónleikaferðalag vestanhafs. Svo var stefnan sett á Japan, Ástralíu og Nýja-Sjáland. Sigtryggur Baldursson Morgunblaðið/Eggert CYBER Varð að hætta við auglýsta tónleika í Evrópulöndum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur á ný fest kaup á frystiskipinu Guð- mundi í Nesi og heldur hann til veiða innan skamms undir ein- kennisstöfunum RE 13. Skipið var selt til Arctic Prime Fisheries í Grænlandi í lok árs 2018 og hefur síðan borið nafnið Ilivileq. Mann- skapurinn á Kleifabergi RE 70 flyst yfir á Guðmund í Nesi, alls 52 manns í tveimur áhöfnum. Guðmundur í Nesi var smíðaður í Noregi árið 2000, en Útgerðarfélag Reykjavíkur keypti skipið 2004 og gerði út til 2018. Skipið hefur síð- ustu daga verið í klössun hjá Slippnum á Akureyri og er nú til- búið til veiða. Aðeins er beðið eftir tilskildum leyfum frá Samgöngu- stofu, að sögn Runólfs Viðars Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra ÚR. Skipstjórar á Guðmundi í Nesi verða Stefán Sigurðsson, sem var á Kleifaberginu, og Ævar Jóhanns- son, sem verið hefur með Örfirisey. Víðir Jónsson, skipstjóri á Kleifa- bergi, ákvað að stíga í land á þessum tímamótum, að sögn Run- ólfs. Kleifaberg kom inn til lönd- unar á mánudag og segir Runólfur aðspurður að skipinu hafi ekki verið lagt, en framtíð þess sé til skoð- unar. Kleifabergið var smíðað í Pól- landi 1974 og er elsti skuttogarinn í flotanum. Mörg undanfarin ár hefur Kleifabergið verið með aflahæstu skipum og á síðasta ári var afli þess um 12.500 tonn og aflaverðmætið yfir 3,75 milljarðar króna. Geta gengið stoltir frá borði Frá 1. janúar 2010 til 1. janúar 2020 er afli Kleifabergs 103.648 tonn. Næsta sambærilega skip þar á eftir hefur fiskað 85.000 tonn, eða 18.000 tonnum minna en Kleifa- berg. Samkvæmt upplýsingum frá ÚR er aflaverðmæti Kleifabergs þessi tíu ár yfir 30 milljarðar og há- setahluturinn um 300 milljónir. Miðað við að áhöfnin hafi fengið 40% af aflaverðmæti Kleifabergs hefur hún greitt um 4,8 milljarða í skatttekjur síðustu 10 ár. „Strákarnir geta gengið stoltir frá borði,“ segir Runólfur, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur. Guðmundur í Nesi á ný í ís- lenska flotann  Óljóst hvað gert verður við Kleifa- bergið  46 ára og einstakt aflaskip Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir Tilbúinn Guðmundur í Nesi er á ný kominn í íslenska flotann og hefur síðustu daga verið i klössun á Akureyri. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Aflaskip Kleifabergið hefur komið með mörg tonnin og mikil verðmæti að landi síðustu áratugina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.