Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Mikael Sigurðsson Siglufjörður Þessi brandugla var búin að klófesta sendling og var óvenju gæf. Branduglan fer yfirleitt leynt og er því lítið vitað um hagi hennar. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Einstaklega spök brandugla sat á tröppum mannlauss húss á Siglu- firði í síðustu viku og var með sendling í klónum. Hún gæti mögu- lega hafa verið nýkomin úr farflugi og það skýrt hvað hún var gæf. Sést hefur til branduglu á Siglufirði af og til í vetur og undanfarna vetur. Dr. Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, sagði ekki vitað með vissu hve stór hluti íslenska branduglu- stofnsins hefði hér vetursetu og hve stór hluti færi til annarra landa. Þó væri ljóst að einhverjar branduglur væru hér yfir veturinn og það í öll- um landshlutum. Stærð þess hluta stofnsins sem hefur hér vetursetu getur verið breytilegur á milli ára og mögulega tengst fæðuframboði. „Það er vitað að sumar brand- uglur fara af landi brott yfir vetur- inn. En það er erfitt að átta sig á því hversu margar þær eru. Hvert þær fara er ekki heldur vitað með vissu. Það er bara ein endurheimta á íslenskri branduglu erlendis. Það var ungi sem var merktur hér að sumri og fannst um haustið á Eng- landi,“ sagði Gunnar. Hann sagði vitað að evrópskar branduglur gætu flakkað um alla álfuna og eins farið til Afríku. Þar hafa fundist branduglur sem voru merktar á Bretlandseyjum og í Hollandi. Í bígerð er að setja gervihnatta- senda á íslenskar branduglur, þegar aðstæður leyfa, til að afla betri upplýsinga um ferðir þeirra. Er tamt að fara leynt Branduglum er tamt að fara leynt og láta lítið á sér bera. Al- mennt er því lítið vitað um tegund- ina samanborið við margar aðrar fuglategundir. Brandugla er t.d. ein af þeim fuglategundum sem hvað minnst er vitað um á Bretlands- eyjum. Veturnir hér eru dimmir og það hjálpar ekki til. Á sumrin sjást branduglur helst þegar þær hamast við að ná í æti og bera það í unga sína. Þær veiða mýs og minni fugla sér til matar. Branduglan fer gjarnan af stað í ljósaskiptunum til að afla sér fæðu og getur líka verið á ferðinni í svarta myrkri. Hún er líka á ferli t.d. á björtum íslenskum sumar- nóttum að veiða fyrir sig og unga sína. Ef skilyrði til veiða eru óhag- stæð á nóttinni vílar hún ekkert fyrir sér að veiða yfir daginn. Talið er að íslenski branduglu- stofninn sé á bilinu 200-400 pör. Ekki er víst að öll pör helgi sér óðul sem þau sækja ár eftir ár. Vís- bendingar eru um það erlendis að þær velji sér varpstaði þar sem að- stæður eru góðar hverju sinni. Þetta getur skýrt það hvers vegna mismikið virðist vera af branduglu á hinum ýmsu svæðum á milli ára. Einnig þykir líklegt að varpstofn- inn geti verið breytilegur eftir árum. Farfuglar farnir að koma Gunnar sagði það vel geta verið að branduglur sem hefðu farið af landi brott yfir veturinn væru farn- ar að koma til baka eins og margir aðrir af fyrstu farfuglunum. Ekki er þó vitað með vissu hvenær far- flug þeirra á sér stað. Branduglur eru flakkarar í eðli sínu og því erf- itt að fullyrða nokkuð um ferðir þeirra. Farfuglarnir eru farnir að koma. Frést hefur af urtöndum, tjöldum, ritu, álftum og rauðhöfðaöndum fyrir austan. Á Eyrarbakka sáust margæs, hettumáfur, brandendur, jaðrakan og fjöldi tjalda og voru tvær lóur í hópi tjalda. Einnig bættist hópur skógarþrasta í hóp þeirra sem þreyðu veturinn á Fá- skrúðsfirði.  Ein á ferð á Siglufirði  Vilja setja gervihnattasenda á íslenskar branduglur Branduglan leyndardómsfull FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Jakkapeysur nokkrir litir Vesti • Túnikur • Bolir • Buxur Kjólar • Töskur • Slæður Póstsendum NÝ SENDING Vinsælu Velúrgallarnir Alltaf til í mörgum litum og í stærðum S-4xl www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi HITABLÁSARAR ertu tilbúin í veturinn? Þegar aðeins það besta kemur til greina Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ellefu af þrettán umsögnum sem um- hverfis- og samgöngunefnd Alþingis barst vegna umfjöllunar um þings- ályktunartillögu um þjóðaratkvæða- greiðslu um Reykjavíkurflugvöll voru jákvæðar. Reykjavíkurborg ein leggst gegn atkvæðagreiðslunni en Samband íslenskra sveitarfélaga tek- ur ekki afstöðu. Tillagan er flutt af Njáli Trausta Friðbertssyni og fimmtán öðrum þingmönnum úr fjórum þing- flokkum. Hún kveður á um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innan- lands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík eða ekki. Tillagan hefur verið flutt nokkrum sinnum áður, meðal annars á síðasta þingi. Þá voru línur í umsögnum svip- aðar og nú, Reykjavík ein á móti. Sveitarstjórnir, samtök sveitar- félaga og tvö flugmannafélög ýmist lýsa yfir stuðningi við tillöguna um þjóðaratkvæðagreiðslu eða ítreka þær skoðanir sínar að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni vegna öryggismála og tengingar landsbyggðarinnar við stjórnsýslu- miðstöðina í höfuðborginni. Vilja verja skipulagsvaldið Í umsögn borgarlögmanns sem fulltrúar meirihlutaflokkanna lögðu út af í bókun sinni í borgarráði Reykjavíkur kemur fram að tillagan feli í sér að löggjafinn taki skipulags- valdið af sveitarfélaginu. Skipulags- valdið sé hluti af stjórnarskrár- vörðum sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga sem sveitarstjórn hljóti að vilja standa vörð um. Í tveimur umsögnum af Suður- landi er lýst samúð með þessu sjónar- miði en jafnframt sagt að flugvöllur- inn eigi að vera þar sem hann gegni best hlutverki í samgöngum lands- byggðar við höfuðborgina. Svo dæmi sé nefnt um rökstuðning má nefna að í umsögn Fjórðungs- sambands Vestfirðinga kemur fram að Reykjavíkurflugvöllur sé miðstöð innanlands- og sjúkraflugs og sinni þannig brýnum öryggishagsmunum almennings. Eina hátæknisjúkrahús landsins rísi nú við Hringbraut og sú staðsetning hafi verið ákveðin vegna nálægðar við flugvöllinn. Þá er á það bent að opinber þjónusta sé að færast í auknum mæli til höfuðborgarinnar og mikilvægi góðra og hraðra sam- gangna sé þannig í raun að aukast. Styðja þjóðaratkvæða- greiðslu um flugvöll  Reykjavíkurborg ein á móti atkvæðagreiðslu   þú það sem    á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.