Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 25. mars 1975 „Auk þess að vera mikill af- reksmaður, hefir Skúli ákaf- lega skemmti- lega framkomu, sem hefir ekki hvað sízt vakið athygli almenn- ings. Framkoma hans er einkan- lega hispurslaus og full kátínu,“ segir Morgun- blaðið um Skúla Óskarsson, 26 ára gamlan Fáskrúðsfirðing, sem er orðinn þjóðþekktur á skömmum tíma fyrir afrek sín í lyftingum. 25. mars 1980 Morgunblaðið veltir fyrir sér hvort Sigurður Sveinsson hafi sett Íslandsmet í deildakeppn- inni í handbolta. Sigurður skoraði 18 mörk fyrir Þrótt sem sigraði Þór frá Akureyri 27:22 í 2. deild karla. „Hann er áreiðanlega einn skotharðasti leikmaðurinn í íslenskum handknattleik í dag,“ segir í umsögn blaðsins um leikinn og skyttuna ungu úr Þrótti. 25. mars 1986 „Þetta er lengsta kastið með þessu spjóti sem ég veit um í ár,“ segir Sig- urður Einarsson spjótkastari við Morgunblaðið eftir að hafa kastað 76,18 metra á há- skólamóti í Bandaríkjunum og orðið fyrst- ur til að tryggja sér keppnis- rétt á lokamóti háskólanna. Nýtt spjót með breyttum þyngdarpunkti var tekið upp í íþróttinni í ársbyrjun. 25. mars 1992 Ísland og Danmörk skilja jöfn, 16:16, í milliriðli B-heims- meistarakeppni karla í hand knattleik í Innsbruck í Austurríki. Bjarki Sigurðsson er markahæstur með 4 mörk. Sigurinn blasir við íslenska liðinu en Danir jafna úr hraða- upphlaupi á síðustu sekúndu. Ísland er þar með í þriðja sæti riðilsins, á eftir Noregi og Danmörku, fyrir lokaumferð- ina. 25. mars 1999 „Ég hafði legið veik og með hita í viku og ekki bætti úr skák að ég skarst illa kvöldið fyrir keppni,“ segir hin 14 ára gamla Sigurlaug Árnadóttir við Morgunblaðið eftir að hafa orðið Íslandsmeistari á list- skautum fimmta árið í röð í Skautahöllinni í Laugardal. 25. mars 2012 Ísland sigrar Sviss, 31:16, í undankeppni heimsmeistara- móts kvenna í handknattleik á Hlíðarenda. Karen Knúts- dóttir og Stella Sigurðardóttir skora 6 mörk hvor fyrir ís- lenska liðið sem er í baráttu við Spán og Úkraínu um efstu sæti riðilsins. 25. mars 2017 „Þetta var örugglega ekki skemmtilegasti leikurinn til að horfa á heima en við gerðum það sem þurfti og fengum þrjú stig,“ segir Gylfi Þór Sigurðs- son við Morgunblaðið eftir að hafa skorað seinna mark Ís- lands í 2:1 útisigri gegn Kó- sóvó í undankeppni heims- meistaramótsins 2018 en leikið var í Shkodër í Albaníu. Á ÞESSUM DEGI AKRANES Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Geir Þorsteinsson, fyrrverandi for- maður Knattspyrnusambands Ís- lands, er kominn aftur í íslenska fót- boltann eftir rúmlega þriggja ára fjarveru, en Knattspyrnufélag ÍA til- kynnti ráðningu hans sem fram- kvæmdastjóra á laugardaginn var. Geir var framkvæmdastjóri KSÍ frá 1997 til 2007 og síðan formaður sam- bandsins frá 2007 til 2017. Síðustu ár hefur hann unnið með FIFA og UEFA, fyrst og fremst í Asíu og Eyjaálfu. Þar hefur hann haldið fyrirlestra og verið ráðgjafi, enda reynslubolti þegar kemur að al- þjóðaknattspyrnu. Kórónuveiran hafði áhrif „Þetta kom þannig til að síðustu þrjú ár hef ég verið í þróunarverk- efni fyrir UEFA og FIFA og þá aðal- lega með FIFA í Asíu og Eyjaálfu. Síðasta ferðin sem ég fór í var í des- ember. Ég var að vinna sem ráðgjafi og fyrirlesari. Í byrjun árs kviknaði á kórónuveirunni í Kína og þá sá ég fyrir mér að ég yrði ekki mikið á ferðinni í Asíu eða Eyjaálfu næsta árið,“ sagði Geir um aðdraganda þess að hann hefði verið ráðinn til ÍA. „Það var byrjunin og fékk mig til að líta enn frekar heim. Eitt leiddi svo af öðru, Skagann vantaði fram- kvæmdastjóra og knattspyrna er mitt svið. Áhugi minn og Skaga- manna á fótbolta fer mjög vel saman,“ sagði Geir. Hann segir fé- lagið ætla sér að vera í allra fremstu röð í fótboltanum hér á landi. Viljum spila um titlana „ÍA er þannig félag og Skagamenn yfir höfuð eru þannig að þeir vilja ná árangri í knattspyrnu. Það sama á við um mig. Ég vil ná árangri í mínu starfi og saman viljum við spila um titlana. Það er ekkert sem við förum í felur með, en það kostar mikla vinnu. Það kemur ekki af sjálfu sér.“ Jóhannes Karl Guðjónsson hefur þjálfað karlalið ÍA síðustu tvö ár. Fyrst fór hann með liðið upp í efstu deild í fyrstu tilraun árið 2018 og síð- an lenti liðið í tíunda sæti úrvals- deildarinnar á síðustu leiktíð eftir gríðarlega góða byrjun. Mikið er um uppalda leikmenn á Akranesi og seg- ir Geir stefnuna að halda þeirri vinnu áfram. Efniviður á Akranesi „Ég hef fylgst ágætlega mikið með síðustu ár og ég veit að liðið hjá Skaganum er mjög efnilegt. Liðið gerði góða hluti framan af í deildinni í fyrra en svo fór aðeins að halla und- an fæti. Það er efniviður á Akranesi, sem er þekkt fyrir að ala af sér marga góða knattspyrnumenn í gegnum tíðina og mun halda áfram að gera það.“ Mikil óvissa er í íslensku íþróttalífi um þessar mundir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Óvíst er hvenær Íslandsmótið geti hafist og þá gæti fjárhagsstaða íslenskra félaga orðið slæm. Geir er bjartsýnn á að mikil reynsla sín komi til góðs á þessum erfiðu tímum. Erfið og krefjandi staða „Ég vona að þekking mín og reynsla hjálpi til með að komast úr þeirri stöðu. Þeir tímar sem blasa við núna í íslenskri knattspyrnu eru nokkuð sem við höfum enga þekk- ingu né reynslu af. Bara það að geta ekki æft hefur ekki gerst áður. Ástandið er mjög erfitt og knatt- spyrnuhreyfingin hefur orðið fyrir mjög þungu höggi því þar er mest undir fjárhagslega. Staðan er erfið og krefjandi en við verðum að vinna okkur út úr henni,“ sagði Geir. Hann útilokar ekki að vinna fyrir FIFA eða UEFA í framtíðinni en núna einbeitir hann sér að ÍA. „Ég mun algjörlega einbeita mér að Skaganum. Það kann vel að vera að ég muni einhvern tímann aftur deila þekkingu minni erlendis en það verður þá gert í samráði við ÍA. Það er meira en nóg hjá mér í bili að vera framkvæmdastjóri ÍA,“ sagði Geir Þorsteinsson. Áhugi minn og Skagamanna fer vel saman  Geir leggur til hliðar fyrirlestra og ráðgjöf í Asíu og Eyjaálfu  Vill hjálpa ÍA að komast á toppinn á ný Ljósmynd/KSÍKSÍ Geir Þorsteinsson var formaður KSÍ um tíu ára skeið. Stefnt er að því að hefja leik í knatt- spyrnunni í Noregi hinn 23. maí. Frá þessu var greint í gærkvöldi, en Norska knattspyrnusambandið og samtök félaganna hafa komist að samkomulagi um þetta. Norðmenn halda í vonina að ef til vill verði hægt að spila 16. maí. Þjóðhátíðar- dagur Norðmanna er 17. maí og er hefð fyrir því að spila heila umferð kvöldið fyrir þjóðhátíðardaginn. Gangi þetta eftir sjá Norðmenn fram á að spila tvær umferðir í efstu deildum karla og kvenna áður en áætlað landsleikjahlé tekur við. Dagsetning ákveðin í Noregi Ljósmynd/aafk.no/Srdan Mudrinic Noregur Hólmbert Aron Friðjóns- son, leikmaður Aalesund. Skærustu knattspyrnustjörnur heimsins síðasta áratuginn, Lionel Messi frá Argentínu og Cristiano Ronaldo frá Portúgal, hafa opnað veskið til að styðja við baráttuna gegn kórónaveirunni. Greint var frá því í gær að Ron- aldo hefði ásamt umboðsmanni sín- um gefið sjúkrahúsum í Portúgal tækjabúnað og sjúkrarúm fyrir gjörgæsludeildir. Þá kom fram að Messi hefði látið eina milljón evra af hendi rakna til sjúkrahúsa í Barcelona, þar sem hann hefur búið frá unglingsaldri. sport@mbl.is Stjörnurnar taka þátt í baráttunni AFP Stórvinirnir Messi og Ronaldo í leik með Barcelona og Real Madrid. ÓLYMPÍULEIKAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Eftir gríðarlegan þrýsting úr öllum áttum tók Alþjóðaólympíunefndin, IOC, þá ákvörðun í gær í samráði við framkvæmdanefnd leikanna í Tókýó að fresta Ólympíuleikunum 2020. Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics, er sömuleiðis frestað og flest bendir til þess að mótshaldið verði allt í jap- önsku höfuðborginni sumarið 2021. Í yfirlýsingu, sem gefin var út í gær eftir neyðarfund í kjölfar viðræðna Thomas Bach forseta IOC og Shinzo Abe forsætisráðherra Japans, er sagt að leikarnir verði í „síðasta lagi“ sumarið 2021. Það þýðir að ekki er enn útilokað að þeir verði haldnir síð- ar á þessu ári þótt það virðist afar ósennileg niðurstaða. Ljóst er að þessi ákvörðun var orð- in óumflýjanleg eftir að tilkynning IOC á sunnudagskvöldið um að hún yrði ekki tekin fyrr en eftir mánuð fór mjög illa í íþróttafólk og íþrótta- samtök um allan heim. Kanada og Ástralía höfðu þegar tilkynnt að ekk- ert íþróttafólk yrði sent á leikana ef þeir færu fram í Tókýó í sumar og Bretar voru að því komnir að feta í þau fótspor. Undirtektir við frestuninni eru al- mennt góðar, enda þótt frestun leik- anna geti haft ýmsar afleiðingar, eins og fyrir þá sem hugðust hætta keppni að leikunum loknum eða eftir tíma- bilið. Ásdís Hjálmsdóttir er í þeim hópi eins og fram kemur í viðtalinu við hana hér í opnunni. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee var eini Íslendingurinn sem var öruggur um sæti á Ólympíu- leikunum og ekki var búið að úthluta endanlega sætum á Ólympíumóti fatl- aðra. Ísland var þó öruggt með tvö sæti í sundi og hefði væntanlega einn- ig fengið tvö sæti í frjálsíþróttakeppn- inni ásamt mögulega sæti í bogfimi. Ólympíuleikum hefur ekki áður verið frestað eða aflýst á friðartímum. Sumarleikunum 1916 sem fram áttu að fara í Berlín var aflýst vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar. Leikunum sem fram áttu að fara í Tókýó 1940 og London 1944 var aflýst vegna síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá var vetrar- leikunum sem halda átti 1940 í Þýska- landi og 1944 á Ítalíu aflýst af sömu sökum. AFP Flaggskip Nýr þjóðarleikvangur Japan, aðalvettvangur Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra sem væntanlega fara þar fram sumarið 2021. Ákvörðun sem var óumflýjanleg  Ólympíuleikar og Ólympíumót fatlaðra væntanlega haldin sumarið 2021

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.