Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Það getur margt reynt á þolrif þeirra sem starfa í íslenskum sjávarútvegi í dag. Ekki einungis þurfa menn að fást við vandasaman rekstur, óblíð náttúruöfl og ótrygga markaði held- ur ekki síður and- snúna og villandi um- ræðu hér heima við. Þannig virðast margir finna útgerð- inni það helst til foráttu að hún er þrátt fyrir allt rekin með hagnaði. Eins ótrúlegt og það er virðist það helsta vandamál sjávarútvegsins í huga sumra. Umræðan virðist þannig lituð af fordómum og öfund og er það með ólíkindum þegar horft er til þess hve farsællega hef- ur gengið að breyta sjávarútvegin- um í vel rekinn atvinnuveg sem beitir nýjustu tækni við að nýta við- kvæma náttúruauðlind án þess að ógna eða raska henni. Þannig höf- um við reynst öðrum þjóðum góð fyrirmynd. Auðlindastýring og endurgjald Flestum má vera ljóst að samfé- lagsleg ábyrgð sjávarútvegsfyrir- tækja er að mörgu leyti meiri en gengur og gerist í atvinnulífinu en margar byggðir reiða sig á veiðar og vinnslu. Þá er framleiðni vinnu- afls og laun betri en víðast annars staðar. Þrátt fyrir það greiðir sjáv- arútvegurinn auðlindagjald, ein starfsgreina á Íslandi. Á meðan eru margar aðrar starfsgreinar að nýta sameiginlegar náttúruauðlindir án þess að greiða fyrir. Þar er forvitni- legt að horfa til ríkisfyrirtækja sem mörg hver virðast rekin án afskipta ríkisins og skammta sér og sínum laun. Um leið ráða þau sjálf verð- lagningunni á þjónustunni og borga ekkert fyrir aðganginn. Er ég þar að tala um Landsvirkjun og Orku- veitu Reykjavíkur. Það sem er sameiginlegt með sjávarútvegi og orkufyrirtækjum er að þau nýta auðlindir landsins. Orkufyrirtækin nota vatnið sem fellur á landið en útgerðin það sem syndir í sjónum. Hvorutveggja er takmörkuð auðlind sem er nýtt með miklum og dýrum aflvélum á sjó eða grafin í fjöll. Nýtingin er há- mörkuð á hverjum tíma með reik- nilíkönum sem taka tillit til notk- unar yfir árið og í samræmi við markaðsástand hverju sinni. Fjár- festing í búnaði er gríðarleg og af- skrifast á löngum tíma og því þarf lang- tímaáætlanagerð og -nýtingu um þann bún- að. Skyndilegar breyt- ingar á rekstrarum- hverfi eru hættulegar, bæði fyrirtækjum og samfélögum sem þau starfa í. Ýmsir óábyrgir að- ilar hafa blygðunar- laust kallað eftir breyt- ingum á fiskveiðistjórn- unarkerfinu og vilja umbylta því. Breytingar á umhverfi þessara fyrirtækja gerast á löngum tíma og snöggar breytingar á rekstrarumhverfi eru kostnaðar- samar og til tjóns fyrir atvinnu- greinar, svo og fólkið sem þar vinn- ur. Það væri óskandi að við Íslend- ingar gætum tekið höndum saman um að horfa á jákvæðu hliðar þess sem við höfum náð að gera í okkar gjöfula en erfiða landi og þá sér- staklega í orkuvinnslu og innan sjávarútvegs. Staðreyndin er sú að það eru fáar ef nokkrar þjóðir með eins þróaðan sjávarútveg og við hér á landi. Tæknifyrirtæki, sem selja búnað sem hannaður hefur verið fyrir íslenska fiskvinnslu, selja þennan búnað í matvælavinnslu úti um allan heim. Íslenskir sjómenn eru eftirsóttir og veiðarfæratækni okkar er notuð meðal flestra þjóða sem stunda veiðar með afkastamikl- um skipum. Bláa hagkerfið Staðreyndin er sú að tugir þjóða, sem hafa aðgang að fiskimiðum, eru ýmist ekki að nýta sínar auðlindir eða arðræna þær með ofnýtingu. Heildarveiði þjóða heims er um 80 milljónir tonna á ári og hefur svo verið síðastliðin 30 ár. 70% veiða eru stjórnlausar. Þróunarþjóðir veiða um 75% af heimsaflanum (2015). Við teljumst eðlilega vera þróuð þjóð og getum miðlað okkar þekkingu til þjóða sem skemmra eru á vegi staddar á sviði sjávar- útvegs, svo og annar staðar þar sem við höfum náð góðum árangri, eins og í orkuvinnslu. Hér á landi höfum við búið til forskrift að kerfi sem ætti að geta nýst öðrum þjóðum. Al- þjóðasamfélagið er í auknum mæli farið að beina sjónum að hafinu og vistkerfi þess og þar stöndum við öðrum þjóðum framar. Eigum við ekki að beina kröftum okkar að því að vekja áhuga alþjóðastofnana og annarra ríkja á því sem við höfum gert hér með fiskveiðistjórnunar- kerfi okkar þar sem áhersla hefur aukist á bláa hagkerfið og heims- markmið #14. Í stað þess að reyna að breyta því sem ekki þarf að breyta gætum við einbeitt okkur að því að veita þjóð- um aðstoð á þeim sviðum sem við höfum náð árangri á en það er auð- lindastýring. Þar er ég kominn að kjarna málsins. Í stað þessa að eyði- leggja það sem er í lagi hér á landi eigum við að hætta að hlusta á úr- töluraddir þeirra sem þjást af hug- sjónaörbyrgð og þess í stað sækja á ný mið. Þannig getum við unnið að því að styðja við þau heimsmarkmið sem við höfum skrifað undir og eig- um að efla. Þannig byggjum við betri jörð. Verjum bláa hagkerfið Eftir Svan Guðmundsson Svanur Guðmundsson » Alþjóðasamfélagið er í auknum mæli farið að beina sjónum að haf- inu og vistkerfi þess og þar stöndum við öðrum þjóðum framar. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og forsvarsmaður Bláa hagkerfisins. svanur@arcticeconomy.com Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð Þannig skrifar HallgrímurPétursson í fjórða Pass-íusálmi. Þetta er eitt afsíðustu versum sálmsins og hefur lifað með Íslendingum í gegnum aldirnar. Sálmurinn fjallar um samtal Krists við lærisveinana, áður en þeir halda í Getsemane- garðinn þar sem Jesús var tekinn höndum. Lokaversin eru túlkun Hallgríms á samtalinu, áminning um það sem máli skiptir, bænin má aldrei bresta þig. Það eru undarlegir og fordæmalausir tímar sem við upp- lifum um þessar mundir. Skólahald, íþróttastarf, kirkju- starf, vinnustaðir og heimili hafa orðið fyr- ir miklu raski. Ég upplifi það sem áskorun að halda börnum mínum við námið heima við á sama tíma og ég reyni að sinna vinnu, kirkjunum sem nú eru tómar en halda þó áfram þjónustu sem er svo nauðsynleg, að boða þá von Krists. Það verður sérstaklega mik- ilvægt nú er við upplifum ógn og hræðslu af völdum veiru sem fólk um allan heim er að takast á við. Ógnin er ósýnileg og þess vegna er líka erfitt að takast á við hana. Við þessar að- stæður getur verið erfitt að finna orð sem koma að gagni og vert er að spyrja hvað er það sem skiptir máli? Staðreyndin er líka sú að við þurfum sífellt hvert á öðru að halda. Það er sérkennilegt að taka ekki í hendur á fólki eða faðma þau sem standa manni nærri. Við finnum okkur mismunandi leiðir til að tak- ast á við aðstæður og maður sér ótrúlega hugmyndaauðgi á sam- félagsmiðlum. Einn kunningi minn les til að mynda daglega nokkra fimmaurabranda, sem í raun eru ekkert fyndnir en samt svo skemmtilegir. Þannig leitum við leiða til að gleðjast er að okkur sæk- ir kvíði eða erfiðleikar. Sjálfum varð mér hugsað til þessa vers sr. Hall- gríms, áminningar hans um það sem skiptir máli, áminningar um bænina. Á sama tíma getur verið erfitt að nálgast Guð, að nálgast hann í bæn, það á alla vega við um sjálfan mig að efinn getur orðið nagandi. Efinn er svo sannar- lega mannleg tilfinn- ingin, það er eðlilegt að efast og öll höfum við vafalaust fundið til efa. Að efast um tilveruna, sjálfan sig, fólkið í kringum sig og að sjálf- sögðu Guð. Á þessum tímum, er við vitum ekki hvað tekur við, er við höldum fjarlægð hvert frá öðru, er það einmitt efi og kvíði sem upp koma. Efinn er þó ekki nýr af nálinni og margir búa við kvíða alla daga. Hlutskipti margra er því erfitt er við tökumst á við þær aðstæður sem nú eru uppi í samfélag- inu. Er ég velti fyrir mér biblíulegum tengingum leiði ég hugann að Tóm- asi, lærisveini Krists, sem efaðist um uppris- una. Ef til vill var hún of stór biti fyrir hann að kyngja, og hvern skal undra? Tómas vildi raunverulegar sann- anir, eitthvað sem hönd var á fest- andi. Er það ekki einmitt það sem við óskum mörg eftir: er Guð hér, er hann með, mitt í þessu öllu? Jesús mætti spurningum Tóm- asar með kærleika, kom hingað með fingur þinn sagði hann. Hann svar- aði þörf Tómasar fyrir áþreifanlegar sannanir en benti um leið á að slíkt yrði ekki alltaf hægt. Það er oft erfitt að trúa, mér finnst að mörgu leyti Tómas hug- rakkur, því hann þorði að spyrja þeirra spurninga og gera þær at- hugasemdir sem við mörg höfum hugsað. Og það er gott að sjá hvern- ig Jesús mætir slíkum spurningum, með kærleika og umhyggju. Það er leyfilegt að efast og bera fram stórar spurningar. Já, það er mannlegt að efast, Kristur sjálfur notar efann er hann hrópar bæn sína á krossinum, bæn úr sálmi 22. Guð minn, Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig? Ég hrópa en hjálp mín er fjarlæg. Það er eins og að hrópa út í óviss- una, þótt það að ákalla Guð sé um leið vitnisburður um það að svars sé vænst. Áminning Hallgríms í fjórða Passíusálmi er áminning um það sem skiptir máli, að leita Drottins, þótt það sé stundum gert í óvissu. Bænin er leiðin að hjarta Guðs sem og hjarta okkar sjálfra, virkjum þá leið á óvissutímum, minnug þess að það vorar á nýjan leik, að lokum mun snjónum létta, sem og þeirri ógn sem stafar af veirunni. Að lokum getum við beðið með orðum Caroline Krook er hún leiðir hugann að upprisumorgninum. Í fyrstu morgunskímunni átti enginn von. Þar var hvorki von, né eftirvænting. Eina sem var eftir var vonbrigði og örvilnan. Samt gerðist kraftaverkið! Trú manna getur áorkað miklu, en ekki þessu. Vantrú manna getur hindrað margt, en ekki þetta. Þakka þér, Guð, fyrir að raunveruleg von hér í heimi er ekki háð því sem ég fæ áorkað, vonað eða séð fyrir. Mátturinn er þinn, ekki manna. Amen. Kirkjan til fólksins Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Að trúa og vona Hugvekja Eftir Þráin Haraldsson Höfundur er sóknarprestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Þráinn Haraldsson Guðs orð boðar: trú, von og kær- leika. Boðskapur Guðs er ekki bara til sýnis og aðdáunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.