Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 : Glæsilegt páskablað fylgirMorgunblaðinu föstudaginn 3. apríl NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 – kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir mánudaginn 30.mars –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ Gómsætur og girnilegur matur Páskasiðir – Ferðalög – Viðburðir Aðsókn að kvikmyndahúsum hér á landi var með eindæmum lítil um nýliðna helgi, enda búið að fækka verulega sætum í sölu og hámarksfjölda gesta í sal. Helgina áður voru seldir miðar 7.491 en nú 2.021 sem er 74% minni sala. Allar fjöldasamkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru nú orðnar óheimilar og kvikmyndahúsum hefur verið lokað. Kvikmyndin Síðasta veiðiferðin er sú sem hæstum miðasölu- tekjum skilaði um helgina, 925.000 krónum, en nokkru fleiri sáu hins vegar teiknimyndina Onward eða 535 manns. Hasar- myndina Bloodshot sáu 284 og The Invisible Man 101. Á þær myndir sem lægstum tekjum skil- uðu mættu aðeins örfáir bíógestir og bara tveir á þá tekjulægstu. Vinsæl Síðasta veiðiferðin nýtur vinsælda. Bíógestum fækkaði um 74% milli helga Ragnar Bragason, leikstjóri og handritshöfundur, var beðinn um að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilisins í samkomubanninu. „Fátt er með svo öllu illt að ei boði gott. Núna þegar hægist á og lífið hættir að vera endalaust spretthlaup og skyndibiti er um að gera að staldra aðeins og horfa inn á við. Nýta rólegheitin til að njóta sam- vista við sína nánustu, spila og spjalla eða taka langa göngutúra úti í náttúrunni með góða tónlist eða hlaðvarp í eyrunum. Ég mæli með Heavyweight, þar sem Jonathan Goldstein rifjar upp með alls konar fólki augnablikin er allt breyttist. Skemmtilegar sögur og áhugaverðar persónur. Einnig ef fólk hefur ekki heyrt frábæra þætti Veru Illugadóttur Í ljósi sög- unnar og Leðurblökuna þá er það skylduhlustun. Svo eru það allar bækurnar sem við höfum aldrei tíma til að lesa. Ég mæli heilshugar með að fólk hlaði Kurt Vonnegut niður á Kindilinn eða spjaldtölvuna. Mannlegur og djúpvitur með eindemum og svo stjórnlaust fyndin að maður hlær endurtekið upphátt. Var að klára Slapstick sem er ekki ein af hans allra bestu en samt betri en flest annað sem skrifað hefur verið. Fylgjum sérkennilegu lífshlaupi síðasta forseta Bandaríkjanna í heimi þar sem þyngdaraflið hegðar sér ekki eðlilega og samfélagið er í hers höndum eftir mikla plágu. Svo getur fólk skellt sér á leig- una í sjónvarpinu, kúrt og horft saman á góða kvikmynd. Gullregn kemur núna á fimmtudag, mæli heilshugar með henni.“ Mælt með í samkomubanni Morgunblaðið/KGA Höfundur Kurt Vonnegut skrifaði meðal annars söguna Slapstick. Leðurblakan og Vonnegut Morgunblaðið /Ófeigur Lýðsson Útvarpskona Vera Illugadóttir. Ragnar Bragason Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Óvenjulegir tímar kalla á óvenjuleg form í leikhúsinu,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri. Bendir hann á að um leið og samkomubannið var sett í byrjun síðustu viku hafi listafólk Þjóðleikhússins farið að leita nýrra og fjölbreyttra leiða til að nýta hæfileika sína og gleðja landsmenn meðan á samkomubanninu stendur. „Leikhús er form sem snýst um samveru, en búið er að loka fyrir hefðbundið leikhús á næstu vikum. Hins vegar er hér fullt hús af hæfi- leikafólki sem getur skapað verðmæti fyrir þjóðina með öðrum leiðum sem við erum að rannsaka. Á fordæma- lausum tímum verða oft magnaðar hugmyndir og listaverk til. Þá er er- indi listarinnar brýnast. Á slíkum stundum þurfum við meira en nokkru sinni á því að halda að rækta mennsk- una og það gerum við einna helst í gegnum list og menningu. Við erum því að nýta þennan tíma til að skrifa, skapa og miðla með frjóum hætti.“ Sjónum beint að gerð Kardemommubæjarins Um miðja síðustu viku var verk- efninu „Ljóð fyrir þjóð“ hleypt af stokkunum í samstarfi við Rás 1. Á vef Þjóðleikhússins getur almenn- ingur sent inn ósk um eitt ljóð sem er í sérstöku uppáhaldi hjá viðkomandi. Alla virka daga kl. 16.30 meðan samkomubannið er í gildi fær einn Íslendingur boð um að koma í Þjóð- leikhúsið og fá ljóðið sitt flutt af ein- um leikara hússins á Stóra sviði Þjóð- leikhússins, fyrir sig einan. Ljóða- flutningnum er streymt beint á vef Þjóðleikhússins, hann fluttur í Víðsjá á Rás 1 og birtur á Facebook-síðu leikhússins. „Eftir helgi fer af stað mjög metn- aðarfullt verkefni sem nefnist „Leik- sýning verður til“. Þar er um að ræða efni sem verið er að vinna fyrir börn og unglinga í samstarfi við Krakka- Rúv og er hugsað sem lið í Mennta- Rúv sem hleypt var af stokkunum í ástandinu sem nú ríkir. Daglega verður sett inn á KrakkaRúv stutt myndband þar sem börn í landinu geta fylgst með og áttað sig á því hvernig leiksýning verður til, en efnið tengist allt Kardemommubænum sem hér er í undirbúningi í leikhúsinu,“ segir Magnús Geir, en meðal þess sem sjónum verður beint að er leik- mynd, búningar og leikmunir auk þess sem rætt verður við fólk að tjaldabaki – allt frá leikstjóra til starfsfólks miða- sölunnar. Nánd er leiðarstefið „Annað verkefni sem við erum að fara af stað með nefnist „Einleik- arinn“. Margir af fremstu leikurum þjóðarinnar starfa hér í húsi. Þeir eru auðvitað vanir því að leika á móti öðr- um og hafa áhorfendum í sal. En það er ekki í boði núna. Í staðinn munu þeir iðka list sína í einrúmi, hvort sem er heima við eða úti í náttúrunni, og deila með þjóðinni á vef Þjóðleikhúss- ins. Þarna verður boðið upp á tón- listarflutning, einræður, dans og fleira,“ segir Magnús Geir, en alla virka daga verður eitt myndbrot birt. „Búið er að koma upp hljóð- og mynd- veri í Kristalsal leikhússins og þaðan verða sendir út þættir í beinu streymi. Þar verður sjónum m.a. beint að sögu leikhússins. Svo eru nokkur önnur spennandi verkefni í þróun sem verða kynnt betur um leið og þau fara af stað,“ segir Magnús Geir og bendir á að leiðarstefið í öll- um verkefnum sé nánd þar sem einn leikari sé að leika fyrir einn áhorf- anda hverju sinni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ofjarl Hákon Jóhannesson flutti á Stóra sviði Þjóðleikhússins ljóðið „Til ofjarls míns“ eftir Sigfús Daðason fyrir Viðar Eggertsson á mánudaginn var. Upptaka af flutningnum er aðgengileg á vef og Facebook-síðu leikhússins. „Óvenjulegir tímar kalla á óvenjuleg form“ Magnús Geir Þórðarson  Þjóðleikhúsið býður í samkomubanni meðal annars upp á „Ljóð fyrir þjóð“, „Einleikarann“ og „Leiksýning verður til“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.