Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 5. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  72. tölublað  108. árgangur  ÁNÆGJULEGT AÐ GETA GEFIÐ TÓNLIST KREFJAST 2,8 MILLJARÐA BÓTA SAT GÆF OG SPÖK Á TRÖPPUNUM VIÐSKIPTAMOGGINN BRANDUGLA Á SIGLUFIRÐI 11STÖNDUM SAMAN 12 Vegna kórónuveiru og samkomubanns er umferð á götum Reykjavíkur nú sáralítil og aðeins einn bíl var að sjá á Miklu- brautinni á móts við Skeifuna á tólfta tímanum í gærmorgun. „Ástandið núna er farið að minna á sögur úr draugaborg. Það er langt síðan nokkuð þessu líkt hefur nokkru sinni gerst,“ segir Áki Ingvarsson, leigubílstjóri hjá Hreyfli, sem starfs síns vegna er mikið og oft á ferð um bæinn. „Ég fer ofan úr Mosfellsbæ vestur í bæ snemma á morgnana og er korter á leiðinni, en er fast að hálftíma við eðlilegar aðstæður. Það er aðeins að fólk sé ferðinni um áttaleytið á morgnana, þá væntanlega á leið til vinnu, en síðan dettur umferðin niður aftur og yfir daginn eru fáir á ferli.“ Morgunblaðið/Eggert „Farið að minna á sögur úr draugaborg“  Ljóst er að ís- lenskt tónlistar- fólk og þeir sem vinna við tón- leikahald verða fyrir gríðar- miklu tjóni vegna samkomubanns hér heima og er- lendis. ÚTÓN (Útflutnings- skrifstofa ís- lenskrar tónlistar) er að kanna áhrifin á tónlistargeirann. Könn- uninni lýkur nú um hádegið. „Tónlistarfólk er að verða mjög illa úti í þessu ástandi, sagði Sig- tryggur Baldursson, framkvæmda- stjóri ÚTÓN. „Það er ekki bara ver- ið að aflýsa öllum árshátíðum og viðburðum hér heima heldur er einnig búið að aflýsa tónleika- ferðalögum erlendis. Þetta veldur gríðarmiklu tapi.“ Á þessu ári höfðu íslenskir tón- listarmenn haldið 326 tónleika er- lendis áður en allt fraus fast. Búið er að aflýsa flestum tónleikum í mars og apríl. Á meðal þeirra sem hafa þurft að fella niður tónleika vegna samkomubanna erlendis eru tónlistarmennirnir Ásgeir, Une Misère, CYBER og múm. Sigtryggur óttast að mjög fram- bærilegt tónlistarfólk kunni að fara illa út úr þessu, verða fyrir tjóni og jafnvel verða gjaldþrota. »6 Tónlistarmenn verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni Sigtryggur Baldursson Þóroddur Bjarnason Helgi Bjarnason Gunnar Már Sigurfinnsson, forstjóri Icelandair Cargo, segir að farþega- flugvélar Icelandair á leið til Banda- ríkjanna séu troðnar af vörum. „Við erum að troða allt að tuttugu tonnum af frakt í Boeing 767 breiðþoturnar, og nýtum þá pláss sem annars væri notað undir farangur fólks, enda er mun færra fólk í vélunum en áður. Þá erum við að ná að setja 10 tonn af frakt í Boeing 757-vélarnar. Þetta er óvenjuleg staða, en þetta er tvöfalt og þrefalt magn í farþegavélum á við það sem gerist og gengur í venjulegu ástandi. Við höfum svo bætt reglulega inn sérstöku fraktflugi til Boston í Bandaríkjunum til að flytja það sem kemst ekki í farþegakerfið.“ Spurður hvort til greina komi að fljúga með frakt í farþegavélum án farþega segir Gunnar að allt komi til greina í því ástandi sem ríkir. „Þetta er þegar byrjað í einhverjum mæli í flutningum á Norður-Atlantshafinu, og er í skoðun hjá öllum flugfélögum í dag.“ Gunnar nefnir dæmi af norskum eldislaxi. Hann sé í dag lokaður inni í töluverðum mæli, og Norðmenn leiti leiða til að koma laxinum á markað. „Þeir hafa spurt okkur um lausnir í þessum efnum, og myndu þá vilja borga álag á flutningsverðið til að koma vörunni á markað. Við erum að skoða það þessa dagana, en engin ákvörðun hefur verið tekin.“ Laxamarkaður að opnast Teikn eru á lofti um að Kínamark- aður sé að opnast aftur fyrir laxa- afurðir. Markaðurinn hefur verið al- veg lokaður frá áramótum vegna aðgerða stjórnvalda til að stöðva kórónuveirufaraldurinn og efnahags- ástandsins í kjölfarið. Sigurður Pétursson, framkvæmda- stjóri hjá Arctic Fish, hefur þær frétt- ir að hugsanlega hefji Kínverjar kaup á laxi í þessari viku. „Þeir virðast vera að vakna aftur til lífsins eftir langt hlé. Það er gott. Ég veit ekki til þess að pantanir hafi verið staðfestar. Svo gæti það verið áskorun að koma lax- inum á markaðinn,“ segir Jens Garð- ar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis. Hærra verð hefur fengist í Kína en á öðrum mörkuðum. Fljúga með troðnar þoturnar yfir hafið  Frakt í farþegavélum  Kína að opnast á ný fyrir laxaafurðir MTroða margfalt í farþegavélarnar»ViðskiptaMoggi og 10 Flutningar Tugir tonna af vörum eru fluttir með Boeing-vélunum. Læknarnir Atli Árnason og Sig- urður Halldórsson, sem standa vaktina á norðausturhorninu, hvar eru Kópasker, Raufarhöfn og Þórs- höfn, vilja að lokað verði fyrir um- ferð inn á svæðið á næstunni í varnarskyni vegna kórónuveir- unnar. Sóttvarnalæknir hafnar hug- myndinni og telur hana ekki þjóna tilgangi. Í erindi sem læknarnir sendu frá sér benda þeir á að ekkert smit hafi enn greinst á þessu afmarkaða svæði. Þeir hafi frá því að kórónu- veiran fór að láta á sér kræla líka lagt mikla áherslu á að þeir sem á þessar slóðir komi fari í sóttkví – og aðkomumenn sem eru við vinnu eru aðskildir íbúum. Þetta sé nauðsyn- legt því á svæðinu búi á svæðinu margir áhættusjúklingar. Lögreglustjórnin á Norðurlandi eystra fundaði í gær um þetta mál með sóttvarnalækni, sem telur lok- un aðeins myndu seinka því að veir- an bærist inn á svæðið. Lokun skili aðeins árangri sé hún langvarandi og að setja fólk í sóttkví hafi gefið góða raun nú. Þá segir lögreglu- stjóri að ekki séu nú lagaheimildir fyrir lokun einstakra byggða. » 2 Læknar vilja loka  Sóttvarnasvæði á NA-horni hafnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.