Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Helgi Bjarnason Alexander Kristjánsson Þorsteinn Ásgrímsson Töluvert er um tilkynningar um brot á samkomubanni. Að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglu- stjóra, er ekki farið að sekta fólk fyr- ir brot á samkomubanni og öðrum ráðstöfunum vegna sóttvarna en nú er komið að því að það þyrfti að gera. Víðir segist enn vera fúll vegna brota á banninu og lýsti á blaða- mannafundi í gær yfir vonbrigðum vegna mikils fjölda brota aðfaranótt laugardags. Borist hafi tilkynningar um staði þar sem dagskrá var í gangi. Þá hafi fjórar tilkynningar borist vegna starfs íþróttafélaga, þrátt fyrir ítrekun UMFÍ, um að hafa ekki slíka dagskrá. Nefndi hann sérstaklega dæmi um 50 manns saman á æfingu. Ríkissaksóknari sendi fyrir helgi öllum lögreglustjórum landsins leið- beinandi reglur um sektir vegna brota á samkomubanni, sóttkví og einangrun. Víðir segist ekki vita til þess að farið sé að beita þessum ákvæðum en nú sé komið að því, mið- að við tilkynningar um brot sem bor- ist hafa. Víðir sagði frá vettvangsferð sinni í verslanir um helgina. Þar hafi mál verið í góðu lagi hjá verslununum sjálfum en viðskiptavinir hafi ekki alltaf virt fjarðlægðarmörkin. Fjölgun á gjörgæslu Kórónuveirufaraldurinn er enn í vexti hér á landi, hægum vexti. Alma D. Möller landlæknir upplýsti á upp- lýsingafundi Almannavarna í gær að 57 ný smit hefðu verið greind á síð- asta sólarhring, frá hádegi á laugar- dag til jafnlengdar í gær. Hefðu þá 1.020 smitast hér á landi. 55 sýni voru greind jákvæð hjá sýkla- og veirufræðideild Landspít- alans af 359 sýnum sem þar voru rannsökuð en aðeins tvö sýni af 480 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hlutfall þeirra sýna sem greindust á Land- spítalanum var rúm 15% en 0,4% hjá Íslenskri erfðagreiningu sem rann- sakar almennt smit í samfélaginu. Alma vakti athygli á því að sú breyting hefði orðið að 36% þeirra sýna sem greindust jákvæð á síðasta sólarhring voru frá fólki í sóttkví. Þetta hlutfall hefur verið 50-60% að undanförnu og hefur það verið talið til marks um að aðgerðir heilbrigð- isyfirvalda væru að skila árangri. 25 sjúklingar eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar. Þar af eru níu á gjörgæslu og sjö þeirra tengdir við öndunarvél. Alma taldi að aðgerðir stjórnvalda hefðu skilað árangri. Fjöldi smita fylgdi bestu spám. Hinsvegar væri fjöldi á gjörgæslu samkvæmt verstu spá og raunar rúmlega það. Spítalanum umbylt Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, sagði á upplýsingafundin- um að starfsemi spítalans hefði verið umbylt á síðustu dögum vegna kór- ónuveirufaraldursins. Vel hefði tek- ist til með það og starfsfólk ynni hratt og örugglega að því verkefni. Sagði forstjórinn að leggja hefði þurft mörg önnur verkefni til hliðar, svo sem aðgerðir sem gætu beðið. Þakkaði hann sjúklingum og að- standendum þeirra skilninginn. Landspítalinn hefur þurft að tak- marka heimsóknir gesta allverulega síðustu vikur en síðast í dag var til- kynnt að sængurlegudeild spítalans, þar sem nýbakaðar mæður og börn þeirra dvelja, yrði nú lokuð mökum. Beindi hann þeim tilmælum til að- standenda sem fá að heimsækja sjúklinga í undantekningartilfellum, að koma alls ekki finni þeir til ein- hverra einkenna, jafnvel bara kvef- einkenna, þótt þeir hefðu fengið heimsóknarleyfi. 7.000 símtöl á dag Fólk sem hefur farið í sýnatöku hjá heilsugæslu vegna gruns um kór- ónuveirusmit á að vera í einangrun þar til niðurstaða sýnatökunnar ligg- ur fyrir. Á þetta benti Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmda- stjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á fundinum í gær. Sagði hún dæmi um að fólk kæmi á bílnum í sýnatöku og ætlaði sér síðan að sinna öðrum erindum í leiðinni. Það er algerlega óheimilt, sam- kvæmt reglum. Einungis fólk með einkenni smits fær að fara í sýnatökur heilsugæsl- unnar en Ragnheiður segir að fólki sé einnig forgangsraðað með tilliti til sjúkrasögu og þess hvar það starfar. Þannig fái heilbrigðisstéttir og aðrir í framlínustörfum í baráttunni við far- aldurinn forgang. Mikið hefur mætt á starfsmönnum heilsugæslustöðva undanfarnar vik- ur. Um 7.000 símtöl berast á degi hverjum auk 500-1000 netspjalla. Sinna nú flestir starfsmenn heilsu- gæslunnar upplýsingagjöf. Benti Ragnheiður fólki á að hringja ekki ef komast mætti hjá því. Hægt væri að skrá sig í sóttkví á vefnum heilsuvera.is og þar væri einnig hægt að ná sér í vottorð um sóttkví. Forsendan væri að fólk væri með rafræn skilríki og hvatti hún þá sem ekki hafa slík skilríki nú þegar að ná sér í þau. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 25 1.963 Útlönd 0 0 Austurland 5 183 Höfuðborgarsvæði 773 4.755 Suðurnes 47 436 Norðurland vestra 22 392 Norðurland eystra 22 401 Suðurland 105 876 Vestfirðir 3 213 Vesturland 18 312 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Erlendis Óþekktur 65% 7% 28%15.484 sýni hafa verið tekin 135 einstaklingar hafa náð bata 4.796 hafa lokið sóttkví 25 eru á sjúkrahúsi 2 einstaklingar eru látnir 9 á gjör-gæslu 894 manns eru í einangrun Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar Upplýsingar eru fengnar af covid.is og landspitali.is 1.020 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 9.531 manns eru í sóttkví 1.000 800 600 400 200 1.020 28. 29. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. Komið að því að sekta þurfi fólk  Töluvert um tilkynningar um brot á samkomubanni  Dæmi um fimmtíu manns íþróttaæfingu  Áhyggjur af fjölgun innlagna á gjörgæslu  Minnihluti þeirra sem greinast nú með smit er í sóttkví Ljósmynd/Lögreglan Upplýsingafundur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir, Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Alma D. Möll- er landlæknir segir að fréttir af auk- inni sölu áfengis hér á landi valdi áhyggjum og varar við notkun þess á meðan á faraldri stendur. Alma vakti athygli á að lýð- heilsusvið Embættis landlæknis hefði tekið saman 10 heilræði og birt á vef landlæknis. Þau byggjast á niðurstöðum rann- sókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, lík- amlegri og félagslegri vellíðan. Þar kemur fram að ekki er gagn- legt að nota áfengi eða tóbak til að takast á við erfiðar tilfinn- ingar, eins og áhyggjur og kvíða, eða til að slaka á. Neysla áfeng- is og reykingar veiki ónæm- iskerfið auk þess að hafa nei- kvæð áhrif á heilsu og vellíðan til lengri tíma. Deyfir dómgreind „Það er skammgóður vermir sem gerir ógagn,“ sagði Alma um áfengið. Auk áhrifa þess á heilsuna deyfi áfengisneysla dómgreind fólks og þannig yrði meiri hætta á að „við hlýðum ekki Víði“ og leit í áttina að yfir- lögregluþjóninum. Að lokum nefndi Alma að á tím- um sem þessum þyrfti að gæta vel að svefni sem væri mikilvæg undirstaða góðrar heilsu. „Áfengi getur hjálpað fólki að sofna en það rýrir gæði svefns.“ Varað við áfengisnotkun EMBÆTTI LANDLÆKNIS Bjór Ekkert gagn er að áfenginu. Samtals höfðu 17.500 umsóknir vegna skerts starfshlutfalls borist Vinnumálastofnun á laugardag. Hafði þeim fjölgað um 2.500 frá því fyrri partinn á föstudaginn. Voru þær frá starfsmönnum 3.700 fyr- irtækja. Þá hafa 4.500 almennar umsóknir borist stofnuninni í þess- um mánuði vegna atvinnuleysis. Þetta staðfestir Unnur Sverris- dóttir, forstjóri Vinnumálastofn- unar, við mbl.is. Unnur segir að í flestum til- fellum sé verið að sækja um há- marksgreiðslu samhliða minnkuðu starfshlutfalli Alþingi samþykkti á föstudag fyrir rúmri viku frumvarp Ásmund- ar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda, svokallaða hluta- starfaleið. Flestar umsóknir sem hafa borist miða við að minnka starfshlutfall um hámarkið, en sam- kvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Hafi starfs- maður verið með 400 þúsund krón- ur eða minna í laun fyrir 100% starf fær hann skerðinguna að fullu bætta. Gjarnan meira en 50% skerðing Á föstudaginn var hlutfallið þannig að 59% höfðu sótt um 75% skerðingu á starfshlutfalli, 29% höfðu sótt um 50-74% skerðingu starfshlutfalls og 12% um að minnka um minna en 50%. Það er því ljóst að langstærsti hluti um- sóknanna er við efri mörkin. Unnur segir að langstærstur hluti umsókna tengist ferðaþjón- ustu. Þar sé um að ræða starfsfólk í farþegaflutningum, bæði í lofti og á landi, starfsfólk í veitingageiranum, á bílaleigum, hótelum o.s.frv. „Það var eftir bókinni,“ segir hún, en ljóst var að áhrif útbreiðslu veir- unnar yrðu hvað hörðust á ferða- þjónustuna. Varðandi almennu umsóknirnar segir Unnur að hafa verði í huga að þar sé fólk að sækja um sem missti vinnuna fyrir 1-3 mánuðum þegar áhrifa kórónuveirunnar var ekki farið að gæta. thorsteinn@mbl.is Umsóknir streyma inn  17.500 umsóknir um bætur vegna skerts starfshlutfalls KÓRÓNUVEIRUFARALDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.