Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 H ann ákvað að fara í skíðafrí til Ak- ureyrar með fjöl- skyldunni. Þegar þangað var komið var búið að loka öllum skíðalyftum á landinu vegna COVID-19 og megintilgangur ferðarinnar því úr sögunni. Boð og bönn hellast yfir á degi hverjum og jafnvel svo skjótt að þú nærð vart til Akureyrar áð- ur en nýjar fréttir berast. Vonsvikinn skíðagarpur vissi ekki hvað hann átti að segja annað en það hvað margt væri nú í raun skemmtilegt sem flokkaðist undir samkomur. Okkur hefur öllum verið varpað inn í veruleika af ósýni- legri og framandi veiru sem eirir engu og engin lækning virðist vera við. Veira sem er eins ósann- gjörn og hægt er að vera, leggst á þau sem viðkvæm eru fyrir og kemur í veg fyrir alla mannlega snertingu og sam- vistir. Þetta er einhvern veginn það undarlegt að það er ekki hægt að verða reiður, það er fátt annað en æðruleysi sem hægt er að grípa til í aðstæðum sem þessum. Hverri einustu manneskju stendur ógn af ófögnuðinum, því jafnvel þau sem eru ung og hraust og eru líklegri til að fá væg eða engin einkenni eiga án nokkurs vafa ástvini sem búa við allt aðrar aðstæður. Enginn er eyland. Hvað svo sem má segja þá vitum við öll að þetta verður óvenjuleg reynsla þegar upp er staðið. Bæði ferðalög og samkomur í hinum og þessum myndum eru ekki einvörðungu eitthvað sem er skemmtilegt, held- ur slær slíkt á tilvistarlegan kvíða sem býr í hverri sál, því þegar við erum á ferð eða komum saman gleymum við um stund því sem á okkur hvílir og gýs gjarnan upp þegar við erum aðeins með okkur sjálf í fanginu. Þetta er og verður því tími sem gerir óhjákvæmilega kröfur til sjálfskoðunar og kallar eftir nýju og öðru gildismati og annarri lífs- sýn. Þá uppgötvum við líka með skýrari hætti, þegar við erum knú- in til að halda okkur frá öðru fólki, að það er ekki nóg að eiga sam- skipti í gegnum síma eða netið, við lærum að þekkja betur innsta kjarna okkar, sem er sá að við er- um félagsverur og þurfum á sam- félagi við annað fólk að halda. Þó skal því haldið til haga að á þessum tímum má sannarlega þakka fyrir tölvutækni, síma og samfélags- miðla sem hjálpa okkur að halda tengslum við umheiminn. Þegar allt þagnar í þessu ástandi er það samt ekki aðeins tölvurnar sem leiða okkur að lausnum til að vera til staðar hvert fyrir annað og til að dreifa huga okkar og annarra, þeg- ar á reynir verður mannshugurinn um margt hugmyndaríkari til að aðlaga sig breyttu sviði. Ýmsar úrlausnir hafa komið fram og fleiri eiga eftir að birtast. Við höfum fylgst með Ítölum syngja og dansa úti á svölum hver öðrum til gleði, við höfum séð ís- lenskt tónlistarfólk standa fyrir ut- an glugga öldr- unarstofnana og taka lagið fyrir hin eldri sem líta brosandi út, fólk hefur boðið sig fram til að keyra mat til þeirra sem eru í sóttkví og þurfa að halda sig heima, við höfum séð hjartnæm- ar myndir af fjöl- skyldum standa á bak við glerhurðir og brosa og veifa til að- standenda sinna og við höfum fylgst með sterkri fram- varðasveit og bak- varðasveit vinna óeig- ingjarnt björgunarstarf og hörðum höndum að því að verja land og lýð með marg- víslegum úrlausnum. Það eru allir að leggja sig fram og einmitt í því er djúpa fegurð að finna, í mannlegum viðbrögðum á raunatímum er djúpa og sanna fegurð að finna eins og sagan hefur oftsinnis birt okkur. Samhugur skapast og er það öflugur að hann verður allt að því áþreifanlegur. Það er merkilegt til þess að hugsa að þessi faraldur skuli herja á okkur nú á föstutíma og því er víst spáð að hann nái hápunkti á föstudeginum langa, þessi tími sem í hinu kristna samhengi fjallar um þjáninguna og þann þjáning- arveg sem Guð í Kristi gekk og færði með því heiminum þau dýr- mætu skilaboð að hann verði ekki skilinn eftir munaðarlaus, hvorki á raunatímum né öðrum tímum. Í gleði jafnt sem raun gengur Guð þér við hlið og yfirgefur þig ekki, við berum ekki byrðarnar ein. Saga kristninnar nemur sem betur fer ekki staðar við kross þjáning- arinnar. Hún heldur áfram og minnir okkur um leið á að það er hægt að yfirstíga erfiðleika með trú og von og kærleika að leið- arljósi og í páskaljósi, það er kross upprisunnar. Megi þessi vágestur COVID-19 lúta í lægra haldi fyrir páskum og erindi þeirra, þar sem bjartur vonarboðskapur helst í hendur við vortíð og gróanda hennar. Þá verður vonandi hægt að grilla, haldast í hendur, líta upp frá tölvuskjáum, skapa aftur snert- anlegt samfélag og eignast á ný allt það fagra og skemmtilega sem því óhjákvæmilega fylgir. Áfram við! Kirkjan til fólksins Skjámynd/Síminn Afþreying Helgi Björns og Vilborg Halldórsdóttir buðu upp á stofu- tónleika sl. laugardagskvöld í samstarfi við Sjónvarp Símans, útvarps- stöðina K100 og mbl.is. Þegar allt þagnar Hugvekja Bolli Pétur Bollason Höfundur er prestur í Tjarnaprestakalli. bolli.petur.bollason@gmail.com Bolli Pétur Bollason Það eru allir að leggja sig fram og einmitt í því er djúpa fegurð að finna, í mannlegum við- brögðum á raunatímum. www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL Fyrsta samþykktin um Schengen-svæðið var undirrituð árið 1985 í borginni Schen- gen í Lúxemborg. Ár- ið 1990 var sam- þykktin aukin með samningi um opin landamæri og sameig- inleg ákvæði um ferðir yfir landamæri innan svæðisins, sem sam- þykktin náði til. Árið 1995 varð Schengen-svæðið til í nú- verandi mynd sinni. Svæðið nær til allra ríkja innan Evrópusambandsins, nema Írlands, en auk þess til ríkja utan þess, svo sem Íslands og Noregs. Tilgangur og framkvæmd Samningurinn um Schengen- svæðið hnígur að frjálsri för manna á milli þeirra ríkja, sem eru innan þess. Þetta ákvæði er talið einn af hornsteinum Evrópusambandsins og er að áliti þeirra, sem mestu ráða innan þess, sem næst óhagg- anlegt, eins og til dæmis má sjá af ýmsu því, sem fram hefur komið í samningavafstri Breta vegna út- göngunnar úr Evrópusambandinu. Í samningnum um Schengen- svæðið eru ákvæði um landamæra- gæslu á landmærum þess, sem ekki hvað síst liggja að Miðjarðarhafi. Til þess að sinna þessu verkefni var komið á fót landamæragæslu, sem hlaut nafni „Frontex“ (2004). Hún hefur aldrei verkað sem henni var væntanlega ætlað, með annars vegna þess, að til komu ákvæði í bæði Mannréttinda- sáttmálum og ekki síður vegna ákvæða í Dublinar-sáttmál- anum, sem kveða á um réttindi þeirra, sem koma sem inn- flytjendur til Evrópu. Hafi þeir drepið fæti á evrópska grund, eiga þeir rétt á húsa- skjóli, framfæri og málsmeðferð í því landi, sem þeir koma til. Fái þeir landvist- arleyfi þar, er til þess ætlað, að þeir séu þar um kyrrt, en flæðið hefur verið slíkt, að löndin, sem liggja að Miðjarðarhafinu, hafa ekki haft bolmagn til þess að sinna þessu hlutverki auk þess sem þau eru tíðum ekki þau lönd, sem innflytjendurnir hafa helst viljað komast til, heldur hefur markmið þeirra verið löndin norðar í álfunni, svo sem Þýskaland og Norður- öndin. Niðurstaðan hefur orðið sú, að flæði innflytjenda hefur verið sem næst hömlulaust norður eftir Evrópu og þá iðulega um að ræða fólk, sem hefur þegar fengið inni í komulandinu. Um þetta er nokkur dæmi hér á landi. Íslensk yfirvöld hafa þá viljað framfylgja þeim ákvæðum, sem þeim ber, en hafa nokkuð tíðum beygt sig fyrir há- værum en afar fámennum aðgerð- um manna, sem telja sig vænt- anlega mæla fyrir munn almennings í landinu, en gera það að öllum líkindum ekki. COVID-19 Allt frá upphafi hefur samning- urinn um Schengen-svæðið verið umdeildur. Ýmsum þótti hann að- för að sjálfsstæði og réttindum þjóða og hér á landi komu upp þær skoðanir, að óskynsamlegt væri, að Ísland gerðist landamæravörður Evrópusambandsins í vestri án þess að vera innan þess og byggi auk þess að óheftu flæði fólks úr austri. Ekki hvað síst bar á andúð við ákvæði Schengen-sáttmálans árið 2015, þegar þjóðir í aust- anverðri Evrópu lokuðu lands- mærum sínum fyrir hinu gífurlega streymi innflytjenda norður á bóg- inn eftir hinni svokölluðu „Balk- anleið“. Síðar tóku ýmsar þjóðir, til dæmis Danir, upp hert landamæra- eftirlit og hlutu ámæli fyrir. Nú lifum við mikla átakatíma, þar sem yfir heiminn gengur far- aldur ættaður austan úr löndum, sem breiðist með ógnarhraða um veröldina og þá sem stendur hvað helst um Evrópu. Schengen-svæðið virðist ekki duga til þess að menn treysti því til að verja íbúa hinna einstöku landa innan þess. Þau hafa hvert af öðru gripið til eigin ráða og lokað sér: Austurríki 10. mars, Slóvenía 11. mars, Pólland og Sviss 13. mars, Danmörk 14. mars og Ungverjaland og Spánn 16. mars. Önnur ríki, svo sem Tékkósalvía, Eistland, Grikkland, Litháen og Slóvakía hafa hert eftirlit á landa- mærum sínum og fleiri eru að und- irbúa hið sama eða harðari aðgerð- ir. Evrópusvæðið reynir að klóra í bakkann. 16. mars lögðu stjórnvöld þess bann við öllum komum manna inn í það væntanlega meðal annars til þess að hamla gegn landamæra- lokunum einstakra meðlimaríkja. Mun ríkjum Evrópu þykja líklegt að Evrópusambandinu takist betur við landamæravörsluna nú heldur en til þessa? Það er ekki líklegt. Fyrir vikið vaknar sú spurning, hvort upp sé runnin stund endaloka hinnar óhagganlegu stefnu um opin landamæri og óhefta för fólks landa á milli. Hún er ein af meginstoðum Evrópusambandsins. Hvaða áhrif mun það hafa á öðrum sviðum inn- an þess, ef hún brestur? Einkum í ljósi þeirra þrenginga, sem fyrir voru innan sambandsins: Efnahags- vanda, lýðræðishalla, innflytjenda- mála, sundrungar, svo nokkuð sé nefnt. Við lifum spennutíma. Hvernig tekst okkur í viðfanginu við yf- irstandandi vandamál; COVID-19 og fleira? Hvar lendum við? Hvern- ig verður sá heimur, sem bíður okkar í náinni framtíð? Þessum spurningum getur enginn svarað, en hitt er víst, að yfir standa um- brotatímar og að þeim er engan veginn lokið. Schengen og COVID-19 Eftir Hauk Ágústsson »Hvað verður um Schengen? Haukur Ágústsson Höfundur er fv. kennari. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.