Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 Stjórnendur tveggja af helstueinkareknu fjölmiðlum Noregs rituðu grein í Aftenposten á fimmtu- dag þar sem þeir bentu á alvarlega stöðu norskra fjölmiðla við þær að- stæður sem nú ríkja í heiminum með miklum samdrætti á auglýsinga- markaði. Þeir nefna einnig að ekki sé lengur hægt að búa við það að er- lendir vefrisar, svo sem Facebook og Google greiði enga skatta í Noregi.    Annað semþeir nefna er að einkareknu miðlarnir eigi erfitt með að rukka fyrir efni sitt þegar ríkisútvarpið, NRK, bjóði allt sitt efni frítt. Þessi gagnrýni er athyglisverð þegar haft er í huga að ólíkt Ríkisútvarpinu ís- lenska er NRK ekki á auglýsingamarkaði. Ástandið hér á landi er því mun verra fyrir einkarekna miðla en á norska markaðnum, þó að þar sé það orðið óviðunandi.    Vegna ástandsins leggja grein-arhöfundarnir norsku til tíma- bundna niðurfellingu eða verulega lækkun launatengdra gjalda hjá fjöl- miðlum, næstu tvö árin hið minnsta. Þetta er hugmynd sem ekki á síður erindi hér á landi.    Þeir nefna einnig að ekki megidragast lengur að ná alþjóð- legri samstöðu: „Frakkar og Ítalir hafa ákveðið að skattleggja vefris- ana. Fleiri þjóðir munu fylgja í kjöl- farið. Að sögn New York Times íhuga nú fimmtán þjóðir að leggja á stafræna skatta.“    Hér á landi hefur ítrekað veriðrætt um alvarlega stöðu einka- rekinna fjölmiðla. Hún hefur, líkt og í Noregi, versnað hratt að undan- förnu vegna áhrifa kórónuveir- unnar. Ábendingar frá Noregi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum SCREEN RÚLLUGARDÍNUR Verkleg ökukennsla liggur nú niðri vegna kórónuveirunnar. Skv. ákvörðun sóttvarnalæknis, að tveir metrar skuli vera milli fólks í sam- skiptum, kom af sjálfu sér að öku- kennarar hættu verklegri kennslu. En allir, sem eru komnir af stað í námi og hafa lokið bóklegum und- irbúningi og tíu verklegum kennslu- stundum hjá kennara, geta verið í æfingaakstri. „Kannski eru aldrei betri aðstæð- ur fyrir æfingaakstur en einmitt nú,“ segir Ævar Friðriksson, öku- kennari í Reykavík. „Foreldrar nemenda eru sjálfsagt margir laus- ari við gagnvart vinnu sinni nú en í annan tíma. Þá er sáralítil umferð á götunum nú og því svigrúm fyrir ungt fólk sem er að læra á bílinn og aðstæðurnar.“ Hjá Ökuskólanum í Mjódd er bóklegri ökukennslu, sem nemend- ur taka við upphafi ökunáms síns, haldið gangandi með þó færri nem- endum í stofu í einu. Aðsóknin er hins vegar lítil. Kennsla í fyrir meirapróf bifreiðastjóra liggur al- farið niðri, en staðan og framhaldið verður metið strax eftir páska, að sögn Guðbrands Bogasonar skóla- stjóra. Eins og gefur að skilja fara verkleg próf í ökunámi ekki fram við núverandi aðstæður. Hins vegar eru bókleg ökupróf haldin, en færri teknir inn í einu og því alllöng bið. Hvetur nemendur í æfingaakstur  Verklegt hlé  Bóklegt á netinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Miklabraut Fáir eru á ferli þessa dagna og göturnar auðar. Heimir Jónasson markaðsráðgjafi lést á líknardeild Landspít- alans laugardaginn 28. mars 2020, 53 ára að aldri. Heimir fæddist 13. apríl 1966 og ólst upp í Hlíðunum og síðar á Seltjarnarnesi í stórri fjölskyldu. Hann var Valsari í húð og hár og lék körfubolta með Val og yngri landsliðum við góðan orðstír. Hann lauk stúdents- prófi frá Verzl- unarskóla Íslands árið 1986, út- skrifaðist úr University of Television and Film í München í Þýskalandi árið 1995 og lauk MBA- námi úr Háskóla Íslands árið 2017. Heimir starfaði sem dagskrárstjóri Stöðvar 2, vann á markaðsdeild Ice- landair, var fram- leiðslustjóri á Latabæ, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópa- vogs, viðskiptastjóri hjá Íslensku auglýs- ingastofunni, þjálfari hjá Dale Carnegie og um árabil rak hann eigið markaðsfyrir- tæki; Icelandic Cowboys. Foreldrar Heimis voru Jónas Jóhanns- son, flugumsjón- armaður, sem lést árið 2013 og Guðmunda Markúsína Þorleifs- dóttir, sjúkraliði. Eftirlifandi eig- inkona Heimis er Berglind Magn- úsdóttir og börnin þrjú, Markús, Áshildur og Silja. Andlát Heimir Jónasson Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samkomulag við Icelandair Hótels um að nýta aðstöðu á Hótel Reykja- vík Natura sem gistirými fyrir skil- greinda lykilstarfsmenn heilbrigð- iskerfisins og Almannavarna í þeim tilvikum sem þeir geta ekki dvalið heima hjá sér af hættu við smit af COVID-19. Um er að ræða þá starfsmenn heilbrigðiskerfisins og Almanna- varna, sem gegna sérstakri ábyrgð samkvæmt neyðaráætlun heil- brigðiskerfisins og innan stjórn- stöðvar Almannavarna eða búa yfir sérstakri þekkingu eða færni sem er nauðsynleg við framkvæmd neyðaráætlunarinnar. Afnot hótelsins eru endurgjalds- laus í boði Icelandair Hótels. Bjóða Reykjavik Natura endurgjaldslaust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.