Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Leiðin er greið og möguleikar miklir,“ segir Díana Jóhannsdóttir hjá Vestfjarðastofu. „Í ferðaþjón- ustu gildir að hafa sérstöðu við kynningu á áfangastöðum og sú er sannarlega raunin á Vest- fjarðaleiðinni. Hér er stór- brotin náttúra sem gestrisnir íbúarnir eru í sterkum tengslum við. Sögustaðir eru margir, litlu kauptúnin áhugaverðir við- komustaðir og víða eru veit- ingastaðir með mat af heimaslóð. Svo verða vegirnir hér sífellt betri, sem vinnur með verkefninu.“ Yfir heiðar og fyrir firði Síðar á þessu ári verður svo- nefnd Vestfjarðaleið opnuð form- lega; það er er 950 kílómetra leið sem hefur upphafspunkt í Norður- árdal í Borgarfirði við afleggj- arann inn á Bröttubrekku þegar ekið er í Dalina. Undir merkjum umræddrar leiðar er svo farið fyrir Klofning í Dalasýslu og þaðan áfram um sunnanverða Vestfirði; Barðaströnd og yfir Kleifaheiði til Patreksfjarðar. Áfram svo inn Arnarfjörð, yfir Dynjandisheiði uns komið er að munna Dýrafjarð- arjarðganganga sem fullgerð verða í haust. Formleg opnun þeirra og Vestfjarðaleiðar haldast í hendur, enda markar tilkoma ganganna kaflaskil í samgöngu- málum vestra. Hringleiðin heldur svo áfram til Ísafjarðar, og þaðan svo áfram inn Djúp og yfir Steingrímsfjörð í Strandabyggð og þar með ýmsum hlykkjum fyrir firði áfram suður á bóginn uns komið er aftur á hring- veginn við Staðarskála í Hrúta- firði. Alls er þessi leið um 950 kíló- metrar, en að stærstum hluta er farið um þjóðvegum nr. 60, 61 og 62. Nefnt hefur verið að nefna megi leiðina þjóðveg nr. 2, sbr. að hringvegurinn er nr. 1. Bíltúr á þjóðminjasafni „Hér er verið að skapa nýtt aðdráttarafl fyrir Vestfirði og Ís- land. Vestfirðir eiga mikið inni, enda sá landshluti sem fæstir heim- sækja. Fjöldi Íslendinga hefur aldr- ei komið vestur en við þurfum þá líka að skapa þær aðstæður að svæðið verði sterkara aðdráttarafl. Vinna þessi hófst af alvöru árið 2018 og það var alltaf áherslumál okkar að fá sem flesta hér fyrir vestan að borðinu; ferðaþjóna og aðra. Dalafólk kom svo inn í þetta verkefni á síðari stigum og í því er fengur. Leiðin um Fellsströnd og Skarðsströnd fyrir Klofning áhugaverð; landslagið fallegt og margt í umhverfinu þannig að bíl- túr í gegnum Þjóðminjasafnið eru lýsing við hæfi. Þó það sé svo spöl- korn fyrir utan Vestfjarðaleiðina þá er ég sjálf alveg heilluð af norð- anverðum Ströndum; Árneshreppi þar sem líkja má landslaginu við listasafn.“ Díana segir vinnu við Vest- fjarðaleiðina meðal annars miða að því að lengja ferðamannatímann á svæðinu. Mikið muni breytast með opnun Dýrafjarðarganga sem koma í stað vegarins yfir Hrafns- eyrarheiði sem er ófær hálft árið. Annars er að mörgu að hyggja í þessu máli og hefur Vest- fjarðastofa fengið liðsinni breska fyrirtækisins Blue Sail, en ráð- gjafar þar hafa komið að þróun ýmissra ferðamannaleiða meðal annars Arctic Coast Way á Norður- landi og Wild Atlantic Way á Ír- landi. Mikið er því lagt undir í þessu verkefni sem hlaut styrk frá Ferðamálastofu árið 2018, til þriggja ára og er áherslumál í Sóknaráætlun Vestfjarða. Þegar er byrjað að kynna verkefnið erlendis og hefur það vakið áhuga ferða- heildsala og erlendra blaðamanna sem fjalla um ferðir, lönd og leiðir. Velja áhugaverða staði „Að fara Vestfjarðaleiðina snýst ekki um að fara 950 kíló- metra á sem skemmstum tíma eða þræða hvern einasta vegspotta. Fólk ferðast alltaf á sínum eigin forsendum og velur sá staði sem þeim þykja áhugaverðir. Svona verkefni þróast líka eftir því sem tíminn líður, en kjarni málsins er að Vestfirðirnir eru ævintýraland,“ segir Díana að síðustu. Vestfjarðaleiðin verður opnuð síðar á árinu og er alls um 950 km löng Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingeyri Dæmigert sjávarþorp á Vestfjörðum sem stendur við þá leið sem nú stendur til að markaðssetja og kynna fyrir ferðafólki. Nýi hringurinn  Díana Jóhannsdóttir er fædd árið 1982 og uppalin á Akureyri. Útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri með BS-gráðu í við- skiptafræði og lauk síðan meistaraprófi frá University of Portsmouth á Englandi 2008.  Flutti eftir nám til Ísafjarðar og starfaði þar hjá Þýðing- armiðstöð utanríkisráðuneyt- isins og hóf svo árið 2011 störf hjá Fjórðungssambandi Vest- firðinga. Starfar nú hjá Vest- fjarðastofu og sinnir kynningar- og markaðsmálum fyrir ferða- þjónustu. Hver er hún? Vestfjarðaleið Kortagrunnur: OpenStreetMap Borgarnes Breiða- fjörður Faxafl ói H ún afl ó i Ísafjörður Patreks- fjörður Vestfjarðaleið Díana Jóhannsdóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stefnan er tekin á vortónleika og vorpróf, við reynum að halda okkar striki,“ segir Snorri Heimisson, stjórnandi Skólahljómsveitar Ár- bæjar og Breiðholts í Reykjavík. Samæfingar og hópkennsla í starfi sveitarinnar hafa fallið niður frá því samkomubann var sett vegna kór- ónuveirunnar. Sá veruleiki hefur sett strik í reikninginn og því bíður mikið starf við að koma starfi hljóm- sveitanna í gang að nýju eftir páskana. Tónleikum frestað en stefnt til Spánar Tólf kennarar vinna undir forystu Snorra og vegna veirunnar sinna þeir nú nemendum sínum alfarið í fjarkennslu. Sá háttur er hafður í tónlistarkennslu víða um land um þessar mundir og sums staðar liggur hún raunar niðri. Snorri hefur reyndar um langt árabil kynnt nýjar lausnir og leiðir tengdar tækni og tónlistarkennslu um allt land og unnið þar brautryðjendastarf. Skólahljómsveitirnar í Reykjavík eru fjórar, hver í sínum borgarhluta. Um 130 börn eru í hverri þeirra; nemendur á hljóðfæri eins og þarf svo úr verði lúðrasveit. Fagottið er hljóðfæri Snorra, bæði í leik og kennslu, en aðrir sinna kennslu á básúnu, klarinett, þverflautu, saxó- fón og trompet svo nokkur hljóðfæri séu nefnd. Stefnan var sú að vor- tónleikar sveitarinnar í Breiðholtinu yrðu 28. mars en þeim er frestað fram til 2. maí. Tónleikaferð til Ca- lella á Spáni sem áformað var um miðjan júní hefur ekki verið slegin af, séð verður til hvernig mál þróast. „Tæknin býður upp á marga möguleika í tónlistarnámi. Núna er- um við með nemendum, hálftíma í senn, í hljóði og mynd í forritinu Microsoft Teams – þar sem kenn- arinn er hér í Breiðholtsskóla en nemandinn heima,“ segir Snorri Heimisson og heldur áfram: Kennarinn setur fyrir „Milli tíma, sem eru tvisvar í viku, setur kennari fyrir verkefni svo sem að nemendi eigi að æfa ákveðin lög eða atriði betur og skila inn hljóð- upptökum sem svo eru yfirfarnar og gefnar leiðbeiningar samkvæmt. Þetta kemur vel út. Hins vegar er handavinna sem fylgir því þegar þarf að koma nótum til nemenda eða verkefnum í tónfræði, sem eru skannaðar og svo sendar í gegnum spjallforritin eða í tölvupósti. En þetta gengur allt upp í þeirri æv- intýraveröld sem tónlistin er.“ Tónlistin heim  Kennt með nýju sniði  Lúðrasveit stefnir á tónleika  Upptökur og mynd Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tónlist Fagottið er hljóðfæri Snorra Heimissonar hljómsveitarstjóra. Frá tilnefningarnefnd vegna aðalfundar Haga hf. 2020 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn þriðjudaginn 9. júní 2020. Þeim hluthöfum sem vilja eiga fund með tilnefningarnefnd eða koma skilaboðum á framfæri við tilnefningarnefnd í aðdraganda aðalfundar 2020 er bent á að hafa samband við tilnefningarnefnd eigi síðar en kl. 16:00 þann 14. apríl nk. á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is. Þeim sem vilja gefa kost á sér til setu í stjórn Haga hf. er bent á að tilkynna það skriflega til tilnefningarnefndar Haga hf. eigi síðar en kl. 16:00 þann 30. apríl 2020 á netfangið tilnefningarnefnd@hagar. is. Nauðsynlegt er að frambjóðendur notist við framboðseyðublað sem finna má á vefsíðu Haga en þar þarf meðal annars að upplýsa um bakgrunn og hæfi frambjóðanda, auk þess að gera grein fyrir hvernig frambjóðandi uppfyllir skilyrði sáttar Haga hf. við Samkeppniseftirlitið frá september 2018. Framboðseyðublað og nánari upplýsingar um viðmið tilnefningar- nefndar við mat á frambjóðendum má finna á vefsíðu Haga hf., www.hagar.is/fjarfestaupplysingar/adalfundur. Tillögur tilnefningarnefndar um frambjóðendur til stjórnar verða tilkynntar þann 19. maí nk. Tilnefningarnefnd Haga hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.