Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 3 0. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  76. tölublað  108. árgangur  STÓRBROTIN NÁTTÚRA BLASIR VIÐ NETVERSLUN INNANLANDS SLÆR Í GEGN RÉTTI TÍMINN FYRIR JÓGA ER RUNNINN UPP VIÐSKIPTI 6, 12 TÆKIFÆRI 29VESTFJARÐALEIÐ 11 Í kjölfar samkomubannsins hafa margar fjöl- skyldur á höfuðborgarsvæðinu tekið upp þann sið að setja bangsa eða önnur tuskudýr út í glugga á heimilum sínum. Mörg börn sem ekki eru að sækja leikskóla eða grunnskóla vegna veirufaraldursins stytta sér stundir og fara í göngutúr með foreldrum og telja bangsana sem þau sjá í hverri göngu. Átakið byrjaði með því að Ninna Karla Katrínar- dóttir hvatti fólk í hverfishóp Laugarnes- hverfis á Facebook til að setja bangsa út í glugga. Fékk hugmyndin góðar viðtökur og hefur átakið teygt anga sína langt út fyrir hverfið. Nanna fékk hugmyndina úr mömmu- hópi á Facebook en upphaflega kemur hug- myndin erlendis frá. Kórónuveiran »4 og 6. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bangsar komnir út í glugga á mörgum heimilum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Endurgreiðsla á virðisaukaskatti mun ekki aðeins ná til framkvæmda við íbúðir og sumarhús heldur einnig til bílaviðgerða, ef breytingartillögur efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis við stjórnarfumvarp um að- gerðapakka til að mæta efnahagsleg- um áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru nær fram að ganga. Nefndin afgreiddi málið frá sér um helgina. „Þetta er skref í rétta átt. Málið kemur aftur til kasta ríkisstjórnar- innar og Alþingis innan ekki margra vikna. Við þurfum að gera meira, það er alveg klárt,“ segir Óli Björn Kára- son, formaður nefndarinnar. Frum- varpið er um breytingar á ýmsum lögum til að milda áhrif höggsins á fyrirtæki og heimili. Tókst að laga aðeins til Allir nefndarmenn stjórnar og stjórnarandstöðu stóðu að málinu en stjórnarandstæðingar með efnisleg- um fyrirvörum. „Upprunalegar til- lögur gengu frekar skammt og tóku ekki á neinum þáttum sem snúa að aðflutningsgjöldum í tolli og virðis- aukaskatti sem eru þungir gjalddag- ar, hvað þá hjá tekjulausum fyrir- tækjum. Okkur tókst að laga aðeins til hvað það varðar þó ekki felist í til- lögunum nein bein úrræði,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Nefndin gerði fjölda breytingartillagna enda hefur útlitið dökknað frá því frumvarpið var lagt fram. Meiri sveigjanleiki Meðal tillagna er að gefinn er meiri sveigjanleiki í frestun á gjald- dögum staðgreiðslu og trygginga- gjalds. Í fyrri aðgerðapakka ríkis- stjórnarinnar var heimilað að fresta helmingi þeirrar staðgreiðslu opin- berra gjalda og tryggingagjalds sem var á gjalddaga 1. mars sl. til 1. apríl. Með breytingartillögunni er launa- greiðendum heimilað að fresta greiðslum fram yfir áramót. Í frumvarpinu var kveðið á um að við mat á því hvort um tekjufall væri að ræða skyldi miða við að minnsta kosti þriðungs samdrátt í rekstrar- tekjum yfir heilan mánuð samanbor- ið við sama mánuð 2019. Hafi at- vinnurekstur staðið í tvö ár eða skemur sé heimilt að miða við með- altekjur síðastliðinna tólf mánaða. Rýmkunin felst meðal annars í því að þetta ákveði fellur út, nái breyting- artillaga efnahags- og viðskipta- nefndar fram að ganga. Um leið er tekið fram að fyrirtæki sem þetta nýta sér geti ekki greitt eigendum sínum arð. Lagt til að öryrkjum verði greidd 20 þúsund króna orlofsuppbót í júní, án skerðinga annarra greiðslna. Þá á að vera tryggt að fiskvinnslufólk falli undir ákvæði um hlutastörf. Endurgreiðsla nái til bílaviðgerða  Efnahags- og viðskiptanefnd stendur saman að breytingum á aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar  Rýmkað til við frestun á greiðslu afdreginnar staðgreiðslu  Öryrkjar frá orlofsuppbót í júní Breytingar » Gefinn er meiri sveigjanleiki í frestun á gjalddögum afdreg- innar staðgreiðslu og trygg- ingagjalds en um leið tekið fram að fyrirtæki sem þetta nýta sér geti ekki greitt eig- endum sínum arð. » Þeim fyrirtækjum sem fá ríkisábyrgð á brúarlánum verð- ur óheimilt að greiða út arð á meðan ríkisábyrgð er í gildi. Þá mun eftirlitsnefnd fylgjast með framkvæmdinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.