Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 27
um í ágætri kvikmynd: Glory Road. Chamberlain fékk þó tækifæri ár- ið 1959 hjá Philadelphia í NBA. Chamberlain átti feril í NBA sem er á margan hátt einstakur. Þótt frægastur sé fyrir 100 stiga leikinn árið 1962 gegn New York Knicks. Hér má auðvitað hnykkja á því að 3-stiga línan kom til sögunnar löngu eftir að Chamberlain hætti að spila. Chamberlain gekk síðar til LA Lakers eða árið 1968 og lék þar síð- ustu fimm ár ferilsins. Myndaði þar hörkulið ásamt kunnum köppum eins og Jerry West og Elgin Baylor. Þeir urðu meistarar árið 1972 en þurftu nokkrum sinnum að játa sig sigraða gegn Boston Celtics. Þá varð líklega til fyrir alvöru hinn frægi ríkur á milli Lakers og Cel- tics. 48,5 mínútur að meðaltali Eins og áður segir eru tölurnar frá ferli Chamberlain lygilegar. Á þrettán ára ferli í NBA skoraði hann 31.419 stig eða 30 að með- altali í leik. Sem stendur er hann í 7. sæti þeirra sem skorað hafa flest stig í deildinni. Fráköstin eru 23 að meðaltali og stoðsendingarnar 4,4. Ekki var farið að telja varin skot á þessum árum en sú tala hefði verið fróðleg því Chamberlain hafði aug- ljóslega mikla yfirburði nærri körf- unni. Kappinn var 216 cm á hæð en virðist hafa verið mjög vel á sig kominn líkamlega því hann fékk litla hvíld í leikjum. Sú staðreynd er nánast yfirgengileg að tímabilið 1961-62 lék hann að meðaltali 48,5 mínútur yfir heilt tímabil. Var sem sagt nánast aldrei tekinn út af og lék auk þess í nokkrum framleng- ingum sem koma meðaltalinu yfir 48 mínúturnar. Wilt Chamberlain lést hinn 12. október árið 1999 eða aðeins 63 ára gamall. Hjartveiki dró hann til dauða en árið 1999 hafði heilsu hans hrakað verulega. Hjartatrufl- anir gerðu fyrst vart við sig árið 1992 hjá kappanum. Hans verður lengi minnst í NBA-deildinni en fjögur lið í Bandaríkjunum hafa tekið treyju númer 13 úr umferð og hengt upp honum til heiðurs. Eru það Kansas-háskólinn, Golden State Warriors, Philadelphia 76ers og Los Angeles Lakers. AFP Goðsögn Miðherjinn Wilt Chamberlain með ennisbandið í búningi Los Angeles Lakers. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 þjálfara og leikmenn í meist- araflokki í knattspyrnu, sem allir hafa samþykkt að lækka tímabundið í launum. Þá segir hann félagið þakklát fólkinu sínu, sem sýnir þess- um erfiðu tímum mikinn skilning. „Við erum búnir að taka allan meistaraflokkinn í fótboltanum, sem er auðvitað stærsti hlutinn af þessu í dag. Við höfum rætt við fram- kvæmdastjóra, þjálfara og leikmenn og allir hafa samþykkt að taka á sig launalækkun næstu átta mánuði. Við erum kannski það félag sem er komið lengst í þessu,“ sagði Sævar og hrósaði öllum innan félagsins fyr- ir þann skilning sem þeir hefðu sýnt. „Ég er ótrúlega ánægður og stolt- ur af því hvernig fólk hefur brugðist við. Það eru allir að hjálpa félaginu í gegnum þetta og skilja aðstæðurnar sem eru í gangi.“ Laun munu vera lægri í nokkur ár Sú umræða hefur verið í sam- félaginu um nokkurn tíma að íslensk fótboltafélög greiði of há laun til að reksturinn beri sig og tók Guðni Bergsson, formaður KSÍ, til að mynda undir það að menn þyrftu að fara að gæta að sér hér á landi í þeim efnum. Sævar segir þetta allt aðra umræðu en engu að síður sé al- veg ljóst að laun munu lækka og að það muni taka félög einhvern tíma að jafna sig. „Það sem mun gerast núna er að gríðarlega mörg félög, sem verða af tekjum, þurfa að semja upp á nýtt og væntanlega skera nið- ur hjá sér. Laun munu lækka og það mun taka félög nokkur ár að komast á sama stað og þau voru áður en þetta ástand skall á.“ Hvað KA varðar mun félagið þrauka í þessu ástandi. Engu að síð- ur er óvissan slík að menn gætu þurft að setjast niður og endur- skoða alla hluti upp á nýtt, vari þetta ástand lengur en reiknað er með. „Við gerum ráð fyrir því að með þessum breytingum munum við halda velli en það er ekkert meira en það. Við áætlum að þetta ástand, þetta algjöra stopp vari í mars, apríl og maí. Ef þetta fer að fara inn í júní, júlí þá þurfa menn að setjast yfir hlutina upp á nýtt. Stór tekju- þáttur hjá okkur er N1-mótið sem er í byrjun júlí. Ef við þurfum að fresta því eða fella það niður þarf að endurskoða alla hluti upp á nýtt. En fram að því erum við búnir að koma okkur í var,“ sagði Sævar Pétursson við Morgunblaðið í gær. KA búið að koma sér í var í ljósi aðstæðna  Tímabundnar launalækkanir ræddar við þjálfara og leikmenn Ljósmynd/Þórir Tryggvason Akureyri KA-fólk snýr nú bökum saman til að takast á við samdrátt í rekstri félagsins á tímum kórónuveirunnar. BAKSVIÐ Kristófer Kristjánsson kristoferk@ mbl.is Íþróttahreyfingin stendur frammi fyrir erfiðum mánuðum vegna nú- verandi ástands en kórónuveiran herjar nú á allt þjóðfélagið. Íþróttafélög treysta alla jafnan á tímabundna innkomu af viðburðum sem ekki geta lengur farið fram. Samkomubann er í gildi á Íslandi og allt reynt til að hefta útbreiðslu veirunnar sem fer nú um heiminn eins og eldur í sinu. Morgunblaðið heyrði í Sævari Péturssyni, fram- kvæmdastjóra KA, til að vita hvernig Akureyrarfélagið er að bregðast við, nú þegar í harðbakk- ann slær. „Rekstrarumhverfið er nátt- úrlega að gerbreytast. Það er mik- ið verið að fresta tekjum sem við gerðum ráð fyrir í viðburðum og mótahaldi og slíku. Við vitum ekki nákvæmlega í dag hvað mun svo fara fram síðar meir en við erum til dæmis með tvö, þrjú krakkamót sem búið er að flauta af. Þetta hef- ur bein áhrif á þá peninga sem við vorum búin að áætla inn í félagið núna í mars og apríl,“ sagði Sævar en félagið mun verða af töluverðum tekjum á meðan ástandið í þjóð- félaginu er með þessum hætti. Hafa rætt við alla „Þetta eru um 65% af tekjum fé- lagsins þessa tvo mánuði sem er einfaldlega bara óvissa um. Við gerum okkur auðvitað vonir um að eitthvað af því komi síðar á árinu en við þurfum engu að síður að stilla okkur af og bregðast við þessu.“ Sævar segir KA sennilega lengra komið en flest félög í að bregðast við þessu breytta um- hverfi. Búið er að ræða við alla  Willum Þór Willumsson skoraði mark BATE Borisov í 1:2-tapi gegn Slavia Mozyr í hvítrússnesku úrvals- deildinni í knattspyrnu á laugardag. Willum kom BATE yfir á 10. mínútu en það dugði skammt þar sem heima- menn í Slavia Mozyr svöruðu með tveimur mörkum sitt hvorum megin við hálfleikinn. Hvítrússneska deildin er sú eina sem enn er í gangi í Evrópu og hafa Willum og félagar farið illa af stað og tapað báðum leikjum sínum til þessa.  Knattspyrnumaðurinn Harry Kane viðurkenndi í gær við Sky Sports að hann gæti yfirgefið Tottenham einn daginn. Hefur hann verið orðaður við félög á borð við Real Madrid.  Xavi, einn besti miðjumaður í sögu spænska landsliðsins og stórliðsins Barcelona, segist vera tilbúinn að taka við þjálfun liðsins en hann fundaði með forráðamönnum félagsins fyrr á árinu. „Ég vil snúa aftir til Barcelona og er mjög spenntur fyrir því,“ sagði Xavi í viðtali við La Vanguardia. „Nú þegar ég er búinn að koma mér í þjálf- un tel ég mig geta fært leikmönnum liðsins eitthvað.“  Leikmenn og þjálfarar ítalska knatt- spyrnurisans Juventus hafa samþykkt að taka á sig launalækkun næstu fjóra mánuðina á meðan kórónuveiran herj- ar á Ítalíu og allan heiminn. Í tilkynn- ingu frá félaginu segir að þjálfarar og leikmenn, þar á meðal aðalþjálfarinn Maurizio Sarri og Cristiano Ronaldo, muni taka á sig launalækkun í mars, apríl, maí og júní. Mun þetta spara fé- laginu um 90 milljónir evra.  Enska knattspyrnufélagið Chelsea virðist ætla að hafa betur í baráttunni um að semja við ungstirnið Jude Bell- ingham frá Birmingham en táning- urinn virtist vera á leið til Manchester United. Bellingham, sem er 16 ára, hefur spilað 25 leiki fyrir Birmingham í B-deildinni í vetur og vakið mikla at- hygli en hann heimsótti æfingasvæði United fyrir nokkrum vikum og hitti meðal annars sir Alex Ferguson sem reyndi að telja drenginn á að semja við félagið.  Norski táningurinn Erling Braut Haaland er nú sagður efstur á óska- lista spænska stórliðsins Real Madrid en drengurinn hefur skorað 12 mörk í fyrstu 11 leikjum sínum með Dort- mund eftir að hann færði sig til Þýska- lands um áramótin síðustu.  Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, fannst glæpsamlegt að leik- urinn gegn Atlético Madrid í Meist- aradeild Evrópu hafi verið spilaður þrátt fyrir að kórónuveiran hafi verið farin að breiða vel úr sér um Evrópu. Leikurinn var spilaður fyrir troðfullum An- field-leikvangi 11. mars en skömmu síðar var öllum fótbolta aflýst til að sporna við út- breiðslu veirunnar. Liverpool tapaði leiknum 3:2 en Klopp sást meðal annars skamma stuðningsmenn sem vildu taka í hendur leikmanna og þjálfara er þeir gengu inn á völlinn. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.