Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 ✝ Birgir Stein-grímur Her- mannsson fæddist á Akureyri 8. desem- ber 1940. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 21. mars 2020. Foreldrar hans voru Hermann Stef- ánsson, f. 1904, d. 1983, og Þórhildur Steingrímsdóttir, f. 1908, d. 2002. Bróðir Birgis var Stefán, f. 1935, d. 2013. Eftirlif- andi eiginkona hans er Sigríður Jónsdóttir, f. 1934. Þeirra synir eru Jón Hallur og Hermann. Hinn 1. ágúst 1964 kvæntist Birgir eftirlifandi konu sinni, Elvu Ólafsdóttur, f. 1942. For- eldrar hennar voru Ólafur Hann- esson, f. 1917, d. 1971, og Anna Jónsdóttir, f. 1920, d. 2002. Bróð- ir Elvu er Sigurjón, f. 1943, maki Kristín Briem, f. 1942. Synir þeirra eru Þröstur Olaf, Jón Ólafur og Hannes. Börn Birgis og Elvu eru 1) Steingrímur, f. 1964, maki Svan- hildur Vilhelmsdóttir. Dætur þeirra eru Edda og Þórhildur. 2) Anna Björk, f. 1966, maki Stefán skipað var utanbæjarmönnum í HÍ. Að loknu námi hélt hópurinn áfram að hittast og nokkrir inn- anbæjarmenn bættust í hópinn. Varð úr ævilangur félags- og vin- skapur körfukarla sem spilaði saman tvisvar sinnum í viku. Hin seinni ár hefur hópurinn einnig stundað golfíþróttina, í GKK, Golfklúbbi körfukarla. Þegar Birgir bjó á Akureyri vann hann nokkur sumur við byggingu Skíðastaða í Hlíð- arfjalli, en faðir hans stýrði þar framkvæmdum. Áhugi á skíðaíþróttinni var honum í blóð borinn og sat hann í stjórn skíðadeildar ÍR frá 1977, var þar formaður 1985-1994 og tók þátt í miklum uppgangi fé- lagsins í Hamragili. Hann hlaut gullskíði skíðadeildarinnar og gullmerki ÍR 1997. Að auki heiðraði Skíðasamband Íslands hann með gullmerki 1998. Birgir var alla tíð mikill KA- maður og studdi félagið af heil- um hug. Sjálfboðaliðastörfin voru mörg og um langt skeið. Hann hlaut bronsmerki félagsins 1988 og silfurmerki tíu árum síð- ar. Fyrir sex árum greindist hann með Lewy Body-sjúkdóminn sem fljótt hafði mikil áhrif á líf hans og bjó hann á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð frá 1. júlí 2019. Vegna aðstæðna í þjóðfélag- inu um þessar mundir fór útförin fram í kyrrþey. Hilmarsson. Synir þeirra eru Birgir Steinn og Stein- grímur Dagur. 3) Ólafur Ingi, f. 1969. Börn hans og fyrr- verandi eiginkonu, Anitu Sigurbergs- dóttur, eru Diljá Eir, Assa og Ólafur Darri. 4) Þórhildur, f. 1980, maki Guð- mundur Sveinsson. Börn þeirra eru Sveinn Gauti og Elva Björk. Birgir varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1960 og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1968. Hann vann hjá Pósti og síma frá útskrift til ársins 1980 og svo í Hljómbæ í nokkur ár. Eftir það rak hann um skeið Sportmarkaðinn, versl- un með nýjar og notaðar skíða- vörur og hljómtæki og síðar eig- in bókhaldsþjónustu. Hann var mikill íþróttamaður og áhugamaður um hinar ýmsu íþróttagreinar. Ungur lagði hann stund á skíði, frjálsar íþróttir, knattspyrnu og körfubolta með ÍBA og KA og síðar körfubolta með Íþróttafélagi stúdenta, sem Ef ég ætti að velja eitt orð til að lýsa pabba þá er það ljúfmenni, ætla reyndar bara að fá að segja einstakt ljúfmenni. Pabbi var þannig gerður að hann gat ekki ekki séð aumur á neinum, vildi allt fyrir aðra gera og átti afar erfitt með að segja nei. Slíkt getur vissulega verið galli en er oftar kostur ef maður vill ná árangri í lífinu. Fyrir vikið var pabbi afar vinmargur og það var honum dýr- mætt. Ég held reyndar svei mér þá að ég hafi aldrei séð pabba reið- an, kannski sáran eða svekktan ef honum fannst ómaklega að sér vegið sem gat alveg gerst en aldr- ei reiðan. Kemur kannski ekki á óvart enda alinn upp af sómahjón- unum Þórhildi Steingrímsdóttur og Hermanni Stefánssyni og hvorugt þeirra sá ég steyta skapi sínu á öðrum. Þá síður var bróðir hans Stefán (Gáki) að steyta skapi sínu á honum eða öðrum og ég held að þessi eiginleiki fjölskyld- unnar sem bjó í Hrafnagilsstræti 6 á sínum tíma sé eitthvað sem margir mættu tileinka sér betur nú til dags. Pabbi var mjög myndarlegur maður. Ef hann hefði verið uppi á víkingaöldinni þá hefði sjálfsagt verið sagt um hann að hann hafi verið glæstur á velli enda bæði hár og þrekinn og mikill íþróttamað- ur. Frjálsar íþróttir, knattspyrna, skíði og körfubolti, allt átti þetta hug hans og hjarta og fór honum vel sama hvar sem borið er niður. Foreldrarnir voru jú báðir íþróttakennarar og því ekki langt að sækja hæfileikana eða stuðn- inginn. Pabbi var líka mikil fé- lagsvera og vann mikið og ötult sjálfboðaliðastarf á vettvangi íþróttanna. Þar eignaðist hann marga af sínum bestu vinum, vin- um sem fylgdu honum alla tíð og sem hann unni svo mikið. Vinir pabba syrgja hann núna og þykir leitt að geta ekki fylgt honum síð- ustu metrana við þessar erfiðu að- stæður sem nú ríkja í samfélaginu okkar en þeir verða hjá honum í huganum og það er það sem skipt- ir mestu máli. Pabbi kenndi mér mjög margt í lífinu, ekki endilega með löngum fyrirlestrum eða lexíum, heldur frekar með því hvernig hann hegðaði sér. Hvernig hann kom fram við aðra og hvernig augum hann leit á lífið og tilveruna. Hann átti alveg sínar brekkur eins og við öll, misbrattar eins og gengur, en sama hvað á bjátaði þá var aldrei langt í brosið, góða skapið og bjartsýnina. Þetta eru eigin- leikar sem ég hef reynt að taka með mér frá pabba og hvet alla til að tileinka sér því þá verður til- veran svo miklu skemmtilegri. Núna er komið að kveðjustund með pabba. Svolítið sérstakt og hreinlega erfitt við ríkjandi að- stæður, en pabbi var kominn með nóg, þetta er orðið gott sagði hann nokkrum sinnum undir það síð- asta og það voru orð að sönnu, pabbi lifði góðu lífi og fyrir það eru allir þakklátir og við skulum ekki fara fram á meira. Hvíl í friði, kæri pabbi. Steingrímur Birgisson. Um nokkurt skeið hefur verið ljóst í hvað stefndi hjá pabba en samt er þetta svo sárt. Það var heimsóknarbann í Sunnuhlíð síð- ustu tvær vikurnar í lífi hans og mjög erfitt að geta ekki hlúð að honum er hann nálgaðist enda- stöðina. Frá janúar 2019 fannst mér pabbi vera fangi í eigin lík- ama og ef ekki væri fyrir dugnað og elju mömmu hefði hann flust á stofnun miklu fyrr. Heima leið honum best, mamma stjanaði við hann á alla vegu og barnabörnin voru nálæg. Hann naut þess að fylgjast með þeim, ekki síst Elvu Björk sem varð 5 ára í gær. Fjöl- skyldan hefur alltaf verið náin, við þrjú elstu systkinin unnum til dæmis saman hjá pabba í den, þá var aldeilis fjör. Pabbi var vinmargur og vel lið- inn, án þess að halla á nokkurn verð ég að minnast á körfukarlana og ÍR-ingana. Þar átti pabbi marga góða vini sem hafa haldið hópinn áratugum saman, við krakkarnir getum eiginlega sagt að við höfum alist upp í útilegum á sumrin og í Hamragili á veturna. Körfuboltann stundaði hann svo lengi sem hann stóð í fæturna og lét sig aldrei vanta á æfingu. Við systkinin fengum oft að fara með á morgunæfingar á sunnudögum og kynntumst þannig þessum góða félagsskap sem pabbi var í. Hann skipti aldrei skapi og var góður í gegn. Hann hugsaði ávallt um alla sína og hina líka. Sumir sögðu að hann væri svo aumingja- góður, gæti ekki sagt nei við neinn en í augum pabba voru engir aum- ingjar og hann hjálpaði mörgum. Skrifstofan hans var stundum eins og kaffistofa einstæðinga úr ýms- um áttum. Það þurfti ekki mikið til að gleðja hann, hann var síbros- andi og mjög hláturgjarn. Tranaði sér aldrei fram en hafði gaman af því að segja sögur og ég naut þess að ná honum á flug. Við áttum sömu áhugamál, allar íþróttirnar og fórum saman á óteljandi kapp- leiki. Á meðan heilsan leyfði hringdumst við daglega á og ræddum sportið vítt og breitt. Við hjónin og synir okkar ferðuðumst mikið með mömmu og pabba því uppáhaldsfrí okkar allra tengdust skíðum og golfi. Hegðun pabba á golfvellinum lýsir honum vel, það var alveg sama hversu misheppnað högg hann átti, alltaf fór hann að hlæja og hló jafnvel næstu 100 metrana. Ef ég pirraði mig eitthvað á eigin getuleysi stappaði hann í mig stál- inu og sagði „boltinn er allavega kominn nær holu en áður“. Í skíðabrekkunum hafði hann það fyrir sið að vera síðastur, reka lestina, jafnvel þó hann væri með- al bestu skíðamanna í allt að 40 manna hópi. Skýringin á þessu var sú að hann vildi fullvissa sig um að enginn gleymdist eða yrði viðskila við hópinn. Já, svona var elsku pabbi. Ég ætla að minnast hans eins og hann var fyrir veikindin, þau mamma víluðu ekki fyrir sér að drösla okkur krökkunum út um hvippinn og hvappinn og hvetja okkur áfram í öllum íþróttagrein- unum sem við stunduðum af kappi. Síðar studdu þau okkur í hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur. Ég er þakklát fyrir hverja stund, útilegurnar, skíða- bunurnar, golfhringina, grillpartí- in, sögurnar og það að vera dóttir hans Bibba. Anna Björk. Elsku pabbi. Loksins fékkstu hvíldina þína. Síðustu tvö ár hafa nú ekki verið auðveld fyrir þig. Þó að maður telji sig vera búinn að undirbúa sig þegar aðdragandinn er langur er þetta alltaf erfitt þegar á hólminn er komið, sérstaklega eins og að- stæður eru núna og ekki mátti heimsækja þig eða vera hjá þér þegar þú kvaddir okkur. Við systkinin verðum að hugga okkur við það að mamma fékk þó að vera hjá þér og þú því ekki einn. Þú settir mark þitt á marga enda ljúfari og umburðarlyndari manneskju vart hægt að finna. Alltaf varstu til staðar fyrir alla og alltaf maður sátta, enda tala margir vina minna um það hversu mikil áhrif þú hafðir á þeirra líf. Það rifjast upp fyrir mér þegar ég var polli, fjögurra eða fimm ára, þegar við bjuggum á Kapla- skjólsvegi. Bílaplanið þar var mal- arlagt eins og algengt var á þess- um árum og mér fannst það ótrúlega sniðug hugmynd að fylla bensíntankinn á gamla kúlu-Saab- inum þínum af möl! Þessu eins og öllu öðru tókstu með þínu einstaka jafnaðargeði og skildir bara mjög vel að mér hefði þótt þetta frábær hugmynd. Skömmu síðar, ég sex eða sjö ára, vorum við mamma að keyra Ármúlann að sækja þig í vinnuna. Ég frjáls eins og fuglinn aftur í enda engin öryggisbelti og gat hoppað og skoppað um stórt aft- ursæti Cortinunnar. Þarna fékk ég aftur frábæra hugmynd, greip fyrir augun á mömmu og spurði „gettu hver þetta er“ sem endaði með því að mamma ók aftan á næsta bíl. Ég man að mamma var ekkert svo kát með þetta en þegar við komum í vinnuna til þín þá bara glottir þú út í annað enda sást ekkert á okkar bíl – frábær hugmynd semsagt. Ég var svo heppinn að fá að vinna með þér í mörg ár í gamla Sportmarkaðnum sem þú áttir, en það gaf mér mikið enda myndaðist þar öðruvísi samband milli okkar, ekki bara faðir og sonur heldur einnig mikill vinskapur milli okkar feðga. Þú hafðir einstakan áhuga á hverskyns félagsstarfsemi hvort sem það var fótboltinn með KA og ÍBA í gamla daga, körfuboltaiðk- unin sem þú hættir bara fyrir þremur árum, að byggja skíðahót- elið á Akureyri í sjálfboðavinnu með afa og fleirum, skíðaáhuginn sem öll fjölskyldan tók þátt í og þú að sjálfsögu allt í öllu, ræsir á mót- um, í stjórn skíðadeildar ÍR, síðar formaður, eða ganga með okkur krökkunum ár eftir ár að safna í áramótabrennur þar sem þú redd- aðir olíu á hauginn og varst að sjálfsögðu brennustjóri. Einnig varstu lunkinn veiðimaður. Varst þó nánast hættur að veiða þegar ég komst til manns en við náðum þó nokkrum ferðum saman og að sjálfsögðu settir þú oftast í ein- hverja risabolta sem mig hafði bara dreymt um! Það sýnir best hversu mikið eðalmenni þú varst að í öllum þeim félagsskap og áhugamálum sem þú stundaðir eignaðist þú ævilanga vini sem fylgja þér enn. En nú er komið að leiðarlokum og við hin höfum allar frábæru minningarnar um þig. Ég knúsa þig þegar ég kem til þín því það mátti víst ekki núna. Elska þig. Ólafur (Óli). Þótt aðdragandinn hafi verið nokkur og sorgarferlið því hafið er svo ótrúlega sárt að kveðja pabba, hvað þá á þessum skrýtnu tímum. Margs er að minnast og síðustu daga hafa yndislegar minningar hrannast upp eins og mósaík- myndir í huganum, minningar af pabba í gegnum tíðina. Eitt er sameiginlegt með þessum mynd- um sem hugurinn kallar ósjálfrátt fram. Hann er alltaf brosandi. Ég er örverpið í fjölskyldunni, langyngst fjögurra systkina og heil 11 ár í Óla bróður sem er næstyngstur. Þegar ég skoðaði myndaalbúmin í gamla daga var ég oft spæld að hafa misst af þessu fjöri sem systkini mín ólust upp við. Þau þrjú eru fædd á fimm ár- um og miðað við sögurnar sem eru rifjaðar upp við hvert tækifæri var ansi líflegt á heimilinu. Það var vel passað upp á að bestu prakkara- strikin væru reglulega rifjuð upp, skíðaferðir, jólaböll og útilegur, já og æsispennandi leigubílaferðin í Grikklandi. Pabbi sagði svo skemmtilega frá og mátti þá alveg gera ráð fyrir að sagan væri jafn- vel ögn krydduð. Ekki er víst að alltaf hafi allir skilið hann því hann var svo óskýrmæltur og tók jafn- vel hláturrokur í miðri sögu svo hann hristist allur til. Það vandist þó og ég held ég hafi hreinlega næstum því alltaf skilið hann. Hann var bara svo dásamlega yndislegur, ljúfur og góður, fynd- inn og skemmtilegur. Ein af mínum uppáhaldssögum sem ég bað hann svo oft að segja mér var frá því þegar hann var sundlaugavörður á Akureyri. Eitthvað hefur verið rólegt á vakt- inni því efnt var til keppni um ljót- ustu tærnar. Pabba fannst það greinilega eftirsóknarverður titill enda hafði hann gaman af hvers kyns keppnum. Fór svo að hann mútaði dómnefnd með prinspóló og Vallas gosi sem tryggði honum þar með sigurinn og réttmætan titil. Bætti hann svo við að eftir á að hyggja hefði hann getað sleppt mútunum enda var hann með svo beyglaðar tær að sigurinn var vís. Örverpishlutverkið var reynd- ar alls ekki slæmt og ég áttaði mig fljótt á því. Systkini mín voru nógu stór til að nenna mér og ég fékk að hafa mömmu og pabba mikið út af fyrir mig. Við pabbi vorum á sömu rólegu bylgjulengdinni og náðum alltaf svo vel saman hvort sem það var á skíðum, að horfa á Derek, í bíltúrum, göngum og lautaferðum eða í hárgreiðsluleik. Pabbi áttaði sig snemma á því að hann fékk góðan frið til að horfa á kvöldfrétt- ir ef hann lék viðskiptavin verð- andi hárgreiðsludömu á meðan. Þetta var góður samningur, ég greiddi pabba og hann horfði á fréttir. Heimilislífið einkenndist af ró- semd og virðingu sem mér finnst líka lýsa samrýndu foreldrum mínum vel. Það var bara svo ljúft. Sem barn og unglingur sótti ég mikið í foreldra mína þó ég væri vinamörg enda sá besti fé- lagsskapur sem hægt er að hugsa sér. Ég var því afskaplega glöð þegar þau fluttu til okkar á Digra- nesheiðina fyrir fjórum árum enda ekki hægt að hugsa sér betri nágranna. Þvílík forréttindi og gæfa fyrir börnin mín að eiga afa og ömmu á efri hæðinni. Full þakklætis mun ég leyfa mósaík- myndunum áfram að raðast upp í kollinum. Þórhildur Birgisdóttir. Senn í sinni dofna ljós, fækkar dögum, fölnar rós. Tíminn hleypur nú sem fyrr. Ekki er langt síðan ég setti þessar línur við lag eftir Birgi Stein, son minn, en það hljómaði í Söngvakeppninni fyrir stuttu. Tíminn hleypur sannarlega og margt getur breyst á fáum dægr- um. Sem dæmi hefur téðri söngvakeppni verið aflýst í milli- tíðinni og margt snúist á haus af völdum veirunnar alræmdu, eins og alkunna er. Og í millitíðinni lauk tengdafaðir minn, sem fyrr- nefndur sonur heitir í höfuðið á, lífsgöngu sinni. Allt fram streym- ir. Ég þekkti tengdapabba lengur en dóttur hans, því ég kynntist honum nokkru áður en við Anna Björk hófum að draga okkur sam- an. Þá var Birgir starfsmanna- stjóri í Hljómbæ við Hverfisgötu, einni stærstu raftækjaverslun landsins á sínum tíma, en þar var ég í sumarvinnu með menntaskóla og þótti Birgir einkar þægilegur og sanngjarn yfirmaður. Hann var hæglátur og hófsam- ur í eðli sínu og sjaldan, ef nokkru sinni, man ég eftir að hafa séð hann æsa sig mjög eða fjargviðr- ast. Það fór ekki á milli mála að hann var elskaður af börnum sín- um og barnabörnunum var hann sem blíðasti bangsi. Birgir var ekki maður margra orða, en ein- staklega gæflyndur og greiðvik- inn. Í því sambandi eru mér minn- isstæð ýmis atvik frá þeim árum er hann rak Sportmarkaðinn en þar snérist reksturinn aðallega um sanngirni og velvilja, minna um álagningu eða arð. Viðlíka sög- ur mætti segja af honum frá þeim tíma sem hann rak bókhaldsþjón- ustu; velvild hans og þolinmæði var viðbrugðið og seint verður sagt að taxtinn hafi verið hár eða hart gengið fram í innheimtu, sér í lagi ef illa stóð á hjá kúnnum. Birgir og Elva kona hans voru samheldin alla tíð og af kærleika og aðdáunarverðri atorku annað- ist hún eiginmanninn eftir að hann veiktist fyrir nokkrum árum. Hún lagði mikið á sig við að gera vel við hann og aðstoða í hvívetna, jafnvel þótt það væri henni á köflum ill- mögulegt, því sjálf var hún ekki alltaf fullhraust líkamlega. Það var ekki fyrr en á miðju síðasta ári að útséð var um að hún réði ekki við þetta og Birgir lagðist inn á Sunnuhlíð. Þar hélt hún þó áfram að sinna honum alla daga. Það var vitanlega þungbært fyrir hana og hans nánustu að geta ekki heim- sótt hann undir það síðasta, eftir að slíkt var bannað þegar áður- nefnd veira tók að dreifast út. Eins var illt að vinir og vanda- menn fengju ekki að fylgja honum til grafar. En ekki þýðir um það að fást, heldur skyldi maður fyrst og síðast þakka fyrir það góða sem Birgir hefur skilið eftir í sinni og sálum þeirra sem hann þekktu gerst. Í upphafi greinar var getið um tímann, sem sífellt hleypur. Að skilnaði læt ég hér fylgja ljóð í svipuðum dúr eftir frænda minn Gunnar Gunnlaugsson, um leið og ég þakka tengdaföður mínum fyr- ir samveruna og þær góðu andans gjafir sem hann færði mér beint og óbeint. Tíminn er stöðugt á ferð en hvað er’ann og hvert fer’ann? Hann er handfylli af sandi sem rennur úr þinni greip í aðra yngri greip. Stefán Hilmarsson. Ég vil minnast með nokkrum orðum Birgis Steingríms Her- mannssonar, eða Bigga Her- manns eins og hann var jafnan nefndur, sem fallinn er frá eftir erfiða sjúkdómslegu. Við kynntumst í körfuboltanum fyrir margt löngu og síðar sá hann lengi um bókhald fyrirtækis sem við hjónin rákum, auk þess að annast skattskil fyrir hálfa fjöl- skylduna. Öllu þessu sinnti Biggi af fagmennsku og vandvirkni og var sérlega þægilegt að vinna með honum, og ekki skipti hann skapi þótt oft væri tíminn naumur og álagið mikið. Biggi var hraustmenni og lágu íþróttir vel fyrir honum, hann stundaði frjálsar íþróttir, fótbolta, körfubolta, badminton, skíði og golf og náði góðum árangri í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var virtur og vinsæll meðal samferða- og samstarfsfólks, skapgóður og drenglundaður og hafði skemmtilegt skopskyn. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við, Erna kona mín og ég, vandaðan dreng og góðan fé- laga, og sendum Elvu og allri fjöl- skyldunni dýpstu samúðarkveðj- ur. Einar Matthíasson. Þegar við kveðjum okkar góða vin Birgi Hermannsson kemur margt upp í hugann frá liðnum ár- um. Við kynntumst flestir sem ung- ir menn á sjöunda áratug síðustu aldar þegar við stunduðum nám við viðskiptadeild Háskóla Ís- lands. Að námi loknu hóf Birgir stöf hjá Pósti og síma, við hinir einnig á svipuðum tíma og fleiri samstarfsmenn bættust í vinahóp- inn. Á þessum árum tókst með okkur vinátta sem staðið hefur í rúma hálfa öld og fyrir það erum við þakklátir. Við unnum lengi saman eða þar til Birgir hóf störf á öðrum og óskyldum vettvangi rúmum ára- tug síðar. Kynnin rofnuðu þó ekki og til varð kaffiklúbbur þar sem við hitt- umst vikulega og nutum nærveru hvers annars. Þar var hann prim- us motor og átti sem slíkur stóran þátt í að halda kaffiklúbbnum líf- legum enda með skemmtilegri mönnum. Góðar voru sönnu sög- urnar, sérstaklega að Norðan og bestar þær dagsönnu. Birgir var traustur vinur. Hann hafði einstaklega létta lund og Birgir S. Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.