Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 Einmana Vonandi er þessi ferðamaður, sem þarna hringir heim til sín, ekki eini túristinn í Reykjavík. En þeir eru orðnir fáir sem sjást á götunum. Eggert Ekkert mótar mannlífið meira nú um þessar mundir en sú veira, sem kom upp á útimarkaði með fisk og fersk- ar kjötvörur í Wuhan í Kína, sem er borg á stærð við London. Talið er að um 20 þúsund slíkir matarmarkaðir séu í Kína í dag. Ekki vitum við eðlilega nú hvenær linnir þessu veirusmiti sem er að tröllríða heiminum eða hve margir veikj- ast eða deyja eða hversu gífur- lega miklu fjártjóni veiran muni valda um allan heim þegar upp verður staðið. Verður hér á eft- ir reynt að hugleiða hvers vegna þetta gerist en vitað er þó með nokkurri vissu að veira sem þessi muni að óbreyttu skjóta aftur upp kollinum og hvers vegna það gerist og hvar það verður. Veira nr. 1 Árið 2002 kom upp veirusýk- ing á matarmarkaði í suður- hluta Kína, svonefnd SARS- veira. Hún breiddist til 26 landa og smituðust 8.098 manns og 774 dóu. Hún var yfirstaðin árið eftir. Á þessum matar- mörkuðum eru seld dýr til slátrunar af ýmsum tegundum, t.d slöngur, refir, apar, eðlur, leðurblökur og ýmis sjaldgæf villt dýr í útrýmingarhættu auk annarra dýra. Sóðaskapurinn er oft og tíðum slíkur að menn hafa talið þessa matarmarkaði vera smitsjúkdómabæli, tifandi tímasprengju, eins og í tvígang hefur komið í ljós. Talið var að leðurblaka hefði smitað svokall- aðan þefkött og þaðan í mann. Til stóð að banna eða láta draga úr starfsemi þessara matarmarkaða, en þó ekki ein- göngu vegna smit- hættu, heldur einn- ig með dýravernd í huga og jafnframt verndun villtra dýra í útrýmingar- hættu. Því miður fjaraði þetta út með hryllilegum af- leiðingum síðar fyr- ir umheiminn. Veira nr. 2 Sú veira sem kom upp á mat- armarkaði í Wuhan í Kína og nú geisar er talin hafa borist frá leðurblöku í svokallað hreisturdýr, sem er mauraæta, og þaðan í mann. Á þessum mörkuðum geta menn fengið ferskt kjöt og orðið vitni að því þegar dýrunum er slátrað og gert að þeim, þar sem blóð, saur og annar úrgangur flýtur oft um gólf þótt reynt sé að skola slíkt í burtu með vatns- slöngu. Þá hefur iðulega sést að verið er að nota sama hnífinn á eitt dýrið af öðru án hanska, svo eitthvað sé nefnt um vinnu- brögðin þarna. Í stuttu máli þá er sóðaskapurinn á þessum matarmörkuðum oft og tíðum skelfilegur og ekki fyrir við- kvæma að fylgjast með aðför- unum við slátrun og aðgerð á dýrunum. Sumir markaðanna eru undir berum himni og hreinlæti oftar en ekki af skornum skammti og þrifnaður ekki í hávegum hafður. Að geta rústað umheiminum eingöngu með eigin sóðaskap er áhyggju- efni. Veira nr. 3? Til þess að reyna að koma í veg fyrir að umheimurinn fái þriðju veirusendinguna frá Kína þurfa þjóðir heims að standa fast saman og sjá til þess að Kínverjar banni með öllu þessa áðurnefndu matar- markaði. Því verði fylgt fast eftir, hvað sem hefðbundnum matarvenjum Kínverja líður. Of mikið er í húfi fyrir heims- byggðina og þá sjálfa til að þessir matarmarkaðir fái að starfa áfram. Að lokum má velta því fyrir sér hvort stjórnvöld í Kína hafi hugleitt að bæta þjóðum heims þótt ekki væri nema lítinn hluta af því gríðarlega fjártjóni, sem þessi kínverska veira nr. 2 er að valda og mun valda. Mann- fallið verður þó aldrei bætt eða eyðileggingin á daglegu lífi fólks og mannlegum samskipt- um. Auðvitað skal þökkuð sú að- stoð með upplýsingum og gögn- um sem kemur frá Kína. Maður spyr sig þó hvort það væri t.d. nóg að sá sem veldur gríð- arlegum eldsvoða sem leiðir til mikils manntjóns og fjárhags- tjóns, verði þar með laus allra mála sökum þess að hann slökkti sjálfur eldinn í húsinu sínu. Jafnframt því að hann tók þátt í því að veita upplýsingar um hvernig best væri að slökkva í eldinn í hinum hús- unum, sem eru að brenna í allri borginni af hans völdum. Nú er bara að vona að þessi veira sem nú gengur yfir verði sem fyrst yfirstaðin og heim- urinn nái sér að mestu leyti aft- ur, þótt hann verði líklega aldr- ei samur og áður. Slík verður eyðileggingin af völdum þess- arar veiru sem mun koma niður á hverju einasta mannsbarni í heiminum með einhverjum hætti og jafnframt rústa fjár- hag þjóðanna. Eftir Jónas Haraldsson » Of mikið er í húfi fyrir heimsbyggð- ina og þá sjálfa til að þessir matarmarkaðir fái að starfa áfram. Jónas Haraldsson Höfundur er lögfræðingur. Kínverskar veirur Þessa dagana verð- ur mörgum af eldri kynslóð hugsað til spænsku veikinnar svonefndu sem hér geisaði fyrir röskri öld. Hún var enn á vörum margra í minni æsku. Í dagbók sína á gaml- ársdag 1918 ritaði fað- ir minn, skógarvörður á Hallormsstað, eftir að hafa getið um helstu erlenda við- burði á árinu, svo sem lok heimsstyrj- aldar: „Þá hafa einnig mikil tíðindi gerst hér á landi. Má fyrst nefna sam- bandslög Íslands og Danmerkur, sem gengu í gildi 1. des, og ákveða full- veldi landsins. Svo eldgosið í Kötlu í október og fram í nóvember. Hin skæða inflúensa sem kom til Rvk. frá útlöndum í byrjun nóv. og hefur breiðst út um allt vestur- og suðvest- urland og drepið fjölda af fólki. Um 240 í Reykjavík. – Ýmislegt hefur því orðið erfitt á árinu og verður það lengi að gróa um heilt. Þá má nefna hinn afskaplega grasbrest um land allt. Meiri en elstu menn hjer muna.“ Í Wikipedia stendur: „Allt athafnalíf lamaðist í Reykjavík. Talið er að 484 Íslendingar hafi látist úr spænsku veikinni, þar af 258 í Reykjavík. Hinn 20. nóvember voru þeir sem létust í sóttinni jarðsettir í fjöldagrafreitum. Þá var veikin tekin að réna.“ – Í ágætri grein Magnúsar Gottfreðs- sonar, prófessors og sér- fræðings í smitsjúk- dómum, um spænsku veikina í Læknablaðinu (nr. 11 2008) kemur m.a. fram: „Fyrir tilstuðlan heimamanna var komið á samgöngubanni yfir Holtavörðuheiði til norð- urs og ferðalög austur yfir Jökulsá á Sólheima- sandi voru bönnuð, en áin var enn óbrúuð. Þessar ráðstafanir urðu til þess að veikin barst hvorki til Norður- né Austurlands, en auk þess slapp hluti Vesturlands við veikina.“ Fram kemur þar einnig að í Reykjavík sýktust af spænsku veik- inni að minnsta kosti 63% íbúa og dánarhlutfall þeirra sem veiktust var nálægt 2,6%. Var það hlutfall hér- lendis þá hæst meðal ungra barna, fólks á aldrinum 20-40 ára og aldr- aðra. Einnig urðu barnshafandi kon- ur illa úti. Margt er líkt með skyldum Í grein sinni 2008 segir Magnús Gottfreðsson einnig að rannsóknir bendi til að veirustofninn frá 1918 hafi borist frá fuglum í menn þar sem hann aðlagaðist með stökkbreyting- um. Af þessum sökum sé brýnt að fylgjast náið með þróun inflúensu- stofna. – Kórónuveirurnar sem COVID-19 tilheyrir eru af stórri veirufjölskyldu og valda ýmsum sjúk- dómum hjá mönnum og dýrum, m.a. kvefi, en aðrar geta valdið alvarlegri lungnabólgu sem dregur menn til dauða. Dæmi um fyrri sjúkdóms- hrinur sem vitað er að voru af völdum kórónaveiru eru SARS-veiran sem barst frá Kína á árunum 2002-2003 og MERS í Mið-Austurlöndum á árinu 2012. Þær voru minna smitandi en inflúensa, en ollu faröldrum á ákveðnum svæðum og dánartíðni þeirra sem smituðust var há. – Enn annað dæmi er svínaflensan svo- nefnda af stökkbreyttum H1N1- stofni sem fór allvíða á árinu 2009, einkum vestanhafs. Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin brást þá hart við og gaf út 5. stigs viðvörun og hér á landi beitti Haraldur Briem þá sóttvarna- læknir sér fyrir mjög ákveðnum var- úðarráðstöfunum. Þannig náði þessi ófögnuður sér ekki á strik hérlendis auk þess sem til voru lyf sem talið var að gagnast gætu. – Víða, einkum í As- íulöndum, hefur lengi verið hefð fyrir að leggja sér til munns afurðir alls kyns villtra dýra sem hýsa mismun- andi veirur. Leðurblökur eru helst skrifaðar fyrir COVID-19, en einnig koma til greina hreisturdýr, en afurð- ir þeirra ganga ólöglega kaupum og sölum. – Tíðni og útbreiðsla stökk- breyttra veirufaraldra hefur aukist í seinni tíð af ýmsum samþættum ástæðum. Þar vegur þyngst hnatt- væðing viðskipta, miklir fólksflutn- ingar og samþjöppun manna í stór- borgum. Mannkyn í hnattrænni neyðarstöðu Yfirstandandi veirufaraldur opin- berar brotalamir í kapítalísku efna- hagskerfi sem hafa verið að magnast um langt skeið en ráðandi öfl hafa lokað augum fyrir. Þessa dagana rifja ýmsir upp aðvörunarorð framsýnna hugsuða sem fyrir áratugum bentu á kerfislægar og fjölþættar brotalamir. Dæmi um það er Kanadamaðurinn Thomas Homer-Dixon (f. 1956) sem þegar árið 2002 varaði við mörgum og margslungnum brotalömum. Í ræðu sem hann flutti við Georg Washing- ton University undir heitinu Sync- hronous Failure: The real danger of the 21st Century, sagði hann m.a.: „Þau kerfi sem við nú búum við eru oft samtengd og hverju háð án þess við höfum hugmynd um það. Sameig- inlegt einkenni þeirra er óstöðugleiki. …Mannkynið er að minni hyggju í hnattrænni neyðarstöðu. Við stönd- um frammi fyrir sívaxandi áhættu af samþættum brotalömum í okkar fé- lagslegu, efnahagslegu og lífeðlis- fræðilegu kerfum.“ Meðal þess sem Dixon tiltók voru fjármálakreppur, loftslagsbreytingar og nýir og óþekktir sjúkdómar. – Það vekur at- hygli að í núverandi ástandi reynast margir stjórnmálamenn viljugri en áður að leggja við hlustir og fylgja ráðum framsýnna vísindamanna og sérfróðra um viðbrögð við veirupest- inni og þorri almennings leggst á sömu sveif. Þetta hefur nú m.a. gerst í Þýskalandi þar sem samstaða náðist í fylkjunum 16 um róttækar takmark- anir á samskiptum manna til að draga úr smithættu. Stóra spurning- in er hvort slíkt hugarfar endist stundinni lengur eftir að þessi veira er gengin hjá. Stærri áskoranir taka við Á heildina litið eiga viðbrögðin við COVID-19 veirunni sér enga hlið- stæðu. Eftir er að sjá hver eftirleik- urinn verður, hvort heimsbyggðin nær saman um að draga lærdóma af reynslunni og nýta hana til lausnar öðrum og stærri viðfangsefnum eins og loftslagsvánni. Þar skiptir öllu máli að ofan á verði efnahagsstefna sem ýtir undir grænar lausnir á sem flestum sviðum til að draga úr losun gróðurhúsalofts og koma fótum undir allt aðra framleiðsluhætti og neyslu. Vel getur svo farið að ársfundi Lofts- lagssamningsins COP-26 verði frest- að líkt og Ólympíuleikunum til að skapa þjóðum og leiðtogum þeirra andrými til að endurmeta stöðuna. Framtíðarlausnin þarf að fela í sér gerbreytta búskaparhætti frá því sem verið hefur til samræmis við burðarþol plánetu okkar og jöfnuð í stað sívaxandi misskiptingar. Eftir Hjörleif Guttormsson » Yfirstandandi veiru- faraldur opinberar brotalamir í kapítalísku efnahagskerfi sem hafa verið að magnast um langt skeið, Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Lærdómar af veirufaraldrinum og verkefnin sem bíða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.