Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa harmar ákvarðanir stjórnenda SÁÁ í starfsmannamálum og lýsir yfir vantrausti á formann og fram- kvæmdastjórn. Starfsfólk meðferð- arsviðs SÁÁ lýsir einnig yfir van- trausti á formann og framkvæmda- stjórn samtakanna. Kemur þetta fram í yfirlýsingum. Mikill óróleiki er innan SÁÁ eftir að greint var frá því að Valgerður Á. Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, hefði ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna ágreinings við Arnþór Jónsson, formann sam- takanna. Telur hún að formaðurinn hafi stigið inn á verksvið hennar þegar hann ákvað að segja upp sál- fræðingum og lýðheilsufræðingi sem störfuðu hjá SÁÁ. Ákvörðunin var tekin vegna aðsteðjandi vanda SÁÁ og tekjutaps þar sem ekki verður hægt að ráðast í hina árlegu Álfasölu samtakanna. Í kjölfarið sögðu þrír af níu fulltrúum í fram- kvæmdastjórn af sér í mótmæla- skyni við framgöngu formannsins. Þá hefur mikil ólga komið upp í bak- landi samtakanna, meðal annars í 48 manna stjórn þeirra. Hafa margir félagsmenn tjáð sig opinberlega og lýst áhyggjum yfir því að Valgerður hafi ákveðið að segja starfi sínu lausu. Í yfirlýsingu sem Arnþór birti á vef samtakann um helgina bauðst hann til að stíga til hliðar sem for- maður í þeirri von að forstjóri Vogs, Valgerður Rúnarsdóttir, dragi upp- sögn til baka og finni betri lausn á rekstrarvanda samtakanna. Of dýr rekstur Í yfirlýsingunni segir Arnþór að rekstrarkostnaður á meðferðarsviði SÁÁ hafi vaxið mjög undanfarin ár þótt afköst þjónustunnar hafi staðið í stað eða jafnvel minnkað. Rekur hann það til ráðningar háskóla- menntaðs starfsfólks „til að mæta faglegum áherslum forstjóra sjúkra- hússins Vogs“. SÁÁ hafi mætt þess- um vaxandi útgjöldum með því að auka fjáraflanir. Með kórónuveirufaraldrinum hverfi stór hluti af sjálfsaflafé SÁÁ í einni sviphendingu og eftir standi SÁÁ með alltof dýran rekstur. „Um leið og þessi staða varð ljós var for- stjóri Vogs upplýstur um að grípa þyrfti til aðgerða. Forstjórinn hafði í framhaldi samband við heilbrigðis- ráðherra og óskaði eftir fjárstuðn- ingi en hafði því miður ekki erindi sem erfiði. Fyrirfram hefði mátt bú- ast við því að stjórnvöldum rynni blóðið til skyldunnar í þessari ógn- vænlegu stöðu og rétti SÁÁ hjálp- arhönd.“ Heilbrigðisráðherra stígi inn Í yfirlýsingu starfsfólks meðferð- arsviðs SÁÁ er framkoma formanns og framkvæmdastjórnar samtak- anna gagnvart fagfólki sviðsins sögð hafa valdið algjöru vantrausti þeirra í milli. Ákvörðun um fyrirvaralausar uppsagnir er sögð óafsakanleg en þær hafi verið ákveðnar án samráðs við stjórnendur og fagfólk sviðsins. Lýst er fullum stuðningi við Val- gerði Rúnarsdóttur yfirlækni og for- stjóra sjúkrahússins Vogs. Er þess krafist að framkvæmdastjórn dragi til baka uppsagnir sálfræðinga og lykilstarfsfólks meðferðarsviðs og að framkvæmdastjórn og formaður stígi tafarlaust til hliðar. Jafnframt er þess farið á leit að heilbrigðisráð- herra grípi inn í stöðu mála svo ekki hljótist varanlegur skaði af. Félag áfengis- og vímuefnaráð- gjafa harmar ákvörðun fram- kvæmdastjórnar SÁÁ að grípa til uppsagna og skerða starfshlutfall ráðgjafa, ásamt því að segja upp öll- um sálfræðingum nema einum. Tel- ur félagið ekki unnt að tryggja með- ferð fólks með fíknisjúkdóma, nái þetta fram að ganga. og því þurfi heilbrigðisyfirvöld að stíga inn. Ljósmynd/Íris Skyndifundur Mikið var karpað á fundi sem stjórn SÁÁ var boðuð á síðdegis í gær. Myndin var tekin við upphaf fundarins sem stóð fram á kvöld. Treysta ekki stjórninni  Félag fíkniefnaráðgjafa og starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ lýsa yfir vantrausti á framkvæmdastjórn  Fara fram á að heilbrigðisráðherra grípi í taumana Ríkið mun greiða upp tap Icelanda- ir sem hlýst af því að halda flug- samgöngum til Evrópu og Bandaríkjanna gangandi. Sam- komulag þess efnis var und- irritað á föstu- dagskvöld, en flogið verður annars vegar til Bost- on og hins vegar Lundúna eða Stokkhólms. Fram kemur á vef RÚV að ákveðið hafi verið á ríkisstjórn- arfundi á föstudag að gera sam- komulag við Icelandair um að flug- félagið haldi áfram að fljúga til Boston og Lundúna eða Stokkhólms tvo daga í viku. Samkomulagið hef- ur þegar tekið gildi. Er um að ræða að lágmarki sex ferðir á hvorn áfangastað næstu þrjár vikurnar, en mögulegt er að samkomulagið verði framlengt. Mun ríkið greiða að hámarki hundr- að milljónir til flugfélagsins næstu þrjár vikurnar, sem gert verður upp eftir á. Að hámarki 100 milljónir kr. Ein vél Icelandair flaug frá Kefla- vík til Lundúna í gærmorgun en alls var 31 flugferð félagsins aflýst í gær. Á áætlun í dag er morgunflug til Lundúna og flug síðdegis til Boston, en öðru flugi hefur verið af- lýst. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, segir mikilvægt að tryggja samgöngur til og frá land- inu. „Það eru mörg lönd og svæði sem hafa lokað landamærum og flugvöllum. Flest flugfélög hafa þar af leiðandi lagt af flug og ekki aug- ljóst að Icelandair myndi halda því uppi án þess að við kæmum að máli við þau, teldum það mikilvægt og værum tilbúin að dekka ákveðinn kostnað svo að þau töpuðu ekki á því að halda úti flugi,“ segir Sig- urður Ingi um samkomulagið í sam- tali við mbl.is. Hann segir að með þessu móti sé m.a. tryggt að Íslend- ingar erlendis komist heim. Samkomulagið kveður á um að lágmarki sex ferðir á hvorn áfanga- stað næstu þrjár vikurnar. Ríkið mun greiða að hámarki 100 millj- ónir til flugfélagsins á sama tímabili sem gert verður upp eftir á. Ríkið styrkir Icelandair  Tryggja lág- markssamgöngur Sigurður Ingi Jóhannsson Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Útlit er fyrir kólnandi veður á næstu dögum og ráðleggur Óli Þór Árnason veðurfræðingur því fólki sem hyggur á ferðalög innanlands að fylgjast vel með veðurspám. Í dag bætir í vind og úrkomu en áfram verður hlýtt á landinu. Þegar líður á vikuna tekur þó að kólna og er útlit fyrir norðanáttir með éljum og talsverðu frosti. „Það mun kólna þegar líður á þriðjudaginn og á miðvikudag verður hitinn kominn víðast hvar niður undir frostmark,“ segir Óli. Margir nýttu helgina og ferðuðust út á land, til þess að stytta sér stundir í samkomubanni. Ef þess lags ferða- lög eru í kortunum um næstu helgi er eins gott að hafa hlýjan fatnað og fylgjast með spám að sögn Óla Þórs: „Fyrir næstu helgi verður ekkert sérlega spennandi að fara norður en það verður ágætlega bjart sunnan og vestan til á landinu en vel kalt, þannig að það er eins gott að fólk hafi í hlý hús að venda og hlýjan fatnað.“ Hann segir dægursveifluna vera orðna töluvert mikla nú þegar sólin er hærra á lofti og því kaldara á nótt- unni. Spáin gefi til kynna nú að mikil lægð verði á sunnudaginn um næstu helgi en fylgjast verði vel með spám sem geta verið ónákvæmar þegar horft er lengra en fjóra daga fram í tímann. Í dag verður suðvestanátt 5-13 m/s, skýjað og súld en um 8-15 m/s á morg- un og hiti á bilinu 1 til 7 stig. Kólnandi veður í vændum  Bætir í vind og úrkomu í dag  Líklega ekkert ferðaveður um næstu helgi  Dægursveiflan meiri og því kaldara á nóttunni Morgunblaðið/Hallur Már Veðurhorfur Útlit er fyrir kólnandi veður á næstunni á landinu öllu. Ekki tókst að lægja öldurnar innan SÁÁ á fundi stjórnar sem boðaður var í gær vegna uppsagnar Valgerðar Rúnarsdóttur yfirlæknis og þriggja full- trúa af fimm úr framkvæmdastjórn. Fundurinn stóð í þrjá og hálfan tíma og voru harðar deilur á milli fylkinganna sem styðja yfirlækninn og for- manninn. Málið er í verri hnút, ef eitthvað er, sagði einn fundarmaður eft- ir fundinn. Nú er talið víst að yfirlæknirinn hætti. Einn fulltrúinn sem sjálfur er í framkvæmdastjórn bar upp tillögu um að framkvæmdastjórn- in segði af sér og vísaði í því efni til yfirlýsingar starfsmanna meðferð- arsviðs. Hún var felld með 21 atkvæði gegn 13 en 4 fundarmenn greiddu ekki atkvæði. Þrír menn voru kosnir í framkvæmdastjórnina í stað þeirra þriggja sem sögðu af sér. Formaður samtakanna, Arnþór Jónsson, svar- aði því ekki þótt hann væri spurður beint hvort hann myndi segja af sér en hann lýsti því yfir um helgina að hann væri tilbúinn til þess ef það mætti verða til þess að Valgerður yrði áfram. Ekki náðist í Arnþór. Málið er í enn verri hnút TILLAGA UM VANTRAUST Á FRAMKVÆMDASTJÓRN FELLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.