Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 70 ára Haraldur er Reykvíkingur, er líffræð- ingur frá HÍ og doktor í lífefnafræði frá Univers- ity of Sussex. Haraldur hefur unnið við rann- sóknir bæði fyrir Land- spítalann og HÍ en er að hætta störfum. Maki: María Vigdís Kristjánsdóttir, f. 1954, Cand.mag í ensku og hefur starfað sem kennari og þýðandi. Börn: Högni, f. 1983, Snorri, f. 1986, Rak- el, f. 1989, og Gunnar, f. 1993. Barna- börnin eru fimm. Foreldrar: Halldór Matthíasson, f. 1915, d. 1975, skrifstofustjóri hjá Vita- og hafnamálaskrifstofunni, og Lilja Þórarins- dóttir, f. 1915, d. 2006, húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík. Haraldur Halldórsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert í miðjum umbrotatíma og þarft að hafa þig alla/n við til þess að koma heilskinnuð út úr breytingunum. Forðastu stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér er eiginlegt að sýna umhyggju þar sem þér þykir verulega vænt um þína nánustu. Núið er aldrei of snemmt ef út í það er farið, því maður veit aldrei hvort „á morgun“ er of seint. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú þarftu að líta til baka, það skiptir miklu máli. Sýndu því tillitssemi og virtu tilfinningar annarra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hafðu ekki áhyggjur þótt pyngjan sé létt því þú hefur svo mikið að gefa öðr- um af sjálfri/um þér. Bjartsýnislegt viðhorf laðar aðra að manni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu ekki aðra stela hugmyndum þín- um því þær eiga eftir að reynast þér gott veganesti til frekari starfsframa. Láttu þínar þarfir ganga fyrir núna til tilbreytingar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ef þú færð tækifæri til þess að hafa áhrif á eða vingast við erfiða manneskju áttu að grípa tækifærið og hafa hraðan á. 23. sept. - 22. okt.  Vog Viðvarandi jákvæðni í hugsun á eftir að færa þér allt sem þú óskar þér. Vertu skiln- ingsríkur við aðra og hlustaðu vandlega á ráð þeirra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér er svo mikið í mun að sannfæra aðra um þínar eigin skoðanir að hið andstæða gæti gerst. Reyndu að láta ekki drunga og leiðindi annarra smita þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leiddu hugann að því hvar þú kýst að vera eftir nokkur ár og hvað þú þarft að gera til að komast þangað. Vertu þolinmóður því þú hefur allt með þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er mikil hætta misskilningi í dag. Lausnin felst í því að finna leið til að samræma viðhorf þín og viðhorf annarra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú gætir lent í óþægilegri að- stöðu er þú leitast við að aðstoða vin í vanda. Ef allir leggjast á eitt og vinna sam- an gengur allt betur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ástæðulaust að fá sekt- arkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfa/n þig. Gamall vinur leitar til þín og á það inni hjá þér að þú hjálpir honum. Húnvetninga á Búnaðarþing Bún- aðarfélags Íslands. „Þarna urðu störfin fjölbreytt og tóku sinn tíma. Þar má sérstaklega taka til samein- ingu BÍ og Stéttarsambandsins, sem varð að veruleika í ársbyrjun 1995 en fulltrúi á aðalfund Stéttarsamband bænda er haldinn var á Laugarvatni. Það mun hafa farið nokkuð fyrir hon- um á þessum fundum, en hann hætti sem fulltrúi árið 1993. Árið 1987 var Gunnar kosinn sem fulltrúi Vestur- T ómas Gunnar Sæmunds- son er fæddur 30. mars 1945 í Hrútatungu. Gunnar, eins og hann hefur verið kallaður í gegnum tíðina, ólst upp hjá for- eldrum sínum í Hrútatungu í Hrúta- firði, ásamt eldri systur sinni Sól- veigu Sigurbjörgu, kallaðri Veigu. Foreldrar Gunnars eignuðust einnig dreng árið 1942. Hann var skírður Tómas Gunnar en hann dó eftir mikil veikindi rétt tæplega níu mánaða gamall. Þetta varð foreldrunum mikið áfall. Gunnar fór í Barnaskóla Bæjar- hrepps á Borðeyri. Enginn skóli var þá starfræktur austan Hrútafjarðar, þar sem ekki voru nema tvö börn á skólaaldri. Ýmsar aðstæður munu hafa valdið því að Gunnar fór ekki í Héraðsskólann á Reykjum, en þang- að fóru flestir að loknu barnaskóla- námi. Gunnar vann því heima við bú- störfin. Eins fór hann í ýmsa vinnu sem til féll. Gunnar tók við búskapn- um í Hrútatungu árið 1970 og var með sauðfjárbúskap Á þessum árum voru einnig í Hrútatungu Veiga systir Gunnars og hennar maður Jón. B. Ólafsson. „Jón var þá farinn að sjá að mestu um snjómokstur á Holtavörðuheiði og var starfsmaður Vegagerðarinnar. Það mun hafa verið í ársbyrjun 1962 að Jón Ólafsson fékk mig til að vera sér til aðstoðar á heiðinni,“ segir Gunnar. „Ekki mun ég hafa leitt hug- ann að því að við þetta myndi ég vinna næstu árin.“ Gunnar vann við snjómoksturinn til vors árið 2000 og var þá búinn að vinna á flestum þeim tækjum sem notuð voru til snjó- moksturs á þeim árum. Segir Gunnar að það mætti segja langa sögu af því. Fljótlega fór Gunnar að gefa sig að félagsmálum. Hann var formaður Ungmennafélagsins Dagsbrúnar og síðar formaður Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu og var hann það í nokkur ár. Árið 1982, á aðal- fundi Búnaðarsambands Vestur- Húnavatnssýslu, var Gunnar kosinn formaður. Þarna varð nýr kafli í ævi Gunnars og varð upphaf félagsmála- starfs hans fyrir bændur. Árið 1985 var Gunnar kosinn sem mikil vinna lá þar að baki.“ Gunnar gaf ekki kost á sér í fyrstu stjórn sameinaðra samtaka en þremur ár- um síðar var hann kjörinn í hana og sat í stjórn fram að Búnaðarþingi 2007. Á þessum árum sat hann í Gunnar Sæmundsson, fyrrverandi bóndi í Hrútatungu – 75 ára Ljósmynd/Sigurjón Tómasson Hrútatunga Ætt Gunnars bjó í Hrútatungu í hálfa aðra öld. Myndin er frá árinu 2018. Fyrirferðarmikill á fundum Ljósmynd/Áskell Þórisson Fjölskyldan Sigrún Erna, Sigurjón, Þorgerður, Guðmundur, Arndís, Frímann og T. Gunnar á sextugsafmæli Gunnars. Afmælisbarnið Gunnar. Ljósmynd/Áskell Þórisson 60 ára Gunnlaugur er Skagamaður, fæddur og uppalinn á Akranesi og býr þar. Hann er vél- stjóri að mennt frá Vélskóla Íslands og starfar sem vél- stjóri á dráttarbátum hjá Faxaflóa- höfnum. Maki: Rut Karol Hinriksdóttir, f. 1967, sjúkraliði á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Börn: Rakel, f. 1991, Pálmi, f. 1993, og Birkir, f. 2001. Foreldrar: Pálmi Finnbogason, f. 1931, d. 2018, vélvirki hjá Þorgeiri & Ellert og ESSO, og Fjóla Lind Gunn- laugsdóttir, f. 1939, húsmóðir. Hún er búsett á Akranesi. Gunnlaugur Pálmason Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.