Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 21
góða nærveru, brosmildur og skemmtilegur og verður hans sárt saknað. Við félagarnir vottum Elvu, fjölskyldunni og öllum aðstand- endum innilegustu samúð. Guðmundur Björnsson, Gunnar Valdimarsson, Gylfi Jónsson, Kristján Indriðason, Ólafur Karlsson. Góður hópur gamalla skíða- manna úr skíðadeild ÍR kveður nú góðan félaga, sem til margra ára hefur ávallt stutt skíðadeild ÍR og ekki bara deildina heldur skíða- íþróttina í heild sinni. Ekki átti hann nú langt að sækja áhugann því faðir hans, Hermann Stefáns- son, íþróttakennari við Mennta- skólann á Akureyri, var þekktur fyrir störf sín fyrir skíðaíþróttina og rétt að geta þess að hann átti hugmyndina að nöfnunum svig og brun, sem áður var kallað króka- hlaup og brekkuskrið. Þessi hópur hefur í tugi ára stundað saman skíði bæði hér heima og erlendis, einnig golf og göngutúra og fleira. Alla tíð hefur Birgir verið hinn ljúfi félagi í hópnum ásamt Elvu sinni, þá hafa börnin þeirra stundað skíði og verið keppnisfólk í íþróttinni. Á áttunda áratugnum stofnaði skíðadeildin verslun með notaðan skíðabúnað sem reyndist erfitt að reka með sjálfboðaliði og tók Birg- ir við þessum rekstri og rak hann í mörg ár. 1985 var Birgir kjörinn formaður Skíðadeildar ÍR og gegndi því embætti í níu ár eða til ársins 1994. Birgir hlaut margs konar viðurkenningar fyrir störf sín að félagsmálum og 1997 var hann sæmdur gullmerki ÍR. Birgir var hvers manns hugljúfi í góðum hópi og þekktur fyrir sinn góða húmor. Þá var hann þannig gerður að gott þótti til hans að leita og var hann ávallt tilbúinn að leysa hvers manns vanda. Við vin- irnir söknum þessa ljúfa manns sárt og skilur hann eftir stórt skarð í hópnum. Við vottum Elvu og fjölskyldunni samúð við fráfall þessa ljúfa drengs. Fyrir hönd hópsins, Þórir Lárusson. Kveðja frá Skíðadeild ÍR Félagar í Skíðadeild ÍR sjá nú á bak góðum félaga. Birgir Her- mannsson var einn af ötulustu fé- lagsmönnum okkar um langa hríð. Hann sat í stjórn deildarinnar í mörg ár og formaður frá árinu 1985 til 1994. Á þessum árum var öll starfsemi skíðadeildarinnar í Hamragili. Starfið útheimti mikla sjálfboðavinnu og þar lá Birgir og hans fjölskylda ekki á liði sínu. Birgir lagði af mörkum margar vinnustundir, hvort heldur var að sinna viðhaldi við mannvirki, við- gerðir á skíðalyftum, vinna við skíðamót eða fararstjórn. En fyrst og fremst var hann góður félagi allra iðkenda og þeir sem voru að hefja æfingar og keppni áttu stuðning hans og hvatningu vísa. Þær breytingar urðu á starf- semi Skíðadeildar ÍR árið 1992 að gerður var samningur við Reykja- víkurborg um að ÍTR tæki yfir rekstur skíðasvæðisins í Hamra- gili. Það var ekki síst fyrir tilstuðl- an Birgis að slíkur samningur náðist. Það má segja að umrædd- ur samningur hafi gert það að verkum að hægt var að halda áfram góðu starfi í þágu skíða- íþróttarinnar. Vegna aðstöðuleysis tíðkaðist í mörg ár að stjórnarfundir væru haldnir í heimahúsi, í formannstíð Birgis nutu stjórnarmenn rausn- arlegra veitinga á heimili hans og Elvu konu hans. Elvu, börnum þeirra Birgis og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Skíðahreyfingin á Birgi Her- mannssyni margt að þakka. Bless- uð sé minning mæts manns. Fyrir hönd Skíðadeildar ÍR, Gísli Reynisson formaður. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 ✝ Birgir Sím-onarson fædd- ist í Klakksvík í Færeyjum 5. júlí 1948. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 12. mars 2020. Birgir ólst upp í Klakks- vík til 6 ára aldurs er móðir hans Anna Pálína Jóns- dóttir flutti til Íslands með börnin sín þrjú. Móðir hans settist að á Sauðhúsum í Lax- árdal í Dalasýslu eftir að hún giftist Agli Jóni Benedikts- syni bónda og hreppstjóra. Þar ólst Birgir upp í hópi systk- ina sinna sem eru Johnny, Helen, Benedikt, Jón og Herdís. 11. september 1971 giftist Birgir Maríu Kristínu Lárusdóttur og eignuðust þau börnin Nönnu Pál- ínu, Lárus Pál og Kristínu Rós. Barnabörnin eru tvö, Birgir Már og Birta Líf. Útförin fór fram í kyrrþey frá Lindakirkju 19. mars 2020. Birgir bróðir var mikið ljúf- menni og vinur. Þegar við vorum börn í sveitinni og þurftum að gera þar viðvik, reka kýrnar eða raka túnin, var ég duglegri við að laumast frá verki og leika mér, hann stóð sína vakt eins og ávallt síðar. Birgir hætti í skóla eftir einn vetur í Reykholti og fór á sjóinn. Hann var á vertíð og á milli- landaskipum, þar á meðal Gull- fossi, sem messagutti og þar kynntist hann Maríu Lárusdótt- ur lífsförunaut sínum. Hann kom síðan í land og starfaði hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins. Stundaði leigubílaakstur sem aukavinnu á frívöktum. Hann fór í Stýrimannaskólann og öðlaðist réttindi til skipstjórn- ar. Fór aftur á sjóinn, starfaði þar sem stýrimaður og síðar skipstjóri á Ísberginu og Jarlin- um. Í seinni tíð rak hann leigubíl á eigin vegum. Á fyrri hluta síðasta árs greindist hann með krabbamein og var búinn að sigrast á því og gekk ótrúlega vel, en nú fyrir skömmu fékk hann illvíga lungnabólgu sem ekki varð við ráðið. Birgir, þín er sárt saknað. Þú ætlaðir að fara að njóta elliár- anna í ferðalögum og Sauðhúsa- hvamminum. Far þú í friði, bróð- ir. Nú ertu horfinn í himnanna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist þar tilbúið föðurland er. Þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, ó, Jesú, hjá þér. (Ingibjörg Jónsdóttir) Kveðja, þinn bróðir, Johnny Símonarson. Birgir Símonarson ✝ Haukur V.Guðmundsson fæddist í Reykjavík 12. júlí 1939. Hann andaðist á lungna- deild Landspítalans hinn 11. mars 2020. Hann var sonur Þorbjargar Magn- úsdóttur, f. 14.5. 1903, d. 21.12. 1978, og ættleiddur af Guðmundi G. Jónssyni, f. 18.2. 1905, d. 1992. Systkini Hauks eru Anna, Vagnbjörg, Magnús Þorbergur, Þorkell, Jakob, Vilborg, Oddný Pálína og Jóhanna Sæunn. Eft- irlifandi systkin eru Anna og Oddný Pálína. Haukur kvæntist Ernu Sampsted, f. 16. maí 1940, d. 3. maí 2016. Börn þeirra eru: 1) Guð- mundur Óskar, f. 2. mars 1959, kvænt- ur Guðríði Sigurð- ardóttur, f. 20. september 1960. Börn þeirra eru Erna Ásta, f. 20. maí 1983, Haukur, f. 17. janúar 1987, og Alda Björk, f. 21. júlí 1991. 2) Kristján, f. 24. júní 1963, maki Inga R. Guðgeirs- dóttir, f. 30. maí 1959, d. 19. apr- íl 2017. 3) Alda Hanna, f. 27. des- ember 1969, maki Vignir Diego, f. 1. apríl 1965. Börn þeirra eru Kristján Freyr, f. 25. febrúar 1996, Andri Þór, f. 29. desember 1999, og Edda Ósk, f. 13. apríl 2004. Haukur byrjaði að vinna sem vörubílstjóri hjá Þrótti, vann síðan sem leigubílstjóri í mörg ár. Eftir það vann hann ýmis störf þar til hann hóf störf hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Hann tók að sér ýmis tilfallandi störf eins og að valta völlinn. Árið 1990 fékk hann fasta stöðu sem vallarstjóri, seinna meir sá hann um vélar klúbbsins og valtaði völlinn áfram alveg fram á síð- asta ár. Í ljósi hinna óvenjulegu að- stæðna í samfélaginu um þessar mundir fór útförin fram í kyrr- þey 27. mars 2020. Við kveðjum okkar yndislega og ástkæra föður. Elsku besti pabbi, nú ertu kominn í faðm mömmu, sameinuð á ný. Þú fórst alltof fljótt frá okk- ur eins og mamma. Þinn tími var ekki kominn. Fótunum var kippt snöggt undan þér og ekki átti spítalavistin við þig. Hraustur maður alla tíð og dugnaðarfork- ur. Við söknum þín sárt, minn- umst allra þeirra góðu stunda sem þú gafst okkur. Minningarn- ar eru margar sem þú skilur eftir hjá okkur elsku pabbi. Hvíl þú í friði. Elskum þig. Pabbi Söknuður um æðar rennur, horfi til baka á liðnar stundir sem ekki voru. Aðeins ósk í mínu hjarta, ég finn til. Nú okkar tími liðinn er, aðeins minningar eftir standa. Þína hönd í mína set, þakka fyrir það sem var. Nú ég veit en kannski of seint að mér gafstu allt sem þér var unnt. Elsku pabbi nú er tími kominn til að kveðja, þakka fyrir þínar gjafir sem gafstu mér. (HÓ) Alda Hanna Hauksdóttir, Kristján Hauksson, Guðmundur Óskar Hauks- son og fjölskyldur. Haukur V. Guðmundsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN KJARTANSSON, Strikinu 4, Garðabæ, trillukarl og fv. fangavörður, lést á Landspítalanum Vífilsstöðum 7. mars. Útför hefur farið fram. Erla K. Kjartansdóttir Ólafur Þorvaldsson Vilhjálmur S. Kjartansson María Svavarsdóttir Kjartan Örn Kjartansson Maren Davíðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Kær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, ARNFINNUR BERTELSSON byggingarverkfræðingur, Sæbraut 12, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu síðastliðinn fimmtudag. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu fer útförin fram í kyrrþey. Valdís Kjartansdóttir Arndís Vala Arnfinnsdóttir Kjartan Arnfinnsson Sigríður M. Sigurðardóttir Bertel Ingi Arnfinnsson Sigrún Þormar Gunnar Rögnvaldsson Kristín Diljá Karlsdóttir Ísabella Eldey Kjartansdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNINNA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR, Hveragerði, lést á Landspítalanum mánudaginn 23. mars síðastliðinn. Reynir Mar Guðmundsson Pétur Reynisson Áslaug Einarsdóttir Jón Vilberg Reynisson Guðný Ísaksdóttir Þröstur Reynisson barnabörn, barnabarnabörn og Bella ✝ Hannes Eyj-ólfsson fæddist á Bjargi Borg- arfirði eystra 15. desember 1927. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Dyngju á Eg- ilsstöðum 27. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eyjólfur Hannesson, f. 1892, d. 1977 og Anna Guðbjörg Helgadóttir, f. 1898, d. 1988. Þau eignuðust 6 börn: Sigríði Ingibjörgu, Helga Sigurbjörn, Helga, Jónbjörgu Sesselju og Kristínu Sigurlaugu sem er ein eftirlifandi af þeim systkinum. Einnig ólst upp hjá foreldrum Hannesar systursonur hans, Rúnar Eyjólfur Geirsson. Hannes ólst upp í foreldra- húsum og stundaði nám við barnaskólann á Borgarfirði Hann kvæntist Gróu Stefaníu Gunnþórsdóttur frá Hreims- stöðum í Hjaltastaðaþinghá 2. apríl 1956. Hannes og Gróa bjuggu til að byrja með á Bjargi hjá for- eldrum Hannesar, en árið 1956 keyptu þau Læknishús, síðar Sæból, og bjuggu þau þar til ársins 2004, er þau fluttu til Egilsstaða. Þau eignuðust 4 börn: Eyþór, f. 28. júní 1955, Vilborgu, f. 16. ágúst 1958, Sigurð, f. 22. sept- gegndi formennsku slysavarna- deildarinnar Sveinunga og einn- ig var hann formaður áfengis- og tóbaksvarna um tíma. Hann gegndi starfi vélgæslu- manns hjá Rarik um árabil. Árið 1967 keypti hann sér vörubíl sem hann vann á við vegagerð, framkvæmdir við nýju höfnina við Hafnarhólma og annað sem til féll til ársins 1980. Þá fór hann að starfa hjá Flugmálastjórn og sá um snjó- hreinsun á flugvellinum í nokk- ur ár. Seinni árin fór hann svo að dunda sér við rennibekk og járnsmíðar þar sem ýmsir fal- legir hlutir urðu til, t.d. lampa- fætur og kertastjakar sem lentu yfirleitt í jólapökkum barnanna. Músík átti hug Hannesar, hann eignaðist snemma sína fyrstu harmonikku og spilaði ásamt bróður sínum Helga á dansleikjum á Borgarfirði. Árið 2004 fluttu þau hjónin til Egilsstaða í íbúð aldraðra en héldu áfram að fara á Borgar- fjörð á sumrin og dvelja þar. Árið 2011 veikist Gróa af alz- heimer og annaðist Hannes hana að mestu leyti til ársins 2013, eða þar til hún fór á alz- heimer-deildina á Seyðisfirði. Þau sameinuðust svo aftur eftir að Gróa kom á Hjúkrunar- heimilið Dyngju á Egilsstöðum, en þangað fór Hannes árið 2016. Þar nutu þau samvista hvort annars til ársins 2018 þegar Gróa lést. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. ember 1961 og Önnu Sigurlaugu, f. 12. janúar 1964. Barnabörnin eru 8 og barnabarna- börnin orðin 11 og 2 á leiðinni. Hannes vann hin ýmsu störf um æv- ina, var í bygging- arvinnu í Reykja- vík og síðar á Eiðum. Árið 1950 fór hann á jarð- ýtunámskeið á Egilsstöðum og þá um vorið kom fyrsta jarð- ýtan til Borgarfjarðar og þá um sumarið vann Hannes við gerð vegar um Njarðvíkurskriður og Vatnsskarð. Hann byggði sér verstæði ár- ið 1959 með hjálp föður síns og fór að sinna viðgerðum á bílum og traktorum heimamanna og ferðamanna, ásamt fjölmörgum öðrum viðgerðum. Einnig sá hann um pípulagnir og járn- smíði ýmiss konar fyrir sveit- ungana. Í kringum 1950 lagði hann fyrstu miðstöðvarlögnina hjá foreldrum sínum á Bjargi. Árið 1979 fór hann til Reykjavíkur á kyndingar- námskeið og í framhaldi af því sá hann um viðhald og uppsetn- ingu á rafkyndingu heima- manna. Um tíma var hann húsvörður í félagsheimilinu Fjarðarborg, Elsku hjartans pabbi okkar. Komið er að kveðjustund og allar yndislegu minningarnar streyma um hugann. Alltaf gafstu okkur fjölskyld- unni tíma, þrátt fyrir mikla vinnu. Við minnumst allra ferðalag- ana sem við fórum með ykkur mömmu upp um fjöll og firn- indi þar sem við tíndum steina, settumst niður í fallega laut og borðuðum nestið sem mamma hafði útbúið. Flesta sunnudaga fórstu með okkur eitthvað, ekki alltaf langt, en minna var meira í ykkar huga og allir nutu þess að fara í útilegu hvort sem það var inn að Þverá norður í Njarðvík eða eitthvað lengra. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og þegar barnabörnin komu tókstu þeim opnum örm- um og eiga þau líka minningar um gönguferðir og útilegur ásamt nestisboxunum hennar mömmu. Það eru forréttindi að hafa alist upp á þann máta sem þið bjugguð okkur systkinun- um. Ég kveð þig, minn faðir, nú komin er stund sem kveið ég svo fyrir. En þú ert nú horfinn á feðranna fund með fögnuði tekið á himneskri grund. Í söknuði sit ég og skrifa. Þín lundin var sköpuð af gimsteinagerð og gæska úr hjartanu sprottin. Mig langar að þakka þér farsæla ferð með friðsælli gleði ég kveðja þig verð. Nú geymir þig dýrðlegur Drottinn. (Birgitta H. Halldórsdóttir) Eyþór, Vilborg, Sigurður og Anna. Hannes Eyjólfsson Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.