Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is Auglýsingamerkingar Risaprentun, límfilmur, álmyndir, límmiðar, bílamerkingar LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum „SVONA HEFUR HANN VERIÐ FRÁ ÞVÍ ÞÚ SENDIR OKKUR REIKNINGINN.” „HERRA DÓMARI, EFTIR 85 SÝKNUDÓMA ER SKJÓLSTÆÐINGUR MINN MEÐ ÓFLEKKAÐ MANNORÐ.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að hún mun snúa aftur. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HEYRÐU, ELÍN „ó, elín, þú ert svo fögur” UUU … ÁTTI ÉG AÐ SEGJA ÞAÐ? BÍDDU, HVAÐ VAR ÞAÐ AFTUR? Æ, GLEYMDU ÞVÍ! ÉG SKIL HVAÐ ÞÚ MEINAR … ERTU GÆDDUR EINHVERJUM ÓVENJULEGUM HÆFILEIKUM? JÁ, ÉG GET LESIÐ HUGSANIR! ÞAÐ ER FRÁBÆR HÆFILEIKI! NEI, Í RAUN EKKI! „MIG LANGAR MIKLU FREKAR AÐ TALA VIÐ MYNDARLEGA VÖÐVAFJALLIÐ HINUM MEGINN VIÐ BARINN!” HJÓNABANDS- RÁÐGJÖF fjölda nefnda fyrir hönd Bænda- samtakanna og víðar. „Ég hef alla tíð haft mjög gaman af veiðiskap og reyndi að fara í Hrúta- fjarðará og Síká á hverju sumri. Þá sat ég langan tíma í stjórn Veiði- félags Hrútafjarðarár og Síkár og hafði mikinn áhuga á þeim málum. Árið 2016 seldu Gunnar og Sigrún Erna kona hans jörðina Hrútatungu og fluttu þau suður á Selfoss þar sem þau búa í dag. Fjölskylda Kona Gunnars er Sigrún Erna Sig- urjónsdóttir, f. 1.4. 1943. Sigrún flutti að Hrútatungu vorið 1972. Hinn 26. ágúst 1972 giftu þau sig. Foreldrar Sigrúnar voru hjónin Sigurjón Jóns- son, f. 14.9. 1899, d. 9.10. 1960, bóndi á Fosshólum í Holtum, Rang., og Arndís Eiríksdóttir, f. 28.2. 1906, d. 22.8. 1993, ljósmóðir. Börn Sigrúnar og Gunnars eru 1) Sigurjón, f. 18.8. 1975, ógiftur og barnlaus. Vinnur við akstur o.fl. hjá Johan Rönning; 2) Þorgerður, f. 7.10. 1978, iðntæknifræðingur. Maður hennar er Guðmundur Jóhannesson, f. 30.10. 1976, véliðnfræðingur. Börn þeirra eru Gunnar Þór, f. 6.8. 2008, Haukur Ingi, f. 15.6. 2011 og Ellert Helgi, f. 11.10. 2015; 3) Arndís, f. 3.9. 1981, félagsráðgjafi. Maður hennar er Frímann Birgir Baldursson, f. 24.6. 1974, lögregluvarðstjóri og öku- kennari. Börn þeirra eru Tómas Birgir, f. 10.9. 2013 og Erna Bjark- lind, f. 22.11. 2018. Systkini Gunnars voru Sólveig Sigurbjörg, f. 6.5. 1933, d. 8.5. 1985, húsfreyja í Hrútatungu og Borgar- nesi, og Tómas Gunnar Sæmunds- son, f. 5.4. 1942, d. 1.1. 1943. Foreldrar Gunnars voru hjónin Sæmundur Björnsson, f. 28.1. 1911, d. 11.3. 2002, bóndi í Hrútatungu, og Þorgerður Steinunn Tómasdóttir, f. 5.6. 1906, d. 17.6. 1974, húsfreyja og bóndi í Hrútatungu. Gunnar Sæmundsson Guðlaug Hannesdóttir húsfreyja á Hóli Jón Ólafsson bóndi á Hóli í Hörðudal Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Hrútatungu Tómas Þorsteinsson bóndi í Hrútatungu Þorgerður Steinunn Tómasdóttir húsfreyja og bóndi í Hrútatungu Ólöf Guðmundsdóttir húsfreyja í Hrútatungu Þorsteinn Jónsson bóndi í Hrútatungu Sólveig Sæmundsdóttir húsfreyja í Vatnagarði Sæmundur Einarsson bóndi í Vatnagarði í Garði Sólveig Sigurbjörg Sæmundsdóttir húsfreyja í Gilhaga Björn Þórðarson bóndi í Gilhaga í Bæjarhreppi, Strandasýslu Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Grænumýrartungu Þórður Sigurðsson bóndi í Grænumýrartungu í Bæjarhreppi Úr frændgarði Gunnars Sæmundssonar Sæmundur Björnsson bóndi í Hrútatungu í Hrútafirði Kórónan er yfirskrift þessararstöku Björns Ingólfssonar og skýrir nafngiftin sig sjálf! Með kórónu-andskotann kominn er Kalli, og þjóðin er hlessa. Öruggt má telja að hann ætlaði sér aðra og fallegri en þessa. Á fimmtudaginn vakti Helgi R. Einarsson athygli mína á því, að í blaðinu okkar stæði að sala á vínum hefði aukist töluvert upp á síðkastið og á sömu síðu að kókaín væri ófá- anlegt. Því varð þessi limra til, – „Orsök og afleiðing“: Er djammið í miðbænum dvín drekka menn heima sitt vín. Þeir alkóhól eiga og það nú teyga því hvergi fæst kókaín. Sigurlín Hermannsdóttir skrifar í Leirinn: „Á hverjum degi eru sett- ar nýjar reglur sem menn eiga mis- jafnlega gott með að fara eftir. Auk þess er orðið ’hjarðónæmi’ mikið í fréttum þessa dagana“: Vasklega standa þau vörðinn nú virkjuð skal aðgæslugjörðin með boðum og bönnum er menn brjóta í hrönnum því ónæm er íslenska hjörðin. Ármann Þorgrímsson yrkir um „framlínuna“: Eflaust gera eitthvað má öðruvísi og kannski betur, en árangri þau eru að ná allir hafa séð í vetur. Ólafur Stefánsson skrifaði á Leir- inn á miðvikudag: „Eins og nærri má geta hefur margt farið á hvolf síðustu daga sem áður var fastur punktur og þungamiðja eins og vikulegir súpufundir SES, eldri sjálfstæðismanna“: Valhöll er tómleg þeir tjá mér, en tíðindi gerast þó senn, að flykkist sundur og fá sér, fjarsúpu sjálfstæðismenn. Þannig lítur Gylfi Þorkelsson á málin: Inni er gott að orna sér því úti er bölvaður næðingur sem eru mistök, enda er ég ágætur veðurfræðingur. Lygi að rétt sé að loka’ að sér þó laumist um bölvaður slæðingur. Helvítis mistök, enda er ég íslenskur veirufræðingur. Páll Jónasson í Hlíð orti: Á Múkkabar dunar nú dansinn og drukkinn er smágæsafansinn, en stokkendur gagga og stélunum vagga, og steggirnir grípa þá sjansinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kórónan og fjarsúpa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.