Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020
gegn Haukum í úrslitakeppninni
2018.
„Mín framtíð í körfubolta er bara
einfaldlega sú að ég er hættur að
þjálfa, ég var búinn að taka þá
ákvörðun fyrir þessa seríu. Þetta er
tilfinningaleg stund, ég byrjaði að
þjálfa meistaraflokk kvenna þegar
ég var 18 ára. Þetta eru komin 32 ár
í þessum toppstöðum og það er
komið gott með þennan kafla,“ sagði
Friðrik í viðtali við Morgunblaðið á
þeim tíma. Körfuboltaunnendur
þurftu þar að horfa á eftir þjálfara
og karakter sem hefur haft áhrif á
þau í mörg ár.
Hann átti þó eftir að sjá eftir því
að hafa talað svo tæpitungulaust um
að hætta þjálfun og síðasta vetur
sneri hann aftur til að gera það sem
hann elskar, þegar hann tók við liði
Þórs. „Á þeim tímapunkti gerði ég
kannski mistök ef hægt er að segja
það en akkúrat á þeim tíma sá ég
ekki alveg í spilunum hvernig ég
gæti haldið áfram með þeim hætti
sem var. Svo hefur ýmislegt breyst
hjá mér og ég er enn þá á þeim stað
að mér finnst gaman að þjálfa. Það
er gaman að eiga þátt í því að vinna
með leikmönnum.“
Mjög gott fólk í Þorlákshöfn
Þegar Íslandsmótið í körfubolta
var blásið af sat Þór í 9. sæti deild-
arinnar með sjö vinninga og 14 töp
en liðið var búið að tapa fjórum í
röð. Var það í algjörri andstæðu við
gengi liðsins í byrjun vetrarins en
liðið vann fimm af fyrstu sjö leikjum
sínum. Friðrik segist hafa notið þess
í Þorlákshöfn en að tímabilið hafi
verið svart og hvítt.
„Ég eignaðist frábæra vini, það er
mjög gott fólk í Þorlákshöfn. Þessu
svipar til þegar ég var sjálfur að
alast upp í Njarðvík, lítið og krútt-
legt bæjarfélag.“
„Ég var ánægður með leik liðsins
framan af og fyrir áramót en svo
náðum við ekki að fylgja því eftir.
Við misstum móðinn en vorum líka
oft óheppnir og töpuðum leikjum
með litlum mun. Þetta var svart og
hvítt, ég var ánægður með byrj-
unina en seinni hlutinn var ekki góð-
ur.“
Ekki hugsað til enda
Að lokum segir Friðrik það hafa
verið hárrétt að flauta tímabilið af
vegna þeirra aðstæðna sem nú eru í
samfélaginu. Aftur á móti hafi menn
sennilega hlaupið á sig með ákvörð-
uninni um hvernig ætti að ljúka
keppnistímabilinu. Þar hefði farið
betur að taka sér lengri umhugs-
unarfrest.
„Ég held það hafi ekki verið til
neins að hanga á þessari ákvörðun.
Ég er algjörlega sammála þeirri
ákvörðun af aflýsa mótinu en svo er
það með hina ákvörðunina. Menn
hefðu kannski átt að gefa sér aðeins
meiri tíma til að ákveða niðurstöð-
una og skiptinguna á deildunum.
Menn hafa kannski ekki alveg hugs-
að þetta til enda, það þurfti ekki að
tilkynna þetta á sama tíma. Eins og
í mörgum löndum hefur mótunum
verið frestað en menn eru svo að
gefa sér þrjár til fjórar vikur til að
fara yfir allar hliðar á málum. Eiga
deildirnar að vera óbreyttar næsta
haust eða á að taka mið af lokanið-
urstöðu þegar mótinu var hætt. Eft-
ir á að hyggja hljóta menn að hafa
áttað sig á því að þeir þurftu ekki að
taka þessa ákvörðun strax.“
Áhuginn og
viljinn enn
til staðar
Ekki hættur að þjálfa KKÍ þurfti
ekki að taka þessa ákvörðun strax
Morgunblaðið/Eggert
Reyndur Friðrik Ingi Rúnarsson á flottan feril að baki sem þjálfari.
KÖRFUBOLTI
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Þrautreyndi körfuboltaþjálfarinn
Friðrik Ingi Rúnarsson hætti sem
þjálfari Þórs í Þorlákshöfn eftir að
hafa komist að samkomulagi við fé-
lagið um að slíta samstarfinu vegna
þeirrar óvissu sem nú ríkir í sam-
félaginu. Öllu mótshaldi hefur verið
hætt vegna kórónuveirufaraldursins
sem nú herjar á samfélagið og sagði
Friðrik þessa ákvörðun hafa verið
besta fyrir báða aðila þegar Morg-
unblaðið náði tali af honum í gær.
„Það er ákveðin óvissa á svo
mörgum vígstöðum og þetta var
best fyrir báða aðila, að fara í sitt-
hvora áttina. Mörg lið eru í við-
ræðum við leikmenn og þjálfara, á
sumum stöðum finna menn leiðir og
á öðrum stöðum fara menn í sitt-
hvora áttina. Hjá mér og Þór var
allt gert í sátt og samlyndi,“ sagði
Friðrik en hann er 52 ára, þraut-
reyndur þjálfari sem hefur hug á að
halda áfram þjálfun á næstu leiktíð.
„Þetta er náttúrlega ekki bara í
mínum höndum. Frá mér þarf að
koma áhuginn og viljinn og hann er
til staðar. Síðan verðum við bara að
sjá hvernig landið verður í sumar og
hvort einhver lið verða í einhverjum
pælingum. Ég er ekkert hættur að
þjálfa.“
Mistök að segjast vera hættur
Eins og einhverjir eflaust muna
lagði Friðrik þjálfun á hilluna fyrir
tveimur árum þegar hann hætti með
Keflavík eftir naumt tap í oddaleik
Leikstílnum breytt
Þá kom þjálfarinn Alex Hannum
með annað viðhorf inn í búnings-
klefann. Hann var óhræddur við að
breyta leikstíl og hugsunarhætti
leikmanna og var stórstjarnan
Chamberlain þar engin undantekn-
ing. Raunar tók Hannum Cham-
berlain sérstaklega fyrir og sýndi
hver réði ferðinni. Hannum mun
hafa verið svo gagnrýninn á leikstíl
Chamberlain að þeim lenti saman á
liðsfundi. Með þessu öðlaðist hann
þó virðingu Chamberlains þegar
miðherjanum var runninn reiðin.
Hannum fékk Chamberlain til að
einbeita sér meira að vörninni og
skjóta minna í sókninni þegar
keppnistímablið 1966-67 gekk í
garð. Liðið var skipað snjöllum leik-
mönnum og því voru ýmis vopn í
vopnabúri liðsins. Chamberlain gat
fengið þá hjálp sem þurfti í sókninni
til að liðið gæti orðið meistari.
Fyrir vikið var miðherjinn Cham-
berlain með 8 stoðsendingar þegar
uppi var staðið tímabilið 1966-67.
Bætti þeim ofan á 24 stig að með-
altali og 24 fráköst að meðaltali.
Stigaskorið var það lægsta á ferli
Chamberlain í NBA fram að þessu
þótt ótrúlegt megi virðast. Leik-
menn eins og Hal Greer og Billy
Cunningham fengu hins vegar úr
meiru að moða en áður og það skil-
aði liðinu titlinum en liðið vann 68
leiki og tapaði aðeins 13.
Fæddur í gömlu
höfuðborginni
Chamberlain var heimamaður því
hann fæddist í Philadelphiu hinn 21.
ágúst árið 1936. Eftir mennta-
skólagönguna fór hann til Kansas
og lék þar á háskólaárunum en í því
ríki er körfuboltahefðin rík. Skóla-
liðinu þar hafði verið komið á fót af
sjálfum James Naismith sem fræg-
astur er fyrir að hafa samið regl-
urnar fyrir íþróttina. Að skólagöngu
lokinni lék Chamberlain fyrst með
hinu kunna sýningarliði Harlem
Globetrotters árið 1958. Nú kunna
lesendur að spyrja sig hvers vegna
svo snjall leikmaður skuli hafa farið
þá leið. Skýringin kann að vera sú
að á þessum árum gerðu svartir sér
ekki endilega vonir um að komast
að hjá atvinnumannaliðum. Kyn-
þáttafordómar höfðu áhrif á íþrótt-
irnar og bestu háskólaliðin tefldu til
dæmis ekki fram mörgum svörtum
leikmönnum lengi vel. Ekki fyrr en
Texas Western gerði það um miðjan
sjöunda áratuginn eins og fjallað er
Tölur sem eru lyginni líkastar
30. mars 1977
Sú óvenjulega staða kemur
upp að tvær konur eru efstar
og jafnar í fjölþraut á Íslands-
mótinu í áhaldafimleikum.
Berglind Pétursdóttir og Kar-
ólína Valtýsdóttir deila fyrir
vikið Íslandsmeistaratitlinum
þetta árið.
30. mars 1984
FH-ingar eru úr leik í Evr-
ópukeppni meistaraliða í
handknattleik
eftir tap fyrir
hinu firnasterka
júgóslavneska
liði Metalo-
plastica Sabac í
Laugardalshöll
30:21 í undan-
úrslitum. Kristján Arason og
Hans Guðmundsson skoruðu 4
mörk hvor fyrir FH en sam-
anlagt vann Metaloplastica
62:38.
30. mars 1988
Ásgeir Sigurvinsson er tekinn
fyrir í umfjöllun þýska blaðs-
ins Bild um velgengni Stutt-
gart-liðsins í þýsku bundeslig-
unni í knattspyrnu. Bendir
blaðið á að liðið hafi ekki tap-
að leik á tímabilinu þegar Ás-
geir hefur verið með og fengið
13 stig af síðustu 14 mögu-
legum. Fyrirsögn grein-
arinnar er samkvæmt þýðingu
Morgunblaðsins: „Þegar Ás-
geir gefur boltann fyrir er
Stuttgart í skýjunum.“
30. mars 1990
Anna María Sveinsdóttir, ein
öflugasta körfuknattleikskona
landsins frá
upphafi, vinn-
ur sér inn bif-
reið með leikni
sinni í íþrótt-
inni. Atburða-
rásin er kostu-
leg en Anna er
áhorfandi á
leik karlaliða Keflavíkur og
Njarðvíkur í úrslitakeppninni.
Aðgöngumiðarnir voru núm-
eraðir og var Anna dregin út
til að spreyta sig á skotum frá
miðlínu í hálfleik. Anna María
setti ekki niður eitt heldur tvö
skot frá miðju í þremur til-
raunum og fyrir það fékk hún
Nissan-bifreið beint úr kass-
anum eins og það var orðað í
Morgunblaðinu.
30. mars 1993
Meistaramóti Íslands innan-
húss í sundi lýkur í Sundhöll
Reykjavíkur. Bryndís Ólafs-
dóttir setur þrjú Íslandsmet
og vinnur til sex gull-
verðlauna.
30. mars 2005
Morgunblaðið greinir frá því
að Jón Arnór Stefánsson,
landsliðsmaður
í körfuknatt-
leik, sé valinn í
úrvalslið Evr-
ópu sem á að
mæta heims-
úrvalinu í
stjörnuleik
FIBA á Kýpur. Er hann fyrsti
íslenski körfuknattleiksmað-
urinn sem valinn er í úrvalslið
Evrópu en Jón leikur með Dy-
namo St. Petersburg í Rúss-
landi.
30. mars 2010
Elsa Guðrún Jónsdóttir nælir í
sín fjórðu gullverðlaun í skíða-
göngu á Skíðamóti Íslands
þetta árið þegar sveit Ólafs-
fjarðar sigrar í boðgöngu á
heimavelli á Ólafsfirði.
Á ÞESSUM DEGI
Wilt Chamberlain setti mark sitt á NBA-deildina svo um munaði
SÖGUSTUND
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Í körfuboltaíþróttinni, þar sem vel
er haldið utan um tölur úr ýmsum
þáttum leiksins, er Wilt Cham-
berlain handhafi ýmissa meta í
NBA-deildinni bandarísku. Íþrótta-
unnendur reka upp stór augu þegar
þeir sjá tölur frá ferli miðherjans.
Þar er margt með nokkrum ólík-
indum. Til að mynda skoraði hann
100 stig í leik í NBA og gerði það
mörgum árum áður en lið fóru að
skora 100 stig að meðaltali.
Wilt Chamberlain er þekktastur
fyrir einstaklingsafrek sín en hann
varð þó NBA-meistari með tveimur
liðum. Þegar hann beitti sér fyrir
liðsheildina þá gaf það góða raun
eins og sást glögglega árið 1967
þegar hann varð meistari með
Philadelphia 76ers.
Chamberlain hafði gengið til liðs
við Philadelphia árið 1964 og lét
strax til sín taka. Á fyrsta tímabili
skoraði hann til að mynda 35 stig
að meðaltali og tók 23 fráköst að
jafnaði. Liðinu tókst hins vegar
ekki að verða meistari fyrr en árið
1967.
Sögustund
» Dagskrárliður þar sem
birtist af og til á íþrótta-
síðunum þar sem rykið er
dustað af atburðum eða
fólki úr íþróttasögunni.
» Í Sögustundinni hefur
áður verið fjallað um:
John Daly, Wayne Gretzky,
Mike Powell, Mark Spitz,
Nadiu Comaneci, Her-
mann Maier, Önu Fideliu
Quirot, Ben Johnson,
Charles Austin, Alberto
Juantorena, Helmuth
Duckadam, Matti Nyk-
änen, Jack Nicklaus, Hey-
sel-harmleikinn, Ben
Crenshaw, David Beck-
ham, Milfred „Babe“ Di-
drikson, knattspyrnu-
landslið N-Kóreu 1966 og
Alsírs 1982, Eddie Eagan,
Roberto Clemente, Larisu
Latininu, Tórínó-flugslysið,
Jarmilu Kratochvílóvá og
Martinu Navratilovu.