Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bandarískadóms-málaráðu- neytið steig í liðinni viku það óvenjulega skref að gefa út ákæru á hendur Nicolas Maduro, sem nú situr ólöglega á forseta- stól í Venesúela, fyrir þátttöku hans til nærri tveggja áratuga í fíkniefnaframleiðslu og sölu þeirra til Bandaríkjanna, sem og fyrir mikinn fjárhagslegan stuðn- ing við hryðjuverkasamtökin FARC í Kólombíu, sem fjár- magnaður var að mestu leyti með sölu fíkniefnanna. Auk Maduros var hátt á annan tug manna ákærður, en saman voru hinir ákærðu sagðir hafa myndað fíkni- efnahring, sem skipaður væri þeim sem öllu réðu í Venesúela. Þó að ákærurnar séu óvenju- legar þurfa þær ekki að koma á óvart. Lengi hefur leikið grunur á að efsta lag stjórnvalda í Vene- súela hafi verið viðloðandi þessa starfsemi. Þannig stundaði fyrr- verandi varaforseti Maduros, Ta- reck El Aissami, sem gegndi embættinu á árunum 2017-2018, peningaþvætti og fíkniefnasmygl bæði fyrir og eftir að hann var skipaður í embættið, og tengdist að auki ólöglegri útgáfu venesú- elskra vegabréfa til hryðjuverka- manna í Mið-Austurlöndum. Aissami var einnig talinn höf- uðpaur á bak við áætlun sem end- aði ekki betur en svo að tveir frændur Maduros voru gripnir árið 2015 með um 800 kíló af kók- aíni, sem ætlað var til sölu í Bandaríkjunum, og dæmdir til 18 ára fangelsisvistar. Þess má geta að frændurnir nýttu til þess þann hluta alþjóðaflugvallarins í höf- uðborginni Caracas, sem jafnan er ætlaður forsetanum einum. Það segir sitt um alvarleika málsins að verði Maduro fundinn sekur fyrir þau brot sem hann er nú ákærður fyrir bíður hans lífs- tíðarfangelsi. Þá hafa bandarísk stjórnvöld heitið hverjum þeim sem getur veitt upplýs- ingar er stuðla að handtöku hans 15 milljón bandaríkja- dölum, rúmum 2 milljörðum króna. Vonast Bandaríkjamenn eflaust til þess að sú háa fjárhæð geti orðið til þess að einhver af hin- um spilltu samverkamönnum forsetans svíki hann í tryggðum. Að minnsta kosti einn hinna ákærðu hefur þegar gefið sig fram við bandarísk yfirvöld, en sá er fyrrverandi herforingi í Venesúela, Cliver Alcala, sem átti í náinni samvinnu við for- vera Maduro, Hugo Chavez, en lenti upp á kant við Maduro og hefur haldið sig í Kólumbíu. Maduro hefur áður sýnt að hann svífst einskis, til að halda sínum illa fengnu völdum. Stjórnarstefna hans hefur keyrt Venesúela í þrot og örygg- issveitir landsins beita pynt- ingum og ofbeldi til þess að halda almúganum niðri. Hann hefur notið stuðnings Rússlands, Kína og Kúbu og hefur það ef- laust átt ríkan þátt í að honum hefur tekist að halda völdum. Um helgina gerðist það að rúss- neska risaolíufélagið Rosneft, sem er í eigu ríkisins, tilkynnti að það mundi selja allar eigur sínar sem tengjast Venesúela. Þetta gerist ekki aðeins eftir ákæruna á hendur Maduro held- ur líka tæpum þremur vikum eft- ir að bandarísk stjórnvöld settu fyrirtækið á svartan lista fyrir viðskipti við Venesúela og þar með brot á viðskiptabanni Bandaríkjanna. Ekkert er hægt að fullyrða um hvort þessar aðgerðir duga til að koma Maduro frá völdum, en honum hlýtur þó að vera orðið mjög órótt, einkum ef ákvörðun Rosneft reynist aðeins upphafið á því að Rússar hverfi alfarið frá stuðningi við hann. Ákærur Bandaríkj- anna og ákvörðun Rússa þrengja mjög að Maduro} Óvenjulegt skref Um miðjan febr-úar kom út skýrsla á vegum stofnunarinnar ECLJ, eða Evr- ópsku réttar- farsmiðstöðv- arinnar, þar sem farið var yfir meint tengsl ýmissa hagsmunasamtaka og dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Niðurstöður skýrslunnar voru að mörgu leyti sláandi, þar sem fram kom að fjöldi dómara hefði átt í hagsmunatengslum við hags- munasamtök og stofnanir, sem jafnframt hefðu verið aðilar að málum sem dómstóllinn hefði fengið til meðferðar. Samtals taldi ECLJ sig hafa fundið 88 mál sem dómstóllinn dæmdi í á bilinu 2009- 2019, þar sem hægt væri að draga hlutlægni dómaranna í efa. Í ein- ungis tólf þeirra hefðu dómarar vikið sæti vegna tengsla sinna. Í úttekt Morg- unblaðsins um skýrsluna fyrr í mánuðinum var haft eftir skýrsluhöf- undum að þetta væri alvarlegt ástand, sem gæfi „tilefni til að draga sjálfstæði dómstólsins og hlutlægni dómaranna í efa. Hér þarf að gera bragarbót taf- arlaust.“ Skýrsluhöfundar bentu á að Mannréttindadómstóllinn þyrfti sjálfur að virða þær reglur sem hann krefðist af dómstólum í ríkjum Evrópu. Viðbrögð Mannréttinda- dómstólsins við skýrslunni hafa verið þau að svara hvorki henni né fyrirspurnum ECLJ um hvort að til standi að ræða efni hennar. Slík þögn eftir jafn alvarlegar og rökstuddar ásakanir er í meira lagi undarleg og veku verulegar efasemdir um dómstólinn. Mannréttindadóm- stóllinn svarar ekki alvarlegri og rök- studdri gagnrýni} Á dómstóllinn engin svör? R íkisstjórnin kynnti fyrir skömmu svokallaðan fjárfestingapakka til að blása lífi í efnahags- og atvinnu- lífið. Forystumenn atvinnulífsins gerðust fjölmiðlafulltrúar og fögn- uðu þessu mjög. Hvort það er vegna andrúms- loftsins í samfélaginu þar sem allir verða að vera sammála, ganga og dilla sér í takt eins og kónga- lest í góðri veislu, veit ég ekki. Hitt er annað mál að margt í þessum tillögum er sérstakt svo ekki sé meira sagt. Það sem vekur vitanlega athygli er að ekki hefur verið lagt nokkurt mat á það hvort þessi pakki fjölgi störfum. Ekki hefur verið skoðað hvar þessi störf verða til. Ekki hefur því verið svarað hvort störfin verða til í einkageiranum eða hjá ríkinu eða hvoru tveggja. Í raun hafa stjórnvöld ekki hugmynd um hverju þetta skilar. Í texta með þingsályktuninni sem um þetta fjallar segir m.a.: „Mikilvægt er að verkefnin skapi eftirspurn eftir ólík- um tegundum starfa og að þau dreifist um landið.“ Ekki er neitt að finna um hvernig það eigi að ná þessu markmiði. Annað sem vekur athygli er að sumt sem þarna er talið upp mun alls ekki búa til nein störf. Fjárfesta á í búnaði, setja í gang vinnu við eitt og annað sem skilar kannski ein- hverju seinna o.s.frv. Ýmislegt er svo talið upp í sk. nánari lýsingu á fjárfest- ingarverkefnum. Ríkiseignir fá 730 milljónir í ýmis verk- efni, eitt þeirra er: „Endurskipulagning á vinnurýmum Stjórnarráðsins.“ Annað verkefni kallast „Hönnun og end- urbætur á þingsal.“ Líklega er átt við þingsal Alþingis en í þetta og viðhald á húsnæði á að setja 62 milljónir. Á einum stað stendur „Þing- mannagátt er hluti af þróun rafrænnar þjón- ustu fyrir kjörna fulltrúa þjóðarinnar.“ Ég er hlynntur þessu en er þetta málið núna? Vega- gerðin á að fá sitt en um þau verkefni segir m.a.: „Í kjölfar óveðurs í vetur er þörf á end- urnýjun ýmissa kerfa og mæla, upplýsingagátt vega, upplýsingakerfi um veður og sjólag, end- urnýjun öldudufla, færanleg lokunarhlið, sjáv- arhæðarmælingar og frumrannsóknir hafna og stranda.“ Mér þætti gaman að vita hvernig end- urnýjun öldudufla og færanleg lokunarhlið geta verið bráðaaðgerð vegna efnahagsáfalls? Menntamálaráðherra fær sitt: „Efla Rannsókn- arsjóð og Innviðasjóð með það að markmiði að tryggja alþjóðlegt samkeppnishæfi á vísinda- samstarfi og rannsóknarumhverfi með bættri fjármögnun.“ Eflaust eru þessi atriði sem hér eru talin upp ágæt og mikilvæg á einhverjum tímapunkti. Mörg þeirra eru aug- ljóslega innan ríkisapparatsins og munu því ekki skapa nein störf utan kerfisins líkt og endurnýjun öldudufla. Fjármála- og efnahagsráðherra er vorkunn því svo virðist sem allir við borðið hafi orðið að fá eitthvað af kökunni og fyrir vikið sleikja nú ráðherrarnir út um, saddir og sælir að safna í sarpinn fyrir komandi kosningar. gunnarbragi@althingi.is Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Hvað verða mörg störf til við endurnýjun öldudufla? Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og varaformaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen stjórnvalda og 51% treystu hefð- bundnum fjölmiðlum Í ljós kom að um 70% þátttakenda í könnun Edelman fylgist daglega með fréttum af veirufaraldrinum. Á Ítalíu var hlutfallið hæst, sögðust 93% fylgjast með. En þó að hefðbundnir fjölmiðlar njóti ekki sama trausts og vinnuveit- endur og stjórnvöld sýnir könnunin engu að síður að þangað leitar al- mennningur í leit að upplýsingum um kórónuveiruna. Reynust 64% þátttakenda fá flestar fréttir um far- aldurinn þaðan. Bandaríski fréttavefurinn Axios kannaði 13. til 16. mars hvaðan fólk þar í landi teldi sig fá áreiðanlegustu upplýsingarnar um kórónuveiruna. Nefndu 85% sóttvarnayfirvöld, 77% Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), 70% stjórnvöld í heimaríki sínu, 53% nefndu alríkisstjórnina í Washington, 51% dagblöðin og 50% kapalstöðvarnar, 47% fréttavefi á netinu og 25% nefndu samfélags- miðla. Áhyggjur af samfélagsmiðlum Lítið álit fólks á áreiðanleika sam- félagsmiðla vekur athygli. Þessir miðlar, svo ágætir sem þeir eru ann- ars, hafa því miður verið gróðrarstía sögusagna og villandi staðhæfinga um árabil. Hafa margir haft áhyggj- ur af því að skilaboð heilbrigðis- yfirvalda yrðu skrumskæld á þess- um vettvangi og þannig grafið undan viðleitni þeirra til að ná tök- um á veirufaraldrinum. Og ekki hef- ur svo sem vantað að á samfélags- miðlunum væri dreift staðlausum sögum um uppruna og útbreiðslu kórónuveirunnar, hvers kyns gervivísindafréttum og pólitískum samsæriskenningum. En kann- anirnar benda til þess að þetta efni eigi ekki jafn greiðan aðgang að fólki nú og margir hafa óttast. Treysta íslenskum fjölmiðlum Í gær birti Gallup svo könnun á viðhorfum almennings hér á landi til ýmissa þátta er tengjast kór- ónuveirufaraldrinum. Kom í ljós að 95% þátttakenda treystu almanna- vörnum og stjórnvöldum til að tak- ast á við faraldurinn. Sérstaklega var spurt um fjölmiðla en ekki var greint á milli einstakra miðla eða spurt sérstaklega um samfélags- miðla. Kváðust 75% treysta fjöl- miðlum vel, en aðeins 8% sögðust treysta þeim illa. En þegar rýnt er frekar í svörin kemur á daginn að 7% þátttakenda sögðust treysta fjöl- miðlum „fullkomlega“, 29% „mjög vel“ og 39% „frekar vel.“ Af þeim sem vantreystu íslenskum fjöl- miðlum voru aðeins 2% sem sögðust treysta þeim „mjög illa“. Hljóta fjöl- miðlarnir að mega vel við þetta una. Fjölmiðlar á tíma kórónuveirunnar AFP Fjölmiðlar Á umbrota- og hættutímum eins og nú gegna hefðbundnir fjöl- miðlar mikilvægu hlutverki við miðlun frétta og skoðana. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Greint var frá því í dag-blaðinu Politiken í vikunnisem leið að traust almenn-ings á hefðbundnum fjöl- miðlum hefði aukist í Danmörku í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. Samkvæmt nýrri könnun fá danskir fjölmiðlar einkunnina 8,27 á kvarðanum einn til tíu yfir trúverð- ugleika á sama tíma og þátttakendur gáfu samfélagsmiðlum einkunnina 5,48. Þegar þátttakendur voru spurðir hvar þeir hefðu leitað upp- lýsinga síðustu daga sögðust 54% svarenda hafa leitað í danska fjöl- miðla, 45% í vefi hins opinbera og 22% í samfélagsmiðla. Spurðir hvað- an mikilvægast væri að fá upplýs- ingar nefndu 59% svarenda danska fjölmiðla, 54% upplýsingavefi hins opinbera og aðeins 5% samfélags- miðla á borð við Facebook og Twit- ter. „Könnunin leiðir í ljós að á krísu- tímum reiðir fólk sig aðallega á upp- lýsingar frá klassískum fjölmiðlum,“ var haft eftir Søren Schultz Jørgen- sen, prófessor við Álaborgarháskóla. Benti hann á að það kæmi óneit- anlega á óvart að samfélagsmiðlar nytu jafnlítils traust og raun bæri vitni í ljósi þess hversu mikið þeir eru notaðir. „Almenningur er óttasleginn og áhyggjufullur vegna faraldursins sem hefur áhrif á okkur öll. Á slíkum tímum viljum við fá réttar upplýs- ingar. Ástæða þess að fólk sækir í hefðbundna fjölmiðla er að þar er fljótt hægt að fá trúverðugar upplýs- ingar sem sífellt eru uppfærðar. Auk þess sem þar er rýnt í allar upplýs- ingar með gagnrýnum augum,“ sagpi Jørgensen. Treysta vinnuveitendum sínum Fleiri áþekkar kannanir hafa ver- ið gerðar að undanförnu. Könnun fyrirtækisins Edelman á trausti í löndum víða um heim, framkvæmd dagana 6. til 10. mars, leiddi í ljós að flestir hafa mesta trú á að vinnuveit- endur þeirra hafi áreiðanlegustu upplýsingarnar um kórónuveiruna. Sögðust 63% treysta upplýsingum frá vinnuveitanda sínum, 58% kváð- ust treysta upplýsingum á vefsíðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.