Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsréttur kemst að þeirri niður- stöðu í skaðabótamáli tveggja manna sem sóttu um embætti dóm- ara þegar Landsréttur var stofnaður að dómsmálaráðherra hafi verið heimilt, að fengnu samþykki Alþing- is, að skipa aðra umsækjendur dóm- ara við réttinn en þá sem dómnefnd hafði metið hæfasta. Tilskilið var að þeir uppfylltu almenn hæfisskilyrði laganna. Var kröfum þeirra um skaðabætur synjað og þar með snúið dómi héraðsdóms, en niðurstaða héraðsdóms staðfest um miskabæt- ur til annars þeirra. Jón Höskuldsson og Eiríkur Jóns- son voru meðal þeirra fimmtán um- sækjenda um dómaraembætti við Landsrétt sem dómnefnd hafði met- ið hæfasta. Í tillögu Sigríðar Á. And- ersen, þáverandi dómsmálaráð- herra, til Alþingis var lagt til að aðrir umsækjendur yrðu skipaðir Héraðsdómur hafði dæmt ríkið til að greiða Jóni 4 milljónir í skaðabæt- ur vegna tapaðra launa og 1,1 milljón í miskabætur og fallist á skaðabóta- skyldu ríkisins gagnvart Eiríki. Rík- ið áfrýjaði báðum málunum til Landsréttar. Áttu ekki rétt á embætti Jón og Eiríkur töldu að ef ráð- herra hefði farið að lögum við tillögu- gerð til Alþingis hefðu þeir fengið dómaraembættin. Meirihluti Landsréttar, tveir dómarar af þremur, komst að þeirri niðurstöðu í báðum málunum að sönnunarbyrði hvíli á umræddum umsækjendum um það hvort skilyrð- um almennu skaðabótareglunnar um orsakasamband og sennilega afleið- ingu sé fullnægt. Þurfi þeir að sýna fram á að þeim hafi borið skipun í embætti dómara, umfram aðra um- sækjendur, að uppfylltum almenn- um hæfisskilyrðum laga. Segja dóm- ararnir að mennirnir hafi ekki getað gert það vegna þess að samkvæmt bráðabirgðaákvæði laganna hafi ráð- herra verið heimilt að fengju sam- þykki Alþingis að skipa annan eða aðra umsækjendur að því tilskildu að þeir uppfylltu almenn hæfisskilyrði laganna. Verði því ekki fallist á með þeim Jóni og Eiríki að þeir hafi, þrátt fyrir niðurstöðu dómnefndar- innar, átt lögvarinn rétt til að vera skipaðir dómarar við Landsrétt. Þriðji dómarinn, Árni Vilhjálms- son lögmaður, skilaði séráliti. Taldi hann að staðfesta hefði átt dóma hér- aðsdóms í báðum málunum, það er að Jón fengi dæmdar skaðabætur og að skaðabótaskylda ríkisins gagn- vart Eiríki yrði viðurkennd. Hæstiréttur hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið farið að ákvæðum laga um dómstóla við skipunina en í máli Ástráðs Har- aldssonar og Jóhannesar Rúnars Jó- hannssonar var niðurstaðan sú að dómsmálaráðherra hefði gengið fram hjá þeim tveimur án þess að gera sjálfstætt mat á hæfi þeirra. Viðurkenndi Hæstiréttur ekki skaðabótakröfu Ástráðs og Jóhann- esar en dæmdi ríkið til að greiða þeim 700 þúsund í miskabætur. Engar skaðabætur Jón Höskuldsson taldi sig hafa orðið fyrir rúmlega 30 milljóna króna fjártjóni vegna ákvörðunar ráðherra en héraðsdómur dæmdi honum 4 milljónir í skaðabætur. Landsréttur synjaði honum um skaðabætur, eins og fram kemur hér að framan. Hins vegar var staðfest niðurstaða héraðs- dóms um að íslenska ríkinu bæri að greiða Jóni 1,1 milljón í miskabætur. Honum voru einnig dæmdar 2 millj- ónir í málskostnað. Í máli Eiríks var ríkið sýknað af kröfu hans um að skaðabótaskylda yrði viðurkennd og dómi héraðsdóms þannig snúið. Málskostnaður var lát- inn falla niður þannig að báðir aðilar greiða sinn kostnað af málinu. Bæði Eiríkur og Jón sóttu síðar aftur um embætti dómara við Lands- rétt. Var Eiríkur í fyrra skipaður dómari við réttinn. Heimilt að skipa aðra umsækjendur  Landsréttur hafnar kröfum tveggja umsækjenda um dómaraembætti um skaðabætur Jón Höskuldsson Eiríkur Jónsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alls bárust 176 umsóknir um al- þjóðlega vernd til Útlendingastofn- unar fyrstu tvo mánuði ársins, 88 umsóknir í hvorum mánuði um sig. Af þeim voru 68 frá Venesúela, 15 frá Afganistan og 11 frá Írak. Sömu mánuði 2019 bárust alls 146 umsókn- ir um alþjóðlega vernd. Rúmlega 50 umsóknir um alþjóð- lega vernd hér bárust á fyrstu þrem- ur vikum marsmánaðar, að sögn Þór- hildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. Tvær umsókn- ir höfðu borist í gær frá því að ferða- takmarkanirnar tóku gildi 20. mars. Ferðabannið hefur áhrif Danir og fleiri þjóðir hafa tilkynnt að flutningi hælisleitenda til annarra landa á grundvelli Dyflinnar- reglugerðarinnar hafi verið hætt tímabundið til að draga úr hættu á því að dreifa kórónuveirusmiti. Þórhildur sagði að íslensk stjórn- völd hefðu ekki gefið sambærilega yfirlýsingu en í ljósi ferðatakmark- ana væri ekki verið að senda fólk á milli landa að svo stöddu. Fram- kvæmdin hér er því í raun hliðstæð við það sem gildir hjá nágrannaþjóð- unum. Hún sagði að Útlendingastofnun hefði frá upphafi fylgt tilmælum sótt- varnalæknis við móttöku nýrra um- sækjenda. Umsækjendur sem komið hafa undanfarið og munu mögulega koma núna fara í sóttkví og er haldið aðgreindum frá þeim sem dvelja í úr- ræðum stofnunarinnar á meðan þeir eru í sóttkvínni. Fyrstu tvo mánuði þessa árs var 89 veitt hér alþjóðleg vernd, umsókn- um 29 var synjað, 19 voru sendir til baka á grundvelli Dyflinnar- reglugerðarinnar, 23 fengu vernd í öðru ríki og mál 18 fengu önnur lok. Var því samtals 178 málum lokið. Fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd  Engir hælisleit- endur sendir utan vegna ferðabannsins Morgunblaðið/Eggert Útlendingastofnun Engum vísað brott vegna ferðatakmarkana. L e i ð b e i n i n g a r vegn a m i n nkað s s t a r f s h l u t fa l l s Atvinnurekanda er óheimilt að krefjast vinnuframlags frá launamanni umfram það starfshlutfall sem eftir stendur þegar starfshlutfall hefur verið minnkað Ef starfsmaður er færður í... 25% starf þá má atvinnurekandi fara fram á að hámarki 9,25 virkar klst á viku eða 40 virkar klst á mánuði í vinnuframlag frá og með 1. apríl. 50% starf þá má atvinnurekandi fara fram á að hámarki 18,5 virkar klst á viku eða 80 virkar klst á mánuði í vinnuframlag frá og með 1. apríl. 75% starf þá má atvinnurekandi fara fram á að hámarki 27,75 virkar klst á viku eða 120 virkar klst á mánuði í vinnuframlag frá og með 1. apríl. 25% 50% 75%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.