Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að búast mætti við því að dánartíðni af völdum kórónuveir- unnar næði hámarki eftir hálfan mánuð, sem er um páskana. Sagði forsetinn enn fremur að Bandaríkin yrðu á batavegi frá 1. júní að telja. Rætt hefur verið að skylda alla íbúa New York-borgar í sóttkví. Forsetinn telur slíka ráðstöfun óráð og leggur heldur til „strangar ferðatakmarkanir“ gagnvart íbúum New York, New Jersey og Con- necticut og tilkynnti þetta á Twitter, sínu helsta gjallarhorni. Trump sagði í viðtali við bandaríska fjöl- miðla á laugardaginn að hann teldi skynsamlegt að setja alla New York í sóttkví. „Flórída er milli steins og sleggju. Þangað fara margir New York-bú- ar, við viljum það ekki,“ sagði Trump á laugardaginn. Samtímis þessu lét Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, þau orð falla að það væri ekkert annað en and-amerísk ráð- stöfun að loka New York-borg. Neyta ýtrustu ráða Rökstuddi hann mál sitt með því að borgaryfirvöld í New York hefðu þegar neytt ýtrustu ráða, bannað samkomur og skipað íbúum að halda sig heima. „Annars verðum við eins og Wuhan í Kína og það er ekkert vit í því,“ sagði ríkisstjórinn í sam- tali við CNN um helgina. Enn fremur hélt hann blaða- mannafund á laugardaginn og sagð- ist þar draga í efa að innilokun allra borgarbúa stæðist lög. „Eins efast ég um að slík ráðstöfun væri fram- kvæmanleg frá læknisfræðilegu sjónarmiði,“ sagði ríkisstjórinn. Stöðva allar bifreiðar „Ég get sagt það að ég vil ekki einu sinni heyra af þessum hug- myndum,“ sagði hann enn fremur. Skálmöld ríkir nú nánast í ná- grannaríkjum New York þar sem þjóðvarðliðar halda vörð á ríkja- mörkunum gagnvart Rhode Island og Connecticut og stöðva allar bif- reiðar með New York-skráningar- númer. Eru ríkjamörk Rhode Island og New York þó eingöngu á hafi úti. Ökumönnum eru afhentar skrif- legar leiðbeiningar um COVID-19 og hvernig þeim beri að haga sér í sóttkví þannig að best gagnist þeim og samlöndum þeirra og sem minnst hætta verði á smiti veirunnar. Hermenn ganga nú milli heimila í nágrannabyggðarlögum New York- borgar og spyrja heimilismenn hvort þeir hafi nýlega komið til borgarinnar. Sagði Cuomo enn fremur að hann óttaðist að sóttkví um alla New York-borg legði fjármálalíf þar í rúst. Á laugardaginn höfðu rúmlega 112.000 manns greinst með veiruna í Bandaríkjunum og reiknað með neyðarástandi þar næstu vikur. Segir hámarkstíðni dauðsfalla í nánd  Trump framlengir samskiptatakmarkanir til 30. apríl  Þjóðvarðliðar stöðva bifreiðar með skráning- arnúmer frá New York á ríkjamörkum  Rúmlega 112.000 smitaðir af kórónuveirunni vestanhafs AFP Fámennt Ronald Reagan-flugvöll- urinn í Arlington í Virginíu var svo gott sem mannlaus í gær. Bundeswehr-sjúkrahúsið í Ulm í Suðvestur-Þýskalandi tekur á móti frönskum borgara sem sýktur er af kórónuveirunni á myndinni sem fylgir þessari frétt. Frakkar neyta nú allra ráða til að tæma gjörgæslu- deildir sínar, þar sem einir koma og aðrir fara í dag, og treysta þar með- al annars á samstarfsfólk í Þýska- landi. Miðað við tölur gærdagsins voru 40.174 Frakkar smitaðir af veirunni og 2.606 látnir. Höfðu þá tæplega 3.000 smit greinst í Frakklandi á einum sólarhring. Á laugardaginn bárust tilkynn- ingar um um 319 dauðsföll af völd- um veirunnar í Frakklandi, en reiknað er með að fjöldi látinna auk- ist til muna þegar umönnunar- og elliheimili tilkynna um dauðsföll þar sem tölur helgarinnar taka ein- göngu til þeirra sem látist hafa á sjúkrahúsum. Pöntuðu milljarð gríma Samfélagið hefur að mestu verið í lamasessi í Frakklandi síðan 17. mars og lét Édouard Phil forsætis- ráðherra þau orð falla á föstudaginn að þau bönn sem frönsk stjórnvöld hafa nú mælt fyrir um verði að minnsta kosti í gildi til 15. apríl. Frakkar hafa bannað allar sam- komur og lokað skólum landsins. Auk þess hefur blátt bann verið lagt við öllum ferðalögum fólks öðrum en þeim sem lífsnauðsynleg teljast. Olivier Véran, heilbrigðisráðherra Frakklands, sagði á laugardaginn að frönsk heilbrigðisyfirvöld hefðu pantað rúmlega milljarð andlits- gríma í viðleitni sinni að hefta út- breiðslu kórónuveirunnar. Sagði Véran enn fremur að Frakkar hefðu notað 40 milljónir slíkra gríma vikulega. Senda sjúklinga yfir landamærin  Frakkar neyta liðsinnis Þjóðverja AFP Samstarf Tekið á móti frönskum sjúklingi í Suðvestur-Þýskalandi. Donald Trump Bandaríkjaforseti telur dánartíðni af völdum kórónuveirunnar ná hámarki um páskana. Hann ávarpaði þjóð sína í gær en hefur eftir þá ræðu tilkynnt að bann við samskiptum þegnanna sé nú fram- lengt til 30. apríl. Í baksýn er sjúkraskip sjóhersins, Comfort, eða Huggun. Trump hefur verið legið á hálsi fyrir að bregðast seint og illa við kórónuveirunni en yfir 100.000 Bandaríkjamenn hafa nú tekið sóttina. AFP Ávarpar þjakaða þjóð Michael Franzese var á sínum tíma hátt settur stjórnandi mafíunnar í New York. Hann ákvað þó að setjast í helgan stein enda lækkaði lífaldur- inn síst með tímanum. Franzese til- heyrði Colombo-fjölskyldunni, þeirri sem mest kvað að í New York-deild sikileysku mafíunnar Cosa Nostra. Franzese, sem á sínum gullaldar- árum gekk undir viðurnefninu „The Yuppie Don“, dregur nú orðið fram lífið á því að halda fyrirlestra sem auk annars ganga út á að koma vit- inu fyrir unga afbrotamenn í New York. Franzese segir í samtali við við- skiptatímaritið Forbes að nú gangi starfsemi sikileysku mafíunnar í New York að mestu leyti út á að selja kórónuveirupróf, andlitsgrímur og aðra bráðnauðsynlega hluti til varn- ar þeim veirufaraldri sem nú íþyngir heimsbyggðinni. „Þeir græða á tá og fingri á veir- unni og ætla sér ekki annað en að komast yfir svo mikið fé sem hugsast getur á eins skömmum tíma og hægt er. Þeir kæra sig kollótta um á hverj- um þeir svindla, þessi faraldur hefur opnað þeim hreint gósenland,“ segir Franzese enn fremur. Rich Jacobs, sem starfar hjá vef- afbrotadeild bandarísku alríkislög- reglunnar FBI í New York, segir að skipta megi auðgunarbrotum tengd- um faraldrinum í tvennt. „Annars vegar er þar um að ræða sölu á próf- unarbúnaði og lyfjum en á hinn bóg- inn tilboð um að fjárfesta í fyrirtækj- um sem fólki er tjáð að framleiði slíkan útbúnað,“ segir Jacobs við Forbes. Ray Kerr, fyrrverandi rannsakari hjá FBI, tjáir viðskiptatímaritinu enn fremur að mafíunni sé nú nauð- ugur einn kostur að afla sér fjár eftir öðrum leiðum en þeim hefðbundnu, sem dæmi megi nefna að öll ólögleg veðmál á kappleiki hafi nú að mestu lagst af í skugga kórónuveirunnar. Græða sem aldrei fyrr á veirunni  Mafían í New York loðin um lófana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.