Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 Steypt einbýlishús í Efra-Seli á Stokkseyri stóð í ljósum logum og börðust slökkviliðsmenn við eldinn frá tvö til tíu um kvöldið á laugar- daginn. Húsið stendur enn, en þó er allt brunnið inni í húsinu og því um tölu- vert tjón að ræða. Lögreglan á Suð- urlandi fer nú með rannsókn málsins og sagði Oddur Árnason yfirlög- regluþjónn að ekki yrðu gefnar upp- lýsingar um eldsupptök og tjón að svo stöddu. Húsið var vaktað af slökkviliðs- mönnum í gær þar sem bætt hefur í vind á svæðinu. Slökktu þeir í nokkr- um glæðum í gær og verða á varð- bergi varðandi fleiri. „Það hefur aðeins bætt í vind eftir hádegi og þá á glóð það til að taka sig eitthvað upp,“ sagði Pétur Pét- ursson, slökkviliðsstjóri brunavarna Árnessýslu. Eldur var fastur í millilofti uppi í rjáfri sem erfitt var að komast að en enginn var í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Eldsvoði í Efra-Seli á Stokkseyri  Tók 8 tíma að ráða niðurlögum eldsins Ljósmynd/Jóhann Óli Eldur Enginn var í húsinu þegar eldurinn braust út í Efra-Seli. „Vinnan heldur áfram en það hægir á henni og afgreiðslur frestast. Sveitarfélögin þurfa líka á öllu sínu fólki að halda núna og hafa lítið svigrúm í önnur verkefni,“ segir Ró- bert Ragnarsson, framkvæmda- stjóri RR ráðgjafar. Útbreiðsla kórónuveirufaraldurs- ins hefur sett strik í reikninginn við undirbúningsvinnu fyrir sameiningu sveitarfélaga víða um land. Fyrir- tæki Róberts heldur utan um slíka vinnu á fjórum stöðum; á Suður- landi, á Austur- landi, í Þing- eyjarsýslu og í Austur-Húna- vatnssýslu. „Við höfum frestað öllum verkþáttum þar sem fólk þarf að hittast á vinnu- stofum og mun það leiða til þess að verkefnum seinkar. Við höfum verið með fjölmenna fjarfundi þar sem upplýsingum er miðlað og átt í samráði. Þeir fundir hafa gengið vonum framar, en fjarfundaform hentar ekki nægilega vel fyrir vinnustofur,“ segir Róbert. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá höfðu fimm sveitarfélög í Vestur-Skaftafellssýslu og Rangár- vallasýslu áformað að taka ákvörð- un í vor um það hvort hefja ætti formlegar sameiningarviðræður sem gæti skilað nýju fimm þúsund manna sveitarfélagi. Ljóst er að þau áform frestast nú. Greiningarvinna heldur þó áfram og fjarfundir. „Það eru allir á kafi í öðru og mikið álag á starfsfólki okkar. Það er enginn bilbugur á okkur en það var sameiginleg ákvörðun að fresta vinnu starfshópa aðeins,“ segir Ant- on Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Hann kveðst búast við að ákvörðun um fram- haldið verði nú borin undir íbúa í september eða október. Eins og fram hefur komið áttu kosningar til sveitarstjórnar í nýju sveitarfélagi á Austurlandi að fara fram í næsta mánuði. Kveðst Ró- bert telja að þær muni fara fram síðsumars eða snemma í haust. Í Þingeyjarsýslu frestast vinna starfshópa en önnur greiningar- vinna heldur áfram og reglulegir fjarfundir samstarfsnefndarinnar sömuleiðis, að sögn Róberts, rétt eins og í Austur-Húnavatnssýslu. hdm@mbl.is Sameiningarvinnu seinkar til hausts  Kórónuveiran setur strik í reikninginn við sameiningar sveitarfélaga  Atkvæðagreiðslur í haust Anton Kári Halldórsson Hinn 25. mars lagði fyrsti bátur af stað í netarall Hafrannsóknastofn- unar. Á næstu dögum munu aðrir bátar, einn af öðrum, leggja af stað til þess að safna upplýsingum um lengdar- og þyngdarsamsetningu, kynþroska og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Verkefnið er einnig til þess fallið að meta árlegt magn kynþroska þorsks sem fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breyt- ingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum. Netarallið mun standa yfir fram til síðari hluta apríl og taka 5 bátar þátt í því. Um 45-60 trossur eru lagðar á hverju svæði og þeim dreift innan svæða á helstu hrygning- arslóðir þorsksins. Á hverju svæði er helmingur lagður í fyrirfram ákveðna punkta, fastar stöðvar, en skipstjórar ákveða hvar lausar stöðvar verða. Netarall hafið hjá Hafrann- sóknastofnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.