Morgunblaðið - 08.04.2020, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
Streymisfundur meðBjarna Benediktssyni, formanni
Sjálfstæðisflokksins, verður í hádeginu í dag,
miðvikudaginn 8. apríl kl. 12:00.
Streymt verður frá fundinum á Facebook-síðunni: Sjálf-
stæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi og
sendamá Bjarna spurningar á meðan
fundinum stendur.
Streymisfundur
meðBjarna
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN Í SUÐVESTURKJÖRDÆMI
Guðni Einarsson
Ragnhildur Þrastardóttir
Næstu dagar munu skera úr um það
hvort toppi kórónuveirufaraldursins
hafi verið náð hérlendis, en óvenju
fáir einstaklingar greindust smitaðir
af veirunni síðasta sólarhringinn, eða
24. Þetta sagði Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir á blaðamannafundi
almannavarna í gær.
„Það væri óskandi ef svo væri,“
sagði Þórólfur, sem bætti því við að
miklu fleirum hefði batnað undanfar-
ið en hefðu smitast. Síðasta sólar-
hring voru nokkuð færri sýni tekin
en dagana á undan, en þau voru um
1.100 talsins.
Virk smit í samfélaginu eru nú
rúmlega 1.000 en um 5% þjóðarinnar
eru í sóttkví eða hafa verið í sóttkví,
sem Þórólfur sagði í raun ótrúlegar
tölur.
„Við fylgjum spálíkani háskólans
mjög vel eftir. Við erum meira að
segja undir bestu spá nema hvað
varðar spá um innlagnir á gjörgæslu,
þar erum við yfir bestu spá og höfum
verið nálægt verstu spá,“ sagði Þór-
ólfur. Enn á toppur í innlögnum á
gjörgæslu eftir að koma fram en í
gær voru 13 á gjörgæslu samkvæmt
vefnum covid.is. 27 gjörgæslurými
eru á Landspítala og fimm á Sjúkra-
húsinu á Akureyri. Sjúklingar sem
berjast nú við COVID-19 liggja í um
40% gjörgæslurýma á landsvísu.
Aðrar bjargir kannaðar
Alma Möller landlæknir sagði á
blaðamannafundinum í gær að áætl-
anagerð væri þó í mótun sem lyti að
því að horfa á aðrar bjargir.
Hún sagði í samtali við Morgun-
blaðið í lok mars að verið væri að
skoða húsnæði sem gæti tekið við
sjúklingum ef til þess kæmi að heil-
brigðisstofnanir réðu ekki við fjölda
sjúklinga. Það færi eftir því hvaða
sjúklingar ættu að dvelja þar hversu
vel húsnæðið þyrfti að vera búið sér-
fræðibúnaði.
Þá sagði Alma sömuleiðis að bæði
gæti skortur á mannafla og húsnæði
sett strik í reikninginn þegar kæmi
að því að aðstoða veika.
Afléttingaráætlun eftir páska
Vinna vegna afléttingar sam-
komubanns og annarra takmarkana
á daglegu lífi fólks er enn í gangi og
verður áætlun um slíkt kynnt eftir
páska. Þórólfur sagði að sömuleiðis
þyrfti að skipuleggja það hvernig við
ætluðum að standa að komu ferða-
manna hingað til lands.
„Tilgangurinn er náttúrlega að
tryggja það að við fáum ekki aftur
faraldur hér í sumar eða haust,“
sagði Þórólfur, en erlendis hefur far-
aldurinn sums staðar sprottið upp
eftir að takmörkunum hefur verið af-
létt.
Smit í Eyjum orðin samtals 103
Heildarfjöldi kórónuveirusmit-
aðra sem tengjast Vestmannaeyjum
var í gær 103. Skimunarátaki Ís-
lenskrar erfðagreiningar í Vest-
mannaeyjum lauk um síðustu helgi.
Um 1.500 Eyjamenn voru skimaðir. Í
gær var eftir að fá niðurstöðu úr fjór-
um af sýnunum.
„Það var mikill munur að fá að-
komu Íslenskrar erfðagreiningar að
þessari skimun,“ sagði Hjörtur
Kristjánsson, umdæmislæknir sótt-
varna á Suðurlandi. Hann sagði að
áfram yrði haldið sýnatökum á Heil-
brigðisstofnun Suðurlands (HSU) í
Eyjum þegar þörf væri á eins og ver-
ið hefði.
Búið var að útskrifa 29 Eyjamenn
í gær sem höfðu veikst af kórónu-
veiru. Þá voru 213 í sóttkví. Hjörtur
sagði að mun færri bættust nú í hóp
þeirra sem færu í sóttkví en í upphafi
faraldursins. „Fólk er hálfpartinn
búið að hólfa sig af og umgengst
færri en áður,“ sagði Hjörtur. Tveir
sjúklingar úr Eyjum hafa verið lagð-
ir inn á Landspítala vegna Covid-19
en eru báðir útskrifaðir og komnir til
Vestmannaeyja aftur.
Hæg stígandi á Suðurlandi
Staðan annars staðar á Suðurlandi
varðandi kórónuveirufaraldurinn er
nokkuð góð, að sögn Hjartar. „Það er
hæg stígandi í fjölda tilfella og ekki
mikill fjöldi á hverjum stað. Það hef-
ur ekki verið mikið álag á heilbrigð-
iskerfið annars staðar en í Vest-
mannaeyjum varðandi staðfest
smit,“ sagði Hjörtur. Talsverður
fjöldi fór í sóttkví í tengslum við smit
í tveimur skólum en nú eru allir út-
skrifaðir. Tilfelli sem hafa kallað á
einangrun eða sóttkví hafa komið
upp í öllum sýslum Suðurlands og
flestum sveitarfélögum. Hjörtur
sagði það vera í takti við íbúafjölda á
hverjum stað en útbreidd smit hafi
ekki komið upp annars staðar á
Suðurlandi en í Vestmannaeyjum.
Hann sagði að Rauði krossinn
hefði unnið frábært starf við að halda
utan um fólk í sóttkví og einangrun
og fylgjast með því og högum þess.
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 45 613
Útlönd 0 0
Austurland 6 44
Höfuðborgarsvæði 1.143 2.557
Suðurnes 72 193
Norðurland vestra 35 38
Norðurland eystra 43 173
Suðurland 166 364
Vestfirðir 47 319
Vesturland 29 106
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands
Óþekktur
Erlendis
28.991 sýni hafa verið tekin
559 einstaklingar hafa náð bata
6 einstaklingar eru látnir
39 eru á sjúkrahúsi 13 á gjör-gæslu
1.021 eru í einangrun
Fjöldi smita frá 28. febrúar til 6. apríl
Heimild: covid.is og landspitali.is
1.586 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
1.586
1.027
28. 29. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6.
1.500
1.250
1.000
750
500
250
þeirra sem
hafa greinst
voru í sóttkví
73%
53%
11,9% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,84% sýna tekin hjá ÍE
13.531 hafa lokið sóttkví4.407 manns eru í sóttkví
Staðfest smit
Virk smit
Óvenjufáir greindust smitaðir
Næstu dagar skera úr um hvort toppi faraldursins er náð Áform um afléttingu kynnt eftir páska
Áætlun í mótun um fleiri bjargir Alls hafa 103 kórónuveirusmit greinst í Vestmannaeyjum
Ljósmynd/Lögreglan
Upplýsingafundur F.v. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma D. Möller
landlæknir og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Þau sátu fyrir svörum í gær.
Mótefna-
prófanir
munu ekki
hefjast hér
fyrr en far-
aldurinn er
farinn að
réna. Það
gæti verið
um miðjan
apríl, að
sögn Þórólfs
Guðnasonar sóttvarnalæknis.
Um er að ræða blóðpróf sem
sýna hvort einstaklingar hafi bú-
ið til mótefni gegn veirunni.
„Við viljum helst sjá farald-
urinn fara aðeins niður. Það er
ekki mjög marktækt að mæla
þetta of snemma. Þegar farald-
urinn er farinn að réna er kominn
tími í mínum huga til að mæla
þetta. Það verður kannski um
eða upp úr miðjum apríl.“
Í Þýskalandi hafa vottorð verið
gefin út fyrir þá sem hafa fengið
veiruna og myndað mótefni. Þór-
ólfur segir að það sé til skoðunar
að veita slík vottorð hérlendis.
„Það er nokkuð sem kemur bæði
til skoðunar fyrir Íslendinga sem
eru að ferðast erlendis og eins
gæti það komið til álita varðandi
ferðamenn sem eru að koma
hingað. Það er eitt af því sem ég
held að gæti þurft að skoða.“
Þórólfur sagði að mikið væri
um að aðilar byðu upp á svona
próf til sölu til heimabrúks eða
inni á rannsóknarstofu. Hann
varaði fólk við að kaupa slík próf
þar sem þau yrðu að vera örugg
og áreiðanleg.
ragnhildur@mbl.is
Er til skoð-
unar hér
VOTTORÐ UM VIÐNÁM
Þórólfur
Guðnason
„Það er mikilvægt að hafa í huga að
börn á ofbeldisheimilum hafa ekkert
val,“ sagði Sigþrúður Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastýra Kvenna-
athvarfsins, á blaðamannafundi al-
mannavarna í gær. Hún fór þar yfir
það hvernig þolendur og gerendur
heimilisofbeldis geti leitað sér að-
stoðar en hætta er á að heimilisofbeldi
verði bæði tíðara og hættulegra á tím-
um sem þessum.
Konur sem koma í Kvennaathvarfið
standa oftast í þeirri trú að börn þeirra
verði ekki fyrir áhrifum af því ofbeldi
sem þær verða fyrir innan heimilisins
ef það beinist ekki að barninu sjálfu.
„Oft er það kannski eins og það sé
það verkefni sem foreldrar í ofbeldis-
samböndum hafi leyst í bestu samein-
ingu, að telja sér trú um að börnin
verði ekki fyrir áhrifum af ofbeldinu ef
ofbeldið beinist ekki að þeim sjálfum.
Þessi trú er röng,“ sagði Sigþrúður.
Fjölmargar rannsóknir sýna fram á
að það að alast upp á ofbeldisheimilum
hafi gríðarleg áhrif á börnin.
„Ekki bara í nútíð […] heldur sýna
gríðarmargar rannsóknir að börn sem
alast upp á ofbeldisheimilum eru
miklu líklegri til að lenda í erfiðum að-
stæðum síðar á lífsleiðinni en þau börn
sem alast ekki upp á slíkum heim-
ilum,“ sagði Sigþrúður.
Ýmislegt getur hjálpað börnum að
halda sig á beinu brautinni en þar ber
helst að nefna það að þau hafi ein-
hvern að leita til sem þau treysta.
Eins og ástandið er núna hafa börn
færri til að leita til.
„Það mikilvægasta sem við getum
gert er að gera allt sem við getum til
að koma í veg fyrir það að börn dvelji
á ofbeldisheimilum,“ sagði Sigþrúður.
Kvennaathvarfið er opið nú eins og
alltaf og síminn opinn allan sólar-
hringinn. Starfsfólk heldur húsnæð-
inu opnu, hreinu og smitfríu, eins og
fram kom í stöðuskýrslu almanna-
varna í gær. Áætlun er til ef skipta
þarf hópnum upp vegna smits eða ef
finna þarf annað húsnæði.
Börn á ofbeldisheimilum eiga
ekkert val og líða fyrir ofbeldið
Hætt er við að heimilisofbeldi aukist á tímum sem þessum
Foreldrar telja oft að börn finni ekki fyrir heimilisofbeldi
KÓRÓNUVEIRUSMIT Á ÍSLANDI