Morgunblaðið - 08.04.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 08.04.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 Fróðlegt var að sjá fréttasprengj-una sem varð þegar spurðist að Boris Johnson væri á leið á sjúkra- hús. Teymi forsætisráðherra reyndi að forðast að úr yrði stórmál og Downingstræti dró för ráðherrans fram yfir útsendingu á einstæðu ávarpi Elísabetar II.    Kynning fréttar-innar var sú að læknar Johnsons hefðu talið rétt að fá nokkrar viðbót- arrannsóknir þar sem ekki hefði bráð nægjanlega af ráð- herranum.    Fréttamönnumþótti umbún- aðurinn götóttur. Snemma varð ljóst að Johnson yrði á sjúkrahúsinu um hríð og næst fréttist að forsætisráð- herra hefði verið fluttur á gjörgæslu og að þar væri öndunarvél til taks. Svo var upplýst að áður en farið var á gjörgæsluna hefði forsætisráðherra falið utanríkisráðherra sínum með símtali að inna af hendi þann hluta starfa sinna sem óhjákvæmilegt væri að annast. Engin önnur frétt komst að eftir það og hún sópaði burtu upp- settum forsíðum blaða fyrir nýjar.    Þegar forsætisráðherra Breta fékkheilablóðfall á miðri síðustu öld og lamaðist öðrum megin að kvöldi hélt hann ríkisstjórnarfund þannig á sig kominn um morguninn og enginn ráðherranna tók eftir neinu!    Svo var ekið með Winston Chur-chill, lækna og hjúkrunarlið úr bænum og þar ákveðið af útgef- endum stærstu blaða og fyrirmæli gefin til BBC um að ekkert skyldi fréttast um áfall ráðherrans.    Það liðu misseri áður en nokkuðfréttist. Winston Churchill Breyttir tímar STAKSTEINAR Boris Johnson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stórfelldur samdráttur í bílaumferð- inni á höfuðborgarsvæðinu frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst, virð- ist nú hafa hægt verulega á sér eða jafnvel stöðvast á undanförnum dög- um. Í umfjöllun Vegagerðarinnar um nýjustu tölur úr mælisniðum kemur fram að umferðin á höfuðborgar- svæðinu gæti hafa náð einhvers kon- ar jafnvægi. Umferðin hafi dregist gríðarlega saman miðað við seinasta ár en samdrátturinn í seinustu viku sé sá sami og í vikunni á undan. Þetta má sjá á öllum mælisniðunum þremur sem sýna umferðarþungann þar sem hægt hefur á samdrættinum í bílaumferðinni. Í seinustu viku var samdrátturinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu hutfallslega nokkurn veginn sá sami og í vikunni á undan borið saman við sömu vikur í fyrra eða í kringum 39%. „Umferð á Hafnarfjarðarvegi dregst langmest saman í viku 14 [seinustu viku] eða um tæplega 48% en minnst á Reykjanesbraut eða um tæp 34%,“ segir í frétt á vefsíðu Vegagerðarinnar. Á Vesturlands- vegi ofan Ártúnsbrekku dróst um- ferðin saman í seinustu viku um rúm 36% frá því sem var sömu viku á seinasta ári. omfr@mbl.is Lítil bílaumferð komin í jafnvægi  Sami samdráttur tvær vikur í röð  Mest breyting á Hafnarfjarðarvegi Morgunblaðið/Eggert Miklabraut Dregið hefur úr bílaum- ferð. Stundum er engan bíl að sjá. yfir viðræður við þá aðila sem hafa boðið í allar lóðirnar. Samkvæmt deiliskipulagi munu allt að 252 íbúðir verða byggðar í Breiðamýri við þrjár götur sem hafa hlotið heitið Hestamýri, Grásteinsmýri og Lambamýri. Við hverja götu verða þrjár fjöl- býlishúsasamstæður á 2-3 hæðum með íbúðum sem munu allar liggja að opnum grænum svæðum sem teygja sig inn á milli húsanna. Eftir miðju svæðinu mun renna lækur á milli grunnra settjarna þangað sem ofanvatni verður beint með sjálf- bærum lausnum. sisi@mbl.is Framkvæmdir við uppbyggingu fjöl- býlishúsabyggðar í Breiðamýri á Álftanesi eru komnar af stað. Garðabær hefur gert verksamn- ing við verktakafyrirtækið Loftorku ehf. um gatnagerðarframkvæmdir í kjölfar útboðs sem nýverið fór fram. Af því tilefni komu bæjarstjóri, bæjarfulltrúar og embættismenn á tækni- og umhverfissviði Garða- bæjar saman á staðnum ásamt fulltrúum verktakans til að fagna þessum merka áfanga, segir í frétt á heimasíðu Garðabæjar. Í lok janúar voru lóðir við Breiða- mýri auglýstar til sölu og nú standa Nýtt íbúðahverfi mun rísa á Álftanesi Ljósmynd/Garðabær Breiðamýri Áfanganum fagnað og þess gætt að hafa nægt bil milli manna. Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: Mið: 14-18. Lokað alla páskana. Alltaf opið í netverslun. VELKOMIN í NÝJA NETVERSLUN FRÍ HEIMSENDING! www.spennandi-fashion.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.