Morgunblaðið - 08.04.2020, Side 12

Morgunblaðið - 08.04.2020, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör Lífsverks lífeyrissjóðs Aðalfundur Engjateigi 9 – Reykjavík – þriðjudaginn 19.maí kl. 17.00 Engjateigur 9 105 Reykjavík www.lífsverk.is Rafrænt stjórnarkjör 8. til 17. apríl Rafrænt stjórnarkjör fer fram á vef sjóðfélaga á www.lifsverk.is dagana 8. – 17. apríl. Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa um tvö laus stjórnarsæti, karls og konu, til þriggja ára. Margrét Arnardóttir, núverandi stjórnarmaður, sóttist eftir endurkjöri og er hún sjálfkjörin í stjórn. Kjósa þarf um stjórnarsæti karls. Í framboði eru Agnar Kofoed-Hansen, Arnar Ingi Einarsson, Baldvin Ingi Sigurðsson, Bjarni Gnýr Hjarðar, Jóhann Þór Jóhannsson, Sverrir Kári Karlsson og Þorbergur Steinn Leifsson. Kynningar frambjóðenda eru á vefsvæði sjóðsins. Allir sjóðfélagar njóta kosningaréttar og á það einnig við um elli- og örorkulífeyris- þega. Eru sjóðfélagar hvattir til að nýta kosningarétt sinn. Aðalfundur þriðjudaginn 19. maí kl. 17.00 Aðalfundi sjóðsins sem halda átti í apríl hefur verið frestað til þriðjudagsins 19. maí kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn að Engjateigi 9, kjallara. 9,0% 8,0% 7,0% 6,0% 5,0% 4,0% 3,0% 2,0% 1,0% 0,0% 2015 2016 2017 2018 2019 10,0% Um Lífsverk lífeyrissjóð: Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða en allir geta greitt til séreignardeilda sjóðsins. Sérstaða sjóðsins er m.a. • Sjóðfélagalýðræði • Rafrænt stjórnarkjör • Góð réttindaávinnsla • Hagstæð sjóðfélagalán Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2019 var samtals 104,6 milljarðar kr. og hækkaði um 15,7 milljarða kr. á árinu. Hrein eign í samtryggingardeild var 86,0 milljarðar kr. og hækkaði um 11,6 milljarða kr. á árinu. Heildartryggingarfræðileg staða samtryggingardeildar var jákvæð um 0,1%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar er 4,9% sl. 5 ár og 3,8% sl. 10 ár. Hrein nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Samtryggingardeild 11,7% 9,0% Lífsverk 1 15,9% 12,9% Lífsverk 2 12,8% 9,9% Lífsverk 3 5,4% 2,7% Ávöxtun 2019: 5 ára meðaltal 10 ára meðaltal Hrein raunávöxtun – Samtryggingardeild Undanfarið höfum við heyrtráðleggingar úr ýmsumáttum sem snúa að því aðviðhalda heilbrigðum venjum sem snúa að hreyfingu, mat- aræði og svefni á þessum óvenjulegu tímum. Þetta eru verndandi þættir fyrir ónæmiskerfið og stuðla um leið að andlegu heilbrigði. Skipuleggja dagana Að halda skipulagi eða rútínu er krefjandi þegar vinna, skóli, félags- starf og skipulagðar frístundir eru ekki lengur fyrir hendi eða með breyttu sniði frá því áður. Freist- andi er að setja allt á bið þar til hlut- irnir detta í svipað far og áður. Þegar hversdagsleg rút- ína er svo farin úr skorðum getur það valdið streitu, kvíða, depurð, sam- viskubiti og áhugaleysi. Það getur hjálpað að búa til skipu- lag fyrir næsta dag eða nokkra daga fram í tímann. Það getur dregið úr þeirri óvissu og óöryggistilfinningu sem skiljanlega fylgir þessu tímabili. Þó þarf að passa að ætla sér ekki of mikið og setja upp einfalt og raunhæft plan. Gott er að setja inn í slíkt daglegt skipulag athafnir sem snúa að ábyrgð og skyldum (til dæmis vinna og heim- ilisverk), athafnir sem snúa að per- sónulegri umhirðu (svo sem klæða sig og fara í sturtu), athafnir með öðru fólki (sérstaklega nýta tölvu og síma) og ánægjulegar athafnir. Daglegt jafnvægi milli þessara athafna er talið stuðla að betri líðan og lund. Fjölga ánægjulegum athöfnum Þegar erfiðir tímar fara í hönd er fólk hvatt til að fjölga ánægjulegum athöfnum í slíku skipulagi og hafa þær að lágmarki 2-4 á dag. Hér þarf ekki að fara út í stórar aðgerðir eða leggja út mikinn kostnað. Aðalatriðið er að finna það sem hentar hverjum og einum. Við höfum hér safnað saman nokkrum hugmyndum um ánægju- legar athafnir sem hægt er að setja inn í skipulagið. Allar rúmast innan þeirra takmarkana sem við öll búum tímabundið við og margar henta líka í sóttkví þegar takmarkanir sem fólk býr við eru ennþá meiri. Listinn mið- ast við fullorðna en sumar athafnir passa auðvitað fyrir alla aldurshópa – og eru góð skemmtun.  Gera slökunar- eða núvitundaræf- ingar, hægt að nota öpp  Kortleggja ættartréð sitt  Gera heimaæfingar, t.d. styrktar- eða þrekæfingar og jóga  Leggja kapal  Spila skrafl á netinu  Umpotta plöntum  Fylgjast með tónleikum og öðrum menningarviðburðum á netinu  Sá fræjum að blómum og mat- jurtum  Nota hópmyndspjall til að hitta vini og ættingja  Hlusta á gamlar plötur sem þú hef- ur ekki hlustað á í langan tíma  Hringja í vini og athuga hvaða bók- um eða kvikmyndum þau mæla með  Horfa á tónlistarmyndbönd og upptökur af tónleikum  Búa til spilunarlista af tónlist  Gera lista af kvikmyndum sem mann langar að horfa á  Útbúa gjöf eða glaðning handa ein- hverjum  Prófa nýja uppskrift  Búa til klippimyndir úr gömlum tímaritum  Elda eða baka  Prófa ný öpp í símanum  Spila leiki í síma eða tölvu  Föndra minningabók  Lesa ljóðabækur  Skrifa bréf eða tölvupóst  Halda þakklætisdagbók, skrifa nið- ur 1-3 þakkarverð atriði á hverjum degi  Taka ljósmyndir í göngutúr  Spila eða læra á hljóðfæri  Fara í freyðibað  Teikna, lita eða mála  Flokka myndir í tölvunni / albúmum  Horfa á heimildamyndir eða nátt- úrulífsmyndir  Fara í göngutúr á nýjan stað eða fara nýja leið  Skrifa í dagbók  Lesa upphátt fyrir einhvern  Leyfa sér að dreyma dagdrauma  Syngja í sturtu  Hringja í gamla vini eða ættingja sem maður hefur ekki heyrt í lengi  Skipuleggja tónlistarsafnið uppi í hillu eða í tölvunni  Vinna í garðinum  Prófa nýjan tölvuleik  Setja sameiginleg markmið um hreyfingu með vini og veita stuðning úr fjarlægð  Búa til æfingaprógramm eða finna tilbúið á netinu  Skipuleggja geymsluna  Taka með kíki í göngutúr og skoða fugla  Taka til og þrífa, t.d. fyrir eitt her- bergi í einu  Horfa á uppáhaldsbíómyndirnar sínar.  Lesa aftur bók sem manni fannst skemmtileg  Hlusta á nýjar hljómsveitir eða plötur  Skoða gömul myndaalbúm, sér- staklega þau sem vekja góðar minn- ingar  Horfa á íþróttir  Semja ljóð eða texta við lög  Senda fyndin myndbönd, tónlist eða myndir til vina  Læra ný dansspor  Fara í göngutúr og hlusta á tónlist eða hljóðbók á meðan  Sinna viðhaldi, t.d. mála eða gera við ef eitthvað er bilað  Fara í göngutúr í núvitund með at- hygli á öllum skilningarvitum  Lesa og fá lánaðar bækur  Læra að prjóna eða hekla  Gera lista af bókum sem mann langar að lesa  Hlusta á hljóðbækur, hlaðvörp og útvarpsþætti  Nota myndbönd til að læra eitt- hvað nýtt, t.d. skrautskrift, hár- greiðslu eða gera við þvottavél  Endurraða húsgögnum  Endurskipuleggja fataskápinn Ánægjulegar athafnir í samkomubanni Morgunblaðið/Ómar Útivera Göngutúr er góður fyrir bæði líkamann og sálina eða þá að fara út með sjónauka og fylgjast með fuglum sem nú flykkjast til Íslands handan um höf. Heilsuráð Höfundar eru starfsmenn í geð- heilsuteymi Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins – vesturhluta. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Gítar Gott að nota tímann nú og reyna fyrir sér í tónlistarnámi Athöfnum í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á föstudaginn langa og páskadag verður steymt á facebooksíðunni Frí- kirkjan í Hafnarfirði. Vegna samkomubanns liggur hefðbundið safnaðarstarf niðri rétt eins og ann- að félagslíf í landinu. Boðun með nýj- um leiðum hefur hins vegar fengið góðar viðtökur, segir séra Sigurvin Lárus Jónsson, prestur við kirkjuna. „Við höfum fundið mikið þakklæti og sterk viðbrögð utan af akrinum. Þar nefni ég til dæmis frá íbúum á Hrafnistuheimilinu hér í Hafnarfirði, sem eru í heimsóknabanni aðstæðna vegna í samfélaginu. Reynslan af þessu helgihaldi er mjög góð,“ segir Sigurvin sem annst athafnir þessar með Einari Eyjólfssyni safn- aðarpresti. Alls sáu um 7.000 manns fyrstu athöfnina í Fríkirkjunni sem streymt var á netinu og hefur áhorfendum fjölgað jafnt og þétt síðan. Athöfnin á föstudaginn langa verður kl. 21 og páskadagsmessan öllum hefðum samkvæmt kl. 8 að morgni. Fríkirkja á Facebook Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hafnarfjörður Fríkirkjan fer nýja leið. Helgihaldið er nú á netinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.