Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 28
Auðnalóa Þessi gæti verið komin langt að, jafnvel alla leið frá Asíu. Hún sást við Hvalsnes 22. júlí í fyrra og er þarna í góðum félagsskap lóuþræla. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Háleggur, tígultáti, klettasvala, kol- önd, fjalllóa og svölustelkur eru heiti á fuglum, sem Guðmundur Falk, fuglaljósmyndari í Reykjanesbæ, hef- ur á hraðbergi. Hann sinnir fugla- skoðun, myndatökum og merkingum af fuglum af krafti og á síðasta ári sá hann alls 180 tegundir fugla, sem mun vera Íslandsmet. Þar af sá hann 27 fugla í fyrsta skipti og hefur siglt hratt inn á topp 20 lista fuglaskoðara sem flesta fugla hafa séð á Íslandi. Guðmundur hefur alls séð 243 fuglategundir, en sjö þeir fuglaflestu státa af yfr 300 fuglum á sínum lista. Þangað segist Guð- mundur stefna ótrauður. Óhætt er að segja að vel hafi gengið í vetur því á tímabilinu frá 1. desember til loka febrúar sá hann alls 89 tegundir. Guðmundur segir fuglaskoðun og leitina að nýjum fuglum vera spenn- andi áhugamál. Hann hefur þó ekki alltaf verið sérstakur áhugamaður um fugla, en segist alltaf hafa fylgst vel með þeim og lærði sem krakki í Keflavík að þekkja ólík egg fuglanna á Miðnesheiði og Hafnaheiði á Reykjanesi. Tekur nýja sportið með trompi Síðustu ár hefur orðið breyting á og alvaran við fuglaskoðunina tekið við. „Ég er þannig dellukarl að þegar ég hendi einni dellunni verður sú næsta enn ágengari,“ segir Guð- mundur. „Ég fæ ástríðu fyrir öllu sem ég tek mér fyrir hendur og fer þá alla leið. Hér áður fyrr var ég mikill veiðimaður, en svo kom að því ég veiddi yfir mig og lagði veiðistöng- inni. Í staðinn fór ég yfir í fugla- skoðun og myndatökur og hef síðustu árin lifað fyrir þessa ástríðu. Ég hreinlega safna fuglum og þeim mun fágætari sem þeir eru þeim mun glað- ari verður þessi gamli veiðimaður.“ Hann hefur tekið nýja sportið sitt með trompi og eins og þeir hörðustu í þessari grein ferðast hann um landið með myndavélina að vopni ef ein- hvers staðar fréttist af flækingi, sem sjaldan eða jafnvel aldrei hefur sést á landinu áður. „Ég kolféll fyrir þessu árið 2014,“ segir Guðmundur. „Þá sá ég fyrsta flækinginn minn og þar með var þetta ráðið. Þetta var trjámáfur, en ég var ekki klárari en svo að ég hélt að ég væri að horfa á venjulegan hettumáf. Mér var bent á að þetta væri merki- legur fugl sem verpir við vötn í barr- Tígultáti Fannst í Sólbrekku 7. október 2019, þriðji fugl á Íslandi, annar sem finnst á lífi. Amerískur víxlnefur Fannst í Sólbrekku 14 nóvember 2017, sá fyrsti sem finnst í Evrópu. Trjástelkur Þessi evrópski fugl fannst á Fitja- tjörn 15. maí í fyrra, níundi fuglinn hérlendis. Ástríðufullur fuglaskoðari  Þegar ég hendi einni dellu verður sú næsta enn ágengari, segir Guðmundur Falk fuglaljósmyndari  Safnar og myndar sjaldgæfa fugla  Á einni viku í haust fékk hann næturgala og tígultáta í fuglanet Ljósmyndir/Guðmundur Falk Háleggur Fuglinn sá Guðmundur á Miðhúsasíki 20. apríl 2017 og var það í fyrsta skipti sem hann fannst hérlendis. Svölustelkur Fannst á Sandgerðistjörn 5. maí 2018, fimmti fugl þessarar tegundar. 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 Pantanir í s. 558 0000 & info@matarkjallarinn.is Aðalstræti 2, 101 Rvk. |www.matarkjallarinn.is MATARPAKKI 1 Koníaksbætt humar- og kóngakrabbasúpa m/steiktum humar og kryddjurtarjóma Grilluð nautalund m/piparsósu, tvíbakaðri kartöflu, steiktum villisveppum og rótargrænmeti Súkkulaði ganache m/hindberjum, heslihnetum og saltkaramellu 4.990 á mann fyrir 2 rétti 5.990 á mann fyrir 3 rétti MATARPAKKI 2 Nauta carpaccio m/trufflu majónesi og reyktummöndlum Hægeldað andarlæri m/heimagerðu rauðkáli, tvíbakaðri kartöflu, steiktum villisveppum og rótargrænmeti Súkkulaði ganache m/hindberjum, heslihnetum og saltkaramellu 4.990 á mann fyrir 2 rétti 5.990 á mann fyrir 3 rétti Matarpakkar heim að dyrum Alls sá Guðmundur Falk 27 nýjar tegundir á síðasta ári fyrir utan að sjá ýmsa aðra sjaldgæfa fugla sem hann hafði séð áður. Suma þessara fugla fann hann sjálfur, en aðra eftir ábendingar frá öðr- um fuglaáhugamönnum. Nýjar tegundir á lista Guð- mundar í fyrra voru: trjástelk- ur, lyngstelkur, flóastelkur, dvergsvanur, mjallgæs, hrók- önd, svaltrosi, fjalllóa, blá- hegri, fjallvákur, gjóður, klapparmáfur, beltaþyrill, bláþyrill, sönglævirki, brand- svala, klettasvala, trjátitt- lingur, næturgali, tígultáti, mánaþröstur, þorraþröstur, síkjasöngvari, skopsöngvari, grásvarri, grákráka og orm- skríkja. 27 nýjar teg- undir í fyrra STÖÐUG LEIT AÐ FUGLUM Ástríða Guðmundur Falk hefur sinnt fuglaskoðun, myndatökum og merkingum af kappi síðustu ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.