Morgunblaðið - 08.04.2020, Page 35

Morgunblaðið - 08.04.2020, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 Kórónuveiran hefur sett heiminn í efna- hagslega herkví. Hag- fræðingar geta ekki sótt í gamlar kennslu- bækur til að teikna upp skynsamleg við- brögð. Spámódel, jafnt hin flóknustu sem einföld tímaraða- módel, ná ekki utan um það sem er að gerast. Í stað þess að birta spár um þróun efnahagsmála leggja hagfræðingar fram „sviðs- myndir“ til að reyna að átta sig á stöðunni og hver sé líkleg þróun. Efnahagsleg áhrif kórónufarald- ursins hafa komið hratt en örugg- lega í ljós. Í stað vaxtar á þessu ári mun hagkerfi heimsins dragast saman. Fá lönd sleppa undan áhrifunum, allt frá Kína til Banda- ríkjanna, frá Þýskalandi til Arg- entínu, frá Suður-Kóreu til Ís- lands. Samdrátturinn kemur verst niður á löndum sem eiga mikið undir opnum alþjóðlegum við- skiptum. Ísland er eitt þeirra. Barátta við veiruna er tvíþætt. Annars vegar að verja líf og heilsu almennings. Sú barátta er í for- gangi. Hins vegar að verja efnahag þjóða, fyrirtækja og heimila – tryggja efnahagslega framtíð. Áhrifaríkasta vopnið í baráttunni við hættulegan vírus, fyrir utan al- mennt hreinlæti, er í senn einfalt, áhrifamikið og kostnaðarsamt: Að stöðva eða hægja hressilega á hjól- um efnahagslífsins og takmarka bein mannleg samskipti. Höfum ekki leiðavísi Vandinn er sá að við vitum ekki hversu lengi stríðið mun standa. Við vitum ekki fyrir víst hvenær við getum snúið til okkar daglega hefðbundna lífs – hitt vini og kunningja, tekið í hendur á góðu fólki og faðmað þá sem okkur þyk- ir vænt um. Enginn getur sagt með vissu hvenær veitingastaðir verða opnaðir aftur, hvenær rak- arinn getur tekið skærin aftur fram eða snyrtifræð- ingurinn fær að bjóða viðskiptavini sína aft- ur velkomna. Engar kennslu- eða fræðibækur í hagfræði eða fjármálafræði geyma leiðarvísi fyrir stjórnvöld eða for- ystumenn í atvinnulíf- inu um hvernig best sé að bregðast við að- stæðum, þar sem búið er að „slökkva“ á vél- um viðskipta, af illri nauðsyn. En verkefnið liggur ljóst fyrir. Að koma súrefni til tekjulausra/-lítilla fyrirtækja til að fleyta þeim í gegnum erfiða tíma. Hættan er sú að fyrirtæki leysist hreinlega upp í súru baði fasts kostnaðar án þess að eiga nokkra raunverulega möguleika á að afla tekna. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda á síðustu vikum hafa verið nauðsyn- legar og skapað svigrúm til frekari ráðstafana til að styðja við at- vinnulífið – fyrirtæki og heimili. Það er skynsamlegt að gefa fyr- irtækjum kost á því að fresta greiðslu opinberra gjalda fram á komandi ár. Að sama skapi skiptir það miklu að auka bolmagn banka- kerfisins til nýrra útlána og að rík- issjóðir gangist á ábyrgð fyrir hluta lána til fyrirtækja. En meira þarf að koma til eins og öllum má vera ljóst. Að velta sköttum og gjöldum á undan sér í von um betri tíma létt- ir undir og hið sama á við um ný lán á hagstæðum kjörum. En þetta dugar skammt ef fyrirtæki eru tekjulítil/-laus fórnarlömb óvær- unnar. Þess vegna hljóta beinar greiðslur ríkisins til að standa undir hluta af föstum kostnaði fyr- irtækja að koma til greina. Við þurfum að tryggja að sem flest fyrirtæki, ekki síst lítil og með- alstór, eigi sér viðreisnar von þeg- ar hildarleiknum lýkur. Hvað höfum við lært? Við eigum eftir að læra margt af þeim hamförum sem ríða yfir ís- lenskt samfélag. Sumt mun síast hægt og bítandi inn, annað kallar á endurmat, nýja hugsun og nýja nálgun. Um eitt höfum við fengið full- vissu – hafi einhver efast: Það er gæfa Íslendinga að hafa með sér þjóðarsáttmála um að tryggja öll- um aðgengi að nauðsynlegri heil- brigðisþjónustu, óháð efnahag. Sterkt heilbrigðiskerfi með öflugu starfsfólki skiptir sköpum í að verja líf og heilsu. Það er vegna þess sem við vitum að fyrr fremur en síðar munum við yfirstíga að- steðjandi ógn. Síðustu vikur hafa einnig sýnt og sannað hversu mikilvægt það er fyrir frjálsa þjóð að tryggja mat- vælaöryggi. Ísland er matvæla- framleiðsluland, til sjávar og sveita. Hafi einhver ekki áttað sig á mikilvægi landbúnaðar áður en hamfarirnar riðu yfir, ætti allur efi að hafa gufað upp líkt og dögg fyr- ir sólu. Og þótt ekki blási byrlega á sumum mörkuðum fyrir sjávaraf- urðir í nokkrar vikur, er augljóst að enn á ný mun sjávarútvegurinn skipta þjóðina miklu í nýrri upp- byggingu efnahagslífsins. Við höfum einnig séð hversu mikilvægt það er að til séu öflug hátæknifyrirtæki hér á landi – fyrirtæki sem sprottinn eru úr ís- lenskum jarðvegi með íslensku hugviti og þekkingu. Össur hefur reynst öflugur bakhjarl heilbrigð- iskerfisins. Íslensk erfðagreining með Kára Stefánsson í fararbroddi hefur verið í lykilhlutverki í bar- áttunni við illvíga veiru. Hælbít- arnir hafa því þagnað, a.m.k. um sinn. Nú þegar gefur hressilega á bát- inn höfum við einnig fengið stað- festingu á því hversu mikilvægt það er að fylgja aðhaldssamri stefnu í ríkisfjármálum á tímum góðæris. Safna korni í hlöðurnar fyrir mögru árin. Þessari stefnu hefur verið fylgt allt frá 2013 und- ir forystu Bjarna Benediktssonar. Þess vegna erum við Íslendingar betur í stakk búnir en flestar aðr- ar þjóðir að glíma við efnahagsleg áföll. Í eftirleik þessara hörmunga eigum við eftir að svara mörgum spurningum. Hvernig mun hag- kerfi heimsins breytast? Hvaða áhrif hefur faraldurinn á al- þjóðlega samvinnu? Hvernig breytast grunnhugmyndir stjórn- málanna? Eða mun ekkert breytast og allt falla í sama farið? Vonandi ekki, því þá höfum við lítið lært. Eftir Óla Björn Kárason » Við eigum eftir að læra margt af þeim hamförum sem ríða yfir. Sumt síast hægt og bít- andi inn, annað kallar á endurmat, nýja hugsun og nýja nálgun. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Fánýtar kennslubækur Morgunblaðið/Árni Sæberg Skiptum um gír „Barátta við veiruna er tvíþætt. Annars vegar að verja líf og heilsu almennings. Sú barátta er í for- gangi. Hins vegar að verja efnahag þjóða, fyrirtækja og heimila – tryggja efnahagslega framtíð.“ Efnahagsleg áhrif COVID-19 á Ísland og heimsbyggðina alla eru án fordæma. Áhrifanna mun sam- kvæmt bjartsýnustu spám gæta vel fram á næsta ár, og svartsýn- ustu spám mun leng- ur. Til skamms tíma fáum við lítið við ráðið. Það má segja að ýtt hafi verið á pásu í hagkerfum heimsins í bili. Það eru rétt við- brögð enda líf og heilsa fólks í al- gerum forgangi við aðstæður sem þessar. Til lengri tíma litið munu aðgerðir stjórnvalda í efnahags- málum hins vegar skipta sköpum um það hversu hratt einstök lönd jafna sig á efnahagslegum afleið- ingum veirunnar. Of lítil eða of sein viðbrögð auka líkurnar á mun meira efnahags- legu tjóni en ella. Að fleiri störf tapist og að kaupmáttarskerðing heimilanna verði meiri. Slík þróun leiðir af sér dýpri og langvinnari efnahagssamdrátt en annars hefði orðið. Það er af þeim ástæðum sem nágrannalönd okkar eru að grípa til fordæmalausra aðgerða og efnahagslegrar innspýtingar af hálfu hins opinbera. Mikilvægt er að verja atvinnulífið og þar með störf og lífsviðurværi landsmanna með ráðum og dáð. Stór hluti fyrirtækja, hér á landi sem ann- ars staðar, er nær tekjulaus eða að ganga í gegnum gríðarlegan tekju- samdrátt. Nýleg könnun Samtaka at- vinnulífsins sýnir þannig að forsvars- menn 9 af hverjum 10 fyrirtækjum gera ráð fyrir tekjusamdrætti upp á um 50% að meðaltali á tímabilinu frá apríl og fram í júní. Hálfdrættingur á við nágrannalöndin Þetta er efnahagslegt högg án allra fordæma og kallar á efna- hagslegar aðgerðir af hálfu stjórn- valda í samræmi við það. Því miður gefa fyrstu viðbrögð stjórnvalda ekki til kynna að sú verði raunin. Ríkisstjórnin kynnti á dögunum aðgerðir upp á 230 milljarða króna. Þótt ríkisstjórnin kysi að kalla þetta umfangsmestu efnahags- aðgerðir sögunnar blasir við að þær eru t.d. mun minni að umfangi en efnahagsaðgerðir stjórnvalda eftir hrun. Íslensk stjórnvöld eru líka aðeins hálfdrættingar á við ná- grannalönd okkar þegar kemur að fyrstu aðgerðum. Það er athyglisvert þegar haft er í huga að umfang ferðaþjónustu í íslensku efnahagslífi er hlutfalls- lega mun meira en víðast hvar annars staðar. Hér á landi voru ferðamenn á hvern íbúa nærri sjö árið 2018 samanborið við liðlega einn að meðaltali í Noregi, Svíþjóð og Danmörku sama ár. Ferðaþjón- ustan er sú atvinnugrein sem verð- ur langverst úti vegna kórónuveir- unnar og því er fyrirsjáanlegt að hér munu tapast fleiri störf og heimili landsins verða af meiri tekjum en annars staðar. Samstaða um stærri efnahagsleg skref Afgerandi skref eru það sem kallað er eftir á sviði efnahags- mála. Aðgerðir sem taka til heim- ila, atvinnulífsins og fjölbreytileika þess. Rétt er að hafa í huga að stærstur hluti aðgerða stjórnvalda til þessa er aðeins fólginn í frestun gjalddaga opinberra gjalda og mögulegra lánveitinga til fyr- irtækja með ríkisábyrgð. Um 170 milljarðar af 230 milljarða aðgerð- arpakka stjórnvalda eru þess eðlis en aðeins um 60 milljarðar, eða rúmur fjórðungur, eitthvað sem kalla mætti beina innspýtingu í efnahagslífið. Slíkt mun engan veg- inn duga og sýnir ákveðið andvara- leysi. Vert er að hafa í huga að stjórnvöld hafa víðtækan pólitískan stuðning til afgerandi aðgerða. Það þarf að fella niður opinber gjöld, ekki bara fresta greiðslu þeirra. Það þarf að auka endurgreiðslur til rannsókna, nýsköpunar og þróun- ar. Það þarf umfangsmiklar fjár- festingar í innviðum strax á þessu ári. Það þarf að lækka skatta og koma súrefni til atvinnulífsins á meðan þetta ástand varir ef efna- hagslegar afleiðingar veirunnar eiga ekki að verða enn verri og langvinnari en ella. Mikilvægt er að hafa í huga þeg- ar verið er að ráðast í aðgerðir til bjargar fyrirtækjum að erfið staða þeirra nú er fyrst og fremst vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda um heim allan en ekki slæmrar rekstr- arstöðu þeirra áður en þessi kreppa skall á. Í því liggur grund- vallarmunur miðað við viðbrögð og umræðu um lífvænleg fyrirtæki í hruninu 2008 og nú. Þær ákvarð- anir sem teknar eru og aðgerðir sem ráðist verður í á þessum tíma- punkti munu hafa afdrifarík áhrif á framtíð íslensks samfélags. Við í Viðreisn höfum ítrekað bent á að betra sé að gera meira en minna og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að höggið verði of þungt og setja all- an kraft í að tryggja viðspyrnu ís- lensks efnahagslífs hið fyrsta. Afgerandi aðgerðir núna, ekki síðar Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur »Efnahagsleg áhrif COVID-19 á Ísland og heimsbyggðina alla eru án fordæma. Áhrif- anna mun jafnvel gæta vel fram á næsta ár, og jafnvel lengur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er formaður Viðreisnar. thorgerdurkg@althingi.is 550 490 465 440 300 300 234 180 Umfang aðgerða miðað við stærð hagkerfa Þýskaland Svíþjóð Spánn Bretland Danmörk Noregur Ísland Finnland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.