Morgunblaðið - 08.04.2020, Side 42
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
„Við ætlum að telja í aftur og gera
föstudaginn langa aðeins styttri,“
segir Páll Óskar í samtali við K100.is
en hann ætlar að hertaka stúdíó
K100 í annað sinn og halda Pallaball
í beinni klukkan 20.00 á föstudaginn
langa.
„Þetta verður auðvitað stór-
skrýtin páskahelgi og við verðum
bara að leita allra leiða til að ná að
halda páskana hátíðlega,“ bætir
hann við.
Endurtekur Páll Óskar leikinn frá
því síðustu helgina í mars en þá var
svo mikil aðsókn á Pallaballið á K100
að netþjónninn hreinlega hrundi.
Viðtökurnar komu á óvart
„Ég held að ekkert okkar hafi átt
von á þessum viðtökum en nú er búið
að ganga úr skugga um að netþjónn-
inn geti staðist og höndlað svona
álag þannig að fólk geti fylgst með í
beinni bæði á netinu, í Sjónvarpi
símans og svo auðvitað í útvarpinu á
K100,“ segir Páll.
„Við ætlum að stilla þessu upp ná-
kvæmlega eins og við gerðum þetta
síðast. Ég verð í stúdíóinu á K100 og
massa þetta bara beint framan í
myndavélina,“ segir hann.
Segir Páll að honum hafi þótt sér-
staklega vænt um þau viðbrögð sem
hann hafi fengið eftir síðasta Palla-
ball.
Fær klapp í gegnum
samfélagsmiðla
„Mér fannst gríðarlega fallegt að
sjá viðbrögðin í gegnum samfélags-
miðlana. Það er pínu „fríkað“ fyrir
mig að troða upp með svona
„stuðprógramm“ með engum áhorf-
endum og fá ekkert klapp. Þannig að
ég bað þá sem væru að fylgjast með
að láta vita af sér og klappa fyrir
mér í gegnum samfélagsmiðla. Það
var svakalega fallegt að sjá við-
brögðin. Ég sá þau auðvitað ekki
fyrr en eftir að útsendingu lauk en
þá var mitt „Instagramstory“ og
skilaboðin á Instagram og á Face-
book drekkhlaðin af litlum mynd-
bandsbrotum af heilu fjölskyldunum
að hoppa og öskra og syngja með
sjónvarpinu,“ segir Páll.
„Svo var svo fallegt að sjá hvað
þetta var breiður aldur. Þetta voru
litlir krakkar og amma þeirra með.
Þetta var svakalega fallegt,“ segir
tónlistarmaðurinn.
„Ég lofa bara skemmtilegasta
föstudeginum langa sem þið hafið
nokkurn tímann upplifað.“
Stilltu á K100 í útvarpinu, í sjón-
varpinu á Rás 9 í sjónvarpi Símans
eða á netinu og skelltu upp alvöru
Pallaballi heima hjá þér á föstudag-
inn langa kl. 20.00.
Lofar skemmtilegasta föstudeginum langa sem þú hefur upplifað
Páll Óskar styttir
föstudaginn langa
með Pallaballi
Ljósmynd/K100
Pallaball Páll Óskar lofar skemmtilegasta
föstudeginum langa sem fólk hefur nokkurn
tímann upplifað. Síðast var það mikil aðsókn að
netþjónn mbl.is átti erfitt með að höndla álagið.
Páll Óskar endurtekur leikinn frá því fyrr í sam-
komubanninu, hertekur stúdíó K100 á föstudaginn
langa og heldur alvöru Pallaball fyrir landsmenn í
beinni útsendingu. Hann mætir vopnaður míkrófóni
og mun syngja öll sín bestu lög í heilar 90 mínútur.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
www.danco.is
Heildsöludreifing
Fullt af nýjungum í grænmetis-
og vegan vörulínunni okkar
Verslanir • Mötuneyti
Kynntu þér málið og pantaðu
á vefverslun okkar www.danco.is
Dóra Júlía
dorajulia@k100.is
Nú þegar allir halda sig heima
eins og þeir geta hefur þörf fyrir
góða símavini sjaldan verið meiri.
Það gerir dagana mína alltaf
miklu skemmtilegri að hringja í
vini og vandamenn og ræða um
lífið og tilveruna.
Þetta getur takmarkað það að
við séum að kynnast nýju fólki en
það þarf þó ekki endilega alltaf að
vera. Ég rakst á svo ótrúlega
krúttlegt „tíst“ á samfélagsmiðl-
inum Twitter þar sem amma sem
er í einangrun hringdi óvart í vit-
laust símanúmer.
Á hinum endanum var kona
sem var líka í einangrun og spjöll-
uðu þær í 20 mínútur um líf hvor
annarrar. Í kjölfar þessara mis-
taka skiptust þær svo á símanúm-
erum svo þær gætu haldið sam-
bandi og hist þegar ástandinu
lýkur. Það er svo fallegt að fólk í
svipuðum aðstæðum geti náð
saman og orðið vinir!
Ljósi punkturinn með dj Dóru Júlíu
Öldruð kona í einangrun
eignaðist óvart vinkonu
Dj Dóra Júlía finnur
ljósa punktinn í tilver-
unni og flytur góðar
fréttir reglulega yfir
daginn á K100 í út-
varpinu og á vefnum.
Ljósmynd/Unsplash
Vinkona Öldruð kona sem var í
einangrun vegna útbreiðslu kór-
ónuveirunnar eignaðist óvart vin-
konu eftir að hafa hringt í vit-
laust númer.