Morgunblaðið - 08.04.2020, Síða 44

Morgunblaðið - 08.04.2020, Síða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 ✝ Jóhanna UnnurGissurardóttir Erlingson fæddist í Vestmannaeyjum 16. janúar 1932. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 29. mars 2020. Foreldrar hennar voru Gissur Ólafur Erlingsson, f. 1909, d. 2013, og kona hans Mjallhvít Margrét Jóhannsdóttir Linnet, f. 1911, d. 1972. Alsystkini Jó- hönnu eru Kristján Linnet, f. 1933, Erlingur Þór, f. 1934, d. 2008, Gissur Pétur, f. 1935, Kristín, f. 1938, og Jón Örn, f. 1939, d. 2018. Hálfsystur hennar eru Elizabeth, f. 1949, Margrét Ragnheiður, f. 1949, og Auður Harpa, f. 1951. Jóhanna giftist 14.2. 1953 Jóni Sigurðssyni bassaleikara, f. 14.3. 1932, d. 30.4. 2007. For- eldrar hans voru Sigurður Z. Gíslason, prestur á Þingeyri, f. 1900, d. 1943, og kona hans Guð- rún Jónsdóttir, f. 1904, d. 1963. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Rúnar, f. 19.1. 1950, maki Ás- gerður Ólafsdóttir, f. 12.2. 1950, sonur þeirra er Ólafur Kjartan, f. 1968, maki Sigurbjörg Braga- þau eiga Ragnar Má, Ásu Björt, Freyju Sól og Leó. 4) Hildur, f. 2.12. 1955, dóttir hennar og Bjarna Guðbjörnssonar, f. 1953, er Ragna, f. 1975, hún á Diljá og Agnesi með Hlyni Kristjánssyni. Sonur Hildar og Pálmars Þórs Ingimarssonar, f. 1951, d. 1994, er Erlingur Atli, f. 1989. Maki Hildar er Hjörtur Ottó Aðal- steinsson, f. 1952, sonur þeirra er Jörundur Snær, f. 1998. 5) Guðrún Ólöf, f. 22.1. 1959, sonur hennar og Baldurs Sigurðsson- ar, f. 1957, er Ragnar Tjörvi, f. 1983, maki Hulda Freyja Ólafs- dóttir, þau eiga Ólöfu Kamillu, Huldu Theódóru og Aðalheiði Ylfu. Maki Guðrúnar Ólafar var Michael Valdimarsson, f. 1961, d. 2017, börn þeirra eru Þórunn Elísabet, f. 1991 og Daníel Hlyn- ur, f. 1993. 6) Sigrún, f. 12.8. 1960, maki Björn Geir Leifsson, f. 1957, börn þeirra eru Hjörtur Geir, f. 1989, Ólafur Hrafn, f. 1992, og Friðrika Hanna, f. 1999. Sigrún er kjördóttir Ólaf- ar heitinnar Sigurðardóttur, mágkonu Jóhönnu, og eigin- manns Ólafar, Hjartar Þórarins- sonar. 7) Jón Hörður, f. 1.9. 1963, maki Sigríður Anna E. Nikulásdóttir, f. 1963, börn þeirra eru Auður Anna, f. 1985, maki Skúli Gestsson, þau eiga Iðunni Matteu og Ými Helga, Ragnar Már, f. 1992, í sambúð með Katrínu Eiri Kjartansdótt- ur, þau eiga Ástþór Inga, Ást- hildur Helga, f. 1994, í sambúð með Hinriki Hólmfríðarsyni Ólasyni, og Elísabet, f. 2001. 8) Jóhanna Kristín, f. 14.6. 1966, fyrrverandi maki Jón Benediktsson, f. 1958, dætur þeirra eru Júlía Rún, f. 2004, og Helena, f. 2006. Jóhanna fæddist í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp til átta ára aldurs er hún flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Þar var hún hjá ýmsum vanda- mönnum á veturna eftir að for- eldrar hennar skildu og fjöl- skyldan flosnaði upp. Hún átti skjól á Núpsstað þar sem hún var á hverju sumri frá fimm ára aldri fram að fermingu. Hún innritaðist í Samvinnuskólann haustið 1948 en lauk ekki prófi. Jóhanna starfaði hjá Olíufélagi Íslands 1969-1977, síðan sem fulltrúi hjá Tryggingaeftirliti Íslands 1980-1989. Hún samdi talsvert af dægurlagatextum, þýddi bækur fyrir Skjaldborg hf. og var ritstjóri tímaritsins Nýir tímar 1997-1999. Þá var hún meðlimur kórs Langholts- kirkju í áraraðir og í Alþjóðlegri frímúrarareglu karla og kvenna. Útför Jóhönnu fer fram í kyrrþey en minningarathöfn verður haldin þegar aðstæður leyfa. dóttir, þau eiga Fjölni, Ásgerði og Brynju. Maki Fjöln- is er Vala Bjarney Gunnarsdóttir og eiga þau Braga og Sigríði Sölku. Ás- gerður er í sambúð með Bjarma Hreinssyni og eiga þau Ylju Sigur- björgu. 2) Margrét Rannveig, f. 7.2. 1951, dóttir hennar og Ómars Daníels Bergmann, f. 1945, d. 2017, er Regína Unnur, f. 1970, börn hennar, Hörpu Foldar Ing- ólfsdóttur og Eysteins Árna Traustasonar eru Mist (látin), Helgi Daníel og Máni. Fyrrver- andi maki Margrétar Rannveig- ar er Indriði Benediktsson, f. 1951, börn þeirra eru Jón, f. 1974, Jóhanna Unnur Erlingson, f. 1978, d. 1999, og Ólöf Sigríð- ur, f. 1978, maki Kyle Solvin Gudmundson, börn þeirra eru Birkir Örn, Lilja Rún og Darri Thor. Ólöf á Jóhann Benóný með Eiríki Auðuni Auðunssyni. 3) Ragnar Már, f. 3.8. 1953, d. 25.4. 1975, maki Þórunn Björg Birgisdóttir, f. 1953, sonur þeirra er Birgir Már, f. 1974, maki Silja Hrund Júlíusdóttir, Ég hef oft velt fyrir mér kveðjustund mömmu og hversu erfitt yrði að skrifa minningar- orð um þessa stórbrotnu konu. Kveðjustundin kom um lágnætt- ið, hljóðlega sótti dauðinn hana, ljúflega tók hún á móti honum, nýbúin sem oft áður að fullvissa okkur afkomendurna um að hún kveddi í gleði, þakklæti og eft- irvæntingu. Með þessu gaf hún okkur dýrmæta gjöf – ró, fegurð og kærleika - orð sem líka gætu svo vel lýst henni sjálfri. Fjölskylda mömmu flosnaði upp þegar hún var á barnsaldri og það er engu líkara en að eftir það hafi hún engan átt til að treysta fullkomlega á, yfirgefin af foreldrum, fjarri systkinum. Á meðan stundum var að sumri óvíst hvar unglingsstúlkan hlé- dræga fengi vist um veturinn gat hún þó treyst því að hún yrði hjá öðlingunum á Núpsstað á sumr- in. Þar leitaði hún í náttúruna, bækurnar, samræður við full- orðna fólkið, nam af því tungu- takið og sögurnar. Þar varð hún fyrir sterkri trúarreynslu sem setti mark á hana ævina á enda. Þegar hún lýsti blómabrekkun- um fyrir ofan bæinn fannst manni náttúran og guðdómurinn hennar mömmu renna saman. Og orðin, orðin sem hún kunni að velja svo óhemju fallega, voru undursamleg og gátu borið hvern sem var upp í hæstu hæð- ir. Og 16 ára hitti hún pabba, föð- urlausan dreng með drauma um að verða tónlistarmaður. Þau urðu hvort öðru allt, vinir, jafn- vel foreldri, elskendur, félagar í baslinu fyrir lífinu og börnunum sínum mörgu. Það var ekki auð- velt að vera gift tónlistarmanni í feikivinsælum hljómsveitum auk þess að sinna klassíkinni, það var unnið myrkranna á milli og stundum æði slarksamt. Það var hins vegar ekki lífsstíll mömmu, enda þótt hún yrði móðir nýorð- in 18 ára var hún sterk móðir, ávallt til staðar, alltaf hafði hún tíma. Búsetusaga þeirra er jafn- framt ákveðin Íslandssaga. Fyrst í bretabragga við Elliðaár, svo í Kamp Knox (þar sem gólfið brast undan fótum þeirra, svo fúið var það), svo í þriggja her- bergja risíbúð í Hlíðunum sem þau fluttu úr þegar sjöunda barnið var á leiðinni - inn í Karfavog 56, sem þá varð sann- kallað ættaróðal. Þar bjó fjöl- skyldan í 56 ár. Alls bjuggu þar sex ættliðir fjölskyldunnar, því móðuramma mín bjó hjá okkur um árabil og svo barnabörn og barnabarnabörn og barnabarna- barna … Alltaf var húsrúm, allt- af hjartarúm. Allir voru uppá- halds. Mér eru svo minnisstæðar konurnar sem komu hvenær sem var og fyrirvaralaust til að hella úr sálartetrinu og fá uppörvun hjá mömmu. Hún var eiginlega einn allsherjar huggari, græðari, fræðari. Oft rakst maður heima á ólíklegasta fólk sem leitaði styrks hjá henni. Ég furðaði mig endalaust á því hvaðan mamma hafði allan þennan auð að gefa öðrum, alla þessa þolinmæði gagnvart okkur trippunum, alla þessa gæsku, blíðu og mýkt. Samt hafði hún heilmikið skap og þegar hún lét í það skína var sérhverjum sem auðnaðist að verða vitni að því svo viðbrugðið að allt féll í réttar skorður. Mamma var fljúgandi greind, var eins og drottning þegar hún vildi það viðhafa og hafði þann fágæta eiginleika að geta slegið allt töfrum. Hún er og verður kvöldstjarnan mín. Hildur Jónsdóttir. Elsku tengdamóðir mín, Jó- hanna Unnur, eða Hanna eins og hún var alltaf kölluð, lést 29. mars sl. eftir stutt en erfið veik- indi. Hún tók örlögum sínum af sama rólyndi og æðruleysi og öðrum áföllum sem hún varð fyr- ir í lífinu og sagðist sátt við að fara. Hún trúði því að hún myndi hitta manninn sinn á ný, hann Jón bassa eins og hann var alltaf kallaður, og það er gott til þess að hugsa nú þegar þau hafa bæði kvatt okkur. Það eru ekki nema rúm sex ár síðan Hanna var næstelst í sex kynslóða hópnum í fjölskyldunni, en pabbi hennar, Gissur Ó. Erlingsson, náði 104 ára aldri. Hanna hefur verið tengda- móðir mín í meira en hálfa öld og ég á henni margt og mikið að þakka. Hún tók mér fagnandi þegar ég kom inn í fjölskyldu hennar, 17 ára gömul, eins og hún gerði við alla sem henni tengdust. Við Diddi vorum ekki beint burðug þegar við, 17 ára gömul, sögðum henni að hún ætti von á barnabarni. Það var ástæðulaust fyrir okkur að vera kvíðin, hún ljómaði öll og sagði við okkur nokkuð sem við aldrei gleymum; börn barna eru lukku- börn. Það reyndust orð að sönnu. Sjálf hafði hún verið 18 ára í þrjá daga þegar Diddi, elsti sonurinn, fæddist, og börnin urðu alls átta. Það var því í nógu að snúast á stóru heimili. Hún var einstaklega hlý kona og hjarta hennar stækkaði með hverjum nýjum afkomanda. Þeir eru nú komnir vel á sjötta tug- inn. Hún var stolt af fólkinu sínu sem hún studdi með ráðum og dáð. Ófáir í fjölskyldunni hafa átt skjól í kjallaranum í Karfa- vogi 56 til lengri eða skemmri tíma. Síðustu árin sem hún bjó í Karfavogi bjuggu sonarsonur okkar og hans fjölskylda þar og þá var gott að geta komið í heim- sókn og flakkað milli hæða. Heimilið í Karfavogi 56 var í marga áratugi eins og félags- heimili stórfjölskyldunnar og öll- um tekið fagnandi og af hlýhug. Fyrir ekki svo löngu flutti Hanna í nýja, fallega íbúð á Sel- fossi og undi sér vel þar, en dvöl- in varð styttri en við höfðum vonað. Hanna var bráðgreind og hæfileikarík kona sem sýndi sig vel í öllum fallegu ljóðunum og textunum sem hún samdi. Þá var hún góð tungumálamanneskja og afbragðs þýðandi. Hún var mjög músíkölsk og hafði mikið yndi af fallegri tónlist. Hún saknaði þess alltaf að vera ekki langskólagengin en menntaði sig sannarlega sjálf og var fróðleiks- fús og leitandi alla tíð. Þá var hún snillingur í höndunum, saumaði mikið á fjölskylduna á árum áður og hafði næstum lokið við að sauma út mikið listaverk, undurfallegt veggteppi, þegar hún lést. Það er þyngra en tárum taki að geta ekki fylgt elsku tengda- móður minni síðasta spölinn. Að- stæður leyfa okkur í fjölskyld- unni sem erum búsett erlendis ekki að vera viðstödd útförina en minningarathöfn verður haldin síðar þegar lífið verður eðlilegt á ný. Minningin um yndislega konu mun lifa með okkur fjöl- skyldunni um ókomna tíð. Ásgerður Ólafsdóttir. Ég vil í örfáum orðum minn- ast Jóhönnu tengdamóður minn- ar sem kvaddi þetta jarðlíf allt of snemma 29. mars sl. Ég kynntist henni fyrir rétt tæpum 25 árum þegar við Hildur dóttir hennar og Jóns bassa hófum sambúð. Jóhanna tók mér afskaplega vel, en það var ekkert sjálfgefið. Þá fengum við ómetanlega aðstoð frá þessum nýju tengdaforeldr- um mínum þegar við Hildur lent- um í húsnæðishraki skömmu fyr- ir aldamótin. Við fengum að búa í kjallaranum í Karfavogi 56 í eitt ár og náði ég þá að kynnast þessum yndislegu tengdaforeldr- um mínum betur. Ógleymanleg eru jólaboðin í Karfavogi þegar stórfjölskyldan borðaði saman og allir gengu í kringum jólatréð og sungu „Jólin alls staðar“, jóla- lagið fallega sem Jón og Jóhanna sömdu og öll þjóðin þekkir. Jón bassi dó árið 2007 og saknaði Jó- hanna hans afskaplega mikið. Hún tók í fyrstu ekki í mál að flytja úr Karfavoginum en skipti um skoðun nýlega þegar hún festi kaup á nýrri íbúð í fjölbýlis- húsi á Selfossi, en sennilega hef- ur það auðveldað þá ákvörðun hennar að þrjár dætra hennar voru fluttar á Selfoss. Þennan stutta tíma sem Jóhanna bjó á Selfossi átti ég mikil samskipti við hana og fann að hún undi sér mjög vel á nýjum stað. Ekki fór á milli mála að Jóhanna var mjög trúuð og einu sinni lýsti hún fyr- ir mér í trúnaði landslaginu í huliðsheimum. Hún var mjög sátt við að kveðja þetta jarðlíf og hlakkaði til endurfunda við þau sem farið höfðu á undan henni. Veri hún að eilífu Guði falin. Hjörtur Ottó Aðalsteinsson. Fyrri sambúð mín með Jó- hönnu ömmu minni byrjaði snemma. Eiginlega man ég ekk- ert eftir henni en ég veit að fyrstu árin mín bjó ég með mömmu í Karfavoginum hjá afa og ömmu. Mamma ól mig upp ein fyrstu árin, siður sem ekki er ókunnugur mörgum íslenskum konum. Svo Karfavogurinn varð mitt fyrsta heimilisfang. Ég var barnabarn númer tvö í röðinni en átti þó fjögurra ára móður- systur. Svona skarast kynslóð- irnar. Ég flutti síðar í burtu, hingað og þangað um landið með móður, stjúpföður og stækkandi systk- inahópi en heimsóknir í Karfa- voginn voru alltaf mikið tilhlökk- unarefni. Þá var fjórum krökkum hrúgað í aftursætið á bílnum og eknir hátt í 200 kíló- metrar í heimsókn. Ég var stundum bílveik en harkaði það af mér, ég var nefnilega að fara til afa og ömmu. Ég man eftir mér gistandi á stofusófanum þar, líklega átta eða níu ára. Ég átti að vera sof- andi en sveitabarnið gat það bara alls ekki því á hálftíma fresti ók strætó eftir Gnoðarvog- inum eða sírenur heyrðust í fjarska eða það voru of sterk götuljós og fyrir sveitabarnið, sem þekkti bara myrkur og þögn fyrir utan gluggann á kvöldin, var lífsins ómögulegt að sofna. En alltaf spratt ég upp næsta morgun, grútsyfjuð því amma og afi voru komin á fætur og af þeirri samveru missti maður sko ekki. Amma var fyrirmynd mín. Hún hlaut sjálf litla menntun á nútímamælikvarða, ýmissa hluta vegna. Hún hvatti mig áfram í námi sem ég held að mörgum hafi kannski ekki þótt praktískt á sínum tíma fyrir 29 ára konu. Þegar aðrir fóru í læknisfræði, lögfræði, viðskiptafræði og álíka þá valdi ég íslensku í Háskól- anum. Ömmu þótti þetta gráupp- lagt. Þarna hafði ég keypt mína fyrstu íbúð eftir að hafa búið í góðu yfirlæti í kjallaranum í Karfavoginum í fimm ár, átti ársgamalt barn og vissi að ég þurfti að stíga næsta skref og fara í nám. Amma settist upp í bílinn, keyrði í gegnum Laug- ardalinn, stormaði inn með fang- ið fullt af orðabókum og öðru hagnýtu og bað um kaffibolla í staðinn. Hún vann lengi sem þýðandi. Svo var hún líka frábær texta- höfundur. Hún gat eiginlega allt. Og að sögn Rögnu frænku minn- ar saumaði hún gardínur. Seinna saumaði hún kjól úr gardínum. Svo fór hún á ball í gardínukjól og var flottust. Amma gat bók- staflega allt. Kennileiti æsku minnar í höf- uðborginni, Karfavogurinn, er nú komið í hendur nýrra eig- enda. Karfavogurinn er samof- inn stórum hluta minninga minna og ég held að það eigi við um mörg okkar barnabarnanna. Það er með miklum söknuði sem ég kveð Jóhönnu ömmu mína og votta móður minni, systkinum hennar og öðrum afkomendum samúð mína. Regína Unnur Margrétardóttir. Elsku amma mín. Ég hef alltaf horft á þig með stjörnur í augunum. Þú og afi voruð hetjurnar í lífi móður minnar og svo urðuð þig hetj- urnar mínar og Diljár systur minnar. Ég hef lengi lengi, við hvert einasta tækifæri sem ég finn, sagt sögu þína við vini mína. Ekki til að setja sjálfa mig á einhvern merkilegan stall held- ur frekar svo að fólk sjái þig sömu augum og ég. Þegar ég hugsa um þig finn ég ró og ör- yggi koma yfir mig alla. Þú hef- ur sýnt og sannað fyrir mér að þú getur allt og að ég get allt. Ég fékk að búa hjá þér ásamt móður minni og systur þegar ég var mjög lítil og þá myndaðist mjög sterk tenging á milli okkar. Í hvert einasta skipti sem þú hittir mig tókstu fast utan um kinnarnar mínar og kallaðir mig hjartagullið þitt. Þessi tenging rofnaði aldrei þó svo að ég byggi ekki lengur hjá þér, ég var alltaf jafn spennt að kíkja í heimsókn og fannst ég alltaf eiga smá heima hjá ykkur afa. Ég fann svo sterkt að ég var alltaf vel- komin. Ég mun sakna mjúku, hlýju handanna þinna á kinnum mínum, þær gáfu mér svo mikið öryggi og hlýju. Ég mun sakna þess að í hvert skipti sem ég kom í heimsókn brostirðu alveg út að eyrum, hlóst smá og sagð- ir: „Nei guð minn góður, Agnes mín, elsku hjartagullið mitt, mik- ið er gaman að sjá þig!“ Ég veit að ég er ekki sú eina sem situr með þessar yndislegu minningar því þú varst okkur öllum svo kær. Þú tókst svo vel á móti þeim sem komu til þín og fylltir alla af öryggi. Ég held að flestir af þínum rúmlega 50 af- komendum hafi búið hjá þér á einhverjum tímapunkti lífs síns. Ég er svo heppin að vera ein af þeim. Þú skildir hurðina þína alltaf eftir ólæsta, skyldi ein- hver, hver sem er, koma meðan þú værir í burtu. Það sýnir ein- mitt svo vel hvað allir voru vel- komnir inn á þitt heimili, í ör- yggið. Ég er búin að endurtaka orðið öryggi svo oft í þessum skrifum því það er svo erfitt að útskýra hversu vel öllum leið í kringum þig. Ég er svo ótrúlega heppin að hafa fengið að eiga þig að. Þú kenndir mér svo margt og megn- ið af því sem þú kenndir mér hefur örugglega verið alveg ómeðvitað. Bara það að vera í kringum þig, sjá þig lifa og vera til kenndi mér svo margt. Þið afi eigið og munuð alltaf eiga risa- stóran stað í mínu hjarta. Við munum halda áfram að hittast á jólunum, og syngja Jólin alls staðar, lagið fallega sem þið sömduð saman, þó að það sé erf- itt að hugsa til þess að syngja það þegar við höfum hvorki þig né afa hjá okkur. Við munum samt halda hefðinni áfram og ljósið sem hefur alltaf lýst svo fallega í kringum þig mun halda áfram að skína yfir okkur. Þið afi eruð núna sameinuð á ný og það er huggun að hugsa til þess. Takk fyrir allt elsku amma. Agnes Hlynsdóttir. Elsku amma. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur mæðgur og ég get ekki lýst því hversu heppnar við erum að hafa átt þig að. Þú varst alltaf svo góð og hlý og ég man svo vel eftir kvöldmatartímunum okkar þeg- ar við systur, ég og Agnes, og mamma bjuggum hjá þér og afa. Við fengum að láta Kára blása á matinn ef hann var of heitur, fléttuðum veggteppið við matar- borðið og þóttumst ekki vera að hlusta þegar þið fullorðna fólkið voruð að spjalla. Við systurnar vorum alltaf svo kátar hjá þér, alltaf að skottast um og fengum alltaf fullkomið leyfi til að vera við sjálfar. Við vorum örugglega stundum þreytandi en þú varðst samt aldrei nokkurn tíma þreytt eða pirruð á okkur. Þú hafðir þann einstaka eiginleika að bros- ið þitt og útgeislun náði beinustu leið inn í hjartað á manni og manni hlýnaði öllum að innan. Ég mun líka alltaf finna fyrir hlýjunni í höndunum þínum þeg- ar þú lagðir þær á vangann minn og kallaðir mig elsku hjartans gullið þitt. Ástin þín, hlýjan og góðmennskan fylgir mér alltaf og okkur öllum og ég vona að við getum verið eins góðar, mynd- arlegar, sterkar og gefandi manneskjur og þú. Ég hefði viljað hafa þig hér miklu lengur. Mig langaði að tala meira við þig, heyra skemmti- legar og áhugaverðar sögur og kynnast þér betur núna þegar ég er orðin fullorðin. Þú varst samt algjörlega tilbúin til að kveðja og sannfærð um að afi biði eftir þér. Við sem elskum þig verðum þess vegna líka að vera þakklát fyrir það að þú þurftir ekki að kvelj- ast og að núna líður þér vel með honum. Elsku afa, sem spurði þig á þriðja stefnumóti hvort þú vildir verða konan hans og þú sagðir já. Og þið sem voruð 16 ára! Ættmóðir varstu og verður alltaf og við Karfavogsfjölskyld- an eigum þér margt að þakka. Ég vona að við munum alltaf, saman og hvert í sínu lagi, hér á Íslandi og úti um allar trissur, syngja Jólin alls staðar, fallega lagið ykkar afa, á jólunum og hugsa til ykkar og hvert til ann- ars. Minningin um þig og öll feg- urðin sem þú hefur skilið eftir þig mun alltaf lifa með okkur. Diljá Hlynsdóttir. Jóhanna Unnur Gissurardóttir Erlingson  Fleiri minningargreinar um Jóhönnu Unni Gissurar- dóttur Erlingson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.