Morgunblaðið - 08.04.2020, Page 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
Við Birgir Stein-
grímur Hermanns-
son ólumst upp í
stórfjölskyldu. Inn-
an hennar var farið með mál
eftir óskráðum reglum, sem
voru okkur strákunum jafnan
hagfelldar. Við vorum í raun
þrír. Stefán, sá elsti og ná-
kvæmasti, en vingjarnlegur í
nákvæmni sinni, lék sér ekki
Birgir Steingrímur
Hermannsson
✝ Birgir Stein-grímur
Hermannsson
fæddist 8. desem-
ber 1940. Hann lést
21. mars 2020.
Útförin fór fram
í kyrrþey.
með okkur Bibba.
Ég var yngstur,
talsvert uppátekt-
arsamur og ekki
laus við gorgeir.
Það kom í hlut
Bibba að koma í
veg fyrir að ég
lenti í vandræðum.
Á það reyndi oft.
Við vorum
systrasynir, og fá
ár milli okkar. Því
fylgdumst við að, vorum saman
í sveit á Staðarhóli, síðar á
Hafsteinsstöðum og „sóttum
sjó“ frá Grenivík, á skipi
Stebba frá Miðgörðum. Ég
gerði mér ekki grein fyrir því
fyrr en löngu seinna, að hvar
sem við vorum saman fylgdu
mér vökul og áhyggjufull augu
verndarans, sem ég leit raunar
á sem bróður minn. Hann
hafði hvort tveggja í sér, vin-
gjarnleikann og sterka
ábyrgðartilfinningu.
Krókurinn beygðist
snemma. Samkvæmt munnleg-
um heimildum stórfjölskyld-
unnar fannst Bibba skynsam-
legt, þegar hann var á þriðja
ári og ég vælandi hvítvoðung-
ur, að mér yrði gefið ket, og
lagði það til við móður sína.
Bibbi var náttúrubarn.
Hann sameinaði hæfileika úr
báðum ættum. Í Skagafirði
fann hann umsvifalaust það
sem best var í hverjum hesti,
og hestarnir áttuðu sig á því
sem Bibbi hafði fundið.
Þegar við smöluðum hlíðina,
valdi ég mér reiðskjóta í krafti
þess hvernig reiðskjóti Roy
Rogers var á feldinn. Bibbi
höndlaði besta hestinn, sem
var ekki endilega sá glæsileg-
asti. Hestarnir kenndu Bibba
og hann kenndi mér.
Á sjónum lagði Bibbi aldrei
fyrir Stefán Stefánsson skip-
stjóra spurningar sem lutu að
sjómennsku. Hann fór hina
leiðina, horfði, fylgdist með og
ræktaði tilfinninguna fyrir öld-
unni og fiskinum.
Hann varð góður veiðimað-
ur og sjómaður en ég sjóveik-
ur. En við nutum báðir lífsins:
jafnvel þegar maður skilar
nánast öllu nema sálinni út
fyrir borðstokkinn, er sjórinn
óviðjafnanlegur.
Þetta var á þeim árum þeg-
ar Íslendingar lögðu stund á
nýtni og sparsemi. Ég gekk
því annaðhvort í fötum sem
mamma hafði saumað eða
þeim sem Bibbi hafði vaxið
upp úr. Þau voru aldrei slitin.
Bibbi sleit ekki fötum. Hann
hreyfði sig erfiðislaust, með
fágun sem fengin var frá báð-
um, móður og föður. Það var
fágun Fnjóskadals og Greni-
víkur. Það sem gerir vel byggt
fólk glæsilegt er einkum þegar
það virðist ekki hafa hugmynd
um hve vel það ber sig og
glæsilega.
Þannig íþróttamaður var
Bibbi. Öruggur, áreiðanlegur,
samstarfsfús og mikið prúð-
menni í þessari makalausu
íþrótt, sem knattspyrnan er,
þar sem saman vefst einstak-
lingsframtak og agi hópsins.
Þegar hann lét af knatt-
spyrnuiðkun, vöknuðu Greni-
víkurgenin, þar sem ættmenn
hans voru fyrir, allmiklir að
vexti, veiðimenn og selaskytt-
ur. Hann óx á alla kanta, en
hélt samt líkamlegum styrk-
leika og hraða.
Síðasta áratuginn hittumst
við æ sjaldnar. Við jarðarför
eldri bróðurins, Stefáns fyrr-
verandi borgarverkfræðings,
fann ég aftur þennan granna
og glæsilega frænda minn. Það
höfðu runnið af honum ætt-
arkílóin með aldrinum. En allt
hitt var ósnortið. Hann
gleymdi jafnan sjálfum sér,
svo örlátur og upptekinn sem
hann var við að greiða götu
annarra.
Nú þegar hann hefur kvatt,
minnist ég stórfjölskyldunnar
og umhyggjusemi þessa hlýja
frænda míns. Það er gott að
hafa átt slíkan að.
Eiginkonu og ættingjum öll-
um sendi ég samúðarkveðjur
okkar hjóna.
Tómas I. Olrich.
✝ Guðmundur Jó-hannesson fædd-
ist í Helguhvammi á
Vatnsnesi 4. júní
1934. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Hvammstanga 31.
mars 2020.
Foreldrar hans
voru Jóhannes Guð-
mundsson, f. 30.
september 1904, d.
23. maí 1982, og Þorbjörg Marta
Baldvinsdóttir, f. 10. nóvember
1897, d. 31. júlí 1980.
Bræður Guðmundar voru
Valdimar, f. 7. júní 1933, d. 26.
maí 1997, sambýliskona Guðrún
Bjarnadóttir. Eggert, f. 31. ágúst
1939, d. 15. júlí 2014, maki Auður
Hauksdóttir. Uppeldissystir hans
var Halldóra Kristinsdóttir, f. 9.
janúar 1930, d. 31. janúar 2013,
maki Ólafur Þórhallsson.
Guðmundur giftist 29. desem-
ber 1962 Helgu Magnúsdóttur
frá Vigdísarstöðum. Börn þeirra
eru:
1) Elín Kristín, f. 21. ágúst
1963, maki Ólafur Benediktsson,
börn þeirra eru Guðmundur
Bjarki, f. 1996, Ásgeir Ómar, f.
2002. og Elín Marta, f. 2002.
2) Þorbjörg Vigdís, f. 24. júlí
1966, sambýlis-
maður hennar er
Sigtryggur Sigur-
valdason, dóttir
þeirra er Jóhanna
Helga, f. 1983.
3) Sigurður Magn-
ús, f. 17. janúar 1973.
maki María Inga
Hjaltadóttir, börn
þeirra eru Telma
Rún, f. 2000, og
Hjalti Freyr, f. 2004.
Guðmundur ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Helguhvammi og
átti þar heima alla ævi. Hann
stundaði nám í farskóla sveit-
arinnar eins og tíðkaðist í þá
daga og hann var einnig einn
vetur á Héraðsskólanum á
Reykjum í Hrútafirði. Hans að-
alstarf var bóndi og Guðmundur
vann ýmis störf með búskapnum
eins og t.d. á jarðýtum Búnaðar-
sambands V-Hún. í mörg sumur
og var í fjölda ára í sláturvinnu
hjá kaupfélaginu og var einnig
refaskytta í áratugi og fleira.
Vegna aðstæðna í þjóðfélag-
inu verða bara nánustu aðstand-
endur viðstaddir. Hægt er að
hafa samband við aðstandendur
til að fá aðgang að streymi frá at-
höfninni, eining verður útvarpað
á FM 106.5 á Hvammstanga.
Helguhvammur og Vatnsnes-
fjallið var svæði Guðmundar
alla tíð.
Var bóndi. Bjó með sauðfé.
Hross átti hann alla tíð. Var vel
ríðandi.
Helguhvammur er í fjallinu
fyrir ofan Hvammstanga. Jörð-
in er stór og mikið og gott beiti-
land í fjallinu, þar sem féð
gengur yfir sumarið. Góðir og
öflugir reiðhestar koma að góð-
um notum í smalamennsku á
þannig landi. Guðmundur var
gangnastjóri mörg haust í
Vatnsnesfjalli.
Réttardagurinn var hátíðis-
dagur hjá honum. Ég keyrði
Guðmund eitt sinn heim úr
Hamarsrétt. Guðmundur var
kátur enda ástæða til, lömbin
komu væn af fjalli, göngur og
réttarstörf gengu vel og fleygur
við höndina. Við tókum góðan
tíma í heimferðina, víða stoppað
og spjallað við sveitungana.
Hann sagði að ekkert lægi á
heim, réttardagurinn væri bara
einu sinni á ári.
Eins og áður er getið var
Helguhvammur og Vatnsnes-
fjallið hans svæði. Var grenja-
skytta í fjallinu í áratugi. Að
loknum sauðburði oftast í byrj-
un júní hófst grenjavinnslan.
Oftar en ekki lá hann á greni
einhvers staðar í fjallinu á af-
mælisdaginn sinn 4. júní. Leið
vel í bjartri sumarnóttinni í
góðu veðri. En það var ekki
alltaf blíðuveður þennan dag.
Eitt sinn lágu Guðmundur og
Gunnlaugur á Sauðá á greni í
Bólinu og lágu í tjaldi sem kom
sér vel er það skall á norð-
austan blindhríð. Hituðu þeir
sér ketilkaffi til hressingar.
Ekki beint notalegur afmælis-
dagur en eftirminnilegur alla
tíð.
Eitt sinn fórum við Guð-
mundur á vélsleða upp á fjall,
mikill snjór, afbragðs sleðafæri
og gott veður. Fórum upp hjá
Káraborginni síðan hjá Hnaus-
unum, yfir Helguhvammsvötnin
og stoppuðum svo austur í
Grenjadal. „Hér undir er
greni,“ sagði hann „og þarna
fann ég eitt sinn kind seint að
hausti“. Þetta var hans svæði,
hér þekkti hann hverja þúfu og
hvern stein.
Eins og fyrr er getið þá fór
Guðmundur ekki víða til vinnu.
Var í sláturvinnu á hverju
hausti lengi. Vann á jarðýtu hjá
Búnaðarsambandi V-Hún. sem
ungur maður. Fór hvort tveggja
vel úr hendi. Ekki fannst mér
hann vera mikill áhugamaður
um vélar eða bíla. Átti að sjálf-
sögðu hvort tveggja í gegnum
árin. Fór vel með tæki og var
farsæll ökumaður. Var í eðli
sínu handlaginn, hnífar bitu
alltaf vel hjá honum og var
smiður góður.
Guðmundur og Helga hættu
búskap og létu búið í hendur
Magga og Mæju sem héldu
áfram því starfi sem þau höfðu
unnið. Það gladdi Guðmund
mikið að sjá það gerast.
Helga og hann fluttu þá á
efri hæðina, þau rýmdu til fyrir
unga fólkinu, líkt og foreldrar
hans gerðu á sínum tíma. Þar
áttu þau góð ár.
Guðmundur fór á Sjúkrahús-
ið á Hvammstanga nú í byrjun
árs. Aldurinn var farinn að
segja til sín. Leið ágætlega og
vel um hann hugsað en hann
langaði samt alltaf heim í
Helguhvamm.
Honum líkaði illa að fá ekki
heimsóknir síðustu vikurnar en
aðstæður í þjóðfélaginu buðu
ekki upp á það … því miður.
Guðmundur bauð starfsfólki
góðan dag að morgni 31. mars
og sagðist ætla að hvíla sig að-
eins lengur.
Blessuð sé minning Guð-
mundar Jóhannessonar frá
Helguhvammi.
Meira: mbl.is/andlat.
Ólafur Benediktsson.
Elsku afi.
Ég sit hér og skrifa minning-
arorð um þig og finnst enn svo-
lítið óraunverulegt að þú sért
ekki lengur hér með okkur þó
svo að ég viti það að nú ert þú
sáttur og kominn á betri stað.
Þetta eru búnir að vera erfiðir
og skrítnir tímar síðustu vikur
þar sem það var orðinn fastur
liður að kíkja í heimsókn til þín
niður á sjúkrahús og knúsa þig
og spjalla um daginn og veginn
en síðan það var sett heimsókn-
arbann á sjúkrahúsið þá breytt-
ist allt og þú skildir ekki af
hverju við gátum ekki komið
lengur í heimsókn til þín og var
það erfitt fyrir okkur öll.
Við brölluðum ýmislegt á
þessum tæplega 37 árum sem
ég var svo heppin að hafa þig í
mínu lífi og seinustu árin sem
ég hjálpaði þér að sjá um allt
sem tengdist hrossunum þínum
sem þú varst alltaf svo stoltur
af og hafðir gaman af að spjalla
um.
Norður og suður, austur og vestur
allt sem ég á hann manna var bestur
hvað sem að gerist og hvernig sem
fer
innst inn í hjarta mér ætíð hann er.
Stjörnur og tungl, sólin svo skær
hverfur á braut svo fögur og tær.
Þurkkað́upp hafið og því sem þú
sást
mundu svo orð mín: „að eilífu ást“.
Þín verður sárt saknað en ég
veit að þér er ætlað stærra
hlutverk annars staðar. Elsku
afi, ég skal passa upp á ömmu
fyrir þig.
Þín
Jóhanna Helga.
Guðmundur
Jóhannesson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Hjartans þakkir fyrir alla samúð og hlýjar
kveðjur vegna andláts og útfarar okkar
ástkæra
HARÐAR ÞÓRS HJÁLMARSSONAR,
Siglufirði.
Þakka einnig af alhug alla veitta aðstoð.
Fyrir hönd systra hans, fjölskyldna þeirra, tengdafólks og vina.
Ásdís Eva Baldvinsdóttir
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og fallegar kveðjur vegna andláts og
útfarar okkar ástkæra
KRISTJÁNS FRIÐRIKS JÚLÍUSSONAR
kranabílstjóra
Brekkugötu 38.
Starfsfólki lyfjadeildar SAK, Gunnari Þór og Heimahlynningu
færum við sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun og
ómetanlega hjálp síðustu ár.
Aldís Ragna Hannesdóttir
Júlía Björk Kristjánsdóttir Eggert Þór Ingólfsson
Eva Laufey, Jón Októ, Aldís Hulda og Kristín Edda
Ástkær sonur minn, bróðir, mágur
og frændi,
SIGMAR RAFNSSON,
Miðbraut 4, Seltjarnarnesi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
mánudaginn 23. mars.
Minningarstund hefur farið fram í kyrrþey.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið
Landsbjörg.
Pálína Sigurðardóttir
Páll Rafnsson Moumtaze Alibaye
Rafn Rafnsson Hólmfríður Helga Helgadóttir
Vigdís Rafnsdóttir Guðni Georgsson
Hugrún Rafnsdóttir Björn Westergren
Árný K. Árnadóttir
systkinabörn og ástvinir
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS AXELSSON
fasteignasali,
Strikinu 8, Garðabæ,
lést miðvikudaginn 1. apríl á heimili sínu
eftir stutt veikindi.
Útför fer fram í kyrrþey, minningarstund verður 15. september.
Aðstandendur þakka auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir fær
HERA líknarþjónusta.
Auður Guðmundsdóttir
Steinar Örn Elín Clausen
Ingi Makan Heiða Kristín
Magnús Anton
Guðrún Vala
Hildur Karen Númi Þorkell
Aðalsteinn Ragnar Elín Þórhallsdóttir
og barnabörn
Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu
hafa leitt til þess að útfarir eru nú með breyttu sniði.
Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur
um birtingu á minningargreinum.
Minningargreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim
sem vilja minnast ástvina eða sýna aðstandendum samúð
og samhug.
Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum
hvað varðar útfarir í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að
birta minningargreinar sama dag og útför einstaklings er
gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða gerð í
kyrrþey.
Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið
að aðstoða þá sem hafa spurningar um ritun minningar-
greina eða hvernig skuli senda þær til blaðsins.
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Birting minningargreina