Morgunblaðið - 08.04.2020, Side 55
DÆGRADVÖL 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
samlegt ka
nýmalað,
engin h lki.
á
y
–
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HÉR STENDUR AÐ ÞAÐ MEGI EKKI OPNA
HANA ÞEGAR HÚN ER AÐ VINDA.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... svöl!
SYFJAÐUR? NEI, ÞETTA VAR „ÞÚ ERT DREP LEIÐIN-
LEGUR” GEISPI
KÓNGUR KÆR!
HRÓLFUR HINN
HRÆÐILEGI SÆKIR
AÐ KASTALANUM!
SENDU ALLA
RIDDARANA TIL
ORRUSTU!
HVÍ ÞURFTI DAGURINN Í DAG AÐ VERA
DAGUR FRJÁLS KLÆÐNAÐAR?!
„EF ÞÚ VERÐUR ALGERLEGA UTAN
ÞJÓNUSTUSVÆÐIS ÆTTIRÐU KANNSKI
AÐ SKILJA EINA AF ÞESSUM EFTIR TIL
ÖRYGGIS.”
ara, f. í Reykjavík 10.7. 1901, d. 25.5.
1947, og k.h. Ástu Árnýjar Guð-
mundsdóttur tannsmiðs, f. í Reykja-
vík 30.6. 1910, d. 9.3. 1973.
Börn Jóhanns og Guðrúnar eru: 1)
Margrét Jóhanna fulltrúi, f. 26.3.
1969. Eiginmaður hennar er Marc
André Portal, f. 19.1. 1965, kennari.
Þau eiga tvo drengi. Fyrir á Marc tvö
börn; 2) Jón Árni framkvæmdastjóri,
f. 31.5. 1972; 3) Ásta Guðrún við-
skiptafræðingur, f. 28.9. 1976. Eigin-
maður hennar er Andrés Nielsen,
matvælafræðingur f. 16.4. 1973. Þau
eiga þrjú börn.
Systkini Jóhanns voru Ólafur, f.
16.12. 1932, d. 4.6. 2010, verslunar-
maður; Birgir Valdimar, f. 7.9. 1936,
d. 14.8. 2013, og Sólveig Jórunn, f.
19.7. 1940, d. 29.8. 1978, flugfreyja.
Foreldrar Jóhanns voru Jóhann
Ólafsson, f. 3.10. 1891 að Hallgils-
stöðum, d. 27.6. 1963, stórkaup-
maður, og Margrét Valdimarsdóttir,
f. 24.11. 1900 í Heimabæ, d. 23.12.
1996, húsfreyja.
Jóhann J.
Ólafsson
Helga Bjarnadóttir
húsfreyja á Læk
Jón Bjarnason
bóndi á Læk í Dýrafirði
Björg Jónsdóttir
húsfr. í Heimabæ
Valdimar P. Þorvarðarson
útvegsb. í Heimabæ í Neðri-Hnífsdal
Margrét Valdimarsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Elísabet Kjartansdóttir
húsfreyja á Bakka
Þorvarður Sigurðsson
bóndi á Bakka í Hnífsdal
Guðjón B. Ólafsson
forseti SÍS
Jóhann Tryggvason
tónlistarkennari í London
Filippína Jónsdóttir
húsfr., síðast á Akranesi
Tryggvi Jóhannsson
b. á Ytra-Hvarfi
Þorvarður
Jónsson yfirverkfr.
hjá Pósti & síma
Þorvarður Elíasson
fv. skólameistari VÍ
Þórunn Ashkenazy
húsmóðir í Sviss
Þorbjörg
Valdimarsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðný Rósa Jónasdóttir
hjúkrunarfr. í Rvík
Þóra Jóhannsdóttir
húsfr. á Jarðbrú í Svarfaðardal
Haraldur
Bilson
listmálari
Guðný Jónsdóttir húsfr. á
Bakka, k. Jónasar bróður
Valdimars í Heimabæ
Jóna Helga
Valdimarsdóttir
veitingakona í Rvík
Elísabet Jónasdóttir
Kvennaskólakennari
Kristjana
Jónsdóttir
húsfr. í London
Jónas A.
Aðalsteinsson
hrl. í Reykjavík
Sólveig Jónsdóttir
húsfreyja á Ytra-Hvarfi
Jóhann Jónsson
bóndi á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal
Jórunn Jóhannsdóttir
húsfreyja á Ytra-Kálfskinni
Ólafur Jónsson
bóndi á Ytra-Kálfskinni á Árskógsströnd
Bergþóra Pálsdóttir
húsfreyja á Hallgilsstöðum
Jón Ólafsson
bóndi á Hallgilsstöðum í
Hörgárdal
Úr frændgarði Jóhanns. J. Ólafssonar
Jóhann Ólafsson
stórkaupmaður í Reykjavík
Sigurlín Hermannsdóttir gefur„Hollráð“ á Boðnarmiði, en
fréttir höfðu borist af því að tígr-
isdýr í New York hefði smitast af
kórónuveirunni:
Ef kórónuveiru vilt varast
þá Víði þú hlýðir sem snarast
og kyssir ei ketti
með kröftuga bletti
og alls konar áhyggjur sparast.
Kötturinn Jósefína Meulengracht
Dietrich birtir fallega mynd af lóu
og yrkir:
Komdu nú lóa að kveða burt snjóinn
komdu nú hingað svo lyftist mín brún.
Í veðri eins og þessu er vonlaust að
spóinn
velli sinn graut eða blómgist nein tún.
Indriði Aðalsteinsson talar um
„Ódæmavetur“:
Enn er djöfsi iðjufús.
Austan stórhríð skekur hús.
Veiran kölska leggur lið.
Ljótt á Fróni ástandið.
Páll Imsland heilsaði leirliði í
snjóþyngslunum og kvað:
Menn yrkja nú gjarnan um Gróttu,
þann grágrýtisfláka og þjóttu.
En áður og fyrrum
stóð alkunnur styrr um
andann sem skáld þangað sóttu.
Helgi R. Einarsson spyr: „Hrepp-
arígurinn loksins allur?“:
Fyrir ógninni allir sig beygja,
með spritti hendurnar spreyja,
vitin sín verja
því vírusar herja
og hér eftir landar sig hneigja.
Helgi fer síðan út í aðra sálma:
„Danskurinn á það til að hrópa upp
yfir sig „Hold kjæft, mand“ þegar
mikið liggur við og þessi er undir
þeim áhrifum. – „Góður kvenkost-
ur““:
Skítblankur var hann Skafti,
úr skelinni dauðann lapti.
Er birtist hún Stína
með budduna sína
hrópaði’ ann: „Haltu kjafti.“
Þetta eru „skrýtnir tímar“ segir
Ármann Þorgrímsson:
Enga gesti er að sjá
öllu frestað víða
ekki hesti feitum frá
fjandans pest að ríða.
Ólafur Stefánsson svaraði og
sendi kveðju norður:
Horskur karlinn yrkir enn,
allra fíra bestur,
þó að sjái sjaldan menn
og sé ei feitur hestur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Tígrisdýr, hrepparígur og
skrítnir tímar