Morgunblaðið - 08.04.2020, Síða 57
ÍÞRÓTTIR 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
Forráðamenn ítölsku A-deildarinnar
í knattspyrnu hafa ráðlagt félögunum
sem þar leika að lækka laun leikmanna
í deildinni um 33% vegna kórónuveiru-
faraldursins sem nú herjar á heims-
byggðina. Ítalía er það land sem hefur
farið verst út úr veirunni en alls hafa
132.547 smitast þar í landi og þar af
eru 16.523 látnir vegna veirunnar.
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Ís-
lands, leikur með Brescia í A-deildinni
en liðið er í harðri fallbaráttu þegar
tólf umferðir eru eftir af tímabilinu.
Enska knattspyrnufélagið Man-
chester United hefur gengið frá kaup-
um á hinum 16 ára gamla Radek Vitek.
Vitek er tékkneskur markvörður sem
kemur frá Sigma Olomuc í heimaland-
inu.
FIFA ætlar að fresta opnun félags-
skiptagluggans í sumar og breyta
reglum um lengd samninga hjá knatt-
spyrnumönnum, vegna þeirra frestana
sem hafa orðið vegna útbreiðslu kór-
ónuveirunnar. FIFA fundaði í gær með
forráðamönnum félaga í Evrópu, leik-
mönnum og aðildarfélögum. Nýju regl-
urnar gera félögum kleift að halda
leikmönnum þar til tímabilið er búið
og nýir samningar taka ekki gildi fyrr
en næsta tímabil hefst.
Efsta deildin í spænsku knattspyrn-
unni, La Liga, gæti hafist á ný í fyrsta
lagi 28. maí en spænskt lið lék síðast
hinn 11. mars þegar Atlético Madríd
sló Liverpool út úr Meistaradeild Evr-
ópu. Javier Tebas, forseti deildarinnar,
greindi frá í gær. Hafa forráðamenn
deildairnnar verið í viðræðum við
UEFA vegna málsins.
Vala Valtýsdóttir, formaður hand-
knattleiksdeildar Þróttar, setti inn
færslu á facebooksíðu sína í gær þar
sem hún segir að ákveðið hafi verið að
leggja niður handknattleiksdeildina
innan félagsins. Þróttur leikur í 1. deild
karla og hafnaði í fimmta sæti deild-
arinnar á þessari leiktíð eftir að keppni
í handboltanum var aflýst. Þróttarar
settu inn færslu hjá sér á twittersíðu í
gær þar sem ítrekað var að ekki hefði
verið tekin nein ákvörðun um að leggja
handknattleiksdeildina niður. Hins
vegar væru Þróttarar, líkt og aðrir, að
skoða sín mál enda rekstur íþrótta-
félaganna afar erfiður þessa stundina
vegna kórónuveirunnar sem nú geisar.
Thomas Müller, leikmaður þýska
knattspyrnuliðsins Bayern München,
hefur framlengt samning sinn við
þýska félagið en frá því var greint í
gær. Samningurinn er til næstu
þriggja ára og gildir því til sumarsins
2023. Müller er uppalinn hjá félaginu
en hann verður 31 árs í september á
þessu ári.
Sóknarmaðurinn lék sinn fyrsta leik
fyrir Bayern árið 2008 en hann á að
baki 521 leik fyrir félagið
í öllum keppnum þar
sem hann hefur skor-
að 195 mörk og lagt
upp önnur 186 fyr-
ir liðsfélaga
sína. Þá á
hann að
baki 100
landsleiki
fyrir Þýskaland
þar sem hann
hefur skorað 38
mörk en hann
lék sinn fyrsta
landsleik árið í
ágúst 2009.
Eitt
ogannað
VETRARFÓTBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Nýliðar Fjölnis og Gróttu eiga erfitt
keppnistímabil fyrir höndum ef
marka má útkomuna í mótsleikjum
vetrarins hjá liðunum í úrvalsdeild
karla í fótbolta.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær voru KR-ingar með
bestan árangur í mótsleikjunum í
vetur þegar lagður er saman árang-
ur í Bose-mótinu í nóvember/
desember, Reykjavíkurmótinu og
Fótbolti.net mótinu í janúar og
Lengjubikarnum í febrúar og mars.
Síðan komu Valur, Breiðablik, KA,
Víkingur og Stjarnan.
Skagamenn eru næstir í röðinni,
með sjöunda besta árangurinn og
einn bikar í handraðanum eftir vet-
urinn.
Útkoma nýliðanna þarf ekki að
koma á óvart, enda má yfirleitt
reikna með því að ný lið eigi erfitt
með að ná fótfestu í deildinni.
Árangur HK og ÍA í fyrra var þó
gott dæmi um að varast bera að af-
skrifa liðin sem koma úr 1. deildinni.
Fjölnismenn eru með talsverða
reynslu af því að spila í efstu deild en
Gróttumenn bíða eftir sínu fyrsta
tímabili eftir hinn mjög svo óvænta
sigur Seltirninga í 1. deildinni í
fyrra.
Útkoman hjá FH er það sem mest
kemur á óvart, því Hafnarfjarð-
arliðið er með næstlakasta árangur
vetrarins af úrvalsdeildarliðunum
tólf.
Lítum þá það sem þessi seinni sex
lið deildarinnar gerðu í vetur:
7: ÍA
Skagamenn
voru ekki með í
Bose-mótinu en
þeir voru taplaus-
ir í fotbolti.net-
mótinu og lögðu
þar Breiðablik að
velli 5:2 í úrslita-
leik á Kópavogs-
velli. Í Lengju-
bikarnum
steinlágu þeir
hinsvegar fyrir Blikum, 1:7, á sama
stað en höfðu lokið keppni með þrjá
sigra í fimm leikjum.
ÍA vann fimm af níu mótsleikjum
vetrarins, gerði tvö jafntefli og tap-
aði tveimur leikjum. Sigurinn á Blik-
um var þeirra eini gegn liði úr úr-
valsdeildinni.
Jóhannes Karl Guðjónsson er
áfram með Skagamenn sem verða
með mjög svipaðan leikmannahóp
og í fyrra. Miðvörðurinn Einar Logi
Einarsson er þó hættur og Gonzalo
Zamorano fór aftur til Ólafsvíkur.
Mögulegt er að ÍA missi Stefán Teit
Þórðarson sem hefur verið undir
smásjá liða á Norðurlöndum.
8: Fylkir
Fylkismenn
voru ekki með í
Bose-mótinu,
voru með 50 pró-
sent árangur í
Reykjavík-
urmótinu og áttu
ekki möguleika á
að komast áfram í
Lengjubikarnum.
Árbæjarliðið
vann fjóra af átta
mótsleikjum vetrarins, gerði eitt
jafntefli og tapaði þremur leikjum.
Eini sigurinn gegn úrvalsdeildarliði
var gegn Fjölni.
Markatala Fylkis í þessum átta
leikjum var 21:12 og Valdimar Þór
Ingimundarson var markahæsti
leikmaður liðsins með 7 mörk. Ís-
firðingurinn ungi Þórður Gunnar
Hafþórsson kom næstur með 3 mörk
en hann kom til Fylkismanna frá
Vestra í vetur.
Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur
Stígsson tóku við þjálfun Fylkis af
Helga Sigurðssyni, með Ólaf Inga
Skúlason sem spilandi aðstoðarþjálf-
ara. Geoffrey Castillion er farinn til
Indónesíu en skarð hans í framlín-
unni eiga tveir erlendir leikmenn að
fylla. Bretinn Harley Willard, sem
var drjúgur fyrir Ólafsvíkinga í
fyrra, og Bermúdamaðurinn Djair
Parfitt-Williams sem á mótsleiki
með West Ham á ferilskránni. Þá
missti Fylkir miðvörðinn efnilega
Ara Leifsson til Strömsgodset í Nor-
egi í byrjun mars.
9: HK
HK var ekki í
Bose-mótinu og
vann aðeins einn
leik af fjórum í
fotbolti.net-
mótinu en hins-
vegar þrjá af fjór-
um í Lengjubik-
arnum og átti
möguleika á að
komast í undan-
úrslit þegar
keppni var hætt.
HK-ingar unnu fjóra af átta móts-
leikjum vetrarins, gerðu eitt jafntefli
og töpuðu þremur leikjum. Tveir
sigrar voru gegn úrvalsdeildarliðum,
báðir gegn FH.
Markatala HK í þessum átta leikj-
um var 9:12 og Birnir Snær Ingason
var markahæsti leikmaður liðsins
með 3 mörk en Atli Arnarson kom
næstur með 2 mörk.
Brynjar Björn Gunnarsson er sitt
þriðja tímabil með HK sem hefur
endurheimt tvo öfluga leikmenn úr
meiðslum. Miðvörðinn Guðmund
Þór Júlíusson og varnartengiliðinn
Hafstein Briem sem báðir misstu af
síðasta tímabili. Emil Atlason og
Björn Berg Bryde fóru í Stjörnuna,
Máni Austmann í Leikni R. og
Brynjar Jónasson í Þrótt í Vogum.
Þá er Hörður Árnason hættur og
leikmannahópurinn er heldur þunn-
skipaðri en á síðasta tímabili.
10: Fjölnir
Nýliðar Fjölnis
voru ekki í Bose-
mótinu og þeirra
bestu úrslit í vet-
ur voru 3:2 sigur
á Val á Hlíðar-
enda í Lengjubik-
arnum. Þeir áttu
þó ekki mögu-
leika á að komast
í undanúrslit
keppninnar.
Stærsti sigur vetrarins var 7:0 gegn
Þrótti í Reykjavíkurmótinu.
Fjölnismenn unnu fjóra af átta
mótsleikjum vetrarins en töpuðu
hinum fjórum. Sigurinn á Val var sá
eini gegn úrvalsdeildarliði.
Markatala Fjölnis í þessum átta
leikjum var 24:14 og Hallvarður
Óskar Sigurðarson var markahæsti
leikmaður liðsins með 4 mörk en Jó-
hann Árni Gunnarsson, Jón Gísli
Ström, Ingibergur Kort Sigurðsson
og Kristófer Óskar Óskarsson voru
með 3 mörk hver.
Ásmundur Arnarsson er sitt ann-
að tímabil með Fjölni sem missti tvo
af lykilmönnum sínum frá því í fyrra.
Rasmus Christiansen fór aftur til
Vals og Albert B. Ingason steig nið-
ur í 2. deildina til Kórdrengja. Torfi
Gunnarsson er kominn aftur eftir
lánsdvöl hjá KA og Grétar Snær
Gunnarsson kemur frá Víkingi í
Ólafsvík.
11: FH
FH-ingar unnu
tvo leiki í Bose-
mótinu fyrir ára-
mótin en náðu að-
eins að vinna tví-
vegis í átta
leikjum eftir ára-
mót og gekk frek-
ar illa að skora
mörk.
FH-ingar unnu
fjóra af ellefu
mótsleikjum vetrarins, gerðu tvö
jafntefli en töpuðu fimm leikjum.
Tveir sigranna voru gegn úrvals-
deildarliðum, Víkingi og Gróttu.
Markatala FH í þessum ellefu
leikjum var 18:17 og Þórir Jóhann
Helgason var markahæsti leikmaður
liðsins með 4 mörk en Jónatan Ingi
Jónsson kom næstur með 3 mörk.
Ólafur H. Kristjánsson er sitt
þriðja tímabil með FH-inga og hóp-
ur þeirra er talsvert breyttur. Krist-
inn Steindórsson, Halldór Orri
Björnsson, Brandur Olsen, Cédric
D’Ulivo og Jákup Thomsen eru allir
farnir og fyrirliðinn Davíð Þór Við-
arsson og varnarjaxlinn Pétur Við-
arsson eru hættir. Baldur Sigurðs-
son er kominn frá Stjörnunni og
Akureyringurinn Daníel Haf-
steinsson er kominn sem lánsmaður
frá Helsingborg í Svíþjóð.
12: Grótta
Nýliðar Gróttu
fengu á sig ellefu
mörk í þremur
tapleikjum í
Bose-mótinu en
voru með 50 pró-
sent árangur í
öðrum leikjum
vetrarins.
Gróttumenn
unnu tvo af ellefu
mótsleikjum
vetrarins, gerðu fjögur jafntefli og
töpuðu fimm leikjum. Þeim voru
eina liðið sem ekki tókst að vinna
annað lið úr úrvalsdeildinni í móts-
leik í vetur.
Markatala Gróttu í þessum ellefu
leikjum var 17:24. Pétur Theódór
Árnason og Kristófer Orri Pét-
ursson voru markahæstu menn liðs-
ins með 4 mörk hvor.
Ágúst Gylfason tók við af Óskari
Hrafni Þorvaldssyni sem fór með
Gróttu óvænt upp um tvær deildir á
tveimur árum. Seltirningar treysta á
að strákarnir sem komu þeim upp
standi sig í deild þeirra bestu og
breytingar á hópnum eru afar litlar.
Hinn kornungi Orri Steinn Ósk-
arsson er farinn til FC Köbenhavn.
Erfitt sumar framundan
hjá báðum nýliðunum?
Skagamenn efstir í neðri hlutanum í vetur en FH-ingar í óvæntri stöðu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Baráttan Skagamenn náðu að vinna einn bikar í vetur en FH-ingar töpuðu fimm leikjum á undirbúningstímabilinu.
Tryggvi Hrafn
Haraldsson
Birnir Snær
Ingason
Ingibergur Kort
Sigurðsson
Pétur Theódór
Árnason
Valdimar Þór
Ingimundarson
Þórir Jóhann
Helgason