Morgunblaðið - 08.04.2020, Page 61

Morgunblaðið - 08.04.2020, Page 61
MENNING 61 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 ... stærsti uppskriftarvefur landsins! Hér eru birt brot úr tveimur köflum úr bókinni. Operation Blindtarm Stokkhólmur, september 1987. Stieg las bréfið sem hann hafði skrifað Gerry þann 20. mars 1986, tæpum þremur vikum eftir morðið. Eina stóra málið sem hann hafði tæpt á þar en hafði enn ekki skoðað var það sem nokkrum mánuðum eft- ir morðið var farið að kalla „lög- regluslóðina“. Undir því almenna heiti var að finna mikið af upplýsingum um u.þ.b. tíu lögregluþjóna sem af ólík- um ástæðum höfðu vakið athygli í rannsókninni. Það tengdist m.a. því að þeir höfðu tekið þátt í samkomum þar sem Palmehatri hafði verið bás- únað, að þeir höfðu aðgang að mögu- legum morðvopn- um, höfðu ferðast til Suður-Afríku eða voru í ná- grenni morðvett- vangsins. Margir þeirra höfðu til- heyrt hinni svo- kölluðu Hafna- boltadeild (Baseballigan), sem var sérsveit innan Norrmalm-lögreglunnar sem Hans Holmér kom á koppinn í upp- hafi níunda áratugarins til að stemma stigu við götuofbeldi. Viður- nefnið kom til vegna þess að með- limir sveitarinnar voru óeinkennis- klæddir og gengu með hafnabolta- húfur. Þeir fengu slæmt orð á sig eftir að margir hinna handteknu lögðu fram kvörtun um ofbeldi og einn maður lést. Margir lögreglumannanna sem komu fyrir í Palme-rannsókninni voru einnig meðlimir í Stockholms Försvars-skytte-förening, þar sem menn voru m.a. þjálfaðir í að skjóta af Magnum-skammbyssum og um- gengust hægriöfgamenn í eðlilegu umhverfi. Carl-Gustav Östling hafði verið í óeirðalögreglunni á Norrmalm og meðlimur í Stockholms Försvars- skytteförening og var sá lögreglu- þjónn sem mest tengdist vafasöm- ustu aðstæðunum. Viku fyrir morðið hafði Östling gengist undir aðgerð vegna sprung- ins botnlanga og sýkingar í kviðar- holi á Södersjúkrahúsinu og var í ótímabundnu sjúkraleyfi. Á morð- daginn hafði hann, gegn læknisráði, látið útskrifa sig og farið heim. Þar hafði hann, að eigin sögn, verið einn þegar Palme var myrtur. Margir vinir hans héldu því fram að hann hefði þjáðst af verkjum og átt erfitt með gang, sem þýddi að ólíklegt væri að hann hefði getað útfært morðið, en enginn hafði séð hann eft- ir klukkan níu kvöldið sem morðið átti sér stað. Säpo afskrifaði grun- semdirnar gagnvart honum strax 24. mars þrátt fyrir að hann skorti fjar- vistarsönnun. Og ábendingar um Östling héldu áfram að berast Palme-rannsókninni. Hann var vopnasérfræðingur og verslaði með vopn. Heimildir voru til um Palme- hatur hans og einnig fjöldi ljós- mynda af honum að heilsa að nasistasið. Þrátt fyrir grunsemdir um að hann væri viðriðinn morðið og væri hallur undir nasisma naut Östling trausts Hans-Holmér þannig að hann fékk að sjá Palme-rannsóknar- teyminu fyrir vopnum, skotheldum vestum, talstöðvum sem ekki unnt er að hlera og brynvörðu gleri, aðeins nokkrum mánuðum eftir morðið. Svakalegast í sendingunni var vél- byssa innbyggð í skjalatösku. Það var nýstofnað fyrirtæki Östlings, Strateg Protector, sem hann rak með góðum vini sínum, sem treyst var fyrir þessu. Östling sneri aldrei aftur til starfa sem lögreglumaður eftir botnlangaaðgerðina. Nokkru síðar gerði tolleftirlitið húsleit hjá Östling. Þar fundust vopn, skotfæri og ýmislegt annað áhugavert. Nánar tiltekið 218 kassar af skotfærum, 20 skammbyssur, 4 marghleypur (nokkrar hlaðnar), 1 haglabyssa, 1 mauserriffill, 1 gas- handsprengja, 5 vélbyssuskotbelti, 3 reykhandsprengjur, 5 hand- sprengjur, 3 reykblys, 8 táragas- brúsar, ýmiss konar þýskir hjálmar og byssustingir, 1 flugskeytabyssa, 1 handsprengjubyssa, loftvarnar- skotfæri, auk fjögurra demanta að verðmæti 200.000 sænskra króna. Vopnafundurinn var að miklu leyti útskýrður með því að Östling væri vopnasali en sumt annað sem þarna fannst var erfiðara að afsaka. Á þrettán ljósmyndum mátti sjá Öst- ling og félaga hans í vopnasölunni, Grundborg herforingja, heilsa að nasistasið m.a. í gyðingakirkjugarði, fyrir framan Brandenborgarhliðið í Berlín og í arnarhreiðri Hitlers í Berchtesgaden í bæversku Ölp- unum. En það var tvennt sem Stieg þótti mestu skipta í sambandi við morðið á Palme. Annað var póstkort sem sagt var vera frá skólafélaga Östlings, Claes Almgren, sem sat í stjórn tímaritsins Contra. Textinn var svo- hljóðandi: „Svínið á hinum vængnum heldur áfram að skelfast yfir Skuggamyndinni en járnbrautar- sporið verður æ heitara. Settu þig hið snarasta í samband við Enske- demanninn.“ Það var erfitt að vera viss um hvað þetta þýddi en svo virt- ist sem Östling og nokkrir af vinum hans á hægri vængnum hefðu orðið órólegir við lögreglurannsóknina. Hitt sem tengdist Palmemorðinu og fannst heima hjá Östling var byssukúla sem gat klofið málm og var af gerðinni Winchester .357 Magnum 158 g. Sama óvenjulega gerðin og notuð var til að myrða Olof Palme. Næstum allir þeirra tíu lögreglu- þjóna sem tengdust lögregluslóðinni voru á einhvern hátt tengdir Östling. Ef Suður-afríkanarnir höfðu notast við sænska lögreglumenn eða menn frá hernum við eftirlit og aðra aðstoð myndi það útskýra margar af alvar- legu kringumstæðunum í sambandi við Östling. Eða eins og einnig mætti orða það, þar sem Stieg var að prófa kenninguna um Suður-Afríku með Wedin sem millilið: Ef Suður-Afríka skipulagði morðið og Östling væri ekki viðriðinn málið þrátt fyrir allar kringumstæðurnar, þá skyldi Stieg éta hattinn sinn. Sem hann yrði þá fyrst að kaupa sér þar sem hann átti engan hatt. Morðinginn Stokkhólmur, sumarið 1989. Það var á tímabilinu á milli sælu- vímunnar eftir dóminn í undirrétti og undirbúnings fyrir að málið yrði tekið upp í áfrýjunardómstól að eitt- hvað fór að gefa sig. Enginn hafði búist við að dómurinn fengi að standa án áfrýjunar eða að gagn- rýnisaddir myndu ekki heyrast. Þannig var réttarkerfið einfaldlega og Stieg las skilmerkilega allt sem birtist og ræddi við þá sem hann taldi geta bætt við þá mynd sem hann hafði þegar gert sér sjálfur. Þar einhvers staðar tók efinn að blómstra að nýju. Hvað stóð í raun- inni eftir ef maður grandskoðaði með gagnrýnum augum það sem stóð í dómnum og í rannsóknargögn- unum sem nú voru opinber? Fyrsta mikilvæga staðreyndin var að meirihlutinn fyrir sakfellingu var ekki eins öruggur og virtist vera. Vissulega voru sex fylgjandi og tveir á móti, en við nánari eftirgrennslan var einfalt að komast að því að það voru nefndarmenn sem kusu að dæma Christer Pettersson. Í sam- ræmi við sænska kerfið voru nefndarmenn pólitískt skipaðir og ekki lögfræðimenntaðir. Lögfræði- menntuðu dómararnir í undirrétt- inum höfðu ekki viljað sakfella. Það þýddi að maðurinn sem var dæmdur fyrir að myrða stjórnmálamann hafði í rauninni verið dæmdur af mönnum sem voru skipaðir af stjórnmálamönnum. Þeir sem höfðu menntun í lögfræði og að meta sönn- unargögn höfðu aftur á móti viljað láta sakborninginn lausan. Næsta staðreynd var sú að í raun- inni var bara ein sönnun, eitt sönn- unargagn, og það var sakbending Lisbet Palme. Annar vitnisburður gegn Pettersson kom frá fólki sem hafði ekki séð sjálfan verknaðinn eða ekki séð Pettersson á morðstaðnum og var því frekar á líkum reistur. Það voru heldur engin tæknileg sönnunargögn gegn Pettersson. Í dómsalnum hafði sakbending Lisbet verið ótvíræð. En þegar sjálf sakbendingin hafði átt sér stað hafði hún ekki verið eins viss og þá höfðu liðið tvö ár og níu mánuðir frá því að morðið var framið. Það var mjög langur tími og meðan hann leið var hún útsett fyrir áhrifum af yfir- heyrslum, nýjum upplýsingum, myndum og ágangi eigin hugsana. Ljósmyndir af nýjum grunuðum að- ilum sem gátu hafa haft áhrif á myndina í minninu héldu áfram að birtast í blöðunum árin eftir morðið þar sem þær seldu blöð betur en allt annað. Í lögregluskýrslunni um fram- kvæmd sakbendingarinnar mátti lesa hvernig Lisbet Palme hugsaði sig fram að Christer Pettersson. „Það er númer átta. Hann sam- svarar lýsingu minni,“ eins og hún sagði að lokum. Þetta var alls ekki afdráttarlaus sakbending, ekki síst þar sem hún hafði áður fengið að vita að sá grunaði væri fíkill og síðan tek- ið fram að „það sést hver er alkóhól- isti“. Vægi sannananna hafði líka minnkað vegna óvenjulegra krafna Lisbet. Sakbendingin átti að vera spiluð af myndbandi, það mátti ekki taka hana upp og verjandi sakborn- ingsins mátti ekki vera viðstaddur. Að auki var skýrslan um mynd- bandssakbendinguna ekki skrifuð fyrr en sex vikum eftir að hún átti sér stað og þá aðeins sem samantekt. Þegar allt kom til alls gat leik- maður eins og Stieg séð að sænska lögreglan og sænskir saksóknarar hefðu getað staðið sig betur í því að tryggja vægi einu raunverulegu sannananna sem þeir lögðu fram gegn Pettersson. Fyrir utan Lisbet Palme var eitt vitni sem var sérlega áhugavert, þar sem sá bjó nefnilega í Sollentuna- sveitarfélaginu eins og Pettersson og þekkti hann úr miðbæ Sollentuna þar sem hann var vel þekktur. Skjalavörðurinn Lars Jeppsson hafði verið á kránni Tre backar og hafði gengið eftir Luntmakargatan í átt að Kungsgatan þegar hann heyrði skotin á Sveavägen steinsnar frá. Hann hafði falið sig á bak við byggingaskúrana á Tunnelgatan, séð morðingjann hlaupa framhjá sér og horft á eftir honum upp tröpp- urnar. Maðurinn sem þarna hljóp framhjá líktist ekki Christer Pettersson, að sögn Jeppsson. *** Það þjóðarsár Svíþjóðar sem hét Palmemorðið var rétt farið að gróa og allir vildu ólmir smella á það plástri eins fljótt og auðið var og láta það svo vera. Christer Pettersson hafði áfrýjað dómnum og með sam- eiginlegu átaki áfrýjunardómstóls, saksóknara og lögreglu var undir- búningi flýtt svo að réttarhöldin gætu hafist strax tveimur mánuðum eftir að dómur var upp kveðinn í undirrétti. En málum var öðruvísi farið í þetta sinn. Kröfur Lisbet Palme um að sakborningurinn yrði ekki við- staddur á meðan hún bæri vitni, að ekki yrðu teknar myndir á meðan, engar fjölmiðlaútsendingar, engin upptaka og engir áheyrendur væru í salnum ollu úlfúð. Samkennd með hlutskipti hennar tók að breytast í mótmæli við því sem farið var að kalla „drottningarstæla“. Fyrirkomulagið í áfrýjunardóm- stólnum var líka annað. Meirihlutinn var lögfræðimenntaður í þetta sinn og pólitískt skipaðir nefndarmenn í minnihluta… Arfur Stiegs Larsson Bókarkafli | Í geymsluhúsnæði í Stokkhólmi komst Jan Stocklassa, rithöfundur og blaðamaður, á snoðir um fjölda kassa sem reynast geyma gögn hins heimskunna rithöfundar, Stiegs Larsson. Megnið af því snýst um rannsókn hans á hægriöfga- öflum á níunda áratugnum, en þar finnur hann líka möppur merktar áður óþekktu verkefni – umfangsmikilli rannsókn Stiegs á morðinu á Olof Palme. Bókin Arfur Stiegs Larsson er lýsing á raunverulegum atburðum, og geymir auk þess fjölda áður óbirtra skrifa eftir Stieg Larsson. Ljósmynd/David Lagerlöf/Expo Stieg Larsson. Olof Palme Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.