Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2020 Hvað ertu að bardúsa? Okkur Sigurð Ými Kristjánsson, sem er bekkjar- bróðir minn úr Listaháskólanum og Myndlistaskól- anum, langaði alltaf að gera eitthvað saman. Ég hafði góða þekkingu á fatnaði en hann er meira graf- íkmiðaður þannig að úr varð að stilla strengi okkar saman og búa til fatnað. Við vildum gera það sem kallast „streetwear“; hettupeysur, jakka og stutt- ermaboli og stofnuðum fyrirtækið Child Reykjavík, en við erum báðir í öðru líka. Svo nýlega ákváðum við að búa til bol til styrktar Kvennaathvarfinu. Hvernig kviknaði sú hugmynd? Frænka mín er mikið að vinna í þessum málum og hefur ver- ið að pósta ýmsum upplýsingum á Facebook. Nýlega póstaði hún skýrslu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem sást töluverð fjölgun á tilkynningum um heimilisofbeldi nú í mars. Mér fannst við þurfa að styðja við þetta málefni og sá þarna tækifæri að við gætum hugsanlega safnað saman því fólki sem vildi styrkja Kvennaathvarfið með því að selja því bol. Allur ágóði rennur óskiptur til Kvennaathvarfsins og við gefum líka okkar vinnu. Segðu mér frá þessum bol? Hann heitir Samstöðubolurinn. Við látum framleiða bolina á Indlandi og eru þeir úr 100% lífrænni bómull og vottaðir af Fairtrade, sem þýðir að allir sem að honum koma fá greitt fyrir sína vinnu og allt löglegt. Bolurinn kostar 6.499 krónur og fæst á netinu. Hugmyndin var að myndin á bolnum myndi tákna þá orku sem verður til þegar fólk stendur saman. Morgunblaðið/Eggert BENEDIKT ANDRASON SITUR FYRIR SVÖRUM Orkan í samstöðuO kkar bestu menn, veðurfræðingar, eru smám saman að ná vopnum sínum á ný eftir að kórónuveiran sópaði þeim um tíma út af borðinu í þjóðfélagsumræðunni. Það er gamall og góður siður að ræða við veðurfræðinga í fjölmiðlum á sumardaginn fyrsta og Magnús Geir Eyjólfs- son fréttamaður lék stífan sóknarleik gegn Theódóri Frey Hervarssyni á svölunum í Efstaleitinu í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins – eins og Borgnes- ingar gera gjarnan gegn Skagamönnum. Vildi fá veðurfræðinginn til að stað- festa í þráðbeinni útsendingu að þessi „andstyggilegi vetur“ sem var að líða færi í sögubækurnar sem sá versti sem yfir þessa guðsvoluðu þjóð hef- ur gengið frá því öndvegissúlunum skolaði á land. Ekki treysti Theódór sér til að ganga svo langt, enda fag- maður, en viðurkenndi þó að hann hefði að sönnu verið erfiður. „Hann hlýtur að teljast með þeim leið- inlegri,“ sagði þá Magnús og hélt upp kloppískri hápressu á aumingja Theódór. „Já, það er ekki spurning en hvort hann sé á toppnum, ég get ekki svarað því núna,“ sagði Theó- dór og gat ekki varist brosi. Sé Magnús fyrir mér brosa á móti. Var veturinn virkilega svona of- boðslega vondur? Auðvitað komu einhverjar hamfaralægðir með rauðum við- vörunum og almennum viðbjóði; minnstu munaði að ég fengi eina slíka inn á rúmgafl til mín í febrúar en sveitasetrið stóð hana af sér. Mögulega bara vegna þess að ég hélt því niðri, eins og Churchill bifreiðinni í sprengjuregn- inu forðum. Þess utan fannst mér veturinn hins vegar ekkert svo ofboðslega leiðinlegur. Kannski er það bara gullfiskaminnið. Næst sneru þeir svalafélagar sér að sumrinu sem er framundan og um leið og Theódór leyfði sér að vera hóflega bjartsýnn ráðlagði hann Magnúsi að bíða með að kaupa sér hlutabréf í sólarvarnarframleiðanda. Einhver miðillinn dustaði rykið af Sigga stormi, langt síðan maður hefur séð hann, og hann spáir því að veðrið verði með fínasta móti í sumar og jafn- vel ekki verra en í fyrrasumar, þegar það mun hafa verið mjög gott. Meira að segja menn með gullfiskaminni geta tekið undir það. Annars hefur enga þýðingu að hrósa sigri fyrr en okkar allra besti maður, Haraldur Ólafsson, verður búinn að kveða upp sinn dóm. Hann er vís með að finna stinningskalda og slagveðursrigningu í hanskahólfum og kústaskápum landsmanna, ef á þarf að halda. Okkar beinasti fréttamaður, Jóhann K., þarf að taka á sig rögg og draga Harald út á galeiðuna. Versti vetur sögunnar? Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.s ’Auðvitað komu ein-hverjar hamfaralægð-ir með rauðum viðvör-unum og viðbjóði; minnstu munaði að ég fengi eina slíka inn á rúmgafl til mín í febrúar. Tinna Gunnarsdóttir Ég er spennt fyrir því; við erum bú- in að plana ferð um landið. SPURNING DAGSINS Hvernig leggst sumarið í þig? Sigurður Friðriksson Ágætlega. Það verður ferðast innanlands í sumar. Elsa Valgarðsdóttir Mjög vel, ég er að fara að vinna aft- ur og drengurinn verður eins árs. Þetta verður gott sumar. Kolbeinn Steinþórsson Það er mikil óvissa framundan þannig að ég veit ekki hvernig sum- arið kemur út. Child Reykjavík selur nú stuttermaboli til styrktar Kvenna- athvarfinu. Allar upplýsingar má finna á childrvk.is, á Facebook undir childreykjavik og á instagram á child.rvk. Fyrirtækið reka þeir Benedikt Andrason og Sigurður Ýmir Kristjánsson. www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi TÆKNI ATVINNUMANNSINS FYRIR HEIMILI Þrýstingurinn í þurrgufunni fer í gegnum efnið og sléttir úr efnisþráðunum án þess að þú þurfir að beita nokkrum kröftum. LauraStar er létt og meðfærilegt og með LauraStar ertu fljótari að strauja en nokkru sinni fyrr. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Íris Dögg Einarsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.