Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2020 hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 Eigum úrval af Stundum hafa menn stað-næmst við þá staðreynd aðgamla lífeyriskerfi op- inberra starfsmanna kalli á ríkis- framlög áður en yfir lýkur. Að því kemur einmitt að „yfir lýkur“ því gamla kerfinu var lokað skömmu fyrir síðustu aldamót og nýtt kerfi búið til, því var ætlað að vera sjálfbært, safna í sjóð og hann síðan „ávaxtaður“, rekinn eins og fyrirtæki samkvæmt ýtrustu út- þenslukröfu kapítalismans. Hallinn á gamla kerfinu var ekki með öllu illur – reyndar fjarri því. Það var vegna þess að kerfinu var ætlað að vera í senn sjóðsmyndunarkerfi og gegn- umstreymiskerfi. Stjórnvöld hvers tíma leituðu óspart inn í sjóðinn til að fjármagna uppbyggingu samfélagsins og mikilvæg verk- efni sem kæmu okkur sameig- inlega að gagni á borð við fé- lagslega hús- næðiskerfið – verkamannabú- staði. Það var að mörgu leyti gott kerfi. Á fjörutíu árum gat fólk úr lágtekjuhópum eignast hús- næði með lánum sem báru einnar prósentu vexti ofan á vístölu að vísu. Þetta voru kallaðir nið- urgreiddir vextir sem er í sjálfu sér fráleitt hugtak í þessu samhengi. Þetta voru einfaldlega lágir vextir, framlag samfélagsins til að tryggja öllum aðgang að eignarhúsnæði. En eftir því sem markaðshyggjan ruddi sér til rúms í sálarlífi þjóðarinnar hlaut allt frávik frá því sem markaður- inn ákvað að taka mið af því. Ef fjármagnseigendum tókst að kreista upp vextina hlaut allt þar fyrir neðan að heita niðurgreitt. Framlag til húsnæðismála hlaut þá að fá þennan merkimiða. Svo komu aðrar félagslegar lausnir í húnæðismálum, kaup- leiga, leiguíbúðakerfi í samvinnu- formi, sem hafði það að markmiði að tryggja fólki öruggt húsnæði á góðum kjörum en þeim skyldi meðal annars náð með því að losna við brask-álagið sem væri fylgifiskur viðskipta á húsnæð- ismarkaði. Þetta var Búseti og síðan Búmenn og Búfesti sem sóttu fyrirmyndir til Norðurlanda og hafa gefið góða raun. Í sveitarfélögunum voru síðan rekin félagsleg leiguíbúðakerfi og voru þar, og eru enn, öflugastir Félagsbústaðir í Reykjavík. Á síðustu árum hefur viljað brenna við að þetta kerfi væri vanrækt, greinilega með þá von í brjósti að sveitarfélagið yrði þar með leyst undan fjárhagslegri ábyrgð- arskyldu sinni. Svo má ekki verða. Ég hef fært fyrir því rök að líf- eyrissjóðir sem krefjast hámarks- ávöxtunar geti orðið óþægilega auðsveipir þjónar kapítalismans og jafnvel hans áköfustu stríðs- menn, stöðugt leitandi eftir há- markshagnaði. Launafólkið sem leggur sparnað sinn í þeirra hend- ur er jafnframt að fóðra úlf sem vill á markað með starfsemi sem er í þágu þessa sama launafólks að sé í samfélagsrekstri og alls ekki hagnaðarknúin. Þegar ég sat í ríkisstjórn fyrir fáeinum árum kom til tals að skattleggja lífeyrissjóðsframlag einstaklingsins á leiðinni inn í sjóðinn en ekki út úr honum. Þá var viðkvæðið í ríkisstjórn og hjá mörgum alþingismönnum – illu heilli – að þar með yrðu lífeyr- issjóðirnir af peningum til að ávaxta. Þeir væru betur geymdir hjá þeim en ríkinu. Þetta er að mínu mati meira en lítið vafasöm kenning. Gengi lífeyr- issjóðanna er fallvalt eins og efnahags- umgjörð okkar öll og þar með samfélagið. Það er kominn tími til þess að setja alvarleg spurning- armerki við ýmis áður við- tekin viðhorf til útþenslukerfis kapítalismans. Það hljóta þau alla vega að gera sem segjast hafa áhyggjur af ágengni mannskepn- unnar í viðkvæmt lífríki Móður jarðar. Þá er komið að þeirri spurningu sem ég vildi spyrja. Er ekki ráð að dusta rykið af gömlum húsnæðislausnum, láta eitthvað af þessum hundruðum milljarða, sem ríkisvaldið segist ætla að pumpa út í efnahagslífið, renna til hús- næðismála? Endurræsa mætti með myndarlegum hætti Íbúða- lánasjóð sem byði upp á lága vexti til almennra húsnæðskaupa, enn lægri vexti til félagslegra úrræða og síðan er þörf á myndarlegu framlagi til Félagsíbúða og syst- urstofnana hjá sveitarfélögunum. Þar ætti að koma mesta innspýt- ingin. Þetta mætti fjármagna með fé frá lífeyrissjóðunum sem þá fengju úr ríkissjóði mismuninn á því lánsfjármagni sem þannig rynni úr þeim og því sem ætla mætti að þeir fengju með fé sitt í grösugra beitilandi. Þetta væri millilending yfir í lífeyriskerfi sem væri blanda af sjóðsmynd- unarkerfi og gegnumstreymi. Þetta er varla vitlausari hug- mynd en sú að pumpa nú, sem bráðalausn í efnahagskreppu vel að merkja, milljörðum í vegi sem fyrirsjáanlegt er að fáir koma til með að vinna við og verða auk þess túristalausir í nánustu fram- tíð – alla vega. Húsnæði á vildar- kjörum eða vegi sem enginn ekur á? Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@- ogmundur.is ’ Það er kominn tímitil þess að setja alvar-leg spurningarmerki viðýmis áður viðtekin við- horf til útþenslukerfis kapítalismans. Það hljóta þau alla vega að gera sem segjast hafa áhyggjur af ágengni mannskepn- unnar í viðkvæmt lífríki Móður jarðar. Dómgreind er stórkostlegt fyrir-bæri. Við notum hana til aðgreina rétt frá röngu, koma í veg fyrir að við lendum í kjánalegum að- stæðum, þegar við kaupum okkur eitthvað og svo mætti lengi telja. Eitt það mikil- vægasta er samt að við notum hana þegar við ákveðum hverju við ætlum að treysta. En við getum farið að slaka á því. Í það minnsta þegar kemur að fréttum því ríkið hefur sett á fót starfshóp um það sem kallað er „upplýsingaóreiða“ á tímum kór- ónuveirunnar. Þetta hefur líka verið kall- að falsfréttir. Sá sem líklega talar þó mest um „fake news“ er forseti Bandaríkjanna. Í ljósi þess að hann kallar fréttir sem við höfum lengi talið að við ættum helst að treysta falsfréttir, þá liggur nokkurn veginn fyrir að það ber ekki öllum saman um það hvaða fréttir séu réttar og hverjar falskar. Þá er náttúrlega vandi á höndum. Mögulega er hægt að bregðast við með tvenns konar hætti: Að ríkið skipi starfs- hóp og segi okkur hvaða fjölmiðlum og fjölmiðlamönnum við ættum helst að treysta (eins og einn fulltrúi í nýskipuðum hóp þjóðaröryggiráðs hefur reyndar þegar gert á samfélagsmiðlum) eða að við reyn- um að nota okkar eigin dómgreind, skyn- semi og jafnvel gagnrýna hugsun. Mér finnst til dæmis gott að læra sjálf- ur hvaða miðlum ég get treyst og hverjum ég ætti að sneiða hjá. Traust er nefnilega takmarkað og fjölmiðlar geta verið fljótir að glata því. Það hefur sennilega alltaf verið þannig að í fjölmiðlum leynast stundum mein- ingar. Í því samhengi er áhugavert að velta því fyrir sér hvort flokksblöð fyrri ára hafi flokkast undir falsfréttir. Það var í það minnsta ekkert eðlilegur munur á samfélaginu eftir því hver skrifaði. Svo er líka mjög gott að athuga heim- ildir, við hverja er talað og hverja ekki. Líka hver heldur þeim á floti á sam- félagsmiðlum. Ef skrítni rasíski frændi þinn deilir frétt um sprengjuárásir músl- ima í Svíþjóð, frá fjölmiðli sem þú hefur aldrei heyrt um, þá eru allar líkur á að þú þurfir að kanna heimildina betur. Sumir eru svo djúpt inni í bergmáls- hellinum sínum að þeir treysta ekki neinu sem kemur utan frá. Aðrir eru þannig að þeir trúa sjálfkrafa öllum neikvæðum fréttum. Ég held að hvorugur þessara hópa sé að fara að hlusta á einhvern sem segir þeim hverju á að trúa og hverju ekki. Ég er þannig að ég vil frekar hafa þessar furðulegu samsæriskenningar um að Bill Gates og Evrópusambandið séu að dreifa veirum með 5g-geislum og setja ör- flögur í fólk en að byrja að banna fjölmiðla eða setja þá á svartan lista. Frelsi fjölmiðla skiptir meira máli. Svo verð ég að viðurkenna að ég er ekki að rifna úr spenn- ingi yfir enn ein- um starfshópnum sem er skipaður til að hafa vit fyrir okkur, þótt þetta sé vafa- laust gert af góðum hug og undir þeim formerkjum að það eigi bara að kort- leggja umræðuna eins og er svo vinsælt að tala um núna. En kannski hef ég rangt fyrir mér. Kannski er þetta bráðnauðsynlegt og það sem koma skal til að innleiða almenna skynsemi. Ef til vill er bara tímaspursmál hvenær starfshópur um hvernig eigi að halda sig frá samfélagsmiðlum þegar maður er búinn að smakka það verði skipaður, starfshópur um að spyrja ekki konur hvort þær séu óléttar og síðast en ekki síst starfshópurinn um ríka frænda þinn í Nígeríu sem þú vissir ekki að þú ættir. ’Ég er þannig að ég vil frekarhafa þessar furðulegu sam-særiskenningar um að Bill Gatesog Evrópusambandið séu að dreifa veirum með 5g-geislum og setja örflögur í fólk en að byrja að banna fjölmiðla eða setja þá á svartan lista. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Starfshópur um skynsemi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.