Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 28
ANGIST Bandaríska leikkonan Maya Hawke vandar ekki foreldrum sínum og kynslóð þeirra kveðjurnar í viðtali við tímaritið Ny- lon en foreldrar hennar eru leikaranir Ethan Hawke og Uma Thurman. „Við erum rétt tví- tug og ættum að vera að skemmta okkur, neyta fíkniefna og djamma,“ segir Hawke. En nei, þökk sé X-kynslóðinni, þá megi eng- inn vera að þessu vegna þess að bjarga þurfi jörðinni. „Þið létuð okkur finna til tevatns- ins,“ segir hin 21 árs gamla Hawke og bætir við að kvikmyndastjarnan sé í reynd dauð. „Trilljón leikarar eru með fylgjendur. Hversdagslegra verður það ekki.“ 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2020 LESBÓK STÆRSTI M ATSEÐILL LANDSINS ALLT SENT HEIM MEÐ 100% RAFMAGNI ENDALOK David Coverdale, söngvari málmbandsins lífseiga Whitesnake, kann að hafa komið fram á sínum síðustu tónleikum; alltént gaf hann í skyn í samtali við útvarpsstöðina WRIF í Detro- it á dögunum að árið 2021 væri ekki verra en hvað annað til að setjast í helgan stein. „Mér segir svo hugur að dágóður tími muni líða þangað til lífið verður aftur farið að ganga sinn vanagang. Þannig að við verðum að hugsa út fyrir rammann. Og er til betri aldur fyrir söngvara Whitesnake að hætta en 69?“ spurði Coverdale sem verður 69 ára í september. Söngvarinn myndi þá kveðja sáttur enda lýsti hann því yfir í samtali við ástralska tímaritið Heavy fyrir skemmstu að hann væri gríðarlega þakklátur fyrir að hafa átt yndislegt líf, bæði í leik og starfi. Hljóðneminn á hilluna? Látúnsbarkinn David Coverdale. AFP Þið létuð okkur finna til tevatnsins Ekki liggur vel á Mayu Hawke þessa dagana. AFP Rikki gamli Rockett er jafnan hress. Rokkið lifir! ELDFLAUGAVÍSINDI „Alvöru- rokktónlist á pottþétt eftir að ná sér aftur á strik. En hún þarf að enduruppgötva sig að einhverju leyti. Menn þurfa að gerast örlítið meira skapandi.“ Þessi orð lét Rikki Rockett, trymbill glysrokks- sveitarinnar Poison, falla á dög- unum í samtali nokkurra roskinna rokkhunda á miðlinum Cameo, sem miðlar sjónarmiðum fræga fólksins til okkar alþýðu manna. Lagt var út af orðum Genes Simmons úr Kiss, sem hélt því fram árið 2014 að rokkið hefði ekki dáið úr elli, held- ur hefði það verið ráðið af dögum. „Það þarf að vera aðeins meiri hreyfing, aðeins meiri sena. Þegar ég var að vaxa úr grasi þá var pönksena og rokksena og svo kom málmurinn. Það voru senur og það bjó til mikla orku. Rokkið hefur verið svolítið staðnað um skeið.“ Allt byrjaði það með því að Rík-issjónvarpið endursýndi Ba-sic Instinct, eða Ógnareðli, eins og hún var alveg örugglega köll- uð hér í fásinninu fyrir tæpum þrem- ur áratugum. Held ég hafi pottþétt ekki séð þá víðfrægu ræmu síðan hún var í bíó og kom mér því makindalega fyrir í sófanum, með popp í annarri og gvendarbrunnsvatn í hinni. Gos- drykkir eru eitt af því fáa sem mér hefur tekist að þurrka út af syndalist- anum um dagana. En alla vega. Úr varð prýðileg skemmtun enda mundi ég svo gott sem ekki neitt, fyrir utan ísnálina undir rúminu í lokin. Henni gleymir ekki nokkur maður. Yfirheyrslu- atriðið er líka eftirminnilegt en marg- oft hefur verið vísað til þess með ein- um eða öðrum hætti síðan. Ógnareðli er auðvitað að sumu leyti barn síns tíma en eldist samt alls ekki svo illa. Michael Douglas var einhvern veginn réttur maður á réttum stað í svona myndum á þessum tíma; yfirleitt svo- lítið lífslúinn og alltaf með vindinn í fangið, samanber Fatal Attraction eða Hættuleg kynni. Sá hana aftur fyrir nokkrum árum og hún eldist þokkalega líka. Sharon Stone fer svo á kostum sem þetta svaðalega „femme fatale“; skemmtilega ýkt týpa. Gott ef ekki krydduð með sama kryddi og margir Eyfirðingar krydd- uðu sögur sínar og frásagnir í mínu ungdæmi. En það er allt önnur saga. Ógnareðli kveikti í mér; ég yrði að rifja upp fleiri fræga trylla frá þess- um tíma. Menn gera ekki svona bíó- myndir lengur. Þess vegna færðist ég allur í aukana þegar ég gróf upp Frantic, eða Örvæntingu (menn ís- lenskuðu alla bíómyndatitla á þessum tíma) á einhverri efnisveitunni sem ég hef aðgang að. Ekki spillti fyrir að sögusviðið er París og þangað er allt- af gaman að koma, hvort sem það er í reynd eða á skjá. Ford leikur skurð- lækni sem tapar konunni sinni í heimsborginni og þarf að hafa uppi á henni sjálfur vegna getu- og áhuga- leysis lögreglu og starfsmanna bandaríska sendiráðsins. „Oft hefur hinn frábæri leikari Harrison Ford borið af í kvikmynd- um, en aldrei eins og í þessari stór- kostlegu mynd, „Frantic“, sem leik- stýrt er af hinum snjalla leikstjóra Roman Polanski. Sjálfur segir Harr- ison Ford: Ég kunni vel við mig í „Witness“ og „Indiana Jones“ en „Frantic“ er mín besta mynd til þessa,“ sagði í kynningu Bíóborg- arinnar sumarið 1988. Er það virkilega? Er það virkilega, Harrison? Til að gera langa sögu stutta var Örvænting mikil vonbrigði. Fordinn stendur að vísu fyrir sínu að vanda en framvindan er alltof hæg og fyrir- sjáanleg til að týna megi sér í mynd- inni og bófarnir of mikil flón. Sumt á maður bara að láta ógert í þessu lífi – og eitt af því er að horfa aftur á Fran- tic með Harrison Ford. Kappanum innan handar í mynd- inni er franska leikkonan Emm- anuelle Seigner sem skömmu síðar gekk að eiga Roman Polanski – og á hann enn, ef marka má heimildir. 33 ára aldursmunur á þeim hjónakorn- um. Saman eiga þau tvö börn, þar á meðal leikkonuna Morgane Polanski, sem frægust er fyrir að leika Gíslu prinsessu í einhverri víkingaseríu á History Channel. Smá svona sögu- legur útúrdúr að hætti hússins. Seig- ner er kornung og hress í Frantic en ég man ekki eftir henni úr mörgum öðrum myndum, satt best að segja. Seinast virðist hún hafa verið í kvik- mynd um Dreyfus-málið í fyrra, An Officer and a Spy. Leikstjóri? Jú, þið eruð greinilega uppi á táberginu. Roman nokkur Polanski. Eitt af fáu sem gladdi mig í Frantic var þegar gæðaleikarinn John Maho- ney birtist óvænt sem erindreki Bandaríkjastjórnar en hann er mörg- um ógleymanlegur sem Martin Crane, faðir Frasiers í samnefndum gamanþáttum. Skemmtileg týpa, Mahoney. Blessuð sé minning hans! Fumlaus túlkun á líki Þarna er líka maður með því mergj- aða nafni Böll Boyer. Synd væri þó að segja að hann hafi haft mikið svigrúm til tilþrifa en Boyer leikur lík. Gerir það reyndar af sannfæringu og fum- leysi. Erfitt er að finna frekari upp- lýsingar um kappann í netheimum en svo virðist sem hann sé þekktastur fyrir hlutverk sitt í Frantic. Sem er ákveðinn skellur. Því miður get ég því ekki miðlað til ykkar upplýsingum um það hvort Böll Boyer sé þessa Ógnareðli umfram Örvæntingu Fátt jafnast á við góðan trylli, hvort sem er í niðdimmu kvikmynda- húsi eða bara heima í stofu. Gaman getur verið að dusta rykið af gamalli klassík en hafið í huga að bíómyndir eldast misvel. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Rebecca De Mornay sem barn- fóstran ógurlega í The Hand That Rocks the Cradle.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.