Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 29
heims eða annars. Né heldur hvort hann tengist með einhverjum hætti Íslandsvininum Régis Boyer. Söng- og leikkonan Betty Buckley fer með hlutverk eiginkonunnar sem týnist en það er ekki sérlega viðamik- ið. Hún er mun þekktari fyrir söng sinn og sjónvarpsleik og hefur ekki komið fram í mörgum kvikmyndum gegnum tíðina. En alla vega, treystið mér. Ef þið eruð í vafa hendið þá frekari laginu Frantic með Metallica á fóninn, af þeirri vanmetnu plötu St. Anger frá árinu 2003. Margra mánaða umtal Of snemmt er að segja til um það hvort Frantic hefur kæft í fæðingu örvæntingarfullan áhuga minn á tryllum frá áttunni og níunni. Næstu dagar og vikur munu skera úr um það, eins og faraldsfræðingar segja. Mér dettur strax ein í hug, sem vert gæti verið að vísitera á ný, The Hand That Rocks the Cradle frá 1992, eða Höndin sem vöggunni rugg- ar, eins og hún kallaðist einfaldlega í íslenskri þýðingu. Hún er helvíti spennandi í minningunni, svaðalegt „femme fatale“ og allur pakkinn. „Mynd sem þú talar um marga mán- uði á eftir,“ stóð í kynningu Bíóborg- arinnar, sem hefur greinilega mikið verið í tryllunum á þessum árum. Með aðalhlutverk fóru Annabella Sci- orra og Rebecca de Mornay. Hvað í ósköpunum varð um þær? Emmanuelle Seigner og Harrison Ford í Frantic. Sharon Stone í ess- inu sínu í Basic In- stinct. Sú mynd eld- ist ekki svo illa. 26.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 FRAMHALD Rachel McAdams er opin fyrir því að gera framhald af hinni vinsælu unglingagamanmynd Mean Girls sem frumsýnd var árið 2004. „Það yrði gaman að leika Reginu George aftur og sjá hvert lífið hefur leitt hana,“ sagði hún um karakter sinn í myndinni á kana- díska streymisþoninu Heroes of Health. Áður hafði aðalleikkonan, Lindsay Lohan, talað á sam veg en auk þeirra léku í myndinni stjörnur á borð við Amöndu Seyfried, Tinu Fey og Amy Poehler. Vilja aftur vera vondar stelpur Rachel McAdams hefur vegnað vel. AFP BÓKSALA 15.-21. APRÍL Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Milljarðastrákurinn David Walliams 2 Þess vegna sofum við Matthew Walker 3 Í vondum félagsskap Viveca Sten 4 Skólaráðgátan Martin Wildmark 5 Á fjarlægri strönd Jenny Colgan 6 Heillaspor Gunnar Hersveinn o.fl. 7 Tengdadóttirin Guðrún frá Lundi 8 Risasyrpa – furðuleg fyrirbæri Walt Disney 9 Úlfakreppa B.A. Paris 10 Allt í plati! Sigrún Eldjárn 1 Kokkáll Dóri DNA 2 Aðferðir til að lifa af Guðrún Eva Mínervudóttir 3 Hvítidauði Ragnar Jónasson 4 Þögn Yrsa Sigurðardóttir 5 Stelpur sem ljúga Eva Björg Ægisdóttir 6 Tregasteinn Arnaldur Indriðason 7 Boðorðin Óskar Guðmundsson 8 Saga tveggja borga Charles Dickens 9 Ína Skúli Thoroddsen 10 Íslandsklukkan Halldór Laxness Allar bækur Skáldverk og hljóðbækur Nýlega las ég, með mjög stuttu millibili, bækurnar Skógarhöggs- menn eftir Thomas Bernard og Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson, en það var algjör tilviljun sem réð því að það gerðist. Þetta reyndar hljómar ekki merki- lega né eins og til- viljun, frekar en að það sé tilviljun að ég segi „góðan dag- inn“ og svo síðar „í Hveragerði vex grænmeti“ í sömu setningu. En þessar tvær bækur eru tengdar að mörgu leyti og Ófeigur plantar allskyns vísunum í Thomas Bern- ard í Öræfi, þeim frábæra þrumu- óð um íslenska menningu og sál. Í langan tíma hef ég á milli annarra bóka verið að glíma við tvo doðr- anta, eða réttara sagt seríu doðranta sem mynda einn djöfullega stóran doðrant, en það er The Wheel of Time serían eftir Robert Jordan og svo A la rec- herche du temps perdu hans Pro- usts. Mér finnst mikilvægt að vera alltaf með eina langloku opna á náttborðinu sem er hægt að glíma við á milli léttmetis. Reyndar er The Wheel of Time létt- meti samkvæmt skilgreiningunni enda fantasía og ég opnaði fyrsta bindið einmitt í þeim tilgangi að létta aðeins á lestrinum hjá mér. Svo kom í ljós að þetta eru ein- hverjar fjórtán bækur allt í allt, allar ákaflega langar, og þá meina ég tilfinnanlega langar – maður les blaðsíðu eftir blaðsíðu um fataval persóna og heilu kvöldin inni á krám þar sem ekkert mark- vert gerist. Proust er ég hinsvegar kominn langt með og já, ég er mont- inn með það. Að lokum vil ég minnast á tvær skáldleysur sem ég lauk nýlega við. Annars vegar er það Nixonland eftir Rick Perl- stein og The Teachings of Don Ju- an eftir Carlos Castañeda. Sú fyrri fjallar um pólitískt líf Rich- ards Nixon, allt frá fæðingu til loka forsetaembættis hans. Nixon var aldrei feiminn við að veltast um í drullunni en þar var hann ávallt sterkastur og náði yfirhöndinni á margan pólitískan andstæðinginn sem elti hann þangað. Bókin fjallar líka um ameríska þjóð- arsál á hryllilegan hátt. The Teachings of Don Juan er ögn gleðilegri og er í raun skýrsla mannfræðings sem hittir fyrir og lærir hjá galdralækninum Don Ju- an. Mikið af sýrutrippum og áhugaverðum sjónarhornum á til- veruna. STEFÁN ÞÓR HJARTARSON ER AÐ LESA Stefán Þór Hjartarson er texta- og hug- myndasmiður. Alltaf með eina langloku opna á náttborðinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.