Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2020 S tundum er sagt að þeir sem flækist ungir í vef frjálshyggju, svo ekki sé talað um nýfrjálshyggju, hafi ekki hjarta í þeim huglæga skilningi sem lífspumpan góða stendur fyrir. Og á móti hefur því verið haldið fram í þágu rökræðunnar að þeir sem tekið hafa út þroska og dingli enn með vinstri óskhyggjuna, sem alls stað- ar hefur beðið skipbrot, hafi ekki heila. Pólitískir hattar Það eru til mörg dæmi sem ýta undir þessar losara- legu skilgreiningar, þótt of mikið væri sagt að þær byggi á vísindalegum grunni. Það felst þó ekki í því neinn glannaskapur að giska á að þroski og reynsla ýti undir færslu á fylgi frá vinstri til hægri. Hvað er hægri og hvað er vinstri, gætu menn þá spurt og víst er að ekki hefur enn verið búinn til kvarði sem segir fyrir um það af öryggi. Íhaldssemi og skortur á henni, róttæknin, eru stundum hafðar sem pólitískar höfuðáttir. Kannski eru til fræðibækur sem eru jafn- mikilvæg grundvallarrit í þessum efnum og Litla gula hænan og Gagn og gaman voru forðum. Gömul sætaskipan í þingsal mun ráða nafngiftinni og ríkuleg tilhneiging er á að færa veruleika mann- lífsins undir hinar pólitísku höfuðáttir. Vísindi fylgja ekki messuskrá Það hefur skaðað umræðu um loftslagsmál að þau færðust undir hina lúnu hatta. Sannfærðir „vinstri- menn“ velkjast ekki í vafa um að bjástur mannanna seinustu örfáa áratugi af óteljandi á jörðinni hafi nú næstum því gert hana óbyggilega vegna „hlýnunar“. Því var skrökvað upp að 97% vísindamanna hefðu þegar skrifað upp á þetta. Sá sem það gerði hefur síð- ar viðurkennt að þetta var hrekkur af hans hálfu. Hitt er þekkt að þeir vísindamenn sem víkja sér feimnislega undan rétttrúnaðinum fá ekki eftir það að birta spurningar, athugasemdir eða rökstuddar greinar í „virtum“ tímaritum þar sem innvígðir rit- rýnar tryggja „sátt um tiltekna niðurstöðu“. Afneitarar Annað er verra, miklu verra: Þeir sem utan standa eru flokkaðir sem „afneitarar“ og það ekki í pukri heldur opinberlega. Þetta er ógeðfellt enda er þarna sama hugtakið á ferð og notað er um þann hóp sér- vitringa og/eða ofstækismanna sem neita að skrifa upp á að nótar Hitlers hafi staðið fyrir skipulagðri út- rýmingu á gyðingum. Heimurinn var grátlega lengi með augun lokuð fyrir því sem var að gerast þá, eins og sést til dæmis á því að samþykkt var að halda Ól- ympíuleika í þessu landi hakakrossins og undir fán- um hans og skreytingum og undir vernd SS-sveit- anna. Það ár, 1936, höfðu þeir Hitler, Himmler, Göbbels og Göring fyrir löngu sýnt á spilin sín, að minnsta kosti á nægilega mörg þeirra. Tilburðir til að gera lítið eða ekkert úr öllum þessum óhugnaði, sem er ekki tilgáta heldur með viðurstyggilegustu þáttum veraldarsögunnar, er tilræði við mannkynið og sögu þess. Að líkja þeim sem ræða vilja á jafnræðisgrund- velli um tilgátuna um að maðurinn sé að tortíma sér og væntanlega öðru lífi á jörðinni við fyrrnefndan hóp er fyrirlitlegt. Ruglandi Í öðru lagi er reynt að stilla upp myndum sem eru ekki þar. Það er enginn að deila um það að hiti lofts- lags á jörðinni breytist. Þótt mælingatæknin sé til- tölulega ný af nálinni eru margföld merki til um þess- ar breytingar, bæði náttúrufræðilegar og sagnfræðilegar. Það eru engar deilur um þær hita- breytingar sem margar eru þekktar og viðurkennt al- mennt að hafi einatt gjörbreytt lífsskilyrðum jarðar. Skólabörn fóru forðum með nestispakka upp í Öskjuhlíð og lærðu um jökulrákir á klettum þar og gera kannski enn og þau vissu hvað þær þýddu. Þó var forðast að koma því inn hjá þeim að kannski myndi Öskjuhlíðin og tankarnir þar hverfa undir kaldan jökul á ný. Hlýnun var heldur ekki nefnd sem vandamál við þau börn. Það er ekki lengra síðan þetta var að þau geta sum enn gengið að þessum jökulrásum vísum. Roman climate optimum Frá árunum 250 fyrir Kristsburð til 400 eftir hann var hlýtt og gott veður í Evrópu og á Norður- Atlantshafssvæðinu, Roman climate optimum, og um það er fjallað sem eftirsóknarvert góðæri. Það var einnig hagfellt hlýindaskeið hér við land- nám og allmargar aldir á eftir. Viðurkenna má að Vatnajökull (Klofajökull þá) var þá ekki svipur hjá sjón. En enginn maður hafði minnstu áhyggjur af því. Svo tók að kólna. Hagur jöklanna vænkaðist mjög en það sama verður ekki sagt um lífsskilyrði fólksins í landinu. Meira að segja Okið litla, sem er stórmál núna, blómstraði sem aldrei fyrr. En fólkið svalt. En það var allt annað ok. Einhverjir telja sjálfsagt að málið sé lífskjör jökl- anna en ekki forgengilegra manna og dýra á láglend- inu. Hvað þolir ekki umræðu? En hvað sem þessu líður er þýðingarmikið að fjallað sé af sanngirni um umræðuefnið frá öllum hliðum. Málefni sem fullyrt er að sé risavaxið, jafnvel það stærsta okkar tíðar, en þolir þó ekki umræðu nema algjörlega einhæfa og einhliða getur aldrei fengið góða úrlausn. Við vitum og viðurkennum að hitinn á jörðinni hef- ur sveiflast til og stundum í átt til þess að verða ólíf- vænlegur á norðurslóðum eins og okkar. Hingað til hefur það þó aðeins gerst, svo vitað sé, vegna kóln- andi lofthita. Fráleitt væri að hafna því fyrir fram að veruleg hitahækkun gæti farið mjög illa í heiminn al- mennt og jafnvel og kannski einnig hér á okkar slóð- um. Við vitum ekki hvers vegna veðurfar varð svo hagfellt – climate optimum – á þessum skeiðum sem nefnd voru. En hingað til hafa ekki heyrst getgátur um að manneskjan sem slík hafi tryggt þetta hlýinda- skeið sem fór svona blíðum höndum um menn og mál- leysingja. Plaströk Núna er því haldið fram fullum fetum sem vísinda- legum sannleik, sem megi ekki efast um, og þess vegna auðvitað alls ekki ræða um nema sem hluta af kórsöng, að „maðurinn“ hafi á örfáum árum sett loftslagið sitt úr skorðum. Hvernig fór hann að því? Mannfjölgun og bætt lífsskilyrði alls fjöldans hafa sannarlega kallað á aukna neyslu. Hefðbundin meng- un hefur því aukist og sláandi dæmi eru um það eins og um plastið sem leysist seint og illa upp. Börnin eru teymd niður í fjöru til að tína plast sem Djörf drottning og fleira fólk ’ Annað er verra, miklu verra: Þeir sem utan standa eru flokkaðir sem „afneit- arar“ og það ekki í pukri heldur opinberlega. Þetta er ógeðfellt enda er þarna sama hug- takið á ferð og notað er um þann hóp sérvitr- inga og/eða ofstækismanna sem neita að skrifa upp á að nótar Hitlers hafi staðið fyrir skipulagðri útrýmingu á gyðingum. Reykjavíkurbréf24.04.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.