Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2020 LÍFSSTÍLL skyrtu sem ég mun kaupa mér um leið og ég finn hana í rétta sniðinu og einhverja flotta strigaskó.“ Áttu þér uppáhaldsbúð? „Spúútnik er án efa uppáhalds- búðin mín. Ég er reyndar ekki alveg hlutlaus þar sem ég er búin að vinna þar mjög lengi. Spúútnik er eig- inlega búin að ala mig upp; allt sem ég kann lærði ég í Spúútnik, hvort sem er um föt eða lífið. Ég er líka mjög hrifin af Húrra Reykjavík og Rauðakrossbúðirnar eru í mjög miklu uppáhaldi.“ Erlendis heilla búðir og markaðir sem selja notaðar vörur Ragnheiði Helgu og mælir hún sérstaklega með London, Kaupmannahöfn og Berlín. Að skoða notuð föt erlendis er stór hluti af ferðalögum Ragnheiðar Helgu en hún segir ekki nauðsynlegt að kaupa alltaf eitthvað. Það sé líka upplifun að skoða bara. „Mér finnst ég kynnast umhverfinu vel af föt- unum og hlutum sem ég sé,“ segir Ragnheiður Helga um búða- og markaðsrölt sitt. Áttu þér uppáhaldshönnuð eða -tískufyrirmyndir? „Prada og Balenciaga eru í miklu uppáhaldi hjá mér, svo margar yfir- hafnir hjá þeim sem mér finnst ótrú- lega flottar. Balenciaga-sýningin fyr- ir haustlínuna árið 2020 er stór hluti ástæðu þess að merkið er í miklu uppáhaldi hjá mér, mér fannst hún geggjuð. Helstu tískufyrirmyndir mínar eru Luka Sabbat og ASAP Rocky. Líka frú Kim Kardashian West eftir að hún byrjaði með Kanye West og líka smá þegar hún var að- stoðarmanneskja Paris Hilton.“ Ragnheiður Helga sækir líka inn- blástur í gömul tískutímarit og á gott safn af gömlum tímaritum sem kem- ur frá allri fjölskyldunni. Móðir hennar var dugleg að safna blöð- unum sem og ömmusystir hennar. Tískan gengur í hringi og finnst henni til dæmis áhugavert að fletta blöðunum og sjá hvernig tíska sem er að koma aftur heit inn var áður. Hefur samkomubann haft áhrif á klæðnað þinn? „Svartir latexhanskar hafa bæst við fötin mín, þeir koma bara ansi vel út við gullhringana mína. Ég hef varla farið úr gráa jogginggallanum mínum úr Spúútnik, þægilegasta sem ég á. Annars er ég kannski að- eins minna í hælum og meira með hárið uppi svo ég sé ekki að snerta á mér andlitið.“ Ragnheiður Helga er mjög spennt að klæða sig upp aftur þegar sam- komubanni lýkur. „Ég er mjög spennt að nota hvítu hælaskóna mína sem ég keypti rétt fyrir samkomubann. Svo saumaði vinkona mín síðermabol fyrir mig sem ég er mjög spennt að frumsýna. Annars hlakka ég mest til að vera gella aftur yfirhöfuð,“ segir Ragn- heiður Helga að lokum. Ragnheiður Helga í tie-dye- peysu úr Spúút- nik við hið klassíska 501- snið frá Levi’s. Hringir eru í sérstaklega miklu uppáhaldi. Töskuna með útsaum- inum fann Ragnheiður Helga heima hjá sér en mamma hennar hafði keypt hana notaða. Ragnheið- ur á mikið af tísku- tímaritum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.